Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 13
 iML MGLEIDIR íslenski hópurinn fyrir framan tjöld frumbyg-gjanna.Á efri myndinni sést eldamennska hjá frumbyggjunum, en þeir buðu okkur upp á máltíð. ÍSLENSKIR LANDKÖNNUÐIR í SÍBERÍU UM miðjan mars lagði fjögurra manna sendinefnd upp frá íslandi - kennari og þijú 15 ára ungmenni - áleiðis á slóðir, áður óþekkt- ar af Islendingum. Flogið var til Moskvu og lagt í 36 klst. lestar- ferð til Vorkuta, stærsta kolanámubæjar Síberíu - og aftur í lest yfir Úralfjöll til Salekhard Asíumegin. Og þau voru ekki ein - 220 unglingar frá norðlægum löndum voru með í ferð. Öll á leið á hátíð norræns æskufólks í Síberíu. - Stóðust þínar hugmyndir um Síberíu, Matthías? „Alls ekki! Ég hafði ímyndað mér dapurlegt land, íbúa með „nefið niður í maga og munnvikin í brjóstvasanurn", en sú hugmynd stóðst engan veginn. Fólkinu líður vel þarna. Og eftir ferðina eru það kynnin við þetta gestrisna og elskulega fólk sem standa upp úr.“ Virkileg ævintýraferð - Stóðst dagskráin? „Nei“, seg- ir Matthías hlæjandi. „Reyndar sá ég aldrei neina dagskrá og ýmis- legt sem talað hafði verið um, stóðst ekki. Engir hundasleðar sáust og ég sá ekki Gulag-safnið, þó að krakkarnir laumuðu sér þangað. En þetta var ævintýraferð með óvæntum uppákomum! Vissu- lega erfið á stundum, en í upp- hafi ferðar sagði ég við krakkana: Við skulum ekki gagnrýna! Við förum til að upplifa og öðlast reynslu. Þetta voru okkar vígorð! Og við kvörtuðum ekki þó að ýmislegt færi úr böndum. Þvert á móti var mikið hlegið, sungið og dansað. Við komum til Moskvu 17. mars. Daginn sem kosningarnar voru. Við sáum ótrúlega langar biðraðir við verslanir, en engar óeirðir. Uppi á Lenínhæðum horfð- um við yfir uppljómaða Moskvu, fallegustu borg sem ég hef séð. Kvöldið eftir lögðum við síðan af stað, norður til Vorkuta - 220 unglingar, fararstjórar og blaða- mannalið. Það var mikill viðburður fyrir Sovétmenn að halda þessa hátíð. I hvorugri borginni, Vorkuta eða Salekhard, liöfðu sést svona marg- ir útlendingar áður. Hópurinn var forsíðufrétt með inyndum í dag- blöðum borganna, bæði í Vorkuta og Salekhard. Franskt sjónvarps- lið og finnskir blaðamenn voru líka með. Islensku krakkarnir voru mikið í viðtölum. Mesta athygli vakti þegar Auður Elfa sagðist hafa séð 7 eldgos - hvort sem hún var nú að stríða þeim með því! Lestarferð í 36 tíma! I 2 nætur, heilan dag og fram að hádegi komudags gisti hópur- inn rússneska svefnvagna, á ódýr- asta farrými. Þrengslin voru mikil og snyrtiaðstaðan skelfileg! í raun sváfu 70 krakkar saman í einni þyrpingu. Skilrúm voru engin í vögnunum, en hópurinn var í þremur vögnum. En þrengslin urðu til þess að liðið hristist rosa- ■¥ i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL1991 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.