Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Síða 3
¥] [fl LESBOE (SHfilllSSllNllIIEÍAllHaiIlSHsl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Beethoven hefur orðið málurum og myndhöggvurum hugstætt myndefni, enda hefur maðurinn verið svip- mikill. Hitt vegur þó trúlega þyngra, að hann var magnaður persónuleiki, en að sama skapi dyntóttur og erfiður í umgengni. Það er þetta ásamt heyrnarleys- inu, sem margir myndlistarmenn hafa leitast við að túlka í ótal myndum af tónsskáldinu, sem lengst af bjó í Vínarborg, en var þó fæddur í Bonn í Þýzkalandi. Þar stendur þessi myndarlegi Beethovenhaus eftir myndhöggvarann Hammerichs. B.F.Skinner er heimsþékktur fyrir kenningar sínar í atferlisfræði. hann hafði áhuga á að vita hvernig hegðun lærðist og það varð upphaf að nýrri og sjálfstæðri vísindagre- in, atferlisgreiningu. Um Skinner og kenningar hans skrifar Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Aralvatnið í Sovétríkjunum hefur verið eitt af stærstu stöðuvötn- um jarðarinnar. Þar hefur nú orðið eitt mesta umhverf- isslys sem um getur, vegna þess að stórum fljótum sem í það runnu, var veitt á aðrar slóðir til áveitna. Þessvegna er Aralvatnið að þorna upp með hrikalegum afleiðingum. Lexus er nafn á bíl frá lúxusbíladeild Toyota, sem farið hefur sigurför um heiminn og komizt í fyrstu lotu upp að hliðinni á keppinautunum í þungavikt, svo sem Mercedes-Benz, Jaguar ogBMW 700. Um þennan bíl er fjallað í bílaþætti eftir reynsluakstur í Sviss. SVEINBJÖRN EGILSSON Ei glóiræá grænum lauki Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki. né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann það hið blíða blanda stríðu; allt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur él frá jökultindi sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það hentast heimi fann það hið stríða blanda blíðu; allt er gott, sem gjörði hann. Því lyftist brún um ljósa daga, þá lundin skín á kinnum hýr; því síkkar hún, þá sorgir naga og sólarljós með gleði flýr. Hryggðin burtu hverfur skjótt, dögg sem þorni mær á morgni, unz hin raka nálgast nótt. Þú, bróðir kær, þó báran skaki þinn bátinn hait, ei kvíðinn sért; því sefur logn á boðabaki og bíður þín, ef hraustur ert. Hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda, ver því ætíð var um þig. Þess var minnst í febrúar á þessu ári, að 200 ár voru liðin frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar í Innri-Njarðvík á Suðurnesjum. Hann dó 1852. Sveinbjörn lauk guöfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1819 og varð kennari og síðar rektorvið Bessastaðaskóla og flutt- ist með skólanum til Reykjavíkur 1846. Hann þýddi kviður Hóm- ers og samdi orðabók yfir fornt skáldamál. Sveinbjarnar verður minnst í Lesbók á þessu afmælisári. B B Það sem hjartanu er kærast Annan í páskum var greint frá því í frétt- atíma Stöðvar 2 að dómur yfir ofbeldis- manni hefði verið mild- aður og refsingin skil- orðsbundin, þar sem þetta væri hans fyrsta brot. Maðurinn væri því fijáls ferða sinna. Tíundaðir voru áverkar fórnarlambsins í málinu og vitnað í álit læknis sem taldi ólfklegt að viðkomandi næði fyrri heilsu. Lýsing á hrottaskap afbrotamannsins var með ólíkindum. Fréttamaðurinn vakti athygli á vægum refsingum hérlendis þegar um ofbeldisglæpi væri að ræða og nefndi dæmi máli sínu til staðfestingar. í fréttinni var nafna ofbeldismannanna hvergi getið. Nokkrum dögum áður var fjallað um dóm yfir fólki vegna fjármálamisferlis. Öll nöfn voru tilgreind samviskusamlega, sem og aðild hvers og eins að málinu. Hvað segir þetta? Eru fjársvik hættulegustu glæpir þjóð- félagsins? Er þetta fólkið sem mikilvægast er að saklaus almenningur geti varað sig á? Erum við hræddari við að einhver hagn- ist ólöglega en að lífi, limum og andlegri heilsu fólks sé stefnt í hættu? Er maðurinn sjálfur afgangsstærð í forgangsröð þjóðfé- lagsins? Er misferli með ijármuni guðlast nútímans? í erlendum myndasögum er gjarnan sett dollaramerki í stað augasteina hjá söguper- sónunum þegar dómgreind þeirra blindast af hagnaðarvon. Manni hefur alltaf þótt þetta dálítið