Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 4
Jórsalafor 1990 ísraelsmenn eru eins og þjóðsagnaþursinnSamson Iskugga trjánna þar sem mótmælendur sitja þennan uppstigningardag hér suður í Jórsölum, karlar bæði og konur, fylgjendur Múhameðs spámanns og læri- sveinar Krists, hefur nú fjölgað komumönnum. Sendi- nefnd ísraelskra friðarsinna er komin til að votta Palestínumenn mega þola að almenn mannréttindi séu fótum troðin. T.d. er ekki víst að þeir sem fara úr landinu, svo sem til náms, fái að snúa heim aftur. Allir lifa í stöðugum ótta, enda eru táragassprengjur og skotárásir daglegt brauð þessa fólks. Eftir RÖGNYALD FINN- BOGASON þeim sem hér hafa lagt á sig langa föstu í mótmælaskyni við ofbeldisverkin í Richon le Zion sl. sunnudag og alla heimsins grimmd og ranglæti, samtöðu sína og virð- ingu. Þessu elskulega fólki er vel fagnað af Palestínumönnum og í huga aðkomu- manns norðan frá íslandi glæðist sú von að þrátt fyrir öll þau voðaverk sem hér hafa verið unnin í nafni þjóðrembu og trúar- ofstækis og í skjóli helfararinnar miklu sé enn von um friðsamlega og réttláta lausn á sambúðarvanda jjessara tveggja þjóða, Palestínuaraba og Israelsmanna. Ávörp eru flutt og baráttusöngvar eru sungnir og fagnaðarlætin yfirgnæfa orð- ræður mínar við tvær ungar stúdínur, Hildu og Hind, sam báðar hafa beðið þess í 3 ár að geta lokið námi sínu við Bir Zeit-háskól- ann. Önnur þeirra hefur lagt stund á ensk- ar bókmenntir, hin á þau nútímavísindi er fjalla um ferðamannaþjónustu. En við erum ekki þær einu sem tafist hafa frá námi, þeir stúdentar sem líkt er ástatt fyrir skipta þúsundum, segja þær. En við gefumst aldrei upp, við látum ekki hrekja okkur úr okkar eigin landi, hvorki með hótunum né gylliboðum um náms- styrki, því við vitum af biturri reynslu ann- arra stúdenta, sem farið hafa til útlanda Greinarhöfundurinn ræðir við Kalid Mahsi, skólameistara frá Ramallah, í höfuð- stöðvum Rauða krossins í Jerúsalem á uppstigningardag 1990. I greininni kemur fram hvernig ísraelar níðast á öllu námsfólki Palcstínumanna. Munaðarlaus börn í Al-Tur barnaheimilinu. Þau eru klæðlítil, sem kemur ekki að sök ísumarhitanum, en vantar sárlega fatnað, t.d. ullarsokka, þegar vetrar. að ljúka þar námi sínu, að við fáum ekki að snúa heim aftur. — Og hafi ég ekki skil- ið fyrr þá skil ég það nú, að hér er fólk sem nýtur ekki þeirra grundvallamannréttinda að mega snúa aftur til átthaga sinna og heimalands, fari það til náms eða annarra erinda úr landi um stundar sakir. Þá á það á hættu að verða útlagar ævjlangt. Þó er þetta meðal þeirra'mannréttindabrota skv. mannréttindasáttmála SÞ sem alvarlegust eru talin og fáar þjóðir hafa leyft sér að beita aðrar en stjórn síonista í ísrael. Þær Hilda og Hind kveðja mig þegar dr. Simon H. Kuttab kemur til fundar við mig. Hann er Palestínuarabi, kristinn, prófessor í efnafræði við Bir Zeit-háskólann og for- seti efnafræðideildarinnar þar. Geðþekkur maður, fremur lágvaxinn eins og flestir þeir Palestínumenn sem ég hef hér séð fram að þessu, fágaður í framkomu og farinn að hærast. Við tökum tal saman. Ég segi hon- um frá boði því sem ég fékk frá kirkjuráði Miðausturlanda og að hann sé meðal þeirra fyrstu sem ég hitti að máli og því hafi ég lítið við að styðjast annað en sjón mína og tilfinningu við athuganir mínar á högum manna hér — þegar frá er talinn lestur bóka og blaðagreina síðustu áratugina. Námsmenn Erlendis FÁ EkkiAð SnúaHeim í öllum þeim ritum sem ég hefi lesið um íslam hef ég tekið eftir því að múslímar telja fjölskylduna — stórfjölskylduna sem jiú er farið að nefna svo á á Vesturlöndum — vera hornstein hins íslamska samfélags og því jafnframt gerðir skórnir að ekki verði jafnauðvelt að koma henni fyrir kattamef í heimi íslams sem í