Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 6
Sól úr sorta Evrópuför 1946 með Rauða Krossi íslands Knud Skadhauge Eftir KNUD SKADHAUGE orið 1946 hafði Rauði kross íslands safnað 1.250.000 kr. til þess að kaupa lýsi og mat- ■ væli til þess að dreifa meðal bágstaddra barna í Vestur-Þýskalandi, Austurríki og Tékkó- slóvakíu. Samningar við viðkomandi hernaðar- yfirvöld bandamanna um formsatrði í sam- bandi við þetta hjálparstarf höfðu farið fram haustið 1945, þegar Luðvík Guðmundsson tók sér ferð á hendur til áðurnefndra landa. Luðvík Guðmundsson hafði fengið illilega að finna fyrir því á ferð sinni hve miklum erfiðleikum það var háð að ferðast um her- setnu landsvæðin; einkum þó um sovéska hernámssvæðið í Austurríki. í Vínarborg hafði hann fengið vegabréf frá rússnesku hernaðaryfirvöldunum sem átti að tryggja honum að komast frá sov- éska hemámssvæðinu og inn á bandaríska hernámssvæðið í Austurríki. Við landamær- in var lögð fyrir hann þessi spurning: „Hast was trínken1“ (áttu eitthvað að drekka?). Þar sem hann hafði ekki séð það fyrir sér að hann ætti von á svona spurningu og var ekki aflögufær um drykkjarföng varð hann að sætta sig við þessa athugasemd: „Papier nix gut“ („pappírarnir" eru ekki í lagi), og landamærasláin var kyrr og leiðin var lokuð. I mars 1946 var tekin ákvörðun um það, að íslensk sendinefnd frá Rauða krossinum ætti að standa fyrir opinberri afhendingu gjafanna til Rauðakrossdeildanna í viðkom- andi löndum. Vegna þess að ég var. á þess- um tíma sendifulltrúi Rauða krossins við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn var þess farið á leit við mig að ég yrði einn af sendinefndarmönnunum, en auk Lúðvíks Guðmundssonar, sem var fararstjóri voru sendinefndarmenn ungur íslendingur, Gunnar Jónsson og sögumaður. Til ferðarinnar hafði Rauði kross íslands keypt stóra Hudson-bifreið. Á báðum hliðum hennar var merki Rauða krossins og á öðru frambrettinu var íslenski ríkisfáninn en á hinu var fáni Rauða krossins. Þar eð mér var kunnugt um fyrri reynslu Lúðvíks Guðmundssonar ræddi ég um hina fyrirhuguðu ferð okkar við starfsbróður minn í blóðbankanum, Johannes Holm yfir- lækni, sem hafði mikla reynslu úr starfi sínu á hemámsárunum og eftir að þeim lauk sem virkur þátttakandi í hjálparstarfi Rauða krossins í hinni stríðshijáðu Evrópu. Þegar Holm varð þess vísari að við hugð- umst fara þessa ferð klæddir borgaralegum fötum, leit hann á mig með augnaráði, sem gaf miklu meira tii kynna en barnaskap minn. „Þið verðið að horfast í augu við það að svo til allir vegir eru eingöngu ætlaðir fólki innan hersins og farartækjum hans. Sömuleiðis eru möguleikar á því að fá gist- ingu og þjónustu eingöngu háðir því að ieit- að sé til höfuðstöðva hernámsliðs banda- manna og mötuneyta þeirra. Þið verðið þess- vegna að vera í einkennisbúningum!" — Ég kom fram með þá mótbáru, að íslendingar ættu ekki neinn her eins og alkunna væri, en Holm svaraði að bragði: „Þá verðið þið að stofna hann í þágu verkefnisins!" Niður- staðan af þessu varð sú að við Lúðvík Guð- mundsson, Gunnar Jonsson og ég stofnuðum í sameiningu lítinn íslenskan bráðabirgða- her. Á Palace-hótelinu þar sem Lúðvík bjó klæddum við okkur í einkennisbúningana, sem Rauðakrossdeildin, er ég hafði starfað með á meðan á hernáminu stóð, hafði feng- ið okkur til afnota. Hin ómissandi merki á herbúningana eins og tignarmerki, eikarlauf og læknamerkið (staf sem slanga vefur sig um) keyptum við í Magasin du Nord, sem auk þess sá okkur fyrir Rauðakrossmerkjum og borða með áletruninni „ICELAND" á jakkaermarnar. Tignarröð okkar fór eftir aldri. Lúðvík var útnefndur major, Gunnar sem var yngstur var lautinant og sjálfur hlaut ég foringjatign. Forstöðumaður blóðbankans, sem hafði mikla reynslu í því frá stríðsárunum að ganga frá matvælapökkum, sá litlu sendi- nefndinni okkar fyrir því sem nauðsynlegt var til fararinnar, en það var brauð, smjör, ostur og pylsur og margt fleira að ógleymd- um mörgum kössum af ákavíti. Tollverðirn- ir við Kursár á landamærum Þýskalands Okkur var bent á að við fengjum hvorki gistingu, þjónustu né fyrirgreiðslu nema vera í einkennisbúningum. Ég kom fram með þá mótbáru, að íslendingar ættu ekki neinn her, en fékk þau svör, að við yrðum þá að stofna hann í þágu verkefnisins. Niðurstaðan af þessu varð sú, að við Lúðvík Guðmundsson, Gunnar Jónsson og greinarhöfundurinn stofnuðum í sameiningu íslenskan bráðabirgðaher. og Danmerkur litu með efablandinni undrun á allan þennan forða, sem ekki virtist vera í neinu samræmi við stærð sendinefndarinn- ar, en þegar þeim varð ljós tilgangur ferðar- innar brostu þeir og óskuðu okkur góðrar ferðar. í glampandi sólskini lá leið okkar gegnum Slésvík-Holstein og áfram um Hamborg sem var rústir einar svo kílómetrum skipti. Það mátti heita að aðeins reykháfarnir væru uppistandandi þar sem þá bar við bjartan himininn. Fyrsti áfangastaður okkar var Vlotho, fáeinum kílómetrum fyrir suðaustan Hann- over, þar sem aðalstöðvar breska Rauða krossins voru. Agnew ofursti, aðstoðaryfir- maður, tók sérstaklega vel á móti okkur. Hann hafði til að bera hinn dæmigerða breska liðsforingjabrag bæði að því er snerti útlit og framkomu. Um kvöldið dvöldum við hjá honum í híbýlum hans. Agnew hafði sérstaklega mikinn áhuga á að heyra um áætlanir okkar. Þegar honum varð ljóst að okkur hafði láðst að tryggja okkur fyrirfram amerísku bensínmiðana sem nauðsynlegir inn í bifreiðinni okkar. Þá dró Lúðvík eitt- hvert fínt skjal upp úr vasa sínum; það voru tilmæli frá æðsta yfirmanni ameríska hersins á íslandi, stílað á „The U.S. Forces all over the world“ (bandarísku herina í öll- um heiminum), um að veita litlu sendinefnd- inni okkar alla mögulega hjá)p og stuðning. Þetta hafði sín áhrif. Og með fullan bensín- geymi og blokk með bensínmiðum fyrir ekki minna en 6.800 lítrum af bensíni gátum við haldið ferðinni áfram. — Það var heims- ins ómögulegt að komast yfir að eyða öllum þessum miðum og á heimleiðinni gat Lúðvík, með blíðu brosi, létt hinum stöðugu áhyggj- um af Agnew ofursta vegna bensínvanda- mála breska Rauða krossins á bandaríska hernámssvæðinu með því að rétta honum afganginn af bensínmiðunum. Ferðin um Þýskaland var ekki nein skemmtiferð. Við sundursprengdar hrað- brautir gaf hvarvetna að líta stór upplýst skilti með áletrunum í þessum dúr: „Drive carefully! — Death is so permanent!" (akið arlega — dauðinn er svo óafturkallanlegur). Víða höfðu brýr verið sprengdar í loft upp og hraðbrautirnar svo sundurtættar að þær líktpst ekki neinum vegum. Við vegaslóð- ana, sem oftast voru mjög brattir og lágu af hraðbrautinni niður á hliðarvegi fram hjá þeim köflum hraðbrautarinnar, sem voru ónýtir blöstu við augum viðvörunarskilti með hauskúpum og orðunum: „You have been warned!" (þú hefur fengið viðvörun). Við gátum þakkað það einkennisbúning- um okkar að við fengum ókeypis máltíðir í mötuneytum hersins þar sem við vorum staddir hveiju sinni auk þess sem okkur var séð fyrir næturgistingu. Það var aðeins einu sinni sem einkennisbúningar okkar vöktu athygli. Við Ens-brúna í Austurríki. Bandarískir hermenn, Skadhauge og Lúðvíg Guð- mundsson. voru til þess að komast leiðar okkar, var hann sannfærður um að við kæmumst aldr- ei gegnum bandaríska hernámssvæðið í Vestur-Þýskalandi. Reynsla hans var sú að breska hernámsliðinu tækist ekki einu sinni að kreista einn einasta bensíndropa út úr Bandaríkjamönnum. „Ef einhver af bifreið- unum okkar verður bensínlaus verðum við sjálfir að senda jeppa eftir henni.“ Lúðvík Guðmundsson sat rólegur og hlustaði á þess- ar ömurlegu upplýsingar með svip, sem virt- ist að einhveiju leyti koma illa við Agnew ofursta. Þetta endaði með því að þessir tveir herramenn veðjuðu um það hvort okkur heppnaðist að komast leiðar okkar um bandaríska hernámssvæðið. Bensínvandamálið kom auðvitað upp þeg- - ar næsta dag. Við stöðvuðum bifreiðina við amerískan bensíntank en hinn hörundsdökki bensínafgreiðslumaður virtist ekki hafa hina minnstu löngun til þess að fylla bensíntank- í Munchen furðaði amerískur liðsforingi sig á merkinu á ermunum þar sem stóð „Iceland". „Oh, the Icelandic Army! Never heard of it“ (ó, íslenski herinn! Aldrei heyrt hans getið) var það eina sem hann sagði. — Það má segja að bandaríski herinn hafi staðið sig mjög vel í því að veita okkur alla þá hjálp sem hann gat. Ef það sprakk dekk á bifreiðinni okkar, var skipt á því og nýju dekki á svipstundu án þess að það hefði í för með sér nein aukaútagjöld fyrir okkur. Það var eftirtektarvert að allar leiðbein- ingar um umferð á hernámssvæði Banda- ríkjamanna fóru fram með umferðarskiltum sem voru til fyrirmyndar, en á hernáms- svæði Sovétmanna var hermönnum stillt upp með stuttu millibili og stjórnuðu þeir um- ferðinni með handapati. Leið okkar til Vínarborgar lá óhjákvæmi- lega gegnum hernámssvæði Sovétmanna. Úr ýmsum áttum höfðum við fengið lýsing-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.