skondið og í samræmi við þá speki að margur verður af aurum api. En ef maður fylgir samlíkingunni eftir má spyija hvort við eigum kannski enn heima í ttjánum í þessu efni. Hvenær sjáum við myndir í fjölmiðlum eða nöfn þeirra manna sem halda heilum ijölskyldum í helgreipum óttans svo árum skiptir? Mönnum sem eru stórhættulegir umhverfi sínu og fara þannig með sína nánustu að þeir eru fastagestir á slysavarð- stofunni og enda gjarnan í Kvennaathvarf- inu. Þekkjum við nöfn og andlit þeirra sem hafa viðurværi af því að selja eiturlyf og bera þannig ábyrgð á ótrúlegri ógæfu? Eru einhvers staðar myndir af ofbeldis- mönnum götunnar og glæpaspírunum sem eru að hefja feril sinn í framhaldsskólum landsins og gera skólagöngu þeirra sem þeir ofsækja að martröð? ítarlega hefur verið fylgst í blöðum með ferli ólánsmanns sem hefur ofsótt unga drengi og manni er sagt að beri ábyrgð á sálarháska að minnsta kosti tíu drengja sem beijast nú við að ná lífstrúarstyrk sínum aftur. Halda einhveijir að þetta sé eini ís- lendingurinn með slík sálarmorð á samvisk- unni? Þeir sem fremja alvarlegasta glæp sem hægt er að hugsa sér, sifjaspell, hafa ekk- ert andlit og ekkert nafn í fjölmiðlum. Þótt maður geti haft skoðun á líðan bama sem, eru misnotuð af foreldri sínu eða ígildi þess og þar með rænd æsku sinni, sálarró og sjálfsvirðingu til frambúðar, tel ég víst að hugmyndaflugið beri mann ekki nema rétt áleiðis. Þeir sem með þessum hætti kæfa í fæðingu gleðina í því lífi sem þeir sjálfir kveiktu geta ekki vitað hvað þeir eru að gera. Við hin getum ekki skynjað nema veikt bergmál af því vonleysi sem það hlýt- ur að vera að heija lifið lítilsvirtur, án skjóls úr þeirri átt sem þess ætti helst að vera að vænta. Nöfnum þessara manna er haldið leynd- um bæði af íjölskyldunni og yfirvöldum af hlífð við fórnarlömbin. í stað þess að þeir séu látnir taka út sinn dóm og taka þannig af öll tvímæli um hvers sektin er, er sektar- byrðin lögð á barnið.. Þegar íjallað er um nafnabirtingar á mönnum sem fremja ofbeldisglæpi, selja eiturlyf, eða níðast á börnum sínum er jafn- an bent á að ekki megi opinbera hveijir þetta séu af hlífð við aðstandendur. Verði það gert muni saklausir ættingjar líða meira en sæmandi sé. Samkvæmt þessu mætti ætla að þeir sem lenda í ijármálamisferli væru munaðarlausir, ógiftir og barnlausir. Eða þarf kannski ekki að taka tillit til til- finninga þessa fólks? Þetta mat fjölmiðla og dómstóla hlýtur að endui-spegla þjóðarsálina. Vera sá speg- ill sem sýnir okkur eins og við raunveru- lega erum. Fjármálamisferli er blásið út og æran dregin af hlutaðeigandi, jafnvel áður en sekt þeirra er sönnuð. Gildir þá einu hvort um er að ræða harðsvíraða flárglæ- framenn eða mæta þjóðfélagsþegna sem hafa sinnt öllum sínum störfum af trú- mennsku, en misstíga sig einhverra hluta vegna einu sinni. Þessu fólki er hvergi hlíft. Ef dæma á af fréttaflutningi og þunga refsinga eru ofbeldismenn götunnar, heimil- anna og skólanna hættulausir fyrir almenn- ing í samanburði við þá sem draga ólöglega að sér það sem þjóðarhjartanu er bersýni- lega kærast — fjármagn. . Þótt ógæfa fórnarlamba misindismanna hafi verið gerð hér að umtalsefni, er auðvit- að ljóst að það eru þeir — afbrotamennirn- ir, sem eru mestir ógæfumenn. Sá sem veldur ógæfu annarra er ævinlega sá sem bágast á. Það er hann sem sonur smiðsins bað um fyrirgefningu fyrir á krossinum af því hann veit ekki hvað hann gerir. Hann raunverulega veit það ekki. Það gerir hins vegar líðan fórnarlamb- anna lítið bærilegri. Með þessu rabbi er ekki verið að hvetja til aukinnar refsigleði og þaðan af síður verið að biðja um fleiri mannorðsaftökur í fjölmiðlum. Fjarri því. Aðeins verið að benda á misræmi og reyna að vekja til umhugsun- ar um það verðmætamat sem endurspegl- ast í því sem hér hefur verið sagt. Það er spaugilegt að sjá dollaramerki í augum persónu í teiknimyndasögu en það er ekkert grín ef það blindar augu rétt- vísinnar og ijölmiðlanna. JÓNÍNA MlCHAELSDÓTTlR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRÍL 1991 ,3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.