Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 7
Brúðuheimili Ibsens á sviði íKína. Leik- koimn Chi Shu-ping er hér í hlutverki Noru. — andstæða Brands. Og það er einmitt í lýsingu Ibsens á „upplausn“ persónuleikans í hinum mismunandi hlutverkum, sem sum- ir leikhússögufræðingar hafa séð forboða nútímalegra persónulýsinga. Breski leik- hússfræðingurinn Ronald Gaskell orðar þetta þannig: „Pétur Gautur markar upphaf leikritunar um hugarheim nútímamanns- ins,“ og hann heldur áfram: „Ef hægt væri að segja að súrrealismi og expressjónismi í leikhúsinu ættu eina og sömu uppsprettu, þá væri það áreiðanlega Pétur Gautur.“ Þannig er hægt að skoða þetta gamla Ibsenleikrit sem miðlægt í leikhússögunni — þó það sé svo norskt og svo rómantískt og þó að það sé ekki skrifað fyrir leiksvið. A seinni tímum hefur einmitt „Pétur Gautur" sýnt að það er stöðugt hægt að upplifa Ib- sen sem lifandi og tímabæran höfund. Það eru þannig ekki aðeins samtímaleikrit hans, sem hafa gert hann einn af risunum í leik- hússögunni. Þó eru það trúlega þau leikrit sem hinn þekkti sænski leikhússfræðingur Martin Lamm hefur i huga þegar hann segir: Ibsenleikritið er Róm nútímaleikritunar: allar leiðir liggja þangað og þaðan. ☆ ☆ ☆ Þó að Ibsen fjarlægðist hið norska upp- haf sitt á áttunda áratug nítjándu aldar og gerðist „Evrópubúi" var hann samt sem áður, eins og áður hefur vérið sagt, undir miklum áhrifum af bakgrunni sínum, landinu sem hann yfirgaf árið 1864 og sneri ekki aftur til fyrr en hann var orðinn aldrað- ur og mjög frægur. Það var ekki auðvelt fyrir hann að snúa heim. Hin mörgu ár í útlegð og langvinn baráttan fyrir skilningi höfðu greinilega sett sín spor. Á tímabilinu þar sem hann batt enda á skriftirnar, sagði hann að hann fyndi í raun til litillar gleði yfir þeim ævintýraferli sem hann hefði skap- að sér. Honum fannst hann án átthaga — jafnvel í landinu þar sem hann fæddist. Spennan í Ibsen á milli hins norska og hins útlenda (áhrifanna frá frjálslegri menn- inguj hefur trúlega mótað hann meira en nokkuð annað sem manneskju og skáld. Stöðu sinnar vegna var hann ekki háður því sem hann kallaði: „hin miklu, fijálsu menningarsamskipti“, og það gaf honum skýrt og vægðarlaust sjónarhom ijarlægð- arinnar. Og frelsi. En um leið hefur hið norska í honum skapað óslökkvandi þrá eftir fijálsara og hamingjusamara lífi. Það er þetta, sem er sólarþráin í skáldheimi þessa alvarlega skálds. Hann afneitaði aldr- ei hinu norska eðli sínu. Hann sagði við þýskan vin sinn, þegar líf hans nálgaðist endalokin: „Sá sem vill skilja mig til fulln- ustu verður að þekkja Noreg. Hin stór- brotna, en stranga náttúra sem umlykur fólkið þarna uppi í norðrinu, hið einmana- lega, einangraða líf — bæirnir liggja oft mílur vega frá hver öðrum — þvinga þá til að kæra sig ekki um annað fólk, heldur hugsa bara um sig og sitt. Því verða þeir innhverfir og alvarlegir, þeir bijóta heilann og efast — og oft missa þeir kjarkinn. Heima hjá okkur er annar hver maður heimspeking- ur! Að auki eru hinir löngu, dimmu vetur þar sem dimm þokan leggst yfir húsin — ó, hve þeir þrá sólina!“ Þýðandi Dagný Kristjánsdóttir. Höfundur er prófessor við Oslóarháskóla. Pétur Gautur í glæsiiegri uppfærslu í Brúðuheimilið: Liv Ullmann í hlutverki Noru í Det Norske Teatret, 1974. skóli. En það gaf honum skarpa sýn á það hvað gengi og gengi ekki innan leikhússins. Hann var í námsferð'í Kaupmannahöfn og Dresden árið 1852 þegar hann komst yfir verk um leiklist sem var nýútkomið í Þýskalandi. Það var „Das moderne Drama“ eftir Herman Hettner (1851). Þessi stefnu- skrá fyrir hin nýju og nútímalegu leikverk mörkuðu djúp spor í þróun Ibsens sem leik- ritaskálds. Hjá Hettner er líka að sjá mikil- væg áhrif frá Scribe og Hebbel, ásamt brenn- andi áhuga fyrir Shakespeare. Ibsen lærði líka mikið af öðrum frásagnarmeisturum, fyrst og fremst Schiller og Dönunum tveim- ur: Adam Oehlenschláger (1799-1850) og Johan Ludvig Heiberg (1791-1860). Námstími Ibsens var langur — um það bil 15 ár — í leikhússvinnu sem hann seinna lýsti þannig: „Það var endurtekið, daglegt fósturlát." Hann varð að framleiða og það hratt, og það leiddi til nokkurra óstyrkra tilrauna innan ýmissa