Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 14
ALDARAFMÆLI OG HÁTÍÐAHÖLD í Evrópu á sumri komanda Á hverju ári er kjörin ný menningarborg af Evrópuráðinu. Og árlega fagnar eitthvert land eða borg aldarafmæli sínu eða minnir á þekkta syni sína hvort sem þeir hafa ríkt sem konungar eða ríkja enn í hugum allra sem ódauðlegir lista- menn. DUBLIN MENNINGAR- BORG EVRÓPU 1991: Há- punktur hátíðahaldanna er opn- un írska nýlistasafnsins og Rit- höfundasafnsins, og vígsla Toll- hússins, sem er eitt stærsta og merkasta minjasafn um sögu Dublin. SVISS 700 ÁRA: í Sviss minnast menn 700 ára afmælis svissnesku stjórnarskrárinnar með tilheyrandi hátíðahöldum á hinum fjóru tungumálasvæðum landsins. Á þjóðhátíðardaginn, 1. ágúst, mun athyglin beinast að svæði nálægt Luzern-vatni þar sem kantónurnar Schwyz, Uri og Unterwalden þvinguðu fram drög að ríkjasambandinu árið 1291. MOZART-ÁR í AUSTUR- RÍKI: í Austurríki er þess minnst að 200 ár eru liðin frá dauða Mozarts með röð af hátíðahöld- um, tónleikum, óperu- og ballett- sýningum, listsýningum og tón- listarsamkeppnum. Sérstakar uppákomur verða í fæðingarbæ hans, Salzburg, og í Vínarborg þar sem hann dó 5. desember 1791 aðeins 35 ára gamall. Mörg önnur lönd minnast einnig hins ódauðlega listamanns. í Nice, höfuðborg Cote d’Azur í Frakkl- andi, verður allt óperutímabilið helgað Mozart. ÖNNUR ALDARAFMÆLI: Þýska borgin Hannover fagnar 750 ára afmæli. í Bretlandi er mikið um dýrðir vegna 500 ára afmælis Hinriks konungs VIII. Og á írlandi eru hátíðahöld víðar en í Dublin — hinum 300 ára Limerick-samningi er fagnað, sem batt enda á umsátur um samnefnda borg. Strandhögg í sænska skerjagarðinum. OPNANIR OG UPPÁKOMUR Leopold Mozart með börnum sínum. Frá hinu geysifagra bókasafni í Trinity College í Dublin, þar sem Keltabókin er dýrmætasti sýningargripurinn. i nokkrum Evrópulöndum Margt laðar ferðamenn til Evrópu, en nýir staðir og viðburðir bætast við árlega. Eftirfarandi yfirlit sýnir opnun nýrra staða og ýmsar uppákomur á sumri komanda. * SEX SPILAVITI I DAN- MÖRKU: Já, frændur okkar Dan- ir eru að opna 6 spilavíti í sumar — og eru þar með fyrstir Norður- landaþjóða til að leyfa opinbert fjárhættuspil! í maí verður heimili rithöfundarins Karenar Blixen opnað fyrir almenning. Nýja safn- ið nefnist Út úr Afríku og er í Rungstedlund norður af Kaup- mannahöfn. * SAMEINUÐ BERLÍN OG SÖGULEGAR A-ÞÝSKAR BORGIR: í Dresden, Weimar, Leipzig og Potsdam er verið að stofnsetja upplýsingamiðstöðvar, sem ferðamönnum er ráðlagt að snúa sér til. Áður var aðeins ein upplýsingamiðstöð fyrir allt A- Þýskaland. Fólk er beðið að at- huga, að sú gisting sem býðst, nær ekki gæðamati Vestur- landabúa. Sameinuð Berlín er svo eftirsótt, að þær ferðaskrifstofur, sem ekki hafa þegar bókaða gist- ingu, komast ekki að. Pergamon- safnið í Berlín er t.d. eitt af merk- ustu listasöfnum í heimi. Og Inter- city-hraðlestin verður tekin í notk- un 2. júní, á leiðinni Hamborg- Múnchen, með viðkomu í Frank- furt og Stuttgart. * BRETAR FAGNA 