Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 15
mongólskan þjóðflokk, sem. býr í skinntjöldum eða einföldum timb- urhúsum og lifir á hreindýrarækt og fiskveiðum. Það kom mér á óvart hvað fólkið var ófeimið. Sér- staka athygli vöktu skínandi fagr- ir útsaumaðir skinnfeldir sem fólk- ið klæddist, fjór- til sexfaldir til að halda á sér líkamshita. Græningjar hefðu verið hér út úr myndinni líkt og „appelsína á hjóli“! Frumbyggjar teljast 40- 50.000, en fer fækkandi. Hart er sótt að frumlífkerfinu með hernað- armannvirkjum og ásókn í verð- mæta málma og kol. Fólkið er bláfátækt. Mér fannst ég vera jólasveinninn sjálfur, þegar ég dró upp sælgæti, kúlupenna, límmiða og sitthvað smálegt sem við tókum með okkur. Slíkur var fögnuður a barnanna. Dansleikir og íþróttakeppnir Krakkarnir skemmtu sér vel í Salekhard. Vorfrí var í skólunum, en þeir voru opnir sem tómstunda- miðstöðvar. íslenski hópurinn sló í gegn í körfubolta! Og dansleikir og diskótek voru á kvöldin. Rússn- esku hermennirnir slógu í gegn í dansinum! Ég skoðaði geysistóra hermannaskála og lék mér að því að laiíma amerískum sígarettum og kúlupennum undir kodda her- mannanna! Lífsbarátta er hörð í bruna- gaddi og ég tók eftir að fólk um fertugt var orðið mjög þreytt og gamalt. Síberíubúar lesa mikið. I herbúðunum var bókasafn upp á 25.000 bindi, um 8.000 bindi í skólabókasafninu. Vandamál hjá síberískum unglingum sá ég ekki, enda mjög erfitt að nálgast vín og bjórinn skammtaður. Og ekki er eiturlyfjum fyrir að fara. Steik í morgunmat Alltaf var verið að punda í okk- ur mat 7 þremur heitum máltíðum á dag. í Vorkuda var kjöt í allar máltíðir - jafnvel í morgunmat! En í Salekhard er nóg af góðum físki og veitingahús með góða físk- rétti, sem kom okkur mjög á óvart. Nóg er af eplum, appelsín- um og grape ávöxtum frá Úkra- ínu, en grænmeti sést vart. Þeir könnuðust við síld og sardínur frá íslandi. Og þeir fá töluvert af nið- ursoðnum mat frá Portúgal. Sjálf- ir sjóða þeir niður ber og sveppi. Alls staðar er boðið upp á te. Krakkarnir sögðu „sykur með tei“, en allir drykkir éru geysilega sykr- aðir með grófum, ljósum púður- sykri. Gosdrykkir sáust ekki, en rauður, dísætur ávaxtadrykkur var mikið á boðstólum. Með herflutningavél til Moskvu Brottförin frá Salekhard var ævintýraleg, eins og flest í þess- ari ferð. Við vorum sent til Moskvu með skrúfuvél eða herflutninga- vél, sem var 5 tíma á leiðinni. Kaðalstigi á afturhlera var land- gangur. Farangri okkar var stafl- að á mitt gólf og látinn renna frá borði um afturhlera. Við vorum 60 sem sátum þarna í 5 klst. hálf- bogin á bekkjum meðfram veggj- um. Þeir sem sátu aftast voru hríðskjálfandi úr kulda, en við sem sátum fremst - í svitakófi. Og að sjálfsögðu var engin þjónusta um borð. 1 lendingu voru rússnesku krakkarnir mjög illa haldin af hellu fyrir eyrum. Við hin björguðum okkur með að tyggja tyggigúmmí í gríð og erg. í hálfan mánuð var maður lok- aður frá umheiminum. Engin er- lend blöð eða fréttir. En ég held að ekkert okkar hefði viljað missa af þessari ævintýraferð sem verð- ur lengi í minnum höfð. Fyrir utan mig voru í ferðinni: Gunnar Freyr Steinsson og Leifur Þór Leifsson frá Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og Auður Elfa Kjartansdóttir frá Hlíðaskóla í Reykjavík. Oddný Sv. Björgvins Upplýsingar um ævintýraferðir til Síberíu hjá: THE ADVENT- URE CLUB, 15 Kosygin Street, Moscow. Sími: 939-83-25. Fax: 938-11-92. í Salekhard er veiði- klúbbur fyrir ferðamenn. Umboðs- aðili hans í Noregi er: Per M. Morken, N-2100 Skarnes. Sími: 066-633-66. Borg lífsgleði og menningar Amsterdam: Schiphol nýtur sívaxandi vinsælda sem tengiflugvöllur Lífinu tekið með ró á veitingahúsi