Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 4
Brekkan þar sem Bræðraborgarstígur kemur niður á Vesturgötu var stundum nefnd Sveinsbrekka því að Sveinsbakarí var í stóra húsinu á borninu nr. 1. Þar réð ríkjum Sveinn Hjartarson bakari frá Reynimel (Bræðraborgarstíg 22). Húsið þar fyrir ofan á hægri hönd er nr. 3. Það tilheyrði Halatorfunni en Hali var elsta býlið við Bræðraborgarstíg, var komið snemma á 19. öld. Timburhúsið til vinstri er nr. 4. Það reisti Ellert Schram skipstjóri og bjó þar fyrstu búskaparár sín. Úr sögu Bræðraborgarstígs nöfn okkar undir þetta bréf, að biðja hina heiðruðu bæjarstjórn, að hún vildi veita fé úr bæjarsjóði til þess að vegur yrði lagður af hinum svokallaða Hlíðarhúsastíg fyrir vestan hús Jóns Guðmundssonar og vestan Hala (Braeðraborgarstígur 5) upp túnið og suður holtið, því að færsla að heimilum okkrum, hvort heldur það er mór eða ann- að, er okkur örðug fyrir vegleysi. Ef þessu verður framgengt, sem við vonumst til, erum við ekki ófúsir á að leggja til dagsverk án endurgjalds. Veg þennan vildum við geta fengið í haust. Við treystum því að bæjar- stjórnin ekki neiti þessari bæn okkar, þar eð hún í líku tilfelli hefir veitt fé víðsvegar í umdæmi bæjarins, að vegir yrði lagðir, og aðdráttur manna hægari." Undir þetta bréf rituðu þeir Runólfur Runólfsson í Steinbæ (Brbst. 11), bræðurn- ir Sigurður og Bjarni Sigurðssyni í Bræðra- borg_ (Brbst. 14), Guðmundur Magnússon og Ólafur Jónsson í Brekkuholti (Drafn- arstígur 5), Eyvindur Jónsson í Ilala (Brbst. 5) og Runólfur Árnason í Hábæ (Brbst. 7). Bæjarstjórn tók ekki afstöðu til þessarar beiðni en vísaði henni til veganefndar og líklega hefur málinu verið hrint fram þá um haustið. Árið 1885 kemur nafnið Bræðra- borgarstígur fyrst fyrir í skjölum. Bræðurnir Úr Grímsnesi Og hver er hún þá þessi Bræðraborg sem stígurinn er kenndur við? Bræðraborg er steinhlaðið hús sem enn stendur og telst númer 14 við götuna, snýr gafli í hana og er með afar þykkum veggjum. Nafn sitt fékk húsið af því að bræður tveir frá Gelti í Grímsnesi, fyrrnefndir Sigurður og Bjarni Sigurðssynir, reistu þetta myndarlega stein- hús árið 1880 og hefur það áreiðanlega stungið mjög í stúf við alla torfbæina sem voru í nágrenninu. Skv. húsvitjunarbók bjuggu fyrsta árið í þessu húsi, sem ekki getur kallast stórt á nútímamælikvarða, ljórar fjölskyldur, alls 23 einstaklingar. Um þá bræður, sem reistu Bræðraborg, er það að segja að Bjarni varð gjaldþrota 1887, missti sinn hluta hússins og hvarf á brott með fjölskyldu sína. Sigurður bjó þar hins vegar lengi og er minnst sem merki- legs manns. Hann var stór maður vexti og fríður sýnum, prúður í framgöngu og fyrir- mannlegur. Hann giftist ungur Sigríði Ög- Bræðraborgarstígur hefur síðastliðirí hundrað ár verið ein af helstu götum í gamla Vesturbæn- um í Reykjavík en fyrir og um síðustu alda- mót var þar öðru vísi um að litast en nú er. Þá var þarna berangurslegt holt með fátæk „Engin götulýsing var komin á þessar slóðir, nema neðst á Vesturgötunni, og á dimmum haustkvöldum gnauðaði vindurinn um lága bæi og lítil timburhús og þung úthafsaldan féll upp á ströndina og þeytti sjávarlöðrinu yfir þessa byggð í útjaðri Reykjavíkur. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON leg- um torfbæjum á stangli og litlum tún- bleðlum í kring. Þar bjó fátækt tómthúsfólk sem lifði að mestu leyti af sjónum en einn- ig að einhveiju leyti af daglaunavinnu við verslanirnar niður í Kvosinni. Þegar illa áraði og lítið fiskaðist var hungur í þessum lágreistu torfbæjum. Eftir að skútuöld hófst af fullum krafti um 1890 og sérstaklega þegar togaraöld gekk í garð vænkaðist hag- ur margra kotunganna og þeir reistu sér steinhlaðin hús og timburhús í stað gömlu torfbæjanna. Smám saman fékk Bræðra- borgarstígur á sig þá mynd sem hann hefur haft allt til þessa dags. Þeir sem búa við götuna núna eiga þó sjálfsagt erfitt með að ímynda sér aðstæður þær sem Magnús Runólfsson skipstjóri lýsir í æviminningum sínum en hann var alinn upp í Miðhúsum við Bræðraborgarstíg 21B. Hann segir svo um æskuslóðir sínar og gæti lýsingin átt við tíma'bilið 1910-1915: „Engin götulýsing var komin á þessar slóðir, nema neðst á Vesturgötunni, og á dimmum haustkvöldum gnauðaði vindurinn um lága bæi og lítil timburhús og þung úthafsaldan féll upp á ströndina og þeytti sjávarlöðrinu yfir þessa byggð í útjaðri Reykjavíkur. Inni sat fólkið við olíulampa- týrur og pijónaði, spann og þæfði. Ef ein- hver brá sér milli húsa varð hann að stikla á milli polla í myrkum tröðum og húsasund- um.“ Sjö Selshyltingar Skrifa Bréf Bræðraborgarstígur liggur upp litla brekku frá Vesturgötu og upp á svokallað Selsholt, yfir það og niður að Hringbraut. Beint framhald af Bræðraborgarstíg er svo vegurinn suður í Kaplaskjól. Sumarið 1880 rituðu sjö húseigendur á Selsholtinu bréf til bæjarstjórnar í Reykjavík og fóru fram á að lagður yrði vegur af hinum svokallaða Hlíðarhúsastíg, en svo var Vesturgatan áður kölluð, og suður holtið. Bréf þeirra sjömenn- inga hljóðar svo: „Hér með leyfum við okkur sem ritum Bræðraborg, sem stígurinn er kenndur við, stendur enn með sóma ánr 14, stein- hlaðið hús með þykkum veggjum. Það var reist árið 1880 og var fyrsta húsið á þessum slóðum sem ekki var torfbær og hlaut því stígurinn nafn af því. Það voru bræðurnir Sigurður og Bjarni Sigurðssynir frá Gelti í Grímsnesi sem byggðu húsið. Timburhús á Bræðraborgarstíg 10 sem Guðmundur Þorláksson bæjarfulltrúi reisti. Fyrir framan húsið var áður lítill steinbær þar sem Þorlákur Teitsson skútuskipstjóri, faðir Guðmundar, bjó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.