Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 14
 ! ! * Ödýr gisting í London Lítil gistihús og einkaheimili lækka verð HÓTELGISTING í London hefur alltaf þótt dýr. Það er því fengnr fyrir marga sem ætla að dvelja í stórborginni í nokkra daga til að komast í ódýra gistingu. Samtök sem kalla sig „B & B“ bjóða gistingu og morgun- verð frá 1.712 til 2.889 kr. á mann í tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. Gist er á litlum hótelum og einkaheimil- um. Innifalið í verði er skattur, þjónustugjald og bókunarþókn- un. Bókunarsími eða „B & B Hotline": 44 491 578803. Fax- númep 44 491 410806. Upp- lýsingar og smábæklingur fá- anlegur hjá: Bed and Breakfast (GB) PO Box 66, Henley-on- Thames, Oxon TG9 ÍXS. Alma Tourist Services, önn- ur samtök sem bjóða gistingu og morgunverð boða Iækkað verð fyrir 1991. Hrein og þægj- leg gisting er í boði á 50 vina- legum heimilum aðallega í suð- vestur London. Allir gististaðir eru í göngufjarlægð frá neðan- jarðarbraut, um 25 mínútur að meðaltali frá miðborg. Verð um 1.338 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Um 1,600 kr. fyrir eins manns herbergi. Upplýsingar: Lifa Jolly, Alma Tourist Services, 10 Fairway, West Wimbledon, London SW20 9DN. Sími: 081-542 3771. Fax: 081-540 2773. lega vel saman. Það var mikið kjaftað, hlegið og sungið. Ég fékk Iánaðan gítar og við sungum okk- ur hás. Danir og íslendingar náðu mjög vel saman og tróðu upp með sameiginleg skemmtiatriði alla ferðina. Málakunnátta háði sovésku krökkunum, einkum þeim sem ekki voru frá Moskvu. Fólk í Sov- étríkjunum heyrir nær aldrei ensku. Flestar sjónvarpsmyndir eru þýddar. Ef ekki, þá er textinn lesinn á rússnesku. Krakkamir voru stynjandi upp einu og einu orði. Þau höfðu greinilega lært ensku á bók, höfðu litla þjálfun í að tjá sig, en liðkuðust heilmikið með okkur. Hafið allt í farteskinu! Ég lærði það í þessari lestar- ferð, að á ferðalagi um Sovétríkin verður að hafa allt meðferðis sem viðkemur eigin persónu: klósett- pappír, sápu, og allt snyrtidót - öðruvísi er ekki hægt að bjarga sér. - Hafið endilega með ykkur nokkrar sápur. Fólk kann að meta slíkar gjafir. Ég gekk um lestina og sá ágæta svefnvagna á 1. far- rými, en snyrtiaðstaðan var ekkert betri! En þegar upp er staðið, þá er ég ánægður með að hafa ferð- ast - einmitt á þessu „flutninga- farrými". Annars hefði hópurinn ekki náð svona vel saman. Það besta ekki nógu gott - Endalaust flóð af list er að- ferð Sovétmanna við að skemmta ferðamönnum. Gott eins langt og það nær. En að bjóða unglinga- hóp, sem stefnt er saman til úti- veru og íþrótta, upp á a.m.k. þriggja tíma tónleika samfleytt og á hverjum degi, - kann ekki góðri lukku að stýra! Yngra fólkið vildi breyta þessu. Hinir héldu sig við hið gamla og hefðbundna - list og aftur list! Þjálfunarleysi þeirra í að taka á móti svona stórum hóp, kom berlega í ljós. Óánægja sauð undir niðri, en enginn sagði neitt „upphátt" fyrr en íslendingar og Danir gerðu uppreisn! Við stóðum upp og strunsuðum út af hljómleikum með reiðisvip. Þá var þessu breytt og allt var með léttara yfirbragði, en það var ekki fyrr en í Salek- hard. Ég vil leggja áherslu á að þeir vildu gera sitt besta fyrir okkur. Þeir vilja fá ferðamenn til Síberíu. Við vorum einskonar tilraunahóp- ur þar sem við vorum fyrsti hópur- inn! Ég ætla að senda þeim nokkr- ar góðar ábendingar. En allt var ævintýralegt - og töluvert frá- brugðið því að liggja á strönd með sand á milli tánna - eða stunda bjórsull í evrópskum borgum! Móttökur í Vorkuta Mikið var lagt í móttöku- og setningarathöfnina í Vorkuta, sem var geysilega virðuleg, en dálítið langdregin. Hvert land var sérs- taklega kynnt, nafn þess og fáni - líka hópamir frá Síberíu. At- höfnin var í stórri skautahöll og skautað eftir svellinu með þjóðfán- ana. Þeir virtust vita mjög lítið um ísland. - Höfðu mestan áhuga á bandaríska hópnum, fylgdust náið með hvað þeir sögðu og gerðu. Okkur var skipað niður á heim- ili - 1 útlendingur og 1 sovétbúi á hveija fjölskyldu. í Vorkuta búa flestir í blokkum alla sína ævi. íbúðaskipan er stofa, 2 svefnher- bergi og eldhús. Síðan ræður fólk því hvað það eignast mörg börn inn í þennan „pakka“! Flestir eru með 2 börn. Snyrtimennska er ríkjandi inni í íbúðum - stífaðir dúkar á borðum - en sameign óhijáleg. Ails staðar voru sjón- vörp. Víða myndbandstæki. Píanó og gítarar eru algeng sjón á heim- ilum. Sovétmenn eru mjög söng- elskir og krakkar ófeimnir að standa upp, spila og syngja fyrir