Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Side 8
List & auglýsingar að er ekki auðvelt að setja saman sýningu þar sem list og auglýsingum er ætlað að spila sam- an á jafnréttisgrundvelli. Forráðamenn Pompidou-safnsins í París réðust samt í það vandasama verk og síðan í byrjun nóvember Sagt frá risasýningu í Pompidou-menningar- miðstöðinni í París, þar sem reynt var að sýna framá tengslin á milli myndlistar og auglýsinga í heila öld. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR hefur 5. hæðin í menningarmiðstöðinni ver- ið undirlögð af þessari risasýningu sem hefur einfaldlega fengið yfírskriftina Art & Pub. Myndrænn titill' sýningarinnar er í sjálfu sér ögrandi þar sem & táknið er haft helmingi stærra en orðin sem standa báðum megin við það. Þetta er í fyrsta skipti sem gerð er til- raun til þess að sýna tengsl lista og auglýs- inga og hefur sýningunni verið afmarkað tímaskeiðið ein öld, þ.e.a.s. 1890-1990, enda varla hægt að tala um auglýsingar fyrir þann tíma. Þarna má t.d. sjá upphaf vegg- spjaldsins (eða plakatsins eins og flestir nefna það) sem kom fram í lok nítjándu aldarinnar, fyrstu vörumerkin, hlutverk Bauhaus í iðnhönnun, auglýsingum og grafík, ljósaauglýsingar, byggingarlist, sem orðið hefur fyrir áhrifum frá auglýsinga- hönnun o.s.frv. í sýningarskránni sem er líkari þykkri bók en klassískri sýningarskrá eru mjög upplýsandi greinar um samskipti þessara tveggja greina í gegnum öldina. Það er sagt að hugmynd Art & Pub-sýn- ingarinnar hafi fæðst þegar þáverandi safn- stjóri Pompidou-safnsins, JH Martin, frétti að Nútímalistasafnið í New York, MOMA væri að undirbúa sýninguna High and Low. Með því að skipuleggja Art & Pub á ná- kvæmlega sama tíma vildi hann sýna að Beaubourg væri í engu eftirbátur MOMA í New York. Art & Pub hefur reyndar verið mikið gagnrýnd fyrir að hafa verið sett upp í of miklum flýti og eins vanti ýmis amerísk lykilverk sem sýningarstjórar High and Low-sýningarinnar voru þá auðvitað búnir að ná í á undan þeim með góðum fyrirvara. ElTT ÞEMA FRÁ Ótal HLIÐUM Til þess að gera grein fyrir þessu flókna samspili lista og auglýsinga var tekinn upp sami háttur og á stóru yfirlitssýningunum sem hafa haldið orðstír safnsins á lofti eins og t.d. París-New York, París-Berlín, París- Moskva og París-París — líkt og þar er eitt þema skoðað frá ótal hliðum. Það eru þrír aðilar innan miðstöðvarinnar sem að standa að sýningunni, Nútímalistasafnið, CCI (Centre de création industrielle) og Bóka- safnið. Svissneski arkitektinn Bernard Tschumi var fenginn til þess að sjá um uppsetningu sýningarinnar, en Tscumi er þekktastur fyr- ir hönnun Villette-garðsins, sem er enn í byggingu nálægt nýja vísindasafninu og þykir nútímalegastur allra garða í París. Sýningarrýmið er líka hannað eins og það væri landsvæði. Öll skilrúm hafa verið fjar- lægð og í staðinn koma allskonar gegnsæ grindverk til þess að afmarka svæðið sem tekur yfir 3.200 fermetra. Tschumi vildi að áhorfendur hefðu það á tilfinningunni að þeir væru að ganga um götur stórborgar og var hugmyndin sú að skoðandinn gæti virt fyrir sér listaverkin um leið og auglýs- ingarnar og innbyrt þannig allt í sömu svip- an. Af þessum sökum virkar gönguleiðin um sýninguna dálítið ruglingsleg og þar eð sýningin er sjálf ofhlaðin af verkum er stundum illmögulegt að átta sig á því í hvaða átt skal ganga. Hingað og þangað um sýninguna heyrast raddir úr