Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Qupperneq 12
verður fyrst fyrir augum Lexus frá lúxus- bíladeild Toyota, mikill skartgripur meðal slíkra bfla. Sagt verður frá reynsluakstri á honum í Lesbók á næstunni. Toyota hafði efnt til samkeppni meðal hönnuða og reist sérstakt hús yfir veitingar, upplýsingar og sölumennsku innan í sýningarhöllinni. Þar að auki hefur Toyota fengið að reisa sérs- takt sýningartjald utan við Palexpo, þar sem sýnd eru furðu-farartæki. Sú sýning heitir Toyota Idea Expo og verða henni gerð skil síðar. Það óvenjulegasta við hana, var að uppfinningamenn gátu látið gamminn geysa án þess að hirða hið minnsta um gagnsemi. Þótt nýmæli séu talin mörg á bílasýning- unni í Genf, eru í raun verið að frumsýna sárafáa bíla. Það sem beðið hefur verið eft- ir með hvað mestri eftirvæntingu er frum- sýningin á nýju S-iínunni frá Mercedes- Benz, þ.e. stærstu gerðinni, sem búin er að vera óbreytt í heilan áratug. Langt er síðan bílablöðin fóru að birta teikningar af útliti hans og uppá síðkastið hafa sést af honum myndir, svo það kom heldur ekki beint á óvart að sjá gripinn sjálfan. Hann er látleys- ið uppmálað, en Benz-grillið er þó á sínum stað og hönnuðimir hafa í engu glutrað niður þessu sérstaka Benz-svipmóti. Hins- vegar held ég að Benzinn hafi ekki vakið hrifningu og að margir hafi búizt við mun meiru. Sjálfum finnst mér eldri gerðin til- komumeiri. Þ6 er þess að gæta, að Meree- des-Benz hefur aldrei lagt áherzlu á neitt það, sem telst grípandi við fyrstu sýn. Reynslan hingaðtil er sú, að menn hafa lítt hrifizt af nýjum gerðum, en þær hafa vanizt þeim mun betur og það er fádæma ending og styrkur, sem er aðall þessa bfls. Uppá síðkastið hefur BMW haft yfirburðastöðu með 12 strokka vélinni í 750-gerðinni, sem fengið hefur orð fyrir að vera fullkomnasti lúxusbíll í heiminum. Nú bíður Mercedes- Benz ekki boðanna, en kemur strax með 12 strokka vél í 600-gerðinni. Svo mikill troðningur var í kringum hann að það var ómögulegt að ná af honum mynd og enginn bíll á sýningunni fékk aðra eins athygii. Hann var leðurklæddur að innan, en að öðru leyti er ljóst að Mercedes-Benz heldur áfram fast við þá stefnu, að innrétingin eigi að vera sára einföld og án alls íburðar. Annar þýzkur gæðavagn var og frum- sýndur: 3-línan frá BMW. Sá bíll hefur ver- ið rækilega kynntur í þessum bílaþætti eft- ir reynsluakstur í Suður Frakklandi í des- ember. Raunar var búið að kynna hann hér með glæsilegri sýningu á Hótel íslandi á vegum umboðsins áður en sýningin í Genf fór fram. Sama má segja um Volvo 940 og 960. Það má því segja, að sumar nýjungar berist hingað fljótt. Alveg nýr af nálinni er líka Mitsubishi Sigma, talsvert stærri bfll en Galant til dæmis og íburðarmikill, ekki sízt að innan. Að öllum líkindum verður hann kynntur bflapressunni í í aprflmánuði og það fer þá fram í Osió. Þessi bíll er 4.75m á lengd, sama og BMW 520, svotil eins og Nissan Maxima en 20 sm styttri en Honda Legend. Það er m.a. gegn þessum bflum, sem kosta líðlega 2.5 milljónir, að Sigma er beint. Citroén frumnsýndi bíl í neðri milliflokki, lengdin 4.07m, og er hann hvað verð og stærð áhrærir á milli Citroén AX og BX. Það var afbrigði af þessum bfl, raunar breytt í öllum atriðum, sem vann París-Dak- ar rallið í ár og sá bfll var einnig hafður til sýnis. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis með Citroén-svipmótið. í þessari ZX-gerð má segja að hafí átt sér stað stæling á Fiat Typo. Munurinn er þó sá, að rúðan á aftur- hleranum hallast meira. Af öðru sem þessi Lesbókarskrifari hefur ekki séð áður, en vakti athygli, má nefna nýjar og glæsilegar útfærslur á Honda Leg- end, flaggskipi verksmiðjanna, svo og sport- útfærslunni, Legend coupé. Þeim var hins- vegar svolítið klaufalega komið fyrir á sýn- ingunni og nutu sín ekki til fulls. Innrétting- in sýndist fljótt á litið vera í svipuðum gæðaflokki og í Lexus, sem að þessu leyti hlýtur að verða tekinn til viðmiðunar. Fjölnotabflarnir voru líka á sínum stað. Chrysler í Ameríku var með Voyager, sem nýtur geysilegra vinsælda þar, Evrópa skartaði nokkrum útfærslum af Renault Espace og frá Japan var Toyota með Prev- iuna sína. Allt eru þetta bflar, sem kosta mundu vel yfír 2 milljónir hér og lenda undir í samkeppninni við jeppaná. Meðal þess sem við sjáum aldrei á ís- landi, en þama var til sýnis, eru sérstakar gerðir af vönduðum bflum, aðallega þýzkum, sem sérstakar, litlar bflasmiðjur taka í gegn, beyta ögn í útliti svo þeir verði vígalegri og auka við vélaraflið. Þekktust af þeim eru Irmscher og Koenig Specials, sem þama höfðu gert tryllitæki úr hinum nýja Opel Calibra og búið til ennþá magnaðri Porsche en hægt er að kaupa frá verksmiðjunni. Gísli Sigurðsson. Fjölnotabílar eins og þessir, Toyota Previa til hægri og Renault Espace, njóta nú geysilegra vinsælda víða erlendis, en hér lenda þeir undir í samkeppninni við jeppana, sem eru á svipuðu verði. Volvo sýndi nýju glæsivagnana sína, 940 og 960. Þeir hafa nýlega verið kynntir í þessum bílaþætti eftir reynsluakstur í Svíþjóð. Honda Legend og Legend Coupé vöktu verulega athygli fyrir glæsilega útfærslu og sýna að Japanir eru sífellt að færa sig uppá skaftið í dýrari gerðum, sem þeir hafa lítið sinnt til skamms tíma. Meðal nýmæla á sýningunni var þessi nýi jeppi, Opel Frontera, hér ístyttri útfærslunni. Citroen frumsýndi gerð- ina ZX, sem er hvað stærð og verð snertir á milli AX og BX. Að aft- anverðu hefur sitthvað verið fengið að láni frá Fiat Typo. Frönsku flaggskipin voru í Ijósu litunum. Að ofan: Peugeot 605 með 6 strokka, 24 ventla vél og Citroen XM; báðir leður- klæddir að innan og með sameiginlegum höfundareinkennum Pininfarina. '12 : . 5 jif 11 | » ? f f £ f J ]

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.