gestkomandi. Þeir veðja á æskuna Ég var hrifin af fjölskyldulífinu. Kynslóðabil er lítt þekkt fyrir- bæri. Börn og fullorðnir hafa áhuga á sömu hlutum. Allir ald- urshópar mættu t.d. á tónleika hjá Og við gátum spókað okkur á hreindýrasleðum. Smávöxnu frumbyggjakonurnar minntu á rússnesku trébrúðurnar „babuska". íslenski hópurinn með Basilíkuna á Rauða torginu í baksýn. virkilega hræddur um líf mitt - fannst rýmið of lítið til að forða mér! Fimbulkuldi „Þið komið með vorið með ykk- ur,“ sögðu þeir í Vorkuta. Ekki fannst okkur vorlegt í 17-25 stiga frosti. Daginn áður en við komum voru allir skólar lokaðir vegna kulda og roks. Vorkuta stendur á sléttu sem nær út að Hvítahafi. Norðanbálin ná sér vel upp þarna og gaddurinn nær oft yfir 50 stig! Þá hættir enginn sér út úr húsi! Á sumrin er um 12-15 stiga hiti, en meiri staðviðri en hér. Fólk klæðir sig líka vel. Allir í þykkum loðfeldum, með loðhúfur og vettl- inga. Og alls staðar eru góð fata- hengi. Úralfjöll minna á hreppamörk Á laugardagskvöldi ókum við með sérstakri lest út í heimskauta- nóttina, með stefnu á Salekhard, Asíumegin Úralfjalla. Næsta morgun vorum við vakin snemma - á landamærum Evrópu og Asíu. Úralfjöllin sem skilja að heimsálf- ur, minna á hreppamörk! En feg- urð þeirra er stórbrotin. Og þang- að kemst enginn nema í lest eða fljúgandi - ekkert vegakerfi! í 8 tíma var stoppað á geysi- fögrum stað í fjöllunum - við foss og stórfljót í klakaböndum. Ein- föld skíðalyfta var á staðnum og nokkrar fjölskyldur bjuggu þarna í gömlum járnbrautarvögrtum. Norðmenn voru fljótir að spenna á sig gönguskíðin. Við hin fórum í gönguferð. Nokkuð var kvartað yfir að salerni væru lokuð allan tímann. Og fæðið var fullar epla- körfur sem mátti ganga í að vild. Þarna mætti hugsa sér frábæran ferðamannastað með sumarskíða- brekkur og árfleytingar. Gengið yfir Ob-fljót Salekhard liggur á bökkum Ob fljóts, sem er 3-8 km á breidd. Engar brýr liggja yfir fljótið. Snjóruðningstæki sjá um að halda ísnum hreinum og gaddfreðið fljótið notað sem bílvegur - frá október fram í apríl. Viðvörunar- skilti á árbökkum segja til um leyfilega öxulþyngd, en komið hefur fyrir að þyngri bílar hafi fallið niður um ísinn. Við vorum 3 kortér að ganga yfir fljótið. Vindur var svo nístingskaldur, að við þurftum að veija treflum um andlitið til að þola kuldann. í Salekhard er „sturta" mesti lúxus sem hægt er að hugsa sér. Krakkarnir bjuggu hjá fjölskyld- um og fengu vatnsfat til að þvo sér upp úr. En við fararstjórar bjuggum á hóteli, þar sem ekki fékkst dropi úr krana! Á síðasta degi fréttum við af „baðhúsi" sem við vorum fljótir að heimsækja. Rússneskt gufubað gefur stór- kostlega vellíðan eftir útiveru í fimbulkulda. Frumbyggjar í hyl- djúpum snjó Við vorum með upptökuvél, en við gátum lítið gengið um til að taka myndir. Snjórinn var svo djúpur að við sukkum upp að öxl- um! Maður þurfti að hafa sig allan við að bjarga sér á baksundi upp úr honum. Maður reyndi það ekki nema einu sinni! Gönguskíði sáum við en engar þrúgur. Vélsleðar og snjóbílar eru snar þáttur í lífinu þarna. Farið var með okkur á vélsleð- um og snjóbílum til að heimsælq'a frumbyggja, afar lágvaxinn, rússneskri rokkstjörnu. Þeir veðja mikið á æskuna. Sovétmenn misstu 25 milljónir manns í seinni heimsstyrjöldinni - eina og hálfa kynslóð vinnufærra karlmanna - og hafa ekki borið sitt barr eftir það. Þeir vilja fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig. Þess vegna vilja þeir að æskufólk af ólíkum þjóð- ernum kynnist. 300 metra niður í kolanámu Þegar við vorum í Vorkuta, voru 11 af 13 kolanámum lokaðar vegna verkfalla. En við urðum ekki vör við nein mótmæli. Okkur fararstjórunum var meira að segja boðið að skoða kolanámu, þar sem námumenn voru við störf. Við fór- um 300 metra niður með lyftu. Þurftum síðan að skreiðast eftir aðalgöngum (rúmir 2x2 m) til að komast á vinnustað. Og þar sáum við hvað vinnuaðstaðan er hræði- Ieg hjá námumönnum. Lofthæð ekki nema 1.30 m og ummál álíka mikið! Vandamál kolanámumanna er hvað þeir fara fljótt í öxlum og hnjám. En þeir eru hæst launuðu verkamenn í Sovétríkjunum, með Fangakojurnar í Gulag-safninu. 2-3 sinnum hærri laun en verka- maður í Moskvu. Kolanámumaður er Vh dag að vinna fyrir húsa- leigu. Það þætti gott hérna! Meðan við stóðum þarna hálfbognir, er allt í einu viðvörunarkall, sem við skildum að sjálfsögðu ekki. Eftir teinunum kemur hefill á fullri ferð og stefnir á okkur. Þá varð ég 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.