Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 7
ar á hinum hættulegu aðstæðum, sem við mættum búast við að lenda í á leiðinni, ekki síst þar sem við vorum á splúnkunýrri bifreið. Við spurðumst því nánar fyrir um það hjá austurríska Rauða krossinum í borg- inni Linz, hvort þessi orðrómur ætti við rök að styðjast. „Ja, es verschwinden die Wagen mit oder ohne Mann“ (Já, það hverfa bifreið- ir án eða með manni og mús“) var svarið sem við fengum. Okkur var því ráðlagt að snúa okkur til yfirstjórnar Bandaríkjahers í Linz til þess að kanna möguleika okkar á að fá að slást í för með einum af hinum reglubundnu flutningaleiðöngrum Banda- ríkjamanna. Við fengum boð um að mæta við Ens-brúna kl. 9.00 næsta morgun. Bandarísku samferðamennirnir okkar voru tveir prófessorar frá Ohio University sem óku jeppabifreið. Þeir höfðu verið gerðir út sem menningarnefnd til þess að rannsaka nasistatímabilið og afdrifaríkar afleiðingar þess. Á ferðinni borðuðum við morgunverð með þessum herramönnum og áttum áhuga- verðar samræður um ástandið. Það kom okkur mjög á óvart, hve lítið þeir vissu um útrýmingarbúðir, athafnir Gestapomanna og annað er að þessum efnum laut. Ferðin gekk hnökralaust yfir landamærin milli bandarísku og sovésku hemámssvæðanna. Lúðvík Guðmundsson, sem var reynslunni ríkari, beið ekki eftir neinum spurningum frá Rússum um vegabaréf, en dró í þess stað upp ákavítisflösku og rétti varðmannin- um hana. Henni var tekið með fagnaðarlát- um og eftir þetta höfðu tollverðir og starfs- menn vegabréfaeftirlits engan áhuga á okk- ur. Á leiðinni frá Miinchen til Linz höfðum við lagt smákrók á leið okkar til Bergtsgad- en þar sem gaf að líta rústirnar af glæsi- húsi Hitlers. Þar var allt í^rúst. Það var ekki að sjá að nein hreinsun hafí farið fram. Þar vom stálhjálmar út um allt og meira og minna af brunnum og hálfbrunnum pappír. — Ekki var hægt að komast upp í „Arnarhreiðrið“ vegna þess að vegurinn þangað hafði verið sprengdur í loft upp. í Vínarborg tók Adolfus Pilz forseti aust- urríska Rauða krossins á móti okkur, en hann var fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins. Við dvöldumst alls 3 daga í borg- inni og bjuggum hjá „Svensk Red Barnet“ (sænsku bamahjálpinni) í Lichtensteingötu. Yfirmaðurinn þar, Thorsten Arneus, var okkur mjög hjálplegur. Þarna í Vín lentum við í vanda sem við höfðum ekki búist við. Þar var um að ræða tvær íslenskar konur og börnin þeirra. Eins og flestir Austurríkis- menn lifðu þær við skort og vildu auðvitað fá leyfi til þess að snúa aftur heim til ís- lands. Norskur liðsforingi sem sá um tengsl hernámsliðsins við Noreg, hafði hvað eftir annað sótt um leyfi fyrir þær hjá banda- rísku hernaðaryfirvöldunum, til þess að fá að flytjast úr landi, en án árangurs. Við Lúðvík vomm ekki í nokkrum vafa um að íslendingar væru reiðubúnir til þess að taka við konunum og börnum, en við höfðum strangt til tekið ekki umboð til þess að leysa úr slíku máli. Eftir að við höfðum rætt málin urðum við sammála um að ég vegna stöðu minnar sem fulltrúi við sendiráðið í Kaupmannahöfn skyldi biðja um áheyrn hjá æðsta yfirmanni ameríska hernámsliðsins. Ef minnið svíkur mig ekki var það ijögurra stjömu hershöfðingi, sem tók mjög vingjarn- lega á móti mér í sérlega afslöppuðu and- rúmslofti. Þegar ég kom inn á skrifstofu hans, sat hann þar og hallaði sér aftur á bak í viðhafnarmiklum snúningsstól sínum þannig að hann lá nærri því láréttur með fæturna uppi á skrifborðinu. Þegar ég hafði borið fram erindi mitt, gerði hann mér ljóst, að af hans hálfu stæði ekkert í veginum fyrir því að íslensku konurnar og börn þeirra gætu flutt til Íslands, en að því er hann best vissi lægi ekki fyrir nein opinber beiðni frá íslenskum stjórnvöldum, en hún hefði legið fyrir frá Norðmönnum vegna norskra þegna í Austurríki. Ég hefði auðvitað getað unnið að málinu samkvæmt hefðbundnum diplómatískum aðferðum og tekið ábending- una til athugunar og síðan eftir heimkom- una til Kaupmannahafnar upplýst íslensku ríkisstjórnina um máiið. Ég hafði það samt á tilfinningunni að það væri nú fremur í samræmi við íslenskan hugsunarhátt að reyna að leysa vandamálið á staðnum þegar í stað. Ég hafði því engin frekari umsvif á því og tjáði herforingjanum, að ég væri til hans kominn á vegum íslensku ríkisstjórnar- innar til þess að færa fram óskir um að íslