Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 6
Leikskáldið Henrik Ibsen - Síðari hluti Pétur Gautur er hin veika, viljalausa manneskja I„Brúðuheimilinu“ má sjá mynstrið sem varð gegnum- gangandi í verkunum sem á eftir fóru, á tímabilinu þar sem hann stundaði hið svokallaða „gagnrýna raunsæi“. Það er einstaklingurinn sem kemst í and- stöðu við meirihlutann, við kúgandi vald samfélags- „Pétur Gautur markar upphaf leikritunar um hugarheim nútíma- mannsins,“ segir brezki leikhúsfræðingurinn Ronald Gaskell, og enn- fremur: „Ef hægt væri að segja að súrrealismi og expressjónismi í leikhús- inu ættu eina og sömu uppsprettu, þá væri það áreiðanlega Pétur Gaut> ur.“ Eftir BJÖRN HEMMER Sólnes byggingameistari: Robert Past- ene í hlutverki Sólness í Minneapolis 1968. ins. Nóra orðar þetta þannig: Ég verð að komast að því hvort hefur rétt fyrir sér, samfélagið eða ég.“ Eins og áður er nefnt, er það einstaklingurinn sem brýst út úr hefð- bundnum hugsunarhætti — og þar með hefj- ast átökin. A tímabili kringum 1880 virðist sem Ibsen hafi litið tiltölulega björtum aug- um á möguleika einstaklingsins til að vinna sigur af eigin rammleik. Þó að framtíð Nóru sé að öllu leyti heldur óörugg, ætlar hún að leita að frelsi og sjálfstæði þegar hún leggur af stað út í heiminn og hún virðist eiga raun- verulega möguleika á að öðlast hvort tveggja. Trúlega má saka Ibsen um að taka hér einum of létt á þeim vandamálum sem fráskilin, eignalaus kona hefði raunverulega staðið andspænis á þeim tíma. En það er hið siðferðilega vandamál sem hann hefur verið upptekinn af sem skáld, ekki praktísk og efnahagsleg úrlausnarefni. Undarlegur Sigur Þrátt fyrir það að Nóra eigi ef til vill frem- ur óvissa möguleika í framtíðinni, hafa kon- ur í fjölmörgum löndum getað samsamað sig hepni í baráttu sinni fyrir frelsi og jafn- rétti. I þeim skilningi er hún sennilega „al- þjóðlegasta" persóna Ibsens. Samt sem áður er þetta undarlegur sigur. Borgaralegir áhorfendur hafa tekið fagnandi á móti konu sem yfirgefur mann og börn og segir þar með skilið við þá stofnun sem ber uppi hið borgaralega samfélag: Fjölskylduna! En þetta átti eftir að verða grunnurinn að alþjóðafrægð Ibsen. Á leiksviðinu dró hann djúpstæða splundrun og aðkallandi vandamál borgaralegu fjölskyldunnar fram í sviðsljósið. A yfirborðinu gátu fjölskyldur borgaranna litið út fyrir að vera féiagslega vel heppnaðar — og þar með ímynd heil- brigðs og trausts samfélags. En með því að opna dyrnar að einkaherbergjunum, leyni- herbergjunum á hinu borgaralega heimili leikgerir Ibsen dulin átök í samfélaginu. Hann sýnir það sem getur leynst á bak við glæsilegar framhliðar, þ.e. tvöfalt siðgæði, ófrelsi, svik og vélabrögð. Og stöðugt örygg- isleysi. Það voru þessar hliðar hins borgara- lega lífs sem menn áttu helst ekki að nefna opinberlega, eins og séra Manders sem vildi að frú Alving þegði um lestur sinn og annað sem ógnaði heimilislífínu á Rósavöllum („Afturgöngur"). Á sama hátt þrýsta fulltrú- ar samfélagsins í „Rosmersholm" á Rosmer til að fá hann til að þegja um að hann — presturinn — hafi yfírgefið hina kristnu trú. En Ibsen þagði ekki — og leikrit hans urðu þar af leiðandi til að varpa skýru ljósi á fyrirbæri í samtíma hans. Hann raskaði ró borgarastéttarinnar með því að minna á að hún hafði sjálf komist í valdastöðu sína í samfélaginu af því að húri barðist fyrir allt öðrum hugsjónum en friði, reglu og kyrrstöðu. Borgarastéttin hafði sjálf svikið hugsjónir sínar um frelsi, jafnrétti og bræðralag — og hafði, einkum eftir 1848, orðið málsvari ríkjandi skipulags. En, eins og kunnugt er, var líka til fijálslynd and- staða innan borgarastéttarinnar og Ibsen aðhylltist hana ljóst og leynt í fyrstu sam- tímaleikritum sínum. Það var þessi frelsis- Norski myndhöggvarinn Nils Aas vinnur við að fullgera höggmynd sína af Ibs- en, sem sett var upp til heiðurs leikskáldinu 1981. og framfarahreyfing sem hann taldi vera hinn raunverulega evrópska skoðanagrund- völl. Þegar árið 1870, hafði hann skrifað danska gagnrýnandanum Georg Brandes og sagt að nauðsynlegt