Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 15
Einstaklingur-
inn í fyrirrúmi
- segir Emil Kristjánsson hjá
Norrænu ferðaskrifstofunni
„Norræna er alltaf í brennidepli hjá okkur,“ segir Emil. „Bíll
í farangrinum er hagstæðara en margan grunar og fimm viðkomu-
hafnir á viku út frá Seyðisfirði gefa ótal valkosti. En að sjálf-
sögðu erum við almenn ferðaskrifstofa og hjá okkur er einstakl-
ingurinn í fyrirrúmi. Við skipuleggjum ferðir fyrir fólk þangað
sem það vill fara. Möltuferðir hafa verið vinsælar og við eru
komin með hagstæða samninga við mörg hótel á Möltu. Skrifstof-
an okkar er lítil — aðeins tveir starfsmenn — en ég held að fólki
finnist gott að koma hingað og það fái persónulega þjónustu hjá
okkur.“
— Eru einhvetjar nýjungar
með Norrsénu? „Nei, skipið siglir
sína föstu áætlun. Fyrsta ferðin
er 6. júní, en síðasta koma Nor-
rænu til Seyðisfjarðar er 29.
ágúst. Bókunum hefur fjölgað og
það er aukinn áhugi á Færeyjum,
sem er mjög jákvætt. Við skulum
velta aðeins upp ferðamöguleikum
með Norrænu:
1) Frá Seyðisfirði kl. 12.00
fimmtudag — komið til Þórshafn-
ar kl. 6.00 á föstudagsmorgni,
brottför þaðan kl. 9.00 — komið
til Hanstholm í Danmörku kl.
16.00 á laugardegi. Flestir fara
þessa leið og eru þá rúma tvo
sólarhringa á siglingu — taka
síðan feijuna til baka frá Bergen.
2) Annar kostur er að skoða
sig um í Færeyjum í þijá daga —
taka feijuna á mánudagsmorgni
kl. 6.00 til Bergen, koma þangað
kl. 12.00 um hádegi þriðjudag —
byija og enda ferðina í Noregi.
3) Fáir stoppa í Hjaltlandi, en
þar er sérstætt mannlíf og áhuga-
verðar fomminjar — vel þess virði
að dvelja þar í eina viku.
4) Ef farið er heim frá Dan-
mörku, tengist það tveggja daga
viðdvöl í Færeyjum eða eins dags
dvöl á Hjaltlandi. Eins má dvelja
5 'h sólarhring í FæreyjunT á milli
ferða.
— Hvað kosta máltíðir um borð?
Millilent í Færeyjum
á heimleið frá Kaupmannahöfn
Trúlega vita fáir um þann möguleika, að þegar mánaðarmiði
er keyptur til Kaupmannahafnar, má fljúga um Færeyjar á heim-
leið og stoppa þar í nokkra daga. Fljúga síðan heim með Fokker
Flugleiða frá Færeyjum.
Þetta gildir aðeins þegar mán-
aðarmiði er keyptur, sem kostar
núna kr. 58.860 og að sjálfsögðu
líka á ársmiða (eða dýrasta far-
gjaldi kr. 81.040). Air Atlantic
flýgur til Færeyja frá Kaup-
mannahöfn, á nýjum mjög þægi-
legum skrúfuvélum.
Það sakar ekki að birta skoðun-
ardagskrá sumarsins í Færeyjum,
með Tora Tourist Traffic:
MÁNUDAGA kl. 8.00-17.00
Klaksvík — Viðoy. Verð: fullorðn-
ir um 4.000 kr.; helmingi lægra
fyrir börn.
ÞRIÐJUDAGA kl. 9.00-22.00
Vestmanna-fuglabjörgin. Verð:
fullorðnir 3.040 kr.; börn kr.
1.853. Á kvöldin kl. 18.00-22.00
eru Færeyjakvöld í Norðurlanda-
húsinu — athugið verð hveiju
sinni.
MIÐVIKUDAGA kl. 9.00-
12.00 Velbastaður — Kirkjuböur.
Verð: fullorðnir kr. 1.330; börn
kr. 665.
