Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 13
1ERD4B1AD LESBÓKÁR Ekki þarf að ganga nema nokkur skref til að komast út í sveitasæluna umhverfís Abtenau. Við horfum niður á lygnuna, þar sem íþróttaklúbbarnir æfa gesti sína í kajakaróðri. 25. ÁGÚST 1990 Þrumur bergmála í fjöllum. Eld- ingar sundurskera loft. Stórbrotin sjón. Kröftug hljómkviða. Kannski hefur Mozart fengið hugljómun í sín bestu tónverk, þegar þrumu- veðrið söng í fjallahringnum. Að morgni er aðeins svalara, en há- fjallasólin er fljót að hita upp. Júní er sagður nokkuð rigninga- samur, en júlí, já, allt fram í októ- ber er yfirleitt stöðugt veðurfar. Miðbær Abtenau er í hefð- bundnum alpastíl: Kirkja og markaðstorg, litlar búðir, hótel og sveitabæir með rauðar pelag- óníur í gluggakistum. En það eru líka tennisvellir, „minigolf" og útivistarsvæði með stórri útisund- laug. Miðbærinn er fullur af létt- klæddum ferðamönnum í sól- skinsskapi. Það glymur í gang- stéttum undan fjallgönguskóm margir á leið upp í fjall. Aðrir hjóla um í hægðum sínum, en • hjól eru til reiðu fyrir gesti á flest- um hótelum. Fjögur kvöld í viku eru þjóð- lagakvöld og dansað á Dómkirkj- utorginu. Og ekki aðeins ferða- menn. Fólkið í sveitinni sest á bekki við torgið og tekur þátt í söng og dansi. En ferðamenn sameina gjarnan kvöldverð og dans á veitingahúsunt við torgið. Og dansinn dunar við kirkjutorg- ið, á meðan tungl og stjörnur glampa yfir Tindaíjöllum. En Austurríkismenn kunna að lifa góðu lífi og fara snemma í rúmið. Klukkan 11 hættir hjómsveitin og heimamenn hverfa af torginu. Aðeins vitlausir ferðamenn, sem ekki geta hætt að skemmta sér, eru lengur á róli. Hér leiðir Moisl hóteleigandi göngufólkið. Aðeins hlýleg Qölskylduhótel Stórar hótelkeðjur þekkjast ekki í Abtenau, aðeins hlýleg fjöl- Sumar í austurrísku Ölpunum: I Alpabænum Abtenau er hann í miðju landbúnaðarhér- aði. í Salzburg dunar sumarhátíð og borgin full af ferðamönnum. En stefnt er í rólegheit upp í Alp- ana. Ökum í 15 mínútur eftir hraðbraut, með Salzburgarkast- ala í baksýn, í aðrar 15 framhjá Alpaþorpum, á kafi í blómum og tijágróðri. Fjallalækir og ár liðast meðfram brautinni, sem beinist hægt og sígandi upp á við, þar til komið er í 712 metra hæð, til Abtenau, við rætur hinna fögru Tindafjalla í Tennengauhéraði. Hvíldarparadís ferðamannsins Ef hvíldarparadís ferðamanns- ins er til, þá er ekki fjarri að nefna Abtenau. Umhverfið er undurfag- urt. Allt sýnist svo fullkomið. Fölbleik Tindafjöll, með dökk- grænum greniskógarflekkjum gefa hinum hlýlega Alpabæ stór- brotið baksvið. Og blóm, allsstað- ar blóm. Hangandi utan á út- skornum trésvölum. í blómakerj- um framan við útidyr. Yfir borð- um og á borðum veitingahúsa, úti og inni. Öll þessi fegurð hvílir augað. Og streitan líður frá. Hvíldarfrumurnar fara í gang. Hlýr hnúkaþeyr gustar um vanga og sólin svo mátulega heit, um 25 stig, fyrir fölan íslending. Vissulega draga fjöllin til sín regn, en þrumuskúrir eru fljótir að hreinsa burtu skýjaþykkni. Gengið um austurrísku Alpana og dansað á Dómkirkjutorgi íslendingar eru hrifnir af að skiða í austurrisku Ölpunum. En hvernig er að eyða sum- arfríi í sveitasælu uppi í Alpabæ? Hvað er við að vera, þegar enginn snjór er? Hvernig er háijallasólin? Flugleiðir fljúga beint til Salz- burg, eins vinsælasta ferða- mannabæjar í heimi. Þægilegt flug í 3 tíma og 40 mínútur. Flug- völlurinn er lítill og þægilegur. Fyrsti alþjóðlegi flugvöllur, þar sem ég hef fundið Ijósalykt, enda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.