Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Page 6
Nöfn Árnesinga 1703-1845 - og að nokkru til okkar daga - INNGANGSORÐ Ég hef um sinn rannsakað nokkuð nafn- giftir íslendinga að fornu og nýju, einkum þó á tímabilinu 1703-1845. Ein þeirra sýslna, sem ég hef kannað sérstaklega á þessu skeiði, er Árnessýsla. Höfuðheimildir mínar eru prestsþjónustubækur og manntöl á filmum, svo og prentuð manntöl, sjá heim- ildaskrá. Fyrirvara verður að gera um færslu kirkjubóka og fólksfjöldatölur. Prestar gátu bæði gleymt og bðkað skakkt. Mannfjölda- tölum ber ekki alltaf saman í prentuðum heimildum, og munar stundum ótrúlega miklu. Nærri má geta að í aragrúa nafna og talna leynist villur. Annað er ekki mann- legt. Ég hef fundið villur í verkum hinna vandvirkustu og virtustu fræðimanna. Nema hvað. Ekki dettur mér í hug að mín verk komist mjög nærri villuleysismarkinu, þótt reynt sé að vanda sig. Með fyrirvara um takmörk mannlegrar getu. I maí 1990 Gísli Jónsson. konur hétu Guðrún, 19,7% kvenna 1.614 hétu Sigríður, eða 5,9% 1.217 hétu Ingibjörg, eða 4,4% 5.363 karlar hétu Jón, eða 23,4% karla 1.039 hétu 1029 hétu <juomundur, Biarni eða 4,5% eða 4J% messýsla ep stór og plmerm. íbwar beimar 1703 voru um 5.200.1 Mér greinist svo, að konur hafi verið allmiklu fieiri en karlar, svo sem í hlutfallinu 6 á móti 4,5. Nöfn Arnesinga voru að miklum meiri hluta Mikil festa var í nafngiftum Árnesinga og nöfn eins og Guðrún og Jón, Sigríður og Guðmundur, Ingibjörg og Bjarni voru algengust. Haldið var tryggð við gömul, norræn nöfn, og tvínefni komu seint til sögunnar. Eftir GÍSLA JÓNSSON myndarleg og þjóðleg, höfðu flest fylgt þjóð- inni frá öndverðu. Það á reyndar við um allt ísland. Gaman er að lesa manntalið 1703 að því leyti. Þjóðleg reisn er íjarri því horfin, og þó með nokkrum svip af snert- ingu við hinn stóra menningarheim suður um Evrópu. Næstu aldir sækir í sneyðilegra og lágreistara horf. Nafnspilling keyrði úr hófi á seinni hluta 19. aldar og í upphafi hinnar 20.2 Skipting nafna eftir uppruna er að vísu annmörkum háð. Margt í þeim fræðum er í mistri óvissunnar hulið, og stundum eru nöfn þannig saman sett, að sinn hlutinn er úr hvorum heimshluta. Dæmi af því tagi frá 1703 er Kristrún, þar sem fyrri hiutinn er grískur, en hinn síðari norrænn. Ég tek þann kost í þessari ritgerð að skipta nöfnum í tvennt: germönsk annars vegar, blönduð og af öðrum uppruna en germönskum (eða óvísum) hins vegar. Germönsku nöfnin, sem flest eru norræn, læt ég fylla A-flokk, hin B-flokk. Skamm- stafanir i B-flokki eru: bl = blandað, gr = grískt, he = hebreskt, ke = keltneskt, lat = latneskt, ó = af óvísum uppruna. Til glöggvunar set ég hér á eftir öll nöfn í Arnessýslu 1703, þau sem ég hef í B- flokki. Þau voru tiltöluléga fá, ekki nema rúm 10% meðal kvenna og 18,5% meðal karia: Kvenheiti: Agnes(gr), Anna (he), Birgit (ke), Elín (gr), Elís (he), Elísabet (he), Emerentíana (lat), Jóhanna (he), Katrín (gr), Krístbjörg (bl), Kristín (gr), Krístrún (bl), Lalía (gr), Margrét (gr), Marin(ó), Ses- selja (lat). Deila má um hvernig flokka skuli Ellisif sem er norræn ummyndun á Elísabet. Karlheiti: Andrés (gr), Axel (he), Barth- ólómeus (he), Benedikt (lat), Erasmus (gr), Felix (lat), Filippus (gr), Gabríel (he), Gam- alíel (he), Hannes (he), Jakob (he), Jóhann (he), Jón (he), Jósef (he), Jörin (gr), Kjartan (ke), Klemens (lat), Klemus (lat), Lafrans (lat). Lárentíus (lat), Lér.harður (bl), Magn- ús (lat), Markús (lat), Marteinn (lat), Mel- kjör (he), Nikulás (gr), Páll (lat), Pétur (gr), Salómon (he), Símon (he), Stef(f)án (gr), Tómas (gr). Ámesingar voru. hins vegar geymnir á ýmis gömul og góð