FIMMTUDAGA kl. 10.00-
15.00 Tórshavn - Kaldbak. Verð:
fullorðnir kr. 1.805; börn kr.
1.045.
LAUGARDAGA kr. 13.00-
18.00 Funningur — Gjóv — Eiði.
Verð: fullorðnir kr. 2.375; börn
kr. 1.283.
Á föstudögum eru ferðir eftir
óskum hvers og eins. Bókanir í
skoðunarferðir verða að hafa bor-
ist fyrir kl. 16.00 daginn áður.
Nánari upplýsingar: Tora Tourist
Traffic, Niels Finsensgöta 21,
FR-100 Tórshavn. Sími: (298) 1
5667. Fax: 81352 super fa.
Gamalt og nýtt mætist í H(jalt-
landi. Á kvöldin má sjá logana
á olíuborpöllunum bera við sól-
arlagið.
„Dýr máltíð, t.d. af hlaðborði,
kostar kr. 1.250, en það má fá
ódýrari máltíðir á kaffistofu eða
eftir pöntun.“
— Verðdæmi? „Þegar spurt er
um verð, þykir mér rétt að nefna
hæsta verð: Seyðisfjörður-Hanst-
holm Bergen-Seyðisfjörður, fyrir
2 fullorðna og 2 börn (8-13 ára)
í fjögurra manna klefa með sturtu
og snyrtingu og einkabíll: kr.
132.600. Þetta verð getur lækkað
um 12.000 krónur; skemmtilegra
að koma fólki á óvart með lægri
tölum en hærri! Til dæmis ef siglt
er frá íslandi 6., 13. eða 20 júní
er 25% lækkun á fargjaldi á út-
leið. Sama gildir um brottfarir
erlendis frá eftir 3. ágúst.“
— Hvers vegna sækir fólk til
Möltu? „Malta er ekki þessi dæmi-
gerði sólarstaður. Þar er mikil
saga og fornminjar til að skoða.
Allt er svo samþjappað á Möltu.
'Hótel eru inni í miðjum bæjum,
en ekki á einangruðum svæðum
eins og oftast á ferðamannastöð-
um. Góðir möguleikar eru því að
komast í kynni við Möltubúa. Við
erum með umboðsmann á Möltu
sem sækir farþega okkar út á
flugvöll, skilar þeim þangað aftur
— og er fólki innan handar með
alla þjónustu."
Verðdæmi um tveggja vikna
ferð til Möltu (um London) í júlí
á dýrasta tíma (miðað við mann
í tveggja manna herbergi): á fjög-
urra stjörnu hóteli frá kr. 78.000;
— á þriggja stjörnu hóteli frá kr.
72.000; — í stúdíó-íbúð frá kr.
65.300 (á hótelunum er morgun-
verður innifalinn). n R
Lág sandströnd heilsar farþegum Norrænu við komu til Hanst-
holm í Danmörku
Dæmigerð sandströnd á Möltu.
lestirnar eru hraðskreiðar, með
tíðar brottfarir og stundvísar. Að
auki má spara töluvert á því að
kaupa „Eurailpass" sem gildir í
17 löndum, einnig er mikið um
afsláttarpassa á ákveðnum svæð-
um og Iöndum. Neðanjarðarbraut-
ir og sporvagnar eru ódýrari og
fljótvirkari en leigubílar í stór-
borgum og auðvelt að komast upp
á lagið að ferðast með þeim. Upp-
lýsingamiðlun fyrir ferðamenn er
alltaf á stærri brautarstöðvum.
* SKIPTU FERÐATÉKKUN-
UM SKYNSAMLEGA! Ef ferðast
er á milli landa, skiptu þá aðeins
þeirri upphæð sem nær yfir ferða-
kostnað í viðkomandi landi, til að
forðast að sitja uppi með ólíkar
myntir. — Mundu að yfirleitt er
óhagstætt að skipta gjaldeyri á
hótelum.
* LEITAÐU AÐ VEITINGA-
HÚSUM MEÐ TILBOÐSVERÐ!
