Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 14
Gönguleiðir um Alpana eru vel merktir. Hér stendur Alex fjalla- Dómkirkju- og markaðstorgið, þar sem gönguskórnir glymja á gangstéttum á daginn og þar sem garpur með hund Moislhjónanna við „stimpilkassa" göngufólksins dansað er á kvöldin. á trénu. skylduhótel. Sporthotel Moisl er eins og stórt heimili. Gamlir fjöl- skyldumunir skreyta ganga og setkróka. „Afi byijaði með hótel- ið. Pabbi tók við. Ég fæddist og ólst upp innan um gestina," segir Moisl hóteleigandi. „Dóttir okkar rekur hótel í Týról. Synirnir tveir eru báðir að læra hótelrekstur og taka við af mér. Okkar gestir eru ekki bara númer, eins og á risa- hótelum. Við erum alltaf hér til að taka á móti og tala við gesti okkar. Þetta er líka okkar heim- ili.“ Það eru orð að sönnu. Þau hjónin eru með velferð gestana í huga frá morgni til kvölds. Og nokkrir eru gamlir vinir þeirra kannski að koma 30. árið í röð. Dagblað hótelsins „FerienPost“ liggur alltaf á morgunverðarborði og greinir frá veðurspá, afþrey- ingu í nágrenni og dagskrá byggð á óskum gesta. Daglega fer Alex fjallagarpur í skipulagðar fjall- göngur eða hjólreiðaferðir á fjalla- hjólum. Vikuleg kertaljósa- og píanókvöld eða grillveisla í garðin- um. Gestir eiu hvattir til heil- brigðra íþrótta og verðlaun eru veitt. Og það er morgunleikfimi, dansað í garðinum, dagskrá fyrir börnin og sýnikennsla í austurrís- kri matargerð. Boðið upp á heilsu- fæði eða gæða sér á dádýri og annarri villib'ráð úr veiðiferðum húsbóndans. Sumarsæla í skíðabrekkunum. Alex fjallagarpur og hundur Moislhjónanna leiða lítinn hóp gamla veginn yfir fjallaskarðið í næsta þorp. í hópnum eru Aust- urríkismenn, Hollendingar og ís- lendingar. Við skerum okkur trjá- greinar, að fyrirmynd Alex og sláum þeim í kringum okkur, til að varnar flugubiti. En gætið ykkar á brenninetlunum, sem teygja sig allsstaðar fram og valda upphlaupum og sviða. Yfir villiengjunum er samfelldur skor- dýrasöngur. Og sumsstaðar er skógurinn svo þykkur og dulúðug- ur, að „Hans og Grétu“ ímyndin kviknar. Við göngum samfleytt í fjóra tíma. Hitinn er notalegur og við getum svalað okkur á fjalla- lækjum. Allir sem við mætum bjóða glaðlega góðan dag. Það er ekki að sjá, að hér gangi fjöldi manns um daglega. Fjallaslóðir eru lausar við allt drasl. Efst í skarðinu eru rómverskar vörður í vegi, með fomum ár- tölum. Gamla myllan í ijóðrinu er friðsæll áfangastaður. Ekki vatnsdropi í fossinum, sem aug- lýstur er skoðunarverður eðlilegt að Austurríkismenn sækist eftir að skoða íslenska fossa. En gljú- frið er myndrænt, þar sem klett- arnir teygja sig saman á einum stað yfir streymandi ánni. Vænir silungar bylta sér í grænum hylj- um og í lygnunni neðan við gljúf- urþrengslin er íþróttafélagið Club Alpin að kenna kajakaróður. Með vissu millibili hanga litrík- ir kassar á tijánum. Við þá stað- næmast allir „alvöru“ göngumenn og stimpla í göngubókina sína. 100 stimpilkassar eru dreifðir um Tindafjöll. Hver gönguferð gefur vissan stigafjölda. Hægt er að ná verðlaununum, hinni eftirsóknar- verðu „göngunál" í barminn, ef rösklega gengið í heila viku. Og ég fer að horfa betur í barm göngumanna, sem þramma um bæinn. Austurríkismenn eru miklir göngugarpar. „í Abtenau vilja allir ganga og ganga,“ segja þeir hjá upplýsingaskrifstofu ferða- manna. Hásléttan Postalm María brosir, þegar ég segi það við hana. „Sagan um Heiðu gæti verið sönn,“ segi hún. „Ég hef verið hér í selinu á sumrin síðan ég man eftir mér. Gæti ekki hugs- að mér að búa annarsstaðar. Þekki heldur ekki annað. Falleg- ast er á morgnana, þegar sólin er að koma upp og dalalæðan ligg- ur neðst í dalnum. Klukkan 5 fer ég á fætur til að mjólka kýrnar og gleymi mér stundum yfir feg- urð og fjallakyrrð." Notaðir þú jóðlið sem stelpa? „Hvort ég gerði Jóðlið er fyrsti farsími fjallanna. Með jóðlinu sendi ég skilaboð til annarra selja. (1.200—1.900 m) við Abtenau er önnur stærsta háslétta Evrópu og fjölfarin allan ársins hring. A vet- urna er hún sundurskorin af 12 km gönguskíðabrautum. En