á brú yfir einu af sikjum Amsterdam. MIKIL uppbygging stendur fyrir dyrum á Schiphol-flug- velli í Amsterdam, enda er áætlað að fjöldi ferðamanna, sem fara um flugvöllinn, tvö- faldist fyrir aldamót. Það er margt sem laðar ferðamenn- ina að. Schiphol er einn af bestu tengiflugvöllum Evrópu og býður ennfremur upp á mikla ferðamöguleika í Hol- landi og nágrannaríkjunum. Þó er engin ástæða til að leita langt yfir skammt, því Amster- dam er ein af áhugaverðustu og líflegustu borgum álfunnar. Schiphol er fimmti stærsti flugvöllur Evrópu miðað við fjölda farþega. Þaðan er flogið til um 200 borga í meira en 90 löndum, þar af til 100 áætlunar- staða í Evrópu. Schiphol nýtur sívaxandi vin- sælda sem tengiflugvöllur, ekki aðeins vegna fjölda áætlunar- staða heldur einnig vegna fríhafnarinnar sem er talin ein sú allra besta í Evrópu. Vöruúr- valið þar er meira en í nokkurri annarri fríhöfn í álfunni og með- alverðið það lægsta. Stefnt er að því að halda verðinu um 20-25% lægra en gengur og gerist í versl- unum í Hollandi. Þá byggjast vinsældir Schiphol ekki síst á því að aðeins ein flug- stöð er á flugvellinum. Skemmri tíma tekur fyrir farþega að kom- ast í framhaldsflugið en til að mynda á Heathrow-flugvelli í Lundúnum, sem hefur fjórar flugstöðvar (svo ekki sé minnst á þá ferðamenn sem þurfa að fara á milli flugvalla, Heathrow og Gatwick). Öll þjónusta er til fyrirmyndar á Schiphol, auðvelt að rata um þessa einu flugstöð og mun minni líkur eru á töfum á flugi vegna of mikillar umferðar. Stækkun í samræmi við fjölgun farþega Tæplega 60.000 farþegar að meðaltali fara um flugvöllinn daglega og áætlað er að þeir verði tvöfalt fleiri fyrir aldamót. Því hefur verið hafist handa við uppbyggingu á flugvellinum, fjölga á álmum í áföngum eftir því 'sem umferðin um völlinn eykst. Samkvæmt áætlunum Flug- leiða verður Amsterdam einn af þremur helstu viðkomustöðum flugfélagsins í Evrópuflugi, ásamt Kaupmannahöfn og Lund- únum. Gert er ráð fyrir að Flug- leiðir flytji um 30.000 farþega milli Keflavíkur og Schiphol í ár. Búist er við að farþegar í tengi- flugi, sem hingað til hafa mest farið um Kaupmannahöfn og Lundúnir, fari í vaxandi mæli um Schiphol-flugvöll og noti hol- lenska flugfélagið KLM til fram- haldsflugs. Til þessa hafa íslend- ingar einkum notfært sér áætlun- arferðir félagsins til fimm borga á Spáni og í Portúgal. Land túlipana Schiphol býður upp á marga aðra möguleika en framhaids- flug. Kjörið er að ferðast um Holland, skoða þar vindmyllur, túlípanaakra (túlipanar eru ein af helstu útflutningsvörum Hol- lendinga) og vinaleg þorp sem einkenna landið. Þægilegt er að aka um Holland og stutt er til Belgíu, Þýskalands og Frakk- lands. Hægt er að leigja reiðhjól til að notfæra sér hjólabrautirn- ár, sem liggja víðsvegar um landið og eru samtals 10.000 km. Þá er hvarvetna hægt að taka smáhýsi eða sumarhús á leigu. Frá Schiphol er skotferð til Amsterdam, sem dregur nafn sitt af fljótinu Amstel og stíflu (dam) sem reist var í sjónum við ströndina til að hægt yrði dæla sjónum landmegin í hafið. Þannig hafa Hollendingar stækkað land sitt um 20 af hundraði. Schiphol er til að mynda fjórum metrum undir sjávarmáli. Feneyjar norðursins Amsterdam er borg lífsgleð- innar, hlýleg og alþjóðleg. íbú- arnir eru um 700.000 og munu vera af um 125 þjóðemum. Amsterdam-búar eru vingjarn- legir og stoltir af borg sinni, lið- legir í að greiða ferðalöngum veg og fræða þá um borgina. Hol- lenska er erfið í framburði en óþarft er að kvíða fyrir tjáskipta- erfiðleikum því langflestir Amsterdambúar tala ensku, enda byija þeir að læra hana í skóla á sjö ára aldri. Frönsku- óg þýskukunnátta er einnig almenn. Um Amsterdam liggja um 