Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 5
Litlu steinbæirnir, sem settu svo mikinn svip á Bræðraborgarstíg á fyrri hluta aldarinnar, eru nú allir horfnir með tölu en í næsta nágrenni eru enn fáeinir. Hér er Brekkuholt sem nú tilheyrir Drafnarstíg en var áður talið við Bræðraborg- arstíg. Lengra er timburhúsið Skáholt, nú einnig við Drafnarstíg, en þaðan var skáldið Vilhjálmur frá Skáholti. Maðurinn á myndinni er Magnús heitinn Runólfs- son togaraskipstjóri, sem ólst upp í steinbænum á Miðhúsum á Bræðraborg- arstíg 21b. mundsdóttur frá Bíldsfelli í Grafningi og bjuggu þau um nokkurra ára skeið á Hæðar- enda í Grimsnesi. Um búskap hans á Hæðar- enda og frekara lífshlaup sagði m.a. í Óðni 1932 að honum látnum: „Bjó Sigurður brátt stóru búi, þótt jörð sú sé fremur lítil og engin kostajörð talin. Þótti honum þar að vonum þröngt uin sig, og mun það hafa átt einhvern þátt í því að þjóðhátíðarárið 1874 brugðu þau hjón búi og hugðust að flytja til Vesturheims. Var þá eins og kunnugt er fjöldi manna sem vestur flutti, og eigi voru það færri en 40 í þeim hópi sem þau hjón ætluðu með. — En svo vildi til að Sigurður fékk einhverja ótrú eða missti traust á manni þeim, er vera átti fyrirliði fararinnar, og sem var hvatamaður hennar. Afréð hann þá að fara hvergi, en svo var mikið traust það og virð- ing er hann naut í hópnum, að þeir hættu allir við ferðalagið, og má það teljast happ fyrir fósturjörðina. — Þau hjón settust þá að í Reykjavík og byggði Sigurður í félagi við Bjarna bróður sinn hús það er Bræðraborg heitir við Bræðraborgarstíg. Kona hans kenndi þá vanheilsu og missti hann hana árið 1880. Börnin voru öll ung, er móðir þeirra dó, stóð því Sigurður einn uppi með 4 börn í ómegð, en honum varð þó engin skotaskuld úr því, hann kom þeim öllum vel til manns, og það sem meira var, honum tókst að verða jafnframt vei efnalega sjálfstæður, hafði hann þó eigi annað að styðjast við en dag- lega vinnu sína, steinsmíði, er hann stund- aði að rnestu þau 50 ár er hann bjó í Reykjavík." Þess skal hér getið að eitt barna Sigurðar í Bræðraborg var Sigurmundur læknir í Laugarási. Vegur Suður í Kaplaskjól Bræðraborgarstígur var upphaflega að- eins notað um vegspottann frá Vesturgöt- unni og að Bræðraborgarstíg á nr. 14 en veturinn 1890—91 ákvað bæjarstjórnin að halda áfram með veginn yfir Selsholtið og suður í Kaplaskjól og var sá vegur kallaður Kaplaskjólsvegur, þar á meðal sá kafli Bræðraborgarstígs sem nú telst frá nr. 16 eða þar um bii og að Hringbraut Um þessa nýju vegagjörð sagði í grein í ísafold 14. febrúar 1891: „Það er vottur um frábært vetrarfar og að öðru leyti í frásögur færandi, að frá því um veturnætur og nú fram í þorra-byrjun var gerður nýr vegur frá rótum milli Reykjavíkur og fiskimannahverfis þess í landi bæjarins suður við Skerjafjörð, er Kaplaskjól nefnist. Þar er mýri á milli ail- breið, ófær yfirferðar, og þurfti að fara lang- an krók austur fyrir hana til þess að kom- ast til bæjarins sunnan að og þó um veg- leysu. Hinn nýi vegur er vandaður vagnveg- ur, sex