Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 8
Ný karlmannsímynd Einu sinni var: Karlmaður sem var óumdeilan- lega karlmaður og rétt eins og karl á að vera að auki. Kynferði hans var þá í fullu samræmi við sjálfsímynd hans og í öllu atferli hans gætti þeirrar sjálfsögðu fullvissu sem hlut- verkaskipan menningarsamfélagsins áskap- aði honum. En nú er því miður, maður minn, kominn maðkur í mysuna: Ekki er lengur til neitt fastmótað, félagslega viðtekið karl- mannshlutverk. Þess í stað eru komnar eld- heitar umræður um „krepputíma karl- mennskunnar", og eiga þessar umræður sér stað í bókum og blöðum og jafnvel teknar að berast upp í hjónarúmin. Þá eru farnar að heyrast þær raddir sem tala um visst „geðkíofa-ástand hjá karlmönnum“. Virðist nú svo komið, að það má heita sama hvern- ig karlmaður ber sig að, það verður talið rangt. gerð þessi hefur þó einkum rutt sér til rúms í hópi miðstéttarmanna með meðaltekjur, en karlar í áhrifa- og valdastöðum hafa fremur haldið fast við viðtekna karlmanns- ímynd. Sama er uppi á teningnum hjá karl- mönnum sem vinna erfiðisvinnu, stunda sjó eða yrkja jörðina: Þeir telja sig ennþá karla í krapinu. Nýstefnaíaðsigi En karlmaðurinn með háþróaðar kvenleg- ar hliðar í viðhorfum sínum er reyndar allt- of veikburða gripur; hann fellur hvorki inn í félagslega ímynd „nýju konunnar“, né heldur má vænta þess af honum, að hann eigi eftir að móta þjóðfélagsgerðina svo nokkru nemi. Hann verður því að teljast undanvillingur, sem hefur einungis aðlagað sig skilgreiningarveldi kvenna en er nú þeg- ar ekki lengur í náðinni hjá konum. Seint um síðir er karlkynið nú loks farið að huga að nýrri stefnu í sínum málum: „Við erum í þann veginn að breytast en ekki á þann veg sem konur ímynda sér,“ segir snaggara- legur fulltrúi nýrra karlasamtaka, sem tekin eru að láta að sér kveða í málefnum nútíma- karla. í þessum sérstöku karlasamtökum ætla karlmenn í samráði við karmenn að skilgreina á nýjan leik hlutverk karlkynsins í nútíma samfélagi. Enn sem komið er, eru þessir ungu karlmenn fáliðaðir í Evrópu, en þeir eru áhangendur hreyfingar sem þegar er mjög farin að láta til sín taka í Bandaríkjunum. Þessi nýja karlahreyfing hefur orðið tii sem eins konar andsvar við kvenréttinda- hreyfingum undanfarinna áratuga, og í Bandaríkjunum hafa til dæmis myndast karlasamtök með tugþúsundum meðlima. Og félagasamtök þessi eru ekkert gefin fyrir að vinna að málstað sínum í kyrrþey, heldur láta óspart til sín heyra og koma víða við. Vestanhafs kalla meðlimir slíkra samtaka sig gjarnan „free men“ og „liber- ated men“ (þ.e. frjálsir karlmenn, frelsaðir karlar) eða um er að ræða mun djúpstæð- ari þankagang eins og í samtökum, sem nefnast „National Organization for Chang- ing Men“ (Landssamtök til að breyta körl- um) en þar eru menntamenn í broddi fylk- ingar og samtökin telja rúmlega þúsund meðlimi. „Mjúki maðurinn“, húsmaður en ekki húsbóndi,sem var í tízku fyrir nokkrum árum, þykir frámunalega hallærislegur núna. og vanmætti, og leggja þeir meginkapp á að finna nýjar fyrirmyndir, sem mótað gætu karlmannsímynd framtíðarinnar og komið í kring breytingum á félagslegum viðhorfum í nútímaþjóðfélagi. Austan hafs og vestan eru farnar að koma út framúrstefnuhand- bækur um sálfræði og endurhæfingu karl- manna. „Karlmanni myndi alls ekki detta í hug að fara að skrifa bók um þá sérstöku stöðu sem karlmenn væru í innan mannfélags- Húshónda valdið á villigötum: Eiginmaður lúskrar á eiginkonu sinni. Teikning frá 1840. Karlmennskan Á Heljarþröm Kappar og karlmenni fyrri tíma eru end- anlega liðnir undir lok líka sem sérstök fyrir- mynd nútíma karlmanna; karlmennskan hjöðnuð en í staðinn kominn slappleiki, allt frá fótleggjum upp í barka og nef, þannig að viðkomandi karlmaður er einungis fær um að anda létt og röddina getur hann ekki lengur brýnt, iimur hans oftast linur. Hámenntaðir háskólamenn eru teknir að leggja höfuðið í bleyti til að finna ráð er duga mættu nútíma körlum í eymd þeirra Átrúnaðargoð og ímyndir karlmennsku Wayne og milli þeirra er Sean Conner Ný karlmannsímynd er að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum. Þeir eru aðsópsmeiri og ákveðnari en áður og „mjúki maðurinn“ er úr sögunni í bili. Það sem hin sjálfráða nútímakona sækist eftir er ósvikinn karlmaður, hæfur á sem flestum sviðum, hvort sem það er í vinnunni eða við heimilisstörf. Eftir ARIANE BARTH Uppstokkun Það hefnir sín núna, að karlmenn hafa aldrei ástundað það að vera með einhverjar sérstakar vangaveltur um kynferði sitt, en konur hafa á hinn bóginn unnið markvisst að því að fastmóta og treysta á allan hátt í sessi þjóðfélagslega stöðu „nýju konunn- ar“. Sú nýja kvenímynd á sér orðið fjöl- marga piýðilega fulltrúa á ýmsum sviðum í nútíma þjóðfélögum á Vesturlöndum. Á síðustu tveimur áratugum hafa kvenrétt- indasamtök ýmisleg tekið að einbeita sér að því að skilgreina á ný það atriði, hvern- ig kynin eigi að vera, og hafa kvennahreyf- ingar að undanförnu fært sér mjög eindreg- ið í nyt þetta sérstaka félagslega vald. Kven- kynið efldist við það félagslega á allan hátt, en karlkynið varð á sama tíma að lúta í lægra haldi. Ef karlmenn ætluðu sér að svo komnu máli að losa sig úr viðjum þeirra hefðbundnu hlutverka, sem þeir höfðu fram að þessu gegnt í félagslegu tilliti, þá stóð þeim raunar ekkert annað til boða en „kven- leg kollsteypa". Sú þróun er raunar farin að verða allmjög áberandi á öllum sviðum þjóðfélagsins nú á dögum. Þessi tilhneiging sést hvað gleggst í persónugervingi hins mjúka karlmanns. Hann sést orðið alls stað- ar, enda auðvelt að bera kennsl á þessa karlmannsgerð, þessi þíðu, blíðu mjúkmenni nútímans. Þeir karlmenn sem nú þegar eru alteknir þessari ofurmýkt, eru að vísu enn sem komið er í miklum minnihluta en eru samt sem áður persónugervingar framan- greindrar þjóðfélagslegrar tilheigingar, sem alls staðar getur nú orðið að líta, og það í öllum mögulegum blæbrigðum. Karlmanns-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.