Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 7
Burðugt víf fékk bana af sverði, blæða tók þá mjólk úr æðum, , hennar luktu holdið sanna hreinir englar marmarasteini. Kátrinam fyrir miskunn mæta mætur leiddi í hæsta sæti guðs unnasti himins og hennar. Hennar nafn er sælt meðal kvenna. Af átján algengustu karlheitum Árnes- inga 1703' eru aðeins þrjú í B-flokki, tvö postulanöfn og eitt keisara- og konungs. Jón og Magnús voru tekin upp á 11. öld og Páll á 12. Nú skal gera litla grein á nokkrum nöfn- um Árnesinga 1703: Auðhildur er sjaldgæft norrænt nafn, „auðnu-valkyija“ mætti merkingin vera. Nafnið sýnist lítt hafa verið notað hérlendis í fornöld, en heimild er fyrir því, að orkn- eysk kona bæri það. Engin Auðhildur er í Sturlungu. En árið 1703 heita svo tvær konur á landi hér, báðar í Árnessýslu, og báðar vel fullorðnar (50 ára og 58 ára). Skemmst er af því að segja, að síðan hef ég ekkert dæmi fundið um þetta góða nafn. Mig grunar að þegar fram liðu stundir, hafi hin gamla auðnu-merking nafna af þessu tagi dofnað í vitund manna, og e.t.v. ekki laust við að menn settu þetta í sam- band við lýsingárorðið auður = tómur. Auð- ur (auðnukona), sem engin var hér á landi hvorki 1703 né heldur 1801, hefur þó feng- ið geysimikla uppreisn æru og komist í tísku á okkar öld. Axel Friðrik Jónsson fyrrnefndur á Hömr- um mun vera fyrsti Axel á íslandi. Enginn íslendingur annar hét því nafni 1703. Svo kenna bækur að Axel sé dönsk um- bylting á hebreskættaða nafninu Absalon, en það hefur verið þýtt „friðarfaðir". Langt fram eftir 19. öld var þetta nafn örfágætt hérlendis og helst að finna í Barða- strandarsýslu, en í kringum síðustu aldamót rís það úr öskustó og er talsvert algengt alla_ 20. öld til okkar daga. Álfur er fornt norrænt nafn og hreint ekki fágætt hérlendis fyrrum. Sjö íslendinga með þessu nafni er t.d. getið í Sturlungu. Löngum hefur svo verið skýrt, að Alfur merkti hinn bjarti, sbr. álft (= hinn hvíti fugl), elfa og lat. albus = hvítur. Þar af höfum við erlend nöfn eins og Albin(us) og Albina og höfum ekki verið feimin við að taka hið síðara upp. Ásgeir Bl. Magnússon bætir þó við um nafnið Álfur: „En nafn af öðrum toga virð- ist líka koma hér við sögu o: Álfr < *Aþa- WulfaR, sbr. Adólf.“ Eftir því væri Álfur einhvers konar „aðalúlfur". Lengi var mannsnafnið Alfur nær ein- skorðað við Árnessýslu. Árið 1703 hétu svo sex íslendingar, fimm Árnesingar og einn Borgfirðingur. Árið 1801 voru Alfarnir fimm, allir nema einn í Árnessýslu. Þeim fækkaði svo niður í tvo í manntölunum 1845 og 1910, en ailt voru það Árnesingar. Nafnið hefur naumlega lifað af hérlendis, enda álfur stundum haft í niðrandi merk- ingu. Það er miklu algengara sumstaðar á Norðurlöndunum (Alf). Alöf er hliðarmynd við Olöf og lifði býsna lengi, þar sem Olöf var með algengustu kvenheitum, sjá fyrr. Þessi kvenmannsnöfn samsvara karlheitinu Ólafur (<ÁIeifr) sem löngum hefur verið skýrt „arftaki" eða „eft- irkomandi forfeðranna". En hver er það ekki? Ég heid að þessa skýringu þurfi að endur- skoða. Er ekki fyrrgreind merking heldur tómleg í svona algengu og vinsælu nafni? Enginn dregur í efa að Leifur sé skylt líf og lifa, en er alveg víst að forliðurinn á sé af sama uppruna og ái = forfaðir? Um forskeytið eða forsetninguna á segir Alex- ander Jóhannesson í sinni miklu upprunabók m.a. að á geti verið áhersluforskeyti, t.d. í orðum eins og ákafur, ágætur, álappalegur og ámáttigur.8 Mætti ekki vel hugsa sér að í nafngiftinni Áleifr (Ólafur) fælist hug- myndin eða óskin um langt og ríkulegt líf? Ekki er hlaupið að því að halda í sundur gerðunum Álöf og Ólöf á öldum áður, en í manntalinu 1703 er svo greint að 519 heiti ÓIöf(sjá töflu), en sex eru taldar heita Álöf, þar af tvær í Árnessýslu, þrár í Borgarfirði og ein í Gullbringu og Kjós. Einmitt á þessu svæði hélst gerðin Alöf lengst. Árið 1801 voru þær fjórar á öllu landinu, þijár þeirra í Árnessýslu. 