væri að hverfa aftur að hugsjónunum frá hinni miklu frönsku byltingu: frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Hugtökin urðu að fá nýtt innihald í sam- ræmi við þarfir tímans, sagði hann. Og árið 1875 skrifaði hann — sömuleiðis til Brandes: Hvers vegna eruð Þér, og við hinir sem aðhyllumst hinn evrópska skoðanagrundvöll, svo einangraðir á heimaslóðum? Eftir því sem Ibsen varð eldri varð það honum smám saman erfiðara að sætta sig við sum af einkennum fijálsræðishyggjunnar sem lagði afar mikla áherslu á eindreginn rétt einstaklingsins til að þroska sjálfan sig og vildi gera á róttækan hátt upp við reglur og gildi fortíðarinnar. I Rosmersholm sýnir hann þá hættu sem getur fylgt róttækni sem byggist alfarið á einstaklingsbundnum sið- ferðisgildum. Það er greinilegt að það skipt- ir Ibsen miklu máli að evrópsk menning byggist á kristnum siðferðishefðum. Skáldið virðist á þeirri skoðun að maður verði að byggja áfram á þeim þó að maður hafi geng- ið af kristinni trú. Trúlega er það þetta sem rennur upp fyrir Rebekku West. Um leið er þetta leikrit, á sama hátt og „Afturgöngurnar", sársaukafullt uppgjör við gleðileysið sjálft, óhamingjuna á heimilum þar sem kristnar og borgaralegar hefðir hafa kúgað fólk. Þó bæði verkin séu þung- lyndisleg búa þau yfir hlýju og vörn fyrir hamingju og lífsgleði, gegn upphafningu hins borgaralega samfélags á skyldum, lög- um og reglu. Það var sem sé á áttunda áratug nítjándu aldarinnar sem Ibsen byijaði að hallast að „evrópskum" sjónarmiðum sínum. Og þó að hann byggi erlendis, valdi hann stöðugt norskt umhverfi sem leiksvið samtímaleikrita sinna. Oftast erum við stödd í litlu norsku sjávarþorpi, þorpi á borð við þau sem Ibsen þekkti vel frá bernsku sinni í Skien og æsku í Grimstad. Æskuumhverfi Ibsens hefur trú- lega gefið honum sérdeilis hvasst auga fyrir félagslegum og skoðanalegum andstæðum. I litlum samfélögum eins og dæmigerðum, norskum sjávarþorpum verða félagslegar formgerðir og skoðanaágreiningur manna á millum mun greinilegri en í stærri samfélög- um. Það var í þessum smásamfélögum sem Ibsen átti sína fyrstu og sársaukafyllstu reynslu. Hann hafði séð hvernig siðvenjur, hefðir og reglur gátu orðið að neikvæðri stjórnun á einstaklingnum og skapað hræðslu og ótta gagnvart eðlilegri lífsnautn og gleði. Þetta eru „afturgöngurnar" og umhverfi þeirra eins og frú Alving upplifir það. Það gerir mennina „ljósfælna" segir hún. Og það var einmitt í þessu umhverfi sem Ibsen lagði grundvöll í æsku að skáldskap sínum og síðar heimsfrægð. í þröngsýnu, norsku umhverfí tókst hann á við að skapa nýja, norska leiklist sem höfundur og leik- hússmaður. Hann byijar starf sitt á þjóðleg- um vettvangi. Um leið beindi hann sjónum sínum frá fyrstu stund út fyrir landsteinana, út til evrópskrar leikhússhefðar ReynsluárIbsens Ef tekið er mið af leikhússögunni má segja að Ibsen þrói frá því snemma á sjötta ára- tug nítjándu aldarinnar hefðir sem hann sækir til tveggja mjög ólíkra höfunda: Frakk- ans Eugéne Scribe (1791-1861) ogÞjóðveij- ans Friedrichs Hebbels (1813-63). Á yngri árum vann Ibsen í 11 ár daglega í leikhús- inu og varð þess vegna að fylgjast grannt með því sem gerðist í evrópskri leiklist. Hann vann við að lesa og æfa ný verk og var um leið skyldugur til að skrifa sjálfur fyrir leikhúsið. Hann gat lært af Seribé hvernig ætti að byggja leikrit upp í rökrétta rás atriða. Af Hebbel gat hann lært hvernig leikrit gátu byggst á því sem var efst á baugi, díalektík lífsins sjálfs, svo að þau höfðuðu til sam- tímans. Brautryðjandavinna Hebbels fólst í því að hann færði hugmyndaleg átök sam- tíðarinnar inn í leikhúsið og bjó til „vanda- málaleikrit" sem voru á undan sínum tíma. Hann sýndi líka hvernig endurlitsaðferð gömlu grísku leikritanna var enn í fullu gildi fyrir nútímaleikritaskáld. Ibsen var sem sagt lengi og samfellt í nánum tengslum við sviðslistina. Hann var í sex ár við leikhúsið í Bergen (1851-57) og næstu fjögur til fimm ár við leikhúsið í Kristianíu (1857-62) og það var harður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.