Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Side 7
sem ég ekki veit. „Þeir vinna eins og hugur manns, eiga í manni hjartað," segir hann og á við hafnarverkamennina og aðra sem skipt er við í Fredrikstad. Það er verið að lesta. Hvað gámarnir geyma á víst enginn að vita, nema sendandi og móttakandi. Þeir eru innsiglaðir. Sé innsigli rofið ber skip- stjóri ábyrgðina. En ég sá timburbunka í loftinu á leið um borð. Og svo eru það ræsa- rörin. Heil ósköp af silfurgljáandi holræsa- rörum liggja á höfninni í löngum bunum hlið við hlið og eiga að fara til íslands. Orkuverið Titana blasir við, svart og hátt, en bakvið það felur sig lítið einmana íbúðar- hús. Verksummerkin segja mér að hér sé heimili eldra fólks sem eitt sinn hafði út- sýni yfir fjörðinn, fengu í stað þess svartan vegg og geta þó hvergi annars staðar ver- ið. Trén meðfram veginum eru tekin að laufgast, þó ekki meira en svo að enn má sjá í vegskiltin sem hverfa inn í laufskrúðið á sumrin. Þau vísa veginn inn í miðborgina. Hann er langur svo ég læt hann eiga sig. Skipið gæti horfið. Samkvæmt gamalli laugardagshefð er skata og saltfiskur á borðum í hádeginu. Brytinn syngur og gefur sig á tal við mig. Virðist geyma djúphyggna persónu bak við glettið yfirborðið, og kunna sögur af fólki sem ég hef þekkt. Nú er stefnt á Koster- sund á nýjan leik, laust eftir hádegið. Hafn- sögumaður kominn um borð. Ég legg við hlustir uppi í brú. Snuðra þar og góni. Skip- stjóri stendur við stjómtæki í brúarvæng. A hægri ferð frá bryggju, eða innan við þriggja mflna hraðann, stjórnar hann bógskrúfunni þaðan. Tekur samtímis á móti upplýsingum og leggur á ráðin. Gefur fyrirskipanir. Siggi stýrimaður kemur á hraðferð með tilkynn- ingu um stafnhalla og ristu. Kveður svo uppúr með: „Hann fer alveg á rassgatið." Og Jón svarar um hæl: „Dældu úr tvö og fimm.“ Mín fyrri skammtímareynsla til sjós, sem þerna hjá Eimskip og annar matsveinn hjá Bæjarútgerðinni, dugir ekki til við að ráða í hnitmiðaða samræðu í brúnni. En ágætir kennarahæfileikar koma í ljós hjá skipveij- um og ég Iæt skrýtnar spurningar fjúka, ekki síst þegar Jón er í nánd. Hann svarar hispurslaust og af þolinmæði. Hvar botn- tankamir eru staðsettir, samanlagt með rými fýrir sautján hundmð tonn af vatni til að ballansera skipið. „Maður er alltaf að Sjóleiðabók og stýrimaður: Sigurður Sveinsson. lágmarksvirðing gagnvart áhöfninni að mæta sæmilega búin til borðs, hugsa ég og smeygi mér inn í pardusdýramynstrið sem skreytir flík mína. Rétt fyrir klukkan sex bankar brytinn á dyrnar og tilkynnir að nú sé maturinn tilbúinn. Hátíðabragur í loftinu. Eða hvað? Ég ákveð að tryggja mér félags- skap við borðið. Messinn er tvískiptur og ekki alltaf fjölmennt. Vaktaskipti á mat- málstíma, eitthvað óvænt að sjá á tölvunum, einn fer þá annar kemur. Það er langt síðan ég hef skipst á orðum við Jón skipstjóra. Legg því á brattann með viskosdýralíkið leikandi um lappimar. Á efstu hæð undir brúnni banka ég uppá og ber upp erindið. Jón situr sem fastast með Magga bátsmann sér við hlið. Segir þá því miður ekki komast í mat að svo stöddu. Þeir haggast ekki. Láta eins