9 Það sem eftir var aldarinnar, hélst nafnið aðeins í Árnes- sýslu (tvær 1845 og 55). Síðan finn ég engin dæmi. Asgautur er fornt, miklu algengara í Noregi en á íslandi. Nafninu bregður fyrir í Landnámu, og í Flóa er bærinn Ágauts- staðir. Ásgauts- nafn lifði lengst á sömu slóð- um og Alfur. Enginn er í Sturlungu, en 1703 voru tveir í Árnessýslu og þrír í Gull- bringu og Kjós. Nafnið dó út snemma á 19. öld og fæ ég ekki séð að það hafi verið endurnýjað. Gautur er hvort tveggja, maður frá Gaut- landi og Óðinsheiti. Gaut, t.d. í Gautelfur á að vera skylt sögninni að gjóta, hvernig sem þeim merkingartengslum er háttað. Benteinn er fornt heiti bæði í Noregi og á íslandi, en mjög snemma tekur að gæta breytingarinnar yfir í Beinteinn. Ben er sár, og benteinn væri góð kenning fyrir vopn. Ætli hermennskuhugmynd liggi ekki í nafninu? Árið 1703 eru þrír íslendingar skráðir undir nafninu Beinteinn og allir í Árnes- sjislu. Árið 1801 eru þeir fimm, þrír þeirra Árnesingar. Síðan fækkaði, og hafa Bein- teinar verið innan við fimm í öllum aðal- manntölum síðan 1801. Bryngerður, „hin brynjaða verndarvætt- ur“, er fornt, bæði sem heiti lifandi kvenna og í skáldskap. Nafninu bregður fyrir í Landnámu, en ekki í Sturlungu. Fimm af tólf Bryngerðum á íslandi 1703 voru í Árnessýslu. Síðan fækkaði mjög, svo að nafnið hefur rétt aðeins hjarað. í þjóð- skrá 1982 eru tvær Bryngerðar, og það ár var reyndar ein mær skírð svo. Danhildur. Óvíst er hve þessi samsetning er gömul. Því er ekki ljóst hvort fyrri hlut- inn er sama og í þjóðarheitinu Danir eða hvort þar er komið hebreska orðið dan = dómari. Hebreska nafnið Daníel var nefni- lega tekið hér upp þegar á 15. öld og enn fyrr í Noregi. Ég hef ekki eldra dæmi um Danhildi en frá árinu 1703. Þær voru þá fjórar, og helmingur þeirra í Árnessýslu. Var nafnið síðan helst að finna þar í sýslu, t.d. fimm af átta 1801. Síðan hefur nafnið átt lítilli hylli að fagna og sýnist alveg við að deyja út. Dís, „æðri kvenleg vera eða goðvera“, var afar sjaldgæft kvenmannsnafn, eitt fomt dæmi á íslandi, en sést fremur í norsk- um heimildum. Sex konur báru j)ó þetta nafn á íslandi 1703, tvær þeirra Árnesing- ar. Þá voru einsatkvæðis kvenmannsnöfn ærið fá: Björg, Dís, Gró, Hlíf og Ósk. Á 18. öld dó nafnið Dís út, en hefur kvikn- að til nýs lífs á okkar tímum, engin var þó enn 1910. Það er ekki fyrr en í stutt- nefnablgju síðustu áratuga, að það hefst upp að marki, skírðar 11 árið 1982 og 13 þremur árum síðar. Elka er sjaldgæft nafn hérlendis, en þeim mun tíðara með Þjóðveijum (Elke), og nú tískunafn þar í landi, segja bækur. Á þess- ari öld var fræg í Þýskalandi kvikmyndaleik- konan Elke Sommer. Svo telja Þjóðveijar að Elke sé frisneskt gælunafn, áður Alke, orðið til úr Adelheid sem við höfum lagað tii og gert úr Aðalheið- ur. Ein var Elka á íslandi 1703 Halldórsdótt- ir, 15 ára, dóttir bónda á Mjóanesi í Þing- vallasveit. Enn var ein 1801, einnig í Árnes- sýslu, Elka Sæmundsdóttir, 52 ára, í Skóg- arnesi í sömu sveit. Nafnið færðist svo til Borgarfyarðar og lifði þar naumlega fram á okkar öld. Það lifir enn, og útlendar Elkur hafa flust hingað til lands. Þess má geta að til var Elika á íslandi 1703, og þar sést þýska smækkunarending- in betur. Elika Þorgeirsdóttir var 44 ára vinnukona í Helliskoti í Kjósarsýslu. Emma er líka þýskt, gamalt gæiunafn af t.d. Ermgard („Jörmungerður" = „hin mikla verndarvættur'j. Erma hefur breyst í