500 ÁRA AFMÆLI HINRIKS KONUNGS VIII. með yfírgripsmiklum sýn- ingum frá 14. apríl í Hampton Court höll og „National Maritime“ safninu í Greenwich frá 29. apríl. Báðar sýningar eru opnar út sept- ember. Keltar í Wales fagna upp- runa sínum í sumar með tónlist- ar- og bókmenntauppákomum, listsýningum og íþróttaviðburð- ' um. * PERLAN í REYKJAVÍK: Og ekki má gleyma opnuninni hér í höfuðborginni, sem búið er að auglýsa fyrir erlenda ferðamenn. Perlan verður opnuð í apríl! * SKANSINN í STOKKHÓLMI 100 ÁRA: 25. maí hefjast níu daga hátíðahöld í Stokkhólmi til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að útisafnið Skansinn var opnað. í Stokkhólmi verður einnig „Vatnahátíð“ 9.-18. ágúst með margskonar íþrótta- og menningarviðburðum til að minna á mikilvægi skerjagarðsins rétt fyrir utan sænsku höfuðborgina. * SKOÐUNARFERÐIR MEÐ KAFBÁT í MÓNAKÓ hefjast í sumar, en í Mónakó er hið fræga „ Oceanographique" -safn. * NÝR FINNSKUR GOLF- VÖLLUR i Tomíó í Finnlandi teygir sig inn yfir landamærin til Svíþjóðar — og er því eini golfvöll- ur heims sem nær inn í tvö þjóð- lönd. Það má því slá kúluna yfir til Finnlands eða Svíþjóðar! Völl- urinn verður opnaður á árinu. Hinn hagsýni ferðamaður; Hvernig* má spara í ferðalaginu? - nokkur heilræði í farteskið Sparnaðarliðir I sumarleyfinu á að eyða peningum — finnst mörgum! Fríið er ekki afslappandi, ef stöðugt er verið að horfa í hverja krónu, og maurapúkar eru ekki skemmtilegir ferðafé- lagar. Og á sérstökum augna- blikum eru það litlu aukaút- gjöldin sem gera sumarleyfið svo skemmtilegt — að taka leigubíl í stað strætisvagns — að fara í notalega veitingahús- ið, en ekki í þetta einfalda (sem er aðeins ódýrara) — að kaupa sér kampavínsflösku í staðinn fyrir vín hússins — já, hvers vegna ekki? Þegar litlu frávikin eru talin saman, vega þau ekki mikið í samanburði við heildar- kostnað ferðarinnar. — En, gættu þín! — Freistingar eru á hverju götuhorni! — Það er ætlast til að þú kaupir og eyðir! * KAUPTU PAKKAFERÐ! Pakkaferðir gefa ferðamanninum kost á að kaupa mestallt fyrirfram og borga e.t.v. með afborgunum heima. Yfirleitt veita þær umtals- verðan afslátt af gistingu, bíla- leigu o.fl. Pakkaferðir teljast frá skipulögðum hópferðum til ein- staklingsferða, þar sem greitt er fyrir flugmiða, hótel og bíla- leigubíl samtímis. Gott dæmi um pakkaferð er sigling með lysti- skipi þar sem fæði, gisting og afþreying er innifalið í verðinu. * HALTU GISTIKOSTNAÐI NIÐRI! Ef ferðast er á milli staða t.d. í bílaleigubíl, er tilvalið að gista á ódýrari stöðum. Bænda- gistingar og gistiheimili með morgunverði gefa oft betri innsýn í þjóðlífið en 5 stjömu alþjóðleg hótel. Og gististaðir eru yfirleitt mun ódýrari rétt utan við stór- borgir. 5g þú sparar þér þjórfé! Því dýrari sem hótelin eru því meira þjórfjár er ætlast til af þér. * NOTAÐU LESTIR OG STRÆTISVAGNA! Evrópsku Á milli kastala og sveitasælu er „vel brúuð“ leið, ef ferðalagið er vel skipulagt fyrirfram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.