Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 4
I Arinstofan, stærsta vistarveran í Kehisteinhaus, gegnir nú hlutverki veitinga- húss, enda kemur þangað mikill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Testofan, eða Evu Braun-salurinn, er einnig notuð fyrir veitingareksturinn. Það- an er stórkostlegt útsýni til tignarlegra fjalla. IÞýzkalandi eru tveir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins hús, sem byggð voru yfir geðbilaða þjóð- höfðingja. Annað þeirra, Neuschwanstein-kastalann, lét Lúðvík konungur Bæjaralands byggja uppi á fjallshrygg norðaní Alpafjöllunum, en hitt: Göng, sem sprengd voru langt inn í fjallið, unz komið er að lyftunni upp í Kehlsteinhaus. Kehlsteinhaus, var byggt yfir Adolf Hitler og átti að heita svo að Nasistaflokkurinn gæfi honum það á fimmtugsafmæli foringj- ans vorið 1939. Það er tilviljun, að Kehl- steinhaus var ekki eyðiiagt í loftárásum brezka flughersins 1945. Það af húsinu, sem ofanjarðar er, sést illa og sprengjurn- ar hittu ekki. Sá gjörningur var samt dæmi um þá skammsýni, sem alltaf fylgir stríðsrekstri. Arnarhreiður Hitlers, þar sem hann hafði ekki komið öll stríðsárin, hafði ekkert hernaðarlegt gildi. Nú hefur húsið hinsvegar það gildi, að Þjóðveijar hafa góðar tekjur af þeim mikla fjölda ferða- manna, sem fer þangað á ári hveiju. Það eru umfram allt Bandaríkjamenn, segja þeir í Berchtesgaden, dalnum sem varð frægur fyrir þetta makalausa hús. Þeir sem sízt koma þangað eru Þjóðveijar sjálfir. Frá Salzburg í Austurríki er ekki nema um hálfs annars tíma akstur til Berchtes- gaden, þvi tota sem heyrir til Þýzkalandi, teygist talsvert langt inn í Austurríki. Þar er tignarlegt fjalllendi, Obersalzberg, og ber Hoher Göll hæst, 2525 metra hátt. Hvass fjallshryggur teygist niður úr Hoher Göll og þar var Kehlsteinhaus byggt í lið- lega 2 þúsund metra hæð. Berchtersgaden var og er enn rólegt þorp, þar sem vinaleg hús í Alpastíl kúra í skjóli undir skógi vöxnum brekkum. Það var kannski eðlilegt, að Austurríkismaður- inn Hitler leitaði þangað eftir friðsælum stað, fyrst í íburðarlausu bjálkahúsi, sem síðar var breytt í stóran og íburðarmikinn móttökustað: Berghof. Þar eyddi foringinn löngum stundum með hirð sinni, svo sem Albert Speer, arkitekt hans og síðar her- væðingarráðherra, segir frá í endurminn- ingabók sinni. Þarna áttu gæðingarnir Bormann og Göring sumarhús; einkum þótti hús Görings íburðarmikið. Það var enn til marks um skammsýnina, að her- menn bandamanna sprengdu þessi hús, eða kveiktu í þeim, í stríðslokin. Berghof varð líka eldinum að bráð; eftir að hafa laskast í loftárás, kveiktur þýzkir hermenn í því áður en þeir yfirgáfu það. Það er hinsvegar Kehlsteinhaus, sjálft arnarhreiðrið, sem eftir stendur og þangað liggur ferðamannastraumurinn. Menn leggja bílum sínum niðri í dalnum og kaupa sér far með rútubílum, sem fara allar göt- ur upp að lyftugöngunum, sem ná um 120 Kehlsteinhaus séð ofan frá. Húsið stendur í liðlega tvö þúsund metra hæð yfir sjó. Veginum, sem sprengdur var inn í fjallshlíðina, er ekki haldið opnum að vetrarlagi. metra inn í fjallið - og þaðan er farið með lyftu upp í Kehlsteinhaus. Þessum vegi - svo og Kehlsteinhaus - er lokað í fyrstu snjóum og venjulega er ekki opnað aftur fyrr en um miðjan maí. í endurminningum Alberts Speer kemur fram, að þessi makalausa og fima dýra framkvæmd hafi verið hugmynd Bor- manns, sem vildi allt til vinna að vera í náðinni hjá Hitler og leitaðist einnig við að einangra hann í fámennri klíku. Það er ekki rétt, sem stundum hefur heyrst, að Albert Speer hafi teiknað húsið, sem í raun er ekki annað en ein stór arinstofa ásamt minni testofu, borðstofu, eldhúsi, stofu varða og vélasal þar sem dísilvél úr kafbáti var komið fyrir til vara, ef rafmagn færi. Arkitektinn, sem Bormann fékk til verksins hét Roderic Fick. Albert Speer gerir grín að þessu hugar- fóstri Bormanns í bók sinni, en ekki þarf að efa, að Hitler var þessu samþykkur. Hann þóttist ekki vita um kostnaðinn, sem fór uppí sem svarar til 250 milljón mörk á núvirði og sagði að þetta væri alfarið mál Bormanns. Verkið hófst haustið 1936 með gífurlega erfiðri vegarlagningu. Inn í bergið þurfti að sprengja krákustígaveg, rúmlega 6 km langan með jarðgöngum á fimm stöðum. Þessi vegur er mjór og nútíma rútubílar fylla svo út í hann, að maður horfir út um gluggann og beint framaf hengifluginu, sífellt hærra og hærra. Það skal tekið fram, að sá akstur er ekki fyrir lofthrædda. Þeg- ar honum lýkur í nærri 2 þúsund metra hæð er komið á bílastæði, þar sem rútu- bílamir eru yfirgefnir og gengið lárétt inn í ijallið eftir um 120 metra löngum göngum. Við enda þeirra opnast lyftan upp KEHLSTEINHAUS ARNARHREIÐUR HITLERS 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.