hátölurum sem hanga niður úr loftinu og senda upplýs- ingar og útskýringar niður til gestanna. Það eru ýmist gamlar útvarpsauglýsingar, tón- list eða bókmenntatextar, eins og t.d. úr- drættir úr verkum eftir Apollinaire, Jean Cocteau, Proust, Zola eða Baudrillard. Veggspjöld Og Vörumerki Þegar gengið er inn á sýninguna blasa fyrst við svarthvítar ljósmyndir eftir Eugene Atget og Jean og Albert Seeberger, sem eru teknar á árunum 1898-1913. Á þeim sést vel hvérnig auglýsingarnar og vegg- spjöldin leggja smám saman undir sig blað- söluturna og veggi borgarinnar. Plakötin urðu geysivinsæl á þessum árum og settu upplífgandi og skemmtilegan svip á borg- ina. Margir færustu listamenn þessara ára voru fengnir til þess að hanna veggspjöld og eru það engar ýkjur þegar sagt er að mörg þeirra séu hreinuStu gersemar, enda leið ekki á löngu áður en þau voru komin í hendur þekktra safnara. Plaköt Alphonsew Mucha, þar sem hann málaði konuna í tælandi stellingum, la femme fatale, urðu mjög vinsæl og einnig vöktu veggspjöld Toulouse-Lautrec mikla eftirtekt, en þar má greina í fyrsta skipti raunverulega samvinnu á milli listarinnar og auglýsinga. Áhrif hans á evrópska plak- atmyndagerð urðu afgerandi og eru vegg- spjöld hans nú jafnvel' þekktari en sum málverk hans. Hver kannast ekki við plaköt eins og Le Moulin Rouge, La Goulue (1891), La Chaine Simpson (1896) og Jane Avril (1899)? Toulouse-Lautrec eru gerð mjög góð skil á sýningunni, en undirrituð saknaði þess að sjá ekki líka veggspjöld eftir Bonn- ard og Vuillard sem áttu einnig mikinn þátt í því að ryðja þessari nýju listgrein braut. Blómaskeið veggspjaldsins var sem sé í byijun aldarinnar og það var ekki fyrr en á 7. áratugnum að það náði jafn miklum vin- sældum og þá. Um aldamótin komu vörumerkin einnig fram í fyrsta skipti. Fyrirtæki eins og AEG, Coca-Cola, Kodak og fleiri létu hanna fyrir sig vörumerki þar sem þau lögðu mikla áherslu á_ myndrænt útlit merkisins auk nafnsins. Á sýningunni er sýnd þróun nokk- urra vörumerkja og sést þar að sum hafa mjög lítið breyst frá því sem þau voru upp- haflega, eins ogt.d. Coca Cola-vörumerkið. Fyrsti hluti sýningarinnar leiðir okkur þannig strax inn í heim auglýsinganna og það er ekki fyrr en aðeins innar að verk ítölsku fútúristanna og kúbistanna birtast okkur. Fútúristarnir leika sér með auglýs- ingarnar, hæðast að þeim og snúa út úr, líkt og dadaistarnir áttu eftir að gera. Braque, Picasso og Juan Gris nýta sér aftur á móti úrklippur, plaköt, blöð, auglýs- ingabæklinga, letur og annað slíkt sem brot af raunveruleikanum til þess að byggja upp verkin. Picasso sagði eitt sinn: „Þegar ég set dagblað í klippimyndir mínar, þá er það ekki til þess að sýna dagblaðið," og átti þá auðvitað við að dagblaðið væri fyrst og fremst notað sem hluti af myndbyggingunni. Borgarlandslagið gjörbreyttist á þessum árum með tilkomu veggspjaldanna, ljóslet- ursborðanna og auglýsingaskiltanna og voru listamennirnir vissulega næmir fyrir þessum breytingum. Léger talar t.d. um það að „lit- urinn sé að taka sér bólfestu í borginni" og varð litadýrð borgarinnar kveikjan að mörgum verkum hans. Delaunay-hjónin Ernest T: Veggspjald nr.l og veggspjald nr.2, 1990, verk unnið sérstaklega fyr- ir sýninguna. Toulouse-Lautrec: Moulin Rouge i Barbara Kruger: Án titils. Alphonse Mucha: Auglýsingavegg- spjald fyrir JOB sígarettur. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.