Ef máltíðir eru ekki inni í pakka-
verðinu, þá er yfirleitt dýrara að
borða á stórum hótelum og í ná-
grenni við þau. Mörg veitingahús
eru með hagstætt verð — eða „to-
urist menu“. Ferðamenn ættu að
svipast um eftir veitingahúsum
sem staðarfólk sækir — og fá vin-
sæla þjóðarrétti á hagstæðu verði.
* MUNDU EFTIR SÖLU-
SKATTINUM! Flest lönd eru með
söluskatt, sem þau endurgreiða
til ferðamanna. Mundu eftir að
biðja um „VAT“ eyðublöð. Krafist
er lágmarksupphæðar til að fá
endurgreiðslu, því er gott að halda
sig við einn stórmarkað, ef mikið
er verslað.
* GÆTTU ÞÍN VIÐ UNDIR-
RITUN KORTAREIKNINGS! Ef
borgað er með greiðslukorti,
gættu þess þá vel að skilja ekki
neðstu línuna á reikningnum eftir
óútfyllta, jafnvel þó búið sé að
bæta þjónustugjaldinu inn á! Veit-
ingahúsið gæti bætt auknu þjón-
ustugjaldi við í heildarupphæð!
* GÆTTU ÞÍN Á HÓTEL-
SÍMANUM! Á hótelinu erlendis
stendur símtækið á náttborðinu
með nákvæmum leiðbeiningum
hvernig eigi að hringja heim —
og freistingin er mikil. En hótel
leggja geysilega mikið á símtöl
til annarra landa. Fáðu uppgefið
verð fyrir hveija mínútu, reiknaðu
út hvað þú vilt eyða miklu og
biddu hótelið að ijúfa samtalið,
þegar þú hefur talað fyrir þá upp-
hæð.
* BORGAÐU DRYKKINA
STRAX! Gættu þín á öllum auka-
drykkjunum, eða auka þessu og
hinu á hótelinu — það safnast
saman. Til þess að losna við
„sjokkið" þegar reikningurinn
birtist, er ágætt ráð að borga allt
þetta aukalega jafnóðum, — eða
taka það saman, svo þú fylgist
með hvað reikningurinn hækkar.
* VELDU ÞÍNA VERSLUN-
ARSTAÐI SJÁLF(UR)! Leiðsögu-
menn þiggja oft mútur frá versl-
unum og veitingahúsum. Staðir,
sem mælt er með, eru ekki endi-
lega þeir bestu — stundum jafn-
vel þeir dýrustu! Notaðu eigin
dómgreind!
* VERTU VANDLÁT(UR) í
VALI Á SKOÐUNARFERÐUM!
Kauptu pakkaferð — flug, bíl, rútu, lest, gistingu og jafnvel fæði
— allt í einum pakka!
Ferðaskrifstofan mun bjóða úrval
skoðunarferða. Ferðir á suma
staði eru ódýrari og skemmtilegri
ef þú ferð þangað á eigin vegum
— og þú ert fijálsari með tíma.
Hálfs dags ferð gæti kostað 100
kr. með almenningsvagni á móti
e.t.v. 1.000 kr. í skipulagðri skoð-
unarferð. Reyndu að spyijast fyr-
ir hjá þeim sem hafa verið þarna.
Fátt er ömurlegra en að eyða
dýrmætum frítíma í að bíða eftir ‘
hóp á hundleiðinlegum stað.
* GÆTTU ÞÍN Á GÖTUSÖL-
UM OG FASTEIGNASÖLUM!
Götusalar eru á hveiju horni, með
armbandsúr og skartgripi, sem
eru ekki annað en látúnsdrasl
þegar betur er að gáð. Og fast-
eignasalar, sem vilja selja þér
hluta í fasteign, eru brosmildir til
að byija með, en geta orðið býsna
aðgangsharðir. Ef þú ferð á aug-
lýsingafundi til þeirra, gættu þess
að taka ekki veskið eða kortið
með — þú gætir Iátið freistast af
gylliboðum, sem standast svo '*
ekki. Betra að hafa samband við
lögfræðing á staðnum til að at-
huga sannleiksgildið — eða hafa
trausta aðila með í ráðum. Það
er betra að hafa tíma til að hugsa
málið!
Oddný Sv. Björgvins
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1991 15