Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 16
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter framtíðinni verður háð ferskleika matvælanna þegar þau ná til neytenda. Eftir ÞORBJÖRN GUÐJÓNSSON Tandurpökkun Tandurpökkun (aseptisk pökk- un) er framleiðsluferli þar sem matvæli eru dauðhreinsuð með hitun. Að lokinni hitun er matvæl- unum pakkað í dauðhreinsuðu umhverfi. Aðferðin dregur nafn sitt af því tandurhreina umhverfi sem þarf að vera við pökkunina. Markmiðið er að auka geymslu- þol matvæla, jafnframt því sem reynt er eftir megni að hafa niður- brot næringarefna matvælanna sem minnst og viðhalda þannig ferskleika vörunnar. Sem dæmi um matvæli sem eru meðhöndluð með þessari aðferð má nefna G-mjólk og ýmsa ávaxtasafa sem geyma má við herbergishita í nokkra mánuði. Rannsóknir hafa sýnt að bakt- eríur eru mun viðkvæmari en næringarefni fyr'ir háum hita. Þegar matvæli eru tandurpökkuð er leitast við að hita þau upp í Framtíðarsýn á notkun tand- urpakkaðra matvæla. hátt hitastig (ca. 140°C) í stuttan tíma frekar en að nota lægra hita- stig (121°C) og lengri tíma eins og þegar soðið er niður. FREKARIHAGNÝTING T ANDURPÖKKUN AR Þau þægindi og sá sparnaður sem fæst við geymslu og flutninga á tandurpökkuðum matvælum, samanborið við fryst matvæli, hefur gert það að verkum að far- ið er að huga að nýjum vörum sem hægt er að vinna á þennan hátt. Matvæli sem eru samsett úr Tandurpökkun matvæla: Að lokinni hitun (dauðhreinsun) er matvælunum pakkað. Vinnsluaðferðin dregur nafn sitt af því tandurhreina um- hverfisem þarfvið pökkunina. bæði föstum ögnum og vökva, svo sem kjötbitar í sósu, eru algeng neysluvara. Upphitun slíkra mat- véela er mun flóknari en þegar um er að ræða matvæli sem ein- göngu eru fljótandi. Helstu vandamál við vinnslu slíkra tveggja þátta matvæla, umfram vinnslu fljótandi mat- væla, er það hnjask sem föstu agnirnar verða fyrir við tandur- pökkun og varmaflutningurinn frá hitagjafa (oftast gufa) inn í miðju agnanna (t.d. rækju). Hit- inn frá gufunni þarf fyrst að ber- ast í vökvann og þaðan í föstu agnirnar. Hætt er þá við ofhitun vökvans. Svo hægt sé að tryggja gæði og geymsluþol slíkra matvæla þarf umfangsmiklar rannsóknir. Norrænt Sam- STARFS- VERKEFNIUM TAND- UR- PÖKKUN MATVÆLA Árið 1988 hófst þriggja ára samnorrænt rannsóknaverkefni um tandurpökkun matvæla. Rannsóknirnar eru framkvæmdar af sex rannsóknastofnunum og háskólum á Norðurlöndum. Á Is- landi vinnur Iðntæknistofnun ís- lands að þessu verkefni. Verk- efnið er fjármagnað af Norræna iðnaðarsjóðnum (NIF), ranhsókn- aráðum viðkomandi landa og 25 matvælafyrirtækjum á Norðurl- öndum. Þar af er eitt á íslandi; Sölustofnun lagmetisiðnaðarins. Höfuðáherslusvið verkefnisins er að fínna: — Aðferðir til mælinga á hent- ugleika og öryggi umbúða. — Aðferðir til að fylgjast með bakteríum í matvælum og í umbúðum. — Aðferðir til hreinsunar á tandurpökkunarbúnaðinum. — Aðferðir til að mæla hitaá- lagið og það hnjask sem mat- vælin verða fyrir í vinnslunni. RANNSÓKNIR ÁIÐN- TÆKNISTOFNUN ÍS- LANDS Hlutverk Iðntæknistofnunar íslands í rannsóknaverkefninu er að þróa aðferðir til mælingar á því hita- og núningsálagi sem matvælin verða fyrir við tandur- pökkunina. Hitaálag er mælikvarði á sam- band hitastigs og hitunartíma (á sama hátt og rúmmál getur verið mælikvarði á rennsli og renns- listíma). Sama hitaálagí er hægt að ná með lágu hitastigi í langan tíma og háu hitastigi í stuttan tíma. Mikilvægt er að hitaálagið sé rétt. Ef það er of lítið þá getur verið að varan sé ekki laus við bakteríur og skemmist í geymslu. Ef hitaálagið er aftur á móti of mikið, tapast næringarefni og varan missir ferskleika sinn. Því er nauðsynlegt að geta mælt hitaálagið svo hægt sé að stjórna hitunarferlinu og hvorki sé um of væga eða of mikla hitun að ræða. Á sama hátt og hitaálag er mælikvarði á hitun er núningsálag mælikvarði á það hnjask sem matvælin verða fyrir í vinnslunni. Mæling á þessum þáttum er mikilvægt hjálpartæki við val og hönnun á einstökum hlutum tand- urpökkunarbúnaðarins svo sem dælum, varmaskiptum, ventlum og rörum. örveruvðxtur Bngian ðrveruvðxtur Tandurbreint umhverfí T andurpökkun matvæla Afkoma matvælafram- leiðslu íslendinga í erskleiki matvæla og hentugleiki þeirra til geymslu og meðhöndlun- ar skiptir neytendur miklu máli. Þess vegna er lögð mikil áhersla á þróun vinnsluaðferða sem ná þess- um markmiðum. Hefðbundnar geymsluaðferðir á borð við fryst- ingu, söltun, þurrkun og niður- suðu hafa allar sínar takmarkanir hvað varðar geymslu, matreiðslu og ferskleika á disk neytandans. Þess vegna eru nú stundaðar rannsóknir víða um heim sem miða að endurbótum á þessum aðferðum auk þess sem nýjar geymsluaðferðir eru athugaðar. Við dauðhreinsun samsettra matvæla tekur lengri tima að hita fastabita en vökva. Því er hætta á yfirhitun vökvans. Niðurbrot efna vegha hitunar HiUstif BaS8 BÍ-ViUttilh C-Vítamín mmm Hitaþolin örvera Hitastig í miðju «■■■ l.fr em. ögn 2.0 im. ögn «■■■4.0 sm. ögn Framtíðarhorfur Nú þegar eru komnar á markað tandurpakkaðar vörur, sem inni- halda bæði fasta bita og vökva, svo sem súpur með smá kjöt- og grænmetisbitum. Fyrir tilstuðlan öflugs rannsóknar- og þróunar- starfs á þessu sviði mun úrval tandurpakkaðra matvæla aukast. Þróunin stefnir i þá átt að hægt verði að framleiða matvæli þar sem föstu agnirnar verða sífellt stærri. Matvæli í sósu eða legi, sem í dag eru fryst eða soðin nið- ur svo sem tilbúnir réttir, græn- meti, kjöt eða sjávarafurðir, munu hugsanlega fást sem tandurpökk- uð matvæli á komandi árum. Rannsóknir hafa sýnt að örverur eru viðkvæmari fyrir hitun . en vítamín. Stórar agnir þurfa lengri hitun en litlar. Því stærri sem föstu hlutar matvælanna eru, þeim mun hættara er á yfírhitun vök- vans (t.d. sósu) vegna lengri hitunartíma. Höfundur er matvælafræðingur á löntæknistofnun Islands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.