álna breiður og 640 álna langur alls. Yfir mýrina eru vegaijaðrarnir hlaðnir úr grashnausum, en gijót lagt utan á þá, er upp úr mýrinni dregur, en hleðsla þar sem byggðin tekur við inni í bænum, yfir Selsholt. Kostað hefur vegur þesi alls um 3300 kr. eða um fimm kr. faðmurinn. — Kaup var haft lágt, 16—20 aura um klukkustund- ina, nema verkstjóranna nokkuð hærra. Meiri hluti kostnaðarins mundi hafa orðið að leggja þurfamönnum þeim, er að veginum unnu, úr bæjarsjóði hvort sem var, þótt þeir hefðu ekkert unnið.“ Já, þannig var unnið að gatnagerð á síðustu öld. Ymist voru íbúarnir, sem bjuggu við göturnar, látnir leggja fram dagsverk ókeypis eða þurfamenn, sem hvort sem er þurfti að halda uppi, látnir vinna verkið. TVEIR HARÐIR þorskhausar Elsta býlið við Bræðraborgarstíg var Hali sem upphaflega var torfbær sem stóð á nr. 5 en síðar risu fleiri hús á Halatorf- unni svo sem Eyvindarholt á nr. 6, þar ligg- ur nú Ránargata þvert yfir. Bærinn Hali var kominn snemma á 19. öld og ekki var þar björgulegt um að litast í harðæri árið 1884. Geir Zoéga, síðar rektor, skrifaði þá til vinar síns og sagði að einn af fátækra- stjórunum hefði komið að Hala til þess að skoða hvað væri til á heimilinu. Bóndinn hefði legið veikur í rúminu, sem hann hefði ekki farið úr í heilt ár, konan hefði verið með eitt barn á höndunum og öll björgin sem til var í kotinu tveir harðir þorskhausar sem geymdir voru ofan í kistu. Rétt eftir aldamót bjó Jón G. Gíslason steinsmiður á Hala og reisti hann steinbæ á lóðinni 1895 og árið 1902 leyfði hann Guðmundi Guð- mundssyni að reisa timburhús á Bræðra- borgarstíg 3 sem einnig var kallað Hali. í Eyvindarhúsi á Halatorfunni bjó lengi Ey- vindur Jónsson, alkunnur ferðagarpur og fylgdarmaður útlendinga, og síðan börn hans. Kálgarðar, Hjallar Og Reitir Fyrir 1880 voru aðeins örfá hús komin þar sem nú er Bræðraborgarstígur og má þar nefna Hábæ á nr. 7, Steinhús á nr. 11, Hlið á nr. 13, Miðholt á nr. 18, Syðraholt á nr. 28 og Pálshús á nr. 39. Flest þessara húsa munu hafa verið torfbæir en eftir 1880 fara steinbæir að rísa við Bræðraborg- arstíginn og áttu þeir eftir að setja mjög svip sinn á götuna um langa hríð. Bræðra- borg var reist árið 1880 eins og fýrr sagði, og einnig Mörk á nr. 8B. Árið 1881 kom Bergskot á nr. 37, árið 1882 Miðhús á nr. 21 og Eyvindarholt á nr. 6, árið 1883 Reyni- melur á nr. 22, Holtastaðir á nr. 24 og Móberg á nr. 26 og 1885 komu Eiðsstaðir á nr. 23 og steinbærinn á nr. 10 sem fyrst í stað var einfaldlega kallaður Bræðraborg- arstígur. Það er svo árið 1889 sem farið er að núinera hús við götuna þó að gömlu bæjarnöfnin héldust áfram samhliða og sum eru jafnvel bráðlifandi enn. Gömlu lágreistu steinbæirnir við Bræðra borgarstíg eru nú horfnir. Um og eftir síðustu aldamót var kálgarður og hjallur við þá allflesta og auk þess stakkstæði og tijheyrandi vöskunarkar á bæjarstéttinni. Meðan karlarnir voru til sjós sýsluðu kon- urnar við að taka blautan fisk heim, vaska hann í karinu og þurrka með aðstoð barna sinn á fiskreitnum við bæinn. Þetta var reykvískt