og eitthvað hafi komið fyrir. Láta ekki heillast. Þeir em leyndardómsfullir og ég fæ enga skýringu á þessari kyrrsetu í skipstjórakáetunni. Lufsast aftur niður stig- ann og hneigi mig fyrir brytanum sem gef- ur mér ljúfan skammt af veislumat á disk- inn. Ég tek til matar míns af allri þeirri lyst sem Norðursjórinn leyfir mér. Skip- stjóri og bátsmaður láta enn ekki sjá sig, ég þakka fyrir mig og læt mig hverfa til míns heima. Þegar sól rennur í ægi fer ég aftur á stjá og príla uppí brú. Þar er allt í rólegheitum, vindstigin bara fjögur og Siggi Sveins með stefnuna á hreinu. Stýrir eftir vel hugsuðum vísindalegum punktum úti í geimnum. í sjóleiðabókinni er ekkert slys að sjá. „Dagurinn haldinn helgur,“ stendur í dálknum fyrir vinnu og viðburði. Ég uni ekki við það orðlaust að vera hafnað sem borðfélaga á helgum degi. Of frek til þess. Þegar ég komst að sannleikan- um lofaði ég örugglega að þegja yfir hon- um. Og það myndi ég gera væri hann ekki dágott dæmi um samheldni. Eins og hjá samhentum foreldrum. Brytanum hafði brugðið þegar hann sá hvað endurnar rýrn- uðu við steikinguna, fór að efast um að þær dygðu. Það reyndust óþarfa áhyggjur, en til öryggis bar skipstjóri þær með honum. Þannig var það bara. Eins gott að gleyma ekki að þakka fyrir sig. Ég vakna af enn einum draumnum. Það hefur hvesst. Mig dreymdi blóm og lesmál. Dreymdi svo fallegt hlið. Mig dreymdi pabba. Og nú lætur aldan illa við skipið. Þetta er ekki Norðursjórinn. Verð ég of Alltaf að „breyta“ í messanum: Óli, Össi, Maggi og drengurinn Gunni. Heim vil ég: Komin um borð með álfaborgir í baksýn. Stýrt eftir landsýn: Jón Guðnason skipstjóri í brúnni. leita að þessum punkti sem skapar jafnvæg- ið,“ segir Jón og kveðst leitast við að hafa hinn svokallaða dauða punkt þijátíu til þijátíu og fimm sm fyrir ofan þungamiðju skipsins. Og hver höfn gerir nýjar kröfur til jafnvægislistarinnar. Mikið af þeim sjó, sem dælt var inn í botntankana eftir losun í Danmörku á útleið, er nú dælt út við strönd Noregs. „Við fáum ekkert fyrir að flytja sjó á milli landa," kveður í Jóni og í stað svolítið hnökróttrar ferðar tekur skipið brátt að líða þægilega áfram. „Númer eitt er að halda skipinu nógu djúpt í vatninu, skrúfan verður að vera niðri, ekkert gagn að henni eins og íjómaþeytara uppi á dekki," segir skipstjórinn með skemmtilegum áherslum þegar honum finnst ég óþarflega skilningssljó. Hann leggur metnað sinn í að skipið fari sem best í sjó og í það að geta staðið undir ábyrgð, þrátt fyrir traust sitt á öðrum. Þótt Jón eigi til að fullyrða að skipið stýri sér sjálft'með „gýróstýring- unni“, er það víst ekki allur sannleikurinn. Og hans mottó er: „Hér er enginn einn, það eru alltaf allir með manni.