Emma, segja Þjóðveijar. Þeir hafa líka kvenheitið Irmgard. Emma varð snemma mikið nafn, einkum með Norðmönnum. Emma Ríkharðsdóttir frá Normandí varð drottning Aðalráðs ráð- lausa (Ethelred the Unready) og síðan Knúts ríka (11. öld). Fræg skáldsagnapersóna er Emma Bovary hjá Gustave Flaubert (19. öld), enda var hann frá Rúðuborg í Nor- mandí (Rouen). Ein var Emma á Islandi 1703 Jónsdóttir, 73 ára, ómagi á Bæjarhreppi í Árnessýslu. Síðan deyr nafnið út hérlendis og birtist ekki í aðalmanntali fyrr en 1910; eru þá 17. Hætt er við að þá geti Emma verið til sem gælunafn af öðrum toga en fyrr var greint, sbr. Emiliía. Árin 1921-50 fékk 31 mær Emmunafn á Islandi, og er nafnið vel lifandi, skírðar svo t.d. fimm árið 1985. Framhald. 1 Mannfjöldatölum í opinberum heimildum ber ekki ævinlega saman upp á hár. M.a. koma þar prentvill- ur til, og stundum tvítalning af vangá. 2 Sjá t.d. Ólaf Lárusson 1955. 3 Hefur failið niður í Ó.L. 1960. * Gils Guðmundsson 1.9. * Bjarni Einarsson: Bréf til höf.; sjá og ísl. mál í Morgunblaðinu 1. júlí 1989. 6 Gísli Jónsson: Nöfn Húnvetninga. ‘ Islándisches etymologisches Wörterbuch, bls. 26. 5 Hafa fallið niður í Nafnalykli sr. B.M. Höfundur er kennari á Akureyri. SIGURÐUR INGÓLFSSON Opið bréf til borgar- stjóra Kærí Davíð Mikli og mektugi stjórí ogmannanna vinur og allt sem er dygðugt oggott. Eg heilsa þér allur þó aðeins til hálfs ég tóri og eigi varía grjón í minn litla pott. Astæða þess að ég skrifa er svolítið skrýtin og skammarlegt til þess að vita að ég ónáði þig, en konan mín, blessunin, hún er svo önug og ýtin og aldrei skilur hvað þú ert góður við mig. Þannig er málið að mér var borgað um daginn og mikið var ég glaður að fá þennan aur og heilan dag var hálfur af næringu maginn, ég hló og skríkti og lét eins og algjör gaur. I vesturbænum á harnaheimili litlu ég brosandi vinn því að hamingja mín er stór og gleðst eins og barn af kossi eða lítilli kitlu og kætist þó ég sé reyndar svolítið mjór. En það er í lagi því borgin er falleg og fögur og fengsæl með perlu í hlíðinni og ráðhús í tjörn og þó að mín kona kíti ef við erum mögur er krossinn svo lítill fyrir þín hamingjubörn. í raun og veru er ég alls ekki að kvarta en elsku konan mín lét mig skrifa þér bréf þvísannaríega ertu blómiðsem borgin mun skarta og borgin er Eden hvar ég er eitt hjákátlegt stef og þig munu hallir og höfðingleg slotin kynna í himnaríki er loksins þú þangað snýrð. Svo bið égþess eins ogþú borgir mér svolítið minna svo borgin mín rísi í glæsileik þínum og dýrð, að öreigar dýrki þig áfram lon bæði og don, þess óskar þinn vinur Sigurður Ingólfsson. Höfundur er bókmenntafræðingur. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Til þín Ástarbréf um nætur boðuðu hugsanir mínar til þín. Og þú brostir til mín þessu fallega brosi sem bræddi hjarta mitt. En samt varstu farinn þegar vekjarínn þinn öskraði á mig. Ég grét blautum tárum oní koddann þinn borðaði kornfleksið þitt og lagði af stað í skólann út um dyrnar þínar. Ég hugsaði um þig meðan íslenskukennarinn talaði um geranda og ég hugsaði um þig meðan sögukennarinn talaði um stríð. Og ég hugsaði um þig í strætó og í baði og yfir fréttunum og mig dreymdi um þig rósrauða drauma sem svifu útum gluggann. Og ennþá græt ég blautum tárum oní koddann þinn. Ogennþá borða égkornfleksiðþittoghugsa umþigístrætó en ég.held samt að þér sé alveg sama. Ég renndi fingrunum í gegnum hár hans og hugsaði um annað hár fíngerðara, Ijósara. Ég horfði r blá augu hans og hugsaði um önnur augu dekkrí, fallegri. Ég kyssti varir hans og hugsaði um aðrar varír mýkri. Höfundur er 16 ára Akureyrarmær. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.