Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 11
Pontiac: Firna sterklegar liurflir, stjórntæki í „klasa“ við stýrið, fallega formuð sæti og mælaborð oer afturendi, sem hefur smávegis kiúðrast. Tveir góðir - en ólíkir. um. Drifið er á framhjólunum eins og á Citroén. Af öðru sem fylgir með í pakkanum má nefna veltistýri, sjálfvirka hraðastillingu, loftkælingu, klukku og álfelgur. Akstur og niðurstaða Það er ekki nándar nærri eins sérkenni- legt að aka Citroén XM eins og fyrirrenn- ara hans, DS í gamla daga. Það ætti ég að mifna, því ég átti um árabil þijá af þeirri gerð. En breytingin er öll til mikilla bóta. Maður verður að taka vægt á því hvað vél- in er slöpp, en erfiðara er að skilja, hvers- vegna ekki er hægt að hljóðeinangra hana betur. Þegar Citroén XM er kominn á skrið er hann framúrskarandi og leynir hraðanum ótrúlega. Vindhvinur er mjög lítill. Maður situr fremur hátt og hefur góða yfirsýn; stýrið er mjög nákvæmt eins og það var raunar alltaf og bíllinn er afburða stöðugur Pontiac Grand Prix (að ofan): Utlitið er í senn sterklegt og straumlínulagað, en ekki hnökralaust. Citroen XM virkar lengri og rennilegri, þótt hann sé í raun- inni styttri. í rásinni. Frágangurinn er naumast eins traustlegur og á Pontiac Grand Prix , en listrænt útlit bætir það upp. Póntiac Grand Prix er orðinn miklu háþró- aðri akstursbíll en ég átti von á, enda hefur maður næsta lítil kynni haft af nýjum amerískum bílum síðustu ára. Engum amerískum bíi hef ég ekið, sem svipar jafn mikið til Evrópugæðinganna, sem allir virð- ast keppast um að nálgast. Það er afar ánægjulegt að aka þessum bíl; hann hefur þessa gegnheilu, sólídu tilfinningu, sem Þjóðveijar hafa kunnað manna bezt að byggja inn í sína bíla, jafnvel þótt þeir séu litlir eins og nýi Þristurinn frá BMW. Mér sýnist á öllu, að verkfræðingar Pontiac hafi skoðað vel BMW-Fimmuna. Tilfinningin þegar setið er undir stýri í þeim er ekki ósvipuð. Niðurstaðan verður sú, að ekki verði auð- veldlega skorið úr um, hvor sé betri Brúnn eða Rauður. Báðir hafa til síns ágætis nokk- uð. Fyrir þá sem ekki sjá annað en ameríska bíla, verður Pontiac Grand Prix hinn sjálf- sagði valkostur. Hann er meira traustvekj- andi, en ekki eins fallegur, eyðslufrekari, en líka skemmtilega kraftmikill og í ljósi reynslunnar má ímynda sér að endingin verði góð. Citroén er betur teiknaður; hann er list- rænni bíll, sérstæðari í útliti, með meiri þægindi vegna fjöðrunarinnar og úrvals sæta. Sem flaggskip Citroén-flotans er hann að öllum líkindum meira stöðutákn, enda mun dýrari ef hann er tekinn með sambæri- legiá vél við Pontiac Grand Prix. G.S. L trol gerir það einnig að verkum að bíllinn er rásfastari en ella, minni hætta er á að hann skriki og að ökumaður missi stjórn á honum við óvæntar aðstæður. Að innan kemur Sigma einnig þannig fyr- ir að þar sé vel fyrir öllu séð. Þægindi á öll- um sviðum sitja í fyrirrúmi. Mælaborð gefur allar nauðsynlegar og hefðbundnar upplýs- ingar og sveigist efri brún þess upp á við framan við ökumann en liggur síðan lárétt. Neðan við mælana er síðan láréttur kantur sem skilur að brettið þar sem finna má mið- stöðvarrofa, útvarp og fleiri rofa. Ljósa- og þurrkurofar eru í armi við stýrið og í stýrinu er einnig hraðastilling sem þó þarf að kveikja sérstaklega á með rofa í mælaborðinu til vinstri. Rafmagn Og Þægindi Ökumannssæti er stillanlegt á hæðina og síðan má stilla fjarlægð frá mælaborði, bak- halla og halla á setu. Stillingarnar eru raf- knúnar og hægt er að setja tvær stillingar í minni sem er mjög þægilegt ef tveir mislag- aðir ökumenn nota bílinn mikið til skiptis. Bíllinn er einnig búinn veltistýri. Aftursætin eru þægileg og sérstaklega má nefna að höfuðrými er nóg bæði í fram- og aftursætum og gott fótarými er einnig. Sigma er með öðrum orðum stór og rúmgóð- ur bíll. Þá er allt yfirbragð hið innra smekk- legt nema að mér finnst viðarklæðning í mælaborði og hurðum ekki falla nógu vel að þessu umhverfi. Hanskahólf er ágætt og sömuleiðis er hólf milli framsæta. Sem fyrr segir sitja þægindin i fyrirrúmi hjá Sigma og af rafdrifnum búnaði má nefna auk stillingar ökumannssætis, hita í framsæt- um, rúður og læsingar, speglastillingar, sóll- úgu og sjálfvirka stillingu á hita. Vélin er þriggja litra, 205 hestafla með tveimur yfirliggjandi knastásum, 24 ventla með rafstýrðri íjölinnsprautun eða þriggja lítra og 177 hestafla. Hérlendis verður þó aðeins boðinn bíllinn með stærri vélinni. Bíllinn er fáanlegur með fimm gíra hand- skiptingu eða sjálfskiptingu sem býður upp á sparnaðar- eða sportstillingu og var kraft- meiri bíllinn prófaður og með sjálfskipting- unni. Þegar sest er undir stýri á Sigma finnst strax að hér er ekki smábíll á ferðinni. Bæði er að ökumanni fínnst hann hafa verklegt tæki í höndum og vélarhljóð er skemmtilegt, ekki hávaði en það heyrist að bíllinn er knú- inn kraftmikilli vél. Enda verður ökumaður ekki fyrir vonbrigðum með viðbragðið sem er snöggt en þrátt fyrir það fer sjálfskipting- in mjúklega að þegar hún skiptir niður við framúrakstur. í þessari kynningu hjá Norðmönnum gafst tækifæri til að láta gamminn geisa á sér- stakri æfingabraut hjá FÍB þeirra Norð- manna. Á hálkubrautinni kom vel í ljós hvern- ig spyrnustýringin hefur hemil á ökumanni og tekur í raun af honum völdin þegar hann er að rata í vandræði. Og þótt hún bjargi náttúrlega ekki öllu þá er ljóst að þetta kerfi hjálpar ökumönnum í vissum aðstæðum með- al annars með því að koma í veg fyrir að hægt sé að spóla þegar veggripið er lítið. Auk þess að aka á hálkunni var spyrnt hraustlega á æfingabrautinni með tilheyrandi bugðum og einnig þar finnst hversu rásfast- ur Sigma er en segja má að þarna hefðu þurft að vera aðrir bílar til viðmiðunar og prófunar í sömu beyjum. Verðið á Sigma er í dag áætlað kringum 2,7 milljónir króna. Er það bíllinn með stærri vélinni og þeim búnaði sem hér hefur verið lýst. Óhætt er að fullyrða að þar er margt í boði fyrir fjárfestinguna. Vélin er þriggja lítra, 205 hestöfl og 24 ventla. Farangursrýmið er sæmilegt. Sigma er í flokki stórra bíla. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.