hinum tæknivæddu kristnu ríkjum Vesturlanda. Ég spyr því prófessor Kuttab hvort intifada, uppreisn hinnar palestínsku æsku, hafí ekki haft al- varleg áhrif á innviði þjóðfélagsins, heimilin og börnin. Kuttab segir svo vera, og til að lýsa því sem er að gerast segir hann mér sína eigin uppvaxtarsögu í fáum orðum, — því þessi barátta fyrir tilverurétti okkar í eigin landi er eiginlega jafngömul mér, en ég er fædd- ur 1946 hér í þessu landi sem þá var kallað Palestína. Við urðum að flytjast til Austur- Jerúsalem árið 1948 við skiptingu landsins, er ísraelsríki var stofnað. Foreldrar mínir urðu að yfirgefa heimili sitt, slyppir og snauðir án nokkurra bóta og íengu inni í grísk-kaþólsku klaustri með okkur bömin, en við tilheyrðum þeirri kirkjudeild. Þar bjuggjum við næstu 17 árin rétt hjá Grafar- kirkjunni og áttum þess aldrei kost að hverfa aftur heim. Að loknu stúdentsprófi innritaðist ég í ameríska háskólann í Beirút þar sem ég lauk prófi í lyfjafræði. Síðan líða leið mín til Bandaríkjanna þar sem ég var við nám og rannsóknarstörf í 12 ár og önnur 7 ár starfaði ég í Bandaríkjunum, en ákvað þá að snúa hingað heim með fjöl- skyldu mína og setjast hér að, því að er með mig sem flesta aðra, að ég vil búa þar og starfa sem rætur mínar liggja og ég er vaxinn úr grasi. En vegna atburða þeirra sem hér gerðust við stofnun Ísraelsríkis 1948 hafa flestir eða öllu heldur allir þeir sem luku hér námi með mér horfið burt, ég er sá eini sem eftir er og enn bý hér. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem gerst hefur í samfélagi okkar Palestínumanna, það er í upplausn og að því stefnt af ísra- elskum jfirvöldum að leggja það endanlega í rúst. Öll fjölskyldutengsl rofna og ættingj- ar sundrast sinn í hveija áttina um heims- byggðina og ná ekki saman á ný. Allt var þetta að gerast á árunum 1948-67, og eftir stríðið 1967 hefur ástandið enn versnað, því þeir sem voru við nám eða störf erlend- is fyrir 1967 fengu ekki að snúa heim til ættingja og vina eftir jiað. Öll fjölskyldu- bönd hafa því riðlast. Ég átti t.d. 4 föður- bræður er fluttust til Kaíró 1948, þá fékk ég aldrei tækifæri til að hitta eða kynnast. Með hveiju árinu sem líður versnar ástand- ið, því ný kynslóð er vaxin úr grasi sem ekki hefur kynnst neinu öðru en hemámi — aldrei neinu er nefna mætti eðlilegt þjóðlíf. Og eftir að intifada hófst fyrir rúmum tveim- ur árum lifa börn okkar í stöðugum ótta og slíkt veldur óbætanlegu tjóni á sálarlífi þeirra. Ég þekki af eigin raun ótta barna minna, þau hafa sífelldar áhyggjur af okkur foreldrum sínum, hvenær við komum heim eða hvort við komum heim að kveldi, hvort við höfum verið handtekin - þau lifa í stöðug- um ótta er við fömm að heiman og skiljum þau eftir í umsjá afa og ömmu. Þó emm við sem búum hér í Jerúsalem og hinum stærri borgum betur sett í þessu tilliti en þeir sem búa úti á Iandi. Intifada Er Borin Uppi Af ÆSKU FÓLKI í sveitaþorpunum má það heita daglegt brauð að fólk verði fyrir barðinu á hermönn- um ísraelshers, þar eru táragassprengjur, skotárásir og manndráp tíð, eins og við höfum oft haft fregnir af hér heima í fjöl- miðlum okkar. Ástandið í Jerúsalem er þó heldur skárra en úti á landsbyggðinni. Þetta hlýtur að hafa uppvænleg áhrif á börnin sem hér em að alast upp og ósjálfrátt kemur í huga mér samtal sem ég átti við fólk í Reykjavik nokkru áður en ég fór í þessa för til Jerúsalem, þar sem því var blákalt hald- ið fram af konu einni að þetta l'ólk, sem ég er nú að byija að kynnast, oti bömum sínum fram fyrir sig í baráttunni við ísraelsmenn og þar sé fundin skýringin á því hversu börn séu drepin í þessum hildarleik. Ég hef sjálfur séð hvílíka ástúð og um- hyggju foreldrar hér bera fyrir börnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.