Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 11
B M 1 L A R Á sýningunni, sem nú er haldin í 61. sinn eru 1050 sýningaratriði frá 30 löndum. Toyota Celica blæjubíll var frumsýndur í Genf. Það er tínianna tákn, að sífellt fleirigerðir bíla fást með blæjuútfærslu, sem á tímabili var næstum liðin undir lok. Alþjóðlega bílasýningin í Genf er ekki ný af nálinni; það er verið að halda hana núna í 61. sinn og fer að verða hver síðastur að sjá hana, því sýningunni lýkur á morgun. Með árunum hefur Genfarsýningin fengið vaxandi vægi sem hönnunar- og nýmælasýning. Hún hef- ur vísun til framtíðar og er fyrir þær sakir foivitnileg. Sýningin er haldin í Palexpo, 71 þúsund fermetra sýningarhöll í útjaðri Genfar. Það eru framleiðendur frá 30 löndum, sem að sýningunni standa, 330 aðilar alls og sýning- aratríðin eru samtals 1050. í aðalatriðum er sýningin tvískipt; annarsvegar allskonar gerðir fólksbíla og hinsvegar aukahlutir í bíla. Hér eru hinsvegar ekki sýndir vöru- bílar, rútubílar og iðnaðarbílar allskonar, enda væri það einfaldlega of mikið. Fjöl- breytnin innan fólksbílageirans er mikil eins og allir þekkja; allt frá smæstu smábílum uppí stöðutákn á borð við Bentley og Rolls- Þessu sýningaratriði hafði verið beðið eftir með mestri eftirvænt- ingu: Ný S-Iína frá Mercedes-Benz. Þetta eru stórir drekar, 2 tonn á þyngd og lengdin er 5.1 lm. Hinu liefðbundna Benz-„andliti“ hefur al- veg verið haldið. Royce. Þar að auki feykilegt úrval sport- bíla, slangur af jeppum og hinir mjög svo vinsælu fjölnotabílar á borð við Toyota Pre- via og Renault Espace. Bílaframleiðendur í Evrópu og Japan eru með allt á fullu hér. Hinsvegar er sýndur aðeins lítill hluti bandarísku bílaverksmiðj- anna. Þær sýna að vísu það sem þær fram- Ieiða í Evrópu, enda er Evrópumarkaðurinn þá hafður í huga. Af amerískum bílum-sýna þeir hinsvegar þá, sem helzt er búizt við að gætu selzt í Evrópu. General Motors legg- ur t.d. áherzlu á sína lúxusbíla, Cadillac Seville og Buick Park Avenue. Frá GM í Evrópu hygg ég að nýi Opel-jeppinn hafi vakið mesta athygli. Auðugasti bílaframleiðandi heimsins, Toyota, er líka sá, sem flestar gerðirnar sýnir. Um leið og komið er inn úr dyrum Nissan sýndi alla Sunny-línuna, sem raunar er búið að sýna hér, en þar að auki nýja útfærslu af Nissan Primera, nefnilega með aldrifi. Hann var á viðhafnar- stað eins og hér sést. Þetta tilheyrir undantekningum: Einu sinni þótti sjálfsagt að hafa ungar og helzt léttklæddar stúlkur prílandi ofaná bílum, þegar þeir voru sýndir. Aðeins örfáir sáust nú nota þetta bragð, þar á meðal Daihatsu, sem sýir þennan skærgula, tveggja sæta blæjubíl. Bílasýning- in í Genf Bandarísku framleiðend- urnir búast víst ekki við því að miðlungs amerískir bílar geti selst í Evrópu. Aftur á móti sýna þeir glæsikerrur, þar á meðal þeiman CadiIIac Seville, sem er dálítið með klofinn persónuleika: Útlitið eftir Evrópusmekk, en dæmi- gert, amerískt mælaborð. Nú er ár síðan Lexus frá hixusbíladeild Toyota var kynntur og hefur hann farið mikla sigurför og verið meðtekinn í klúbbinn, þar sem aðeins hinir allra beztu fá rúm. Haim ber ægishjálm yfir aðra bíla á Iiinu stóra sýningarsvæði Toyota og er raunar einn helzti glæsigripurinn á sýningunni. Tekið mið af fortíðinni: Meðal sportbíla á sýning- unni er þessi bandaríski Excalibur með útlitfrá því um 1930, en vélin er 8 strokka úr Chevrolet Cor- vette.. Upplagið er ekki stórt og verðið hátt, en þessi verksmiðja er búin að starfa síðan 1964 svo markaður virðist vera til fyrir bíla af þessu tagi. Með Sigma stígur Mitsubishi skref áfram með íbiirðarmikinn bíl í sömu stærð og 5-Iínan frá BMW. Völ er um þrjár vélar og með þeirri sterkustu er hann orðinn fullgildur á hraðbrautunum með 225 km hámarkshraða.Útlitið ber eðlileg- an skyldleikasvip af Galant. Innréttingin virtist mjög vönduð og vel út færð. A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS"~ 6". MARZ 1991 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.