Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Side 3
LESBOK 11 1 II g (y] H B E ® ® ECl! H ffi Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Karlmanns- ímyndin hefur verið að taka breytingum eins og allir þekkja. Fyrir fáeinum árum komst „mjúki maðurinn", húsmað- urinn, í tízku, en nú er allt annað uppi áteningnum, nefnilega Húsbóndinn. Hann er sannur karlmaður, sem leysir sín verkefni vel, bæði á heimilinu sem í vinnunni og er draumur hinnar upplýstu nútímakonu eftir því sem segir í grein úr Spiegel. Myndin er af Kirkju allra þjóða, sem svo er nefnd og er í þeim fræga Getsemane-garði í Jerúsalem. Myndin er birt í tilefni umíjöllunar Rögnvaldar Finnbogasonar um ástandið á þessum slóðum. ísraelsmenn eru eins ogþjóðsagnaþursinn Samson, segir Rögnvald- ur Finnbogason í síðari grein sinni um ástandið í Palestínu, þar sem ísraelsmenn vinna níðingsverk á þeirri þjóð, sem var fyrir í landinu og á þar heima. Palestínu-arabar hafa ekki sjálfsögð mannréttindi ög til þess að draga úr þeim máttinn, er skólakerfi þeirra gert óvirkt tímunum saman. Pár Lagerkvist i Skuggi hans féll yfir jörðina, gekk hann framhjá úti í stjarnskininu? Fram hjá bústað okkar á leið til einhvers annars? Skuggi hans féll yfir tjöld okkar og við vöknuðum um nóttina eins og við bjart skin. Skuggi hans er ekki hann, en það varð bjart í tjaldinu. Nóttina þá gátum við ekki framar sofið. II Þú varst fyrri en fjöllin og skýin, fyrri en hafið og vindarnir. Þú varst fyrri en upphaf allra hluta þín gleði og sorg er eldri en stjörnurnar. Þú sem að eilífu ungur hefur gengið eftir vetrarbrautum og um hin miklu myrkradjúp á milliþeirra. Þú sem varst einn áðuren einveran varð til og hjarta þitt fullt kvíða löngu áður en nokkuð mannshjarta — gleym mér eigi. En hvernig ættir þú að geta minnst mín? Hvemig ætti hafið að geta minnst skeljarinnar, sem það þaut um endur fyrir löngu. Siguijón Guðjónsson þýddi. Pár Lagerkvist er eitt af höfuðskáldum Svía á þessari öld. Hann fékk Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir 1951 og var lengi í sænsku Akademíunni. Eg er Vesturbæingur, en auðvitað þykir mér líka vænt um Miðbæinn og Austurbæinn. Ég vil veg Miðbæjarins sem rriestan, enda er ekki langt síðan hann var talinn hluti Vesturbæjar. Því fagna ég nýju Ráðhúsi á réttum stað. Vesturbær- inn var auðvitað „fyrir vestan læk“, sem kallað var, og þar með var Miðbærinn upp- haflega eðlilegur hluti hans, svo sem eins og Grjótaþorp. Þá heyrðist aldrei minnzt á „Kvosina“, en það er nafngift, sem ég held, að utanbæjarmenn hljóti að hafa klínt óum- beðið á Miðbæinn. Reyndar sá ég þetta nýtilkomna nafn einhvers staðar réttlætt með því, að það fyndist á einum stað á prenti, mig minnir í kringum aldamótin. Þar mun þó nafnið aðeins notað sem lýsing á landslagi, landfræðilegt hugtak, því að við- komandi mun hafa fundizt, að Miðbærinn stæði í hálfgerðri kvos. Þetta særir þó mál- vitund mína (og annarra, sem ég hef spurt), því að flestum mun finnast, að kvos (kjós) eigi að vera iokuð í þijá enda (sbr. ömefni á Islandi og í Noregi), en Miðbærinn gapir galopinn bæði til norðurs og suðurs, eins og Reykvíkingar finna bezt, þegar Kári (Caurus hjá Rómveijum) blæs í gegn úr norðri. Miklu fremur ætti að segja, að Mið- bærinn stæði á flöt eða eiði (milli Víkur og Vatns, eða Reykjavíkur og Tjarnarinnar; sem gæti hafa verið kölluð (Vatn(ið) í upp- hafí, sbr. Vatnsmýri). í orðabókum segir, að kvos þýði „þröngur bolli í landslagi, fjalli, hlíð“, „dæld, dalverpi", „en snæver Dal, (græsbevokset) Fordypning", „aðkrepptdal- verpi“ og jafnvel þröngt hólf, geymsluhylki, vasi á flík. Orðið kvos sem heiti á elzta hluta Reykjavíkur og fyrstu íslandsbyggð, þar sem Miðbærinn stendur nú, er innfæddum og upprunalegum Reykvíkingum gersam- lega ókunnugt. Þið getið spurt hvern sem er. Ritstjóri dagblaðs eins skrifar í forystu- grein 21. júní um „bæ Ingólfs Arnarsonar í Kvosinni“, og verður vart lengra komizt í vitleysunni. Ingólfur landnámsmaður og hinn mikli upphafsmaður bjó í Vík (Reykj- Hverjir eru að drepa Miðbæinn? arvík eða Reykjavík). í mínum eyrum hljóm- ar þetta nýgerða nafn álíka au'lalega og ankannalega og tilbúna gervi-örnefnið „Torfan“ um Ingólfsbrekkuna gömlu, neðst í Þingholtum. Það er skrítin árátta hjá öllu þessu sjálfskipaða verndunarfólki að vilja ekki vernda gömul heiti og1' örnefni, heldur þarf að breyta þeim, finna upp ný, fela gömlu nöfnin og búa til smekklaus og sögu- laus orðskrípi í staðinn. Þetta fólk er að þurrka út sögu Reykjavíkur með því að drepa örnefnin. Nu er líka farið að tala um að stofna félag til verndunar „gamla Mið- bæjarins", sem mér skilst, að sé látinn ná alla leið inn að Hlemmi (Vatnsþró). Miðbær- inn afmarkast vitanlega af Lækjargötu að austan, Tjörninni að sunnan, Aðalstræti að vestan og höfninni að norðan (víkinni), svo að ég fæ með engu móti skilið, hvernig eitt- hvað, sem á að heita „gamli Miðbærinn“, getur náð yfír stærra svæði en Miðbærinn sjálfur. Fyrst „gamli Miðbærinn" er orðinn miklu víðlendari en Miðbærinn sjálfur og farinn að glenna sig yfir hálfan Austurbæ- inn, er þá ekki eitthvað til, sem heitir „nýi Miðbærinn"? Hann hlýtur þá að ná a.m.k. eitthvað inn fyrir Kringlumýri, svo að verzl- unarstöðin góða, Kringlan, er þá kannske bráðum komin á verndað svæði. Ætli það þekkist annars úr líffræði, að frumukjarninn belgist langt út lyrir frumuna? Oft e kvartað undan því, að ekki sé nóg gert til þess „að halda lífi í Miðbænum“, og er þá stundum ónotazt út í kosin borgar- yfirvöld og jafnvel sjálft ríkisyfirherravaldið. En það er nú svo, að eins og skólastjórn getur ekki framkallað og haldið uppi fé- lagslífi í skólum, heldur er það undir nem- endum sjálfum komið, og eins og sveitar- stjórn eða borgarstjórn, hvað þá ríkisstjórn, getur ekki haldið uppi lifandi leikfélagi, heldur er það alveg undir áhuga íbúanna komið, þá gildir hið sama um borgarhverfi: Það er fólkið sjálft, sem heldur lífi í þeim. Yfirvöld geta ekki skikkað fólkið til þess og eiga ekki að geta það. Kosin yfirvöld eiga aðeins að gera það, sem fólkið segir þeim. Borgarstjórn gerði á sínum tíma grimmilega atlögu að Miðbænum, hjarta Reykjavíkur og þar með íslands, þegar hún lét stífla austurhluta Austurstrætis, lífæðina sjálfa, og loka þar fyrir bílaumferð. Það virtist gert við almenna ánægju borgarbúa þá. Austurstræti var hálfdrepið og þar með Miðbærinn, en almcnningur gerir enn lítið annað en að tauta ogtuldra. Forneskjuaftur- haldið, sem þykist hatast við bílana og vel- ur þeim ónenfi á borð við blikkbeljur og bíldósir, varð auðvitað himinlifandi eins og alltaf þegar rangur málstaður þess verður ofan á um stundarsakir. Nú á dögum er hreyfíngarfrelsi borgara undir bílaumferð komið, en bíllinn, þetta dásamlega hreyfiafl einstaklingsfrelsis og ferðafrelsis, er útlæg- ur ger úr hinum raunverulega miðkjarna íslands. Einhvern tíma verður þessu breytt aftur, en vonandi ekki um seinan eins og eftir framfaraárin 72 í aðalsovétinu. Þekkist það annars úr læknisfræði, að æð sé stífluð til að örva blóðrennsli? Miðbærinn er dauða- dæmdur án frjálsrar umferðar. Kunningi minn sagði mér þessa sögu: Bandarískur vinur hans kom í heimsókn til íslands. Sunnudaginn 17. júní fóru þeir gömlu vinirnir í gönguferð um borgina. Laust fyrir klukkan tíu um kvöldið langaði útlendinginn til þess að tylla sér niður og fá sér kaffisopa. íslendingurinn sagði, að það yrðu nú ekki nein vandræði; þeir skyldu skreppa inn í Hressingarskálann. Það glaðn- aði yfir Bandaríkjamanninum, því að þar hafði hann einmitt fyrst séð konuefni sitt forðum daga. Þeir fóru inn, en undruðust, að enginn skyldi sitja fremst í skálanum við gluggana, sem vita að Austurstræti. Maður kom að þeim innan úr skálanum og sagði, að þeir mætti ekki koma inn, nema þeir greiddu 300 krónur hvor. Ástæðan var sögð sú, að bakatil og í Landfógetagarðinum væri einhver „uppákoma". Lokað var í fram- anverðu húsinu. Þeir hrökkluðust undan gestgjafanum og út á götu. Kunningi minn sagði, að þeir skyldu fara á Borgina, þar myndu þeir „upplifa gömlu stemninguna". Þegar þangað kom, undruðust þeir enn, því að þar voru fáir og virtust á förum. Þjónn kom aðvífandi gegn gestum sínum, eins og á Skálanum, bandaði hendi og sagði, að eiginlega væru þeir að loka. Klukkan var þá um tíu. Þeir fundu, að þeir voru óvel- komnir og gengu út. Þá blöstu við þeim hinir fögru og aðlaðandi gluggar á Nyja kökuhúsinu í gamla ísafoldarhúsinu, Vallar- strætismegin. Þeir skeiðuðu þangað, glaðir í bragði, og hugðust fá sér lostætar og dísætar kökur með kvöldkaffinu. En, nei! Þar var allt harðlokað. Þeir vildu samt ekki trúa því, að hvergi væri hægt að fá sé kaffí í miðbæ Reykjavíkur á sunnudagskveldi, og héldu nú upp Bankastræti, að Lækjarbrekku við Bakarabrekku í Ingólfsbrekku. Þar var opið, en sá hængur var á, að svo margir voru kaffiþurfi í bænum þetta kvöld, að biðröðin frá inngöngudyrum minnti á sunnu- dagabiðröðina við Gamla bíó á stríðsárunum. Svona var nú þjónustan við almenning í Miðbænum þetta kvöld. Hverjir eru svo að drepa Miðbæinn? Fyrst ég minnist á Landfógetagarðinn á bak við Hressingarskálann, vil ég geta þess, að garðurinn á horni Aðalstrætis og Kirkju- strætis (elzti kirkjugarður Reykvíkinga) heitir Bæjarfógetagarður en ekki „Fógeta- garður", eins og allir fjölmiðlungar japla nú á, hver eftir annars fávizku að venju. Þeir eru svo illa að sér í sögu Reykjavíkur, sem þeir þykjast þó vera að fjalla um, að þeir halda, að garðurinn sé kenndur við Skúla fógeta, af því að styttan af honum stendur í garðinum. MAGNÚSþóeðarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.