fyrirbæri að mestu að vöskun og fiskþurrkun væri heimilisiðnaður. Frarahald síðar. ODD ABRAHAMSEN Litháískt kvæði Sigurjón Guðjónsson þýddi Andlit hennar, bjart eins og himinninn á vatninu sem rennur létt yfir sandinn þangleifar og olíugljáandi rusl. Ég fellst ekki á að sleppa voninni, því sem ég hef lengi beðið með öllum greinunum í kringum hana úti í ágústkvöldinu. Himinninn yfir kirsuberjunum er þegar næstum hvítur, léttu skýin stöðva ekki kvöldið né skrjáf aspanna í hliðarvindinum og angan linditrésins yfir mýrunum. Ég er vináttan. Ég fer hægan. Ég beini aldrei huganum að skipunar- málinu, hertöku hróps og harðra hnefa meðan snjórinn fellur hljóðlaust í stórum flyksum í myrkvaðan akurinn. Ungt fólk í Vilníus Elskendur neita að láta gaddavírsstrengi heimsins hefta sig sem liggja milli húsa og þurra skógarteiga í þeim eina rauða lit sem boðar dauða. Þeir eru vanmegna, sárir af eirðarleysi sem yfirgefur þá eins og bláleit ferja. Sumarregnið fellur á hörund mitt og á þig sem teiknaðir hljóðvana á saklaust hvítt pappírsblað þá varnarlausu í kringum okkur og þokuna sem bítur sig fasta í mig minnisvana í kvöldmyrkrinu. Unga fólkið í Vilníus dansar og syngur söngva forfeðranna, það skrifar með þroskuðum rúgöxum sínum nöfn fórnarlambanna í lófa loftsins og lyftir öxunum í mótþróa við þá sem sá orðinu dauði. Afneitun Ég neita að afsala mér voninni þó svo að gaddavírsþræðir séu strengdir út yfir hollenzkan túlípanaakur. Eitt merkilegasta .norska Ijóðasafn ársins 1990 var Vilnius eftir Odd Abrahamsen (fæddur 1924). Hann hefur nú um langt sk§ið látið sér annt um austur-evrópska menningu og þýtt á norsku fjölda Ijóða úr ungversku, eistnesku, lettnesku og litháísku. ( Vilnius eru aðeins frumsamin kvæði sem hafa orðið’til undir áhrifum hlutverks menningararfsins í litháísku byltingunni. Hljómgrunnur bókarinnar er greinilegt mishæðótt baltneskt landslag með mýrarfen og stöðuvötn umlukt sefi og skógi. ( Litháen eru þjóðkvæðin - (dainos) - eins mikilvægt þjóðernismerki og t.d. í Færeyjum. Hér eru þrjú kvæði úr kverinu. GORAN Vagga barnsins Jónfrá Pálmholti þýddi í vöggu sinni brosir barnið rótt í blæ af suðri er andar milt og hljótt. Móðirin syngur ein hjá sínum draumi. Faðirinn kemur heim er kvöldar að kátur og hlýr frá sínum vinnustað. Víst er hér ró í veraldarinnar glaumi. Á heimsins dýrð þau horfa bæði saman og heimurinn er bjartur, lífið gaman. Hvert andaitak er ljóð í lífsins straumi. En harmur leynist undir heitrí döggu. Er helsprengja geymd undir barnsins vöggu? Ó verndi okkur guð og blærinn blíði. Ó hvílík náð og hvílík gleði og gæfa gætum við haturseldana reynt að svæfa og fengið lausn frá lífsins grímmd og níði. Og barnanna vöggur brenndar aldrei í stríði. . . Goran (1904)1962) er höfuðskáld íraskra kúrda á þessari öld, og fyrsta stóra nútímaskáldið á kúrdísku. Hann var róttækur baráttumaður fyrir réttindum þjóðar sinnar og sat mörg ár í fangelsi vegna þátttöku sinnar í þaráttu fyrir sjálfstæðri kúrdískri menningu. Þýö. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.