stíltegunda. Hann upplifði nokkra minni háttar sigra sem lista- maður, en mun fleiri ósigra. Þau voru fá sem trúðu því að hann hefði nokkrar forsendur til annars en að verða miðlungs leikskáld og tækifærisskáld. Þrátt fyrir allt þetta fálmandi óöryggi er það marksækinn, ungur höfundur sem við hittum fyrir á þessum árum. Markmiðið er þjóðlegt, í húð og hár, stefna hans og vinar hans og starfsbróður, Bjönistjerne Björnsson (1832-1910), fór saman. Árið 1859 stofnuðu þeir Norska félagið, miðstöð fyrir norska list og menningu. Ibsen hafði sérstakan áhuga á því hvað ieikhúsið gæti lagt af mörkum í leit hinnar ungu, norsku þjóðar að eigin sjálfsmynd. Hann sótti gjarna efni sitt í miðaldasögu Noregs í þessu þjóðemis- lega uppbyggingarstarfi og honum tekst best upp sem leikskáldi þar. Þetta má glöggt i, 1971. sjá í „Konungsefnunum" frá 1863, verki sem skrifað er í lok hins langa námstíma Ibsens. Leikritið gerist á þrettándu öld í Noregi, tímabili sem einkenndist af eyðileggjandi innra stríði í landinu. En viðhorf Ibsens mótast líka af Noregi sjöunda áratugar nítjándu aldarinnar, þegar hann lætur kon- unginn Hákon Hákonarson bera fram háleit- ar hugmyndir sínar um þjóðareiningu: Noregur var eitt ríki, það skal verða ein þjóð. (...) allir skulu vera eitt eftir þetta og vita með sjálfum sér að þeir eru eitt. Með „Konungsefnunum" sló Ibsen í gegn, samt varð hann enn að bíða nokkur ár áður en hann hlaut viðurkenningu sem einn af merkustu höfundum þjóðarinnar. Það gerðist fyrst árið 1866 þegar hann sendi „Brand“ frá sér. „Konungsefnin" tákna endalok hins nána sambands hans við norskt leikhús. Þau urðu líka kveðjusýning hans í þeim skilningi að nú hóf hann sitt langa útlegðartímabil. Næstu ár sneri hann sér fyrst og fremst frá leikhúsinu og leitaði uppi lesandi áhorfendur. Hugmyndaleikritin Miklu Stóru lestrarleikritin tvö, „Brandur" (1866) og „Pétur Gautur“(1867), áttu bæði rætur sínar að rekja til hinnar erfiðu afstöðu Ibsens til föðurlands síns. Stjómfnálaþróunin 1864 hafði það í för með sér að hann missti bjartsýna trú sína á framtíðarmöguleika þjóðarinnar, já, hann byrjaði meira að segja að efast um að landsmenn hans hefðu rétt- ar, sögulegar forsendur til að geta orðið sjálf- stæð þjóð. Ýmislegt, sem hann hafði áður fjallað um sem vandamál tengd sjálfsmynd þjóðarinn- ar, varð nú í hans augum að spurningu um persónulega eindrægni einstaklingsins. Það var ekki lengur nóg að vísa til sögulegrár gullaldar og sýna samhengið í lífi þjóðarinn- ar. Ibsen snýr nú baki við sögunni og snýr sér að því sem hann túlkaði sem höfuðvanda- mál samtímans: Þjóð getur aðeins hafið sig upp í menningarlegum skilningi með stöðugu viljaátaki hvers og eins. „Brandur" er fyrst og fremst leikrit um að einstaklingurinn verður að fylgja vegi viljans til að verða að sannri manneskju. Það er líka eina leiðin til raunverulegs frelsis — fyrir einstaklinginn og þar með heildina. í tvíburaverkunum „Brandi" og „Pétri Gaut“, sem eru afar ólík, eru persónuleika- vandamál í forgrunni allan tímann. Ibsen setur á svið átök á milli þess að leika hin ólíku hlutverk sín af fullkominni hentistefnu — og þess að skuldbinda sig krefjandi lífsverki. í „Pétri Gaut“ hefur skáldið skrifað atriði sem dregur þessi átök snilldarlega fram. Það er þegar hinn aldraði Pétur Gaut- ur er þvingaður til sjálfsuppgjörs — á leið- inni heim til hins norska upphafs síns. Hann er byrjaður að horfast í augu við sjálfan sig og líf sitt og í umræddu atriði tekur hann lauk upp af akrinum. Um leið og hann lítur aftur yfir líf sitt sem hefur verið kastað á glæ, byijar hann að fletta hveiju laginu á fætur öðru utan af lauknum. Hvert lag stend- ur fyrir hin ólíku hlutverk sem hann hefur leikið. En kjarna finnur hann engan. Hann verður að horfast í augu við að hann er orðinn „enginn“ og að hann hefur ekkert „sjálf“. ♦ Hverfur þá sálin svo hróplega snauð heim, inn í myrkrin köld og auð'! Indæla jörð, þú mátt ekki reiðast; til einskis hef jeg traðkað þín blóm. Guðlega sól, þú (jetst geislana eyðast ' gagnslaust á húsin mín, þau voru tóm. (Þýð. Einar Benediktsson, 1922.) Pétur er hin veika, viljalausa manneskja LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.