100 km af síkjum, enda er borgin oft nefnd „Feneyjar norðursins". Elstu síkin voru grafín fyrir skip og báta fyrir fjórum öídum þegar kaupmennska tók að blómgast í borginni. A síkjunum eru um 2.400 hús- bátar, þar sem fólk býr allt árið. Flestir þeirra hafa rafmagn og vatn og frárennslið fer beint í síkin. Bátarnir eru æði misjafnir, sumir glæsilegir, aðrir hrörlegir. Bátafólkið greiðir skatta af hý- býlum sínum eins og aðrir en hefur ekkert heimilisfang nema eitthvað í líkingu við: „Á móti Xgötu nr. 13“. Tilvalið er að fara í skoðunar- ferð um síkin á báti og virða fyrir sér byggingarnar á bökkun- um, sem eru fjölbreytilegar og oft með afar skrautlega hús- gafla. Sumar þeirra voru reistar á 15. öld og tæplega 7.000 á 16.-18. öld. Göturnar í miðborginni eru þröngar og umferðin mikil - hjól, bifreiðar og sporvagnar oft á sömu götunni. Því er ráðlegra að nota sporvagna borgarinnar fremur en leigu- og einkabíla^ Reiðhjólin eru litlu færri en íbú- arnir og setja mikinn svip á götu- lífið. Líf og list Mörg af frægustu málverkum veraldar eru í Amsterdam og eitt af söfnunum er tileinkað Vincent van Gogh. Alls eru 42 söfn í borginni og 140 listhús og er því af nægu að taka fyrir myndlistar- unnendur. Að auki er boðið upp á um 40 tónleika og leiksýningar að meðaltali á degi hverjum. Þeir sem vilja skemmta sér hafa úr mörgu að velja. í borg- inni eru á áttunda hundrað veit- ingahúsa af ýmsum toga, um 1.400 kaffíhús og krár, auk 36 dansstaða. Hollendingar hafa haldið nánum tengslum við Indó- nesíu, fyrrum nýlendu sína, og í Amsterdam eru hátt á annað hundrað indónesískra veitinga- húsá. Sælkerum er ráðlagt að fara á einn þeirra og fá sér „rijsttafel", hrísgijónahlaðborð með allt að 25 smáréttum. Þeir ættu að finna þar sitthvað sem þeir líkar. Reyndar má líkja borginni allri við góðan indónesískan veitinga- stað; í Amsterdam er úrvalið nóg og allir ættu að finna þar ýmis- legt við sitt hæfí. Dæmigerð götumynd í Ainsterdam: hjól, sporvagnar og bílar á sömu götunni. Montelbaans-turninn, sem var hluti af varnarkerfi Amsterdam. Nú er vatnshæð síkjanna stjórnað frá turninum. * Sumaráætlun Flugleiða: Sætaframboð í Evrópuflugi eykst um 22,5% FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi félags- ins verði um 12% fleiri í ár en í fyrra. Þessi áætlun byggist eink- um á því að Amsterdam hefur bæst við áætlunarstaði flugfélags- ins og búist er við fjölgun erlendra farþega. Sætaframboðið í Evrópufluginu eykst um 22,5% á árinu. í áætlunum Flugleiða er gert ráð fyrir 658 þúsund farþegum í millilandaflugi á árinu og þar af ferðist um helmingur þeirra á fjór- um mánuðum frá júní og út sept- ember. Auk þess sem Amsterdam bætist við áætlunarstaðina verður nú í fyrsta sinn flogið allt árið milli Stokkhólms og Baltimore. Þessi flugleið hefur gefist vel og nýtur hún einkum vinsælda á meðal Skandinava. Þá verður flogið til tveggja nýrra áætlunar- staða í sumar, Hamborgar og Zurich. í sumar fljúga Flugleiðir til 20 áætlunarstaða, tveggja í Banda- ríkjunum og átján í Evrópu og á Grænlandi. Gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi verulega í áætlun- arfluginu til og frá Frankfurt, París og Vínarborg, en fækki í Lúxemborgar- og Stokkhólms- fluginu. Flugleiðir hafa nú í fyrsta sinn gefíð út vandaða ferðabók, þar sem fjallað er um lönd og borgir sem félagið flýgur til. Þar eru einnig upplýsingar um hótel, bíla- leigur og önnur fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu sem Flugleiðir hafa gert samninga við. Bókinni fylgir verðskrá. Hægt er að fá bókina á öllum söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins og hjá ferðaskrifstofum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.