germönsk nöfn sem sum hver voru harla sjaldgæf annars staðar. Verður sumra nánar getið (sjá og lokaskrá); Kvenheiti: Auðhildur, Álöf (önnur gerð Qlöf), Bwngerdur, Panhildur, fíís, fíeirpý, tíríma, Hallkatla, Hallyör, Hólmgerður, íunn, Málhildur, Oddrún, Óshildur, Ragn- fríður, Randíður, Sölborg, Sölvör, Védís, Æsa.3 Karlheiti: Arnoddur, Álfur, Ásgautur, Beinteinn (Benteinn), Greipur, Gunnhvatur, Hallsteinn, Hólmfastur, Hróbjartur, ísleik- ur‘, Otti, Ottar, Skíði, Skæringur, Svartur, Sæfinnur, Sölmundur, Tjörvi, Valgarður, Þórálfur, Össur. Nær allir ísiendingar hétu einu nafni 1703. Undantekning eru systkin tvö, hálf- dönsk, en bróðirinn átti heima í Árnessýslu, Axel Friðrik Jónsson, bóndi á Hömrum í Grímsneshreppi, þrítugur að aldri. Systir hans, Sesselja Kristín, átti þá heima í Saurbæ á Kjalarnesi, 29 ára. Faðir þeirra systkina, Jón Sigurðsson lögmanns í Einars- nesi, kvæntist 1672 danskri stúlku, Bente Truels. Skírði Sesselja Kristín Jónsdóttir son sinn Trúels, og þótti tíðindum og kveðskap sæta.4 Betur verður rætt um tvínefni síðar, en svo mikil nýlunda vora þau, að menn vissu ógjörla hvernig með skyldi fara. Var t.d. Guðrún frá Hömrum bókuð í skjali 1732 (fært til stafsetningar okkar): „Guðrún Áxel Friðriks dóttir.“6 Ættarnöfn voru ekki höfð á íslandi 1703 önnur en Vídalín.3 Árnesingurinn Guðmund- ur Jasonarson, sjötugur bóndi a Stokkseyri, bætti þó Vest aftan við nafn sitt, en ekki var því auknefni kiínt á konu hans né böm. Svipað má sjá í Dalasýslu á þessum tíma (Jón Guðmundsson Vest á Fellsenda í Mið- dalahreppi). Áður en lengra er haldið skulum við líta á algengustu nöfn á landinu öllu 1703: Konur 1. Guðrún 5410 = 19,7% 2. Sigríður 1614 = 6,9% 3. Ingibjörg 1217 = 4,4% 4. Margrét 1183 5. Helga 954 6. Þuríður 764 7. Kristín 704 8. Valgerður 594 9. Halldóra 551 10. Ólöf 519 11. Guðný 509 12. Guðríður 497 13. Steinunn 492 14. Þóra 489 15. Þórunn 488 Karlar 1. Jón 5363 = 23,4% 2. Guðmundur 1039 = 4,5% 3. Bjarni 1029 = 4,5% 4. Sigurður 856 5. Ólafur 797 6. Magnús 713 7. Einar 693 8. Þorsteinn 552 9. Þórður 506 10. Árni 481 11. Gísli 419 12. Bjppp 396 13. Haildór 340 14. Hiríkur 319 15.P4H 302 Og svo er að sjá hvemig lessið stóð að þessu leyti hjá Árnesingum (nöfn borin af a.m.k. 25): Konur 1. Guðrún 503 = 18% 2. Sigríður 161 = 5,5% 3. Margrét 135 = 4,6% 4. Helga 122 = 4,1% 5. Þuríður 95 6. Kristín 67 7.-8. Ingibjörg ■ 66 7.-8. Valgerður 66 9. Katrln 63 10. Þórunn 48 11.-12. Guðný 47 11.-12. Steinunn 47 13.-14. Ingveldur 46 13.-14. Þorbjörg 46 15.-16. Halldóra 45 15.-16. Þóra 45 17.-19. Gróa 44 17.-19. Guðlaug 44 17.-19. Vilborg 44 20. Guðríður 43 21. Anna 40 22. Vigdís 39 23. Rannveig 38 24. Þorgerður 34 25. Sesselja 33 26. Ástríður 32 27. Ólöf 31 28.-29. Oddný 28 28.-29. Þórdís 28 30. Ragnheiður 27 Karlar 1. Jón 534 = 23,8% 2. Guðmundur 92 = 4,9% 3. Magnús 85 = 3,8% 4. Ólafur 79 = 3,5% 5. Gísli 68 6. Þórður 67 7. Þorsteinn 62 8. Bjarni 61 9. Einar 60 10. Sigurður 54 11. Árni 38 12. Páll 35 13. Snorri 34 14. Þorkell 33 15. Eyjólfur 30 16. Björn 28 17.-18. Erlendur 25 17.-18. Sveinn 25 Þetta víkur ekki í megindráttum stórlega frá landsmeðaltalinu, en þó vekur athygli hve nöfnin Magnús, Gísli og Snorri era al- geng með Árnesingum. Af 30 algengustu kvenheitum í Árnessýslu 1703 eru aðeins fimm í B-flokki, allt dýrlinganöfn og löngu gróin við íslenskt mái. Margrét og Sesselja voru tekin upp á 12. öid, Katrín og Kristín á 13. og Anna á 15. öld. Miklar bókmenntir eru til um dýrlinga, og t.d. er hér vísa úr Heilagra meyja drápu (frá um 1400), þar sem segir meðal annars frá píslum og helgi Katrínar:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.