“ Fyrir stafni er að minnsta kosti tveggja sólarhringa sigling, í sæmilegu veðri. Til Þórshafnar í Færeyjum. Veðrið, já. Jón seg- ist ekki muna önnur eins veður og í vetur, ekki síðustu tuttugu og fimm árin. Það ligg- ur við að ég verði sjóveik af lýsingunum einum saman. Ég umtumast alltaf ef eitt- hvað hreyfist. Strax í fimm til sex vindstig- um á Norðursjónum er ég farin að velta því fyrir mér hvemig ég eigi að útskýra þverrandi matarlyst og skert félagslyndi. Mér dettur helst í hug að ég sé í ósköp venjulegri megmn og sitji svo til dæmis við skriftir og noti tímann vel í klefanum mínum. Ég ræð bara ekki við það. Eina ráðið er að liggja grafkyrr og skammast sín sem allra minnst. Eins og ég sé ekki farþegi? Bara best að vera ekkert að þvæl- ast. Láta fara sem minnst fyrir sér. Ef það hefðu nú ekki verið einmitt þessir sólar- hringar sem ég ætlaði að nota til að kynn- ast lífinu um borð fyrir alvöm. Fylgjast með vinnu og viðburðum, viðhaldi véla, vaktaskiptum og bíómyndum. Hver ynni hvem í spilum niðri í messa og hvaða kapall gengi upp og hver ekki. Hvað sæist úr brúnni þegar ekkert er að sjá nema haf og himinn. Fylgjast með tilbreytingarleysinu. Klefinn minn er fullur af því. Ég þarf ekki einu sinni að snúa mér við í kojunni til að finna það sem ég er að leita að, úr því það er tilbreytingarleysi. Nema þegar Elli færir mér malt. Hvemig í ósköpunum datt honum það í hug. Hver hefur nú sagt honum hvað. Eins og ég sé einhver aum- ingi. Sjálfsagt streymir vanþakklætið frá mér í fyllsta ósamræmi við feginleika minn. Hann segist verða með endur í kvöldmat- inn. Það er hátíðamatur. Það er kominn páskadagur og vel það. Mig er búið að dreyma næstum óslitið í hálfan dag og heila nótt og meira til. Skaust niður í messa í morgun, mest til að sýnast hress, en var á vitlausum tíma og fáir þar á ferli. Ég ákveð að geyma matarlystina fram að andamáltíð. Furða mig á draumabankanum mínum, sem virðist ótæmandi. Reyndar búin að leggja inn á hann í meira en fjóra áratugi. Kannski ein af þessum fáu bönkum, þar sem innstæð- an rýrnar ekki yið úttekt. Hún fremur vex. Uppi í brú er Árni stýrimaður á síðdegis- vaktinni. Með stefnuna á Shetlandseyjar, svífum gegnum skúraveður, þrettán til fjórt- án sjómilur á klukkustund. Ég ákveð að koma mér í hátíðaskap með því að fara í sturtu og kjól. Varla nema sein? Var draumurinn undir áhrifum frá Strindberg. „Veistu hvað þetta heitir,“ spyr Eleonóra í leikritinu Páskar. Það er páska- lilja. „/.../ En hver ert þú?“ spyr Benj- amín. Kannski lék ég Elenoóru í draumnum. Kannski átti ég að taka flugið.. Þetta er Norður-Atlantshafið. Þar erum við stödd. In. Heilt Haf Og Svo Heim Færeyjar eru að baki, framundan himinn og haf. Ekki við neinu að búast næsta sólar- hringinn. En þeir segja að það sé eitthvað sem togar. Sjómennirnir. Þykjast ætla að hætta, eru með hugann í landi, hjá fjölskyld- unni sem bíður þeirra. Böndin við land eru sterk, en mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, hætta þeir ekki. Best að spyija Jón. Hann er búinn að sigla hátt á þriðja áratug og það undir þrem þjóðfánum. Af hveiju varð hann ekki bóndi? Þetta eitthvað sem togar hlýtur að vera meira en lítið? „Meira en lítið. Það er bara heilt haf.“ Jón verður svolítið hugsi og segir svo: „Þetta er skortur á skynsemi.“ Að sigla á Ameríku. Hvernig er það? „Alltof langt. Átta, níu dagar á sömu stefnu. Ekkert að hugsa fyrr en helgina þar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. OKTÓBER 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.