á sumrin eru merktar gönguleiðir innan um alparósir og bjöllukýr. Þræðið á milli fjallaseljanna og fáið ykkur mjólkurglas beint úr kúnum. Skemmtilegt farfugla- heimili er efst á Postalm. Að dansa inn í fjöllin Á sunnudagsmorgni er gengið til kirkju, sem er full út úr dyrum og mikill trúarhiti. Eftir messu safnast fólkið saman á torginu og spyrst almennra tíðinda. Mér finnst ég sjá fyrir mér íslenskan sveitasöfnuð fyrri tíma. Eins og fólkið gefi sig kirkjunni á vald, eftirláti henni allar áhyggjur og eigi gott og áhyggjulaust líf. Á miðvikudagskvöldum er þjóð- dansasýning í Post Hotel. Ein sú besta, sem ég hef séð. Sýningar- gestir dansa líka með og kyssast uppi á spýtunni og undir henni í Fjölskylda mín byggði Seit- enalm fyrir 400 árum. Við hjónin erum með býli niðri í Abtenau, sem við lokum á sumrin og flytjum allar kýrnar upp í sel. Um 1960 keyptu göngumenn af okkur mjólk og smjör, en núna seljum við kjöt, osta, ávexti og vín, sem við framleiðum sjálf. Núna biðja flestir ferðamenn um bjór, svo að við seljum líka bjór. Bjórkjallarinn okkar er í búrinu undir heyloft- inu, þar sem mjólkin og skyrið var geymt áður. Næstum á hveijum degi kemur göngufólk við hjá okkur og þiggur mat. Stundum tökum við á móti snjóvalsi. Það er dansað í kringum lífsins tré og dansað inn í fjöllin í gullgrafaradansi, þar sem lýs- ingin kemur aðeins frá litlum Ijós- keijum. Og veiðimannasöngurinn „Der alte Jáger von Tannersdal" dregur alla fram á gólfið. Eg er ekki hissa þó að Ungveij- ar af sléttunum séu með stjörnur í augum, þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti, eftir að hafa verið lokaðir handan landamæra í nokk- urra mílna fjarlægð. „Þeir vilja helst ganga allar gönguleiðir um fjöllin," segja þeir hjá mið- stöð ferðamála, „fá ekki nóg af íjallaferðum. Þeir geta aðeins keypt sig inn á ódýrustu gististað- ina eða á tjaldsvæðin." Austur- Evrópubílar eru auðþekkjanlegir úti á vegunum. Abtenau er ekki eingöngu ferðamannabær. Hér stunda 30% landbúnað, 30% ferðaþjónustu, 30% iðnað, en bærinn er frægur fyrir húsgagnaframleiðslu. Gisti- rúm í öllum verðflokkum eru 3.200 talsins. Á veturna skiptast sonur okkar á harmonikku." Og María dregur fram gítarinn. Hún er náttúrubarn Alpanna. Söngur hennar og jóðl hefur ekki verið æft í upptökuherbergi. Fjallasal- gestir jafnt í gönguskíða og svigskíðafólk og þá sem vilja ganga um og njóta umhverfis. Biðraðir eru ekki miklar við lyftur hér, en svigskíðasvæðin eru aðal- lega fyrir byijendur og lítt þjálf- aða. Tíðar rútuferðir eru á milli hinna 14 bæja í Tennengau, svo vissulega má flakka á milli skíða- svæða. Gönguskíðaland hér er mjög gott. Austurríki er ekki ódýrt ferða- mannaland, en ferðamenn geta treyst á mestu gæði í gistingu, fæði og afþreyingu. Vöruúrval er sérstætt og vandað. Verð á hótel Moisl er mjög breytilegt. Ódýrast haust og vor. Yfir veturinn er vikuverð með hálfu fæði frá 15.400 kr. upp í 28.000 kr. á mann í tveggja manna herbergi (öll dagskrá á vegum hótelsins innifalin). Sporthotel Moisl, A5441 Abtenau, sími: 06243/22320. Nánari upplýsing- ar: Tourist Board Abtenau, Post- box 36, A5441 Abtenau. Sími: 0043/62 43/22 930. o.Sv.B. urinn er hennar heimur. Ég horfi á hópinn í kring og sé að ég þarf ekki að skammast mín, þeir hrif- næmustu tárast eins og ég. O.Sv.B. Sumar í austurrísku Ölpunum: - við Abtenau í Salzburgarlandi f SEITENALM fjallaselinu í 1.000 m hæð, spilar hún María á gítar fyrir okkur og jóðlar svo undir tekur í dalnum fyrir neðan. Eg sit á trébekk við 400 ára fjallakofa, snæði geitaost, hangið kjöt og ávexti af trébakka og hressi mig á sætu epla- og berjavíni (uppskrift frá Sviss). Ofan úr fjallinu berast bjölluhljómar kúnna. Fuglagarg í tindunum fyrir ofan. Hnúkaþeyr syngur í trjánum. Aldrei hef ég verið nær ævintýrinu um Heiðu. Mér finnst hún næstum kíkja til mín af heyloftinu. Aldrei hef ég verið nær ævintýrinu um Heiðu en við 400 ára fjall- aselið Seitenalm. smáhópum á kvöldin þá spilar Geng’ið inn í Heiðuævintýrið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.