Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 9
Rauða myllan) veggspjald frá 1891. Robert De- launay: Card- iff-hópurinn, olía á striga, 1912-13. A.M.Cassandre: Dubonnet, 1932. DUBON rritte: Þetta er ekki epli. Olía á fleka, 1964. Picabia: L’ Æil cacodylate, 1921. heilluðust líka af þessum breytingum og notaði Robert Delaunay auglýsingar í sum verkin eins og í myndaseríunni L’Equipe de Card- iff (1913) þar sem leturstafir auglýsingaplakatsins ASTRA og eigin nafns eru notaðir á myndrænan hátt þannig að þeir grípa strax at- hygli skoðandans og gefa málverkinu líflega hrynjandi. Eiginkona hans, Soma, vann mikið fyrir auglýsingar og gerði t.d. auglýsinga- plaköt fyrir Zenith-úrin, Dubonnet-vín og fleira. Þegar hún gerði auglýsingaplaköt lét hún hugmyndaflugið ráða ferðinni og leit frekar á þau sem persónulegar tilraunir en pantanir sem hún var þvinguð til að gera. í gegnum plakþtin opnuðust líka ýmsir möguleikar hjá henni til þess að gera tilraunir með samvinnu leturs og myndar. Dadaistarnir voru einnig mjög duglegir við það að fiska uppi af- brigðilegar auglýsingar og slagorð og nota óspart í verk sín. Yfirlýs- ingar þeirra eru oft hugsaðar eins og auglýsingaslagorð sem auðvelt er að grípa, „Dada er eini sparisjoðurinn sem borgar vexti í eilífð- inni“ sögðu þeir m.a. Oft sneru þeir öllu upp í kaldhæðnislegt háð og spott og ready-made hlutir Duchamps vöktu gremju margra svo sem kunnugt er. Á sýningunni má t.d. sjá Reiðhjólshjólið (1915), Flöskugrindina (1915) og verkið Apollinere Enámeled (1916-17) þar sem Duchamp notar auglýsingamynd frá Sapolin Enamel- lakkverksmiðjunni til þess að fara í orðaleik um nafn vinar síns, ljóðskáldsins Apollinaire sem kemur út í verkinu sem hinn lakkaði Apollinaire. Á sýningunni er einnig að finna nokkur mjög góð verk eftir Picabia eins og L’æil-cacodyiate (1921) og Dýratemjarinn (1923). Einkasýningar Og Bauhaus Skipuleggjendur sýningarinnar færðust líklega alltof mikið í fang og týnast því mörg bestu verkin innan um alls konar minni háttar verk, sýningarskrár og annað slíkt sem hefði kannski betur mátt missa sig. Þó eru þarna nokkrir .listamenn sem hafa hlotið meiri athygli skipuleggjenda en aðrir, verðskuldaða að vísu og eru þeim þar af leiðandi gerð betri skil en mörgum öðr- um, eins og t.d. Kurt Schwitters, Alexandro Rodtchenko og Magritte. Fjölbreytileiki list- sköpunar Schwitters kemur þarna vel í ljós óg eru plakötin sem Rodtchenko gerði fyrir nokkrar störverslanir í samvinnu við Maj- akovski frábærar og hafa eflaust komið mörgum á óvart. Magritte vann lengi við auglýsingar jafnhliða myndlistinni til þess að hafa í sig og á og opnaði meira að segja auglýsingastofu. Þess vegna er ekkert und- arlegt að hann skuli eiga þarna nokkur verk sem gefa reyndar mjög góða hugmynd um hve sterk tengslin voru stundum á milli þessara tveggja greina hjá Magritte. Bauhaus-skólinn er vel kynntur og eru um 200 verk á sýningunni frá þeim tíma. Auglýsingakennsla var viðurkennd þar sem sérgrein árið 1925 þegar skólinn fluttist til Dessau og stuttu síðar stofnaði Herbert Bayer auglýsingadéild skólans. Það var vilji kennaranna að Bauhaus-stofnunin myndi endurreisa hið forna jafnvægi sem hafði verið á milli handverks og lista og þeir vildu einnig aðhæfa hlutina nýju notagildi og nýrri tæknigetu til þess að sem flestir gætu notið þeirra. Einnig eru þarna verk eftir listamenn sem urðu fyrir áhrifum frá Bau- haus-skólanum eins og W. Dexel, R. Mich- el, C. Domela, J. Tschickold og fleiri. Síðasti hluti sýningarinnar er helgaður nútímalistinni og olli sá undirritaðri mestum vonbrigðum. Þar eru nokkur verk eftir amerísku og ensku pop-listamennina, frönsku nýju realistana, concept-verk og list nokkurra listamanna sem taka „gagnrýna“ afstöðu til auglýsinga í dag, snúa út úr þeim eða gagnrýna skilaboðin eins og t.d. Buren, Haacke, Holzer, Kruger, Prince, Gerz, Ernest T. og Negro. HverFærLánað HjáHverjum? Hver er eiginlega tilgangurinn með þess- um ping pong-samanburði? Sýningunni er ætlað að draga upp mynd af samtímaþróun og víxlverkun áhrifa á milli listarinnar og auglýsinga. En hvað er verið að segja okk- ur? Er verið að segja okkur að allt frá því að auglýsingarnar komu fram í lok 19. ald- ar hafi þær verið undir áhrifum frá Listinni með stóru L? Eða er það iistin sem verður fyrir áhrifum af auglýsingunum? Getur það verið að þetta sé svona ein- falt? Um hvers konar tengsl er eiginlega að ræða? Það er auðveldara að spyija en svara. í hvert skipti sem orðin list og auglýs- ingar eru borin fram samtímis heyrist ein- hver tvíræður undirtónn og þykir mörgum listunnendum og fræðingum skömm að því að Listin með stóru L skuli hér sett á sama stall og augiýsingarnar. En hvað um það . . . Þessar listgreinar hafa hrifið hvor aðra og þó að sambandi þeirra megi oft líkja við einhvers konar haltu mér slepptu mér sam- band, þar sem ýmist er um að ræða gagn- kvæma hrifningu eða algjöran viðbjóð — þá getur enginn neitað því að áhrifin eru gagnkvæm og fara frekar vaxandi en hitt. En það má ekki gleymast að auglýsingun- um er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að koma skilaboðum á framfæri, þ.e.a.s. selja vörur með því að kynna þær. Áuglýs- ingarnar hafa aldrei viljað keppa við listina þó til séu auglýsingafrömuðir sem líta á auglýsingarnar sem listgrein, eins og t.d. Jacques Séguela, sá sem skipulagði auglýs- ingaherferð Francois Mitterrand í forseta- kosningunum 1980. Hann segir m.a.: „Eg hef alltaf litið á auglýsingarnar sem iist- grein . . . list með litlu 1, en list. Með því að vinna með rithöfundum og myndlistar- mönnum vár ég öruggur um að ná betri árangri. Ég bjó til fyrstu auglýsingarnar mínar í samvinnu við Jacques Prévert (um 1965). Það var auglýsing fyrir meðalið Glif- anan sem varð eftir það gríðarlega vinsælt. Ég bað einnig Dali um að mála fyrstu bygg- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.