Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Síða 14
föstudagskvöldi eftir kvöldmat. Pjallaferð á laugardegi. Morgun- verður áður en lagt upp og allir útbúnir með nesti. Að kvöldi bíður ferðalanga hvíld og góð máltíð á hóteli. Kannski skreppa áður í nýju útisundlaugina í .nokkurra metra fjarlægð — eða skokka eftir hlaupabrautum á íþróttavelli. Á sunnudegi, eftir morgunverð, er ekið um Njálu- slóðir undir góðri leiðsögn, með nesti í farteskinu. Kannski stað- næmst á Hlíðarenda yfir hress- ingu, áður en ekið er aftur til Reykjavíkur. Svona ferð kostar 10-12 þúsund á mann. — Við gerum líka tilboð í árshátíðir og einkasamkvæmi. Á Hvolsvelli eru góðir skemmti- kraftar. Má þar nefna Helga Hermannsson og Smára Egg- ertsson. Þegar einkasamkvæmi eru á hótelinu, reynum við að vísa öðrum gestum í nýja gisti- skálann okkar, sem er afsíðis." Hlíðarendi er tveggja ára þjónustumiðstöð við þjóðveginn, starfrækt í tengslum við hótelið. Innan dyra er hin hefðbundna íslenska „sjoppa“, smámatvöru- búð frá kaupfélaginu, bensínaf- greiðsla, hamborgarar, pylsur, kjöt- og fiskréttur að auki. Allt undir sama þaki, eins og tíðkast á viðkomustöðum ferðamanna við þjóðveginn á íslandi, en hér í skipulögðum básum og stúlkan sem afgreiðir pysluna, er ekki með bensínafgreiðslu á hendi. Fremur vistlegt, en of mikill erill og umgangur til að setjast niður og njóta matar síns, enda fá- breyttur matseðill. „Hingað til höfum við vísað gestum okkar í hádegisverð og kaffi niður á Hlíðarenda," segir Hrafnhildur, „en við stefnum að því að vera með allar máltíðir hér á hótelinu og berum alltaf fram kaffi fyrir gesti, ef óskað er.“ Matseðill á Hótel Hvolsvelli. Forréttir: Súpa kr.480. Reykt- ur lax með eggjahræru kr. 695. Fiskréttir: Heilagfiski með ristuðum sveppum kr.1.210. Karfi með ijómapiparsósu kr. í.210. Kjötréttir: Nautabuffsteik með rauðvínssósu kr. 1.570. Lamba- læri með sherrysósu kr. 1.460. Eftirréttir: ís með súkkulaði- sósu kr. 395. Ávaxtasalat með ijóma kr.380. Gistiverð: Fyrir tveggja manna herbergi með handlaug kr.3.500; með baði kr.4.900. Herbergi eru vistleg. Oddný Sv. Björgvins Hótel Hvolsvöllur. Landsbyggðahótel Óbyggðir og Njáluslóðir - heilsurækt og veislumatur „Er þetta til á íslandi,“ varð mér að orði, eftir að hafa gist á Hótel Hvolsvelli. Notalegt andrúmsloft, sem minnir á fjölskyldu- hótel í hinu fullkomna ferðamannalandi Austurríki. Hótel Hvols- völlur er með kynnisferð frá og með morgundeginum til 13. september. „Vonandi sú fyrsta af mörgum slíkum,“ segir Hrafn- hildur Helgadóttir, aðstoðarhótelstjóri. „Viljum sjá hvernig gest- ir taka því, sem boðið er upp á og aðlaga dagskrána eftir því“. Það eru ekki mörg íslensk hótel með dagskrá fyrir hótelgesti. Haustdrungi var að læðast að og regnsuddi, þegar gengið var inn á Hótel Hvolsvöll. Kertaljós voru í hveiju horni. Blóm og bleikir dúkar á borðum. Hlýlegt viðmót. Gamlir húsmunir, eins og dökkir skápar og kistur gefa notalegan svip. Framan við gisti- herbergi á annarri hæð er hlýleg setustofa með sjónvarpi. Þýskir ferðamenn sátu þar yfír spilum.. Gestir fáir og friðsælt eins og á rólegu heimili. — Veit ekki hvort háværir og tillitslausir landar myndu raska svefnró manna fram eftir kvöldi, ef hótelið væri þéttsetið. En erlendir ferðamenn myndu vissulega taka tillit til annarra gesta. En allt býður upp á góða hvíld og slökun. Á útisvölum er heitur nuddpottur. Gott gufubað og ljósabekkur. Og hótelstjórinn, Friðrik Sigurðsson er góður kokkur. „Síðan Friðrik tók við hótelrekstri fyrir ári síðan, hefur mikið breyst," segir Hrafnhildur. „Hann breytti húsbúnaði og lita- vali, — og frá hans hendi er fram- reiddur veislumatur daglega. Til að gestir njóti enn betur matar síns, er stundum leikið á píanó undir borðum.“ Hótelið var tekið í' notkun 1973. Nýtt anddyri var byggt fyrir 5 árum. En blómastofa, sem er hluti af borðstofu, var komin fyrr. Anddyrið er bæði nýtísku- legt og fallegt. í einu homi er borð með söluvarningi, að mestu búinn til á Hvolsvelli. Fyrir utan hefðbundna pijónavöru, eru litlar leirskreytingar í glaðlegum litum til sölu. — Hvernig dagskrá er boðið upp á? „Við leggjum áherslu á ferðir fyrir alla, ekki aðeins ijalla- garpa. — Skipuleggjum dagskrá fyrir hópa. — Miðum við 20-30 manns í hóp. Svæðið býður upp á ferðir inn í Þórsmörk; um Njá- luslóðir; inn í Emstrur að skoða Markarfljótsgljúfur, Tindfjöll og stórbrotna náttúru. Fjallaferðir eru undir stjóm heimamanna, sem þekkja öll ömefni og em með góða, vel búna bíla. — Dæmi um helgarferðir fyrir hópa: - Komið til Hvolsvallar á Við minjagripaborðið. Hrafnhildur Helgadóttir í hinu vistlega móttöku-anddyri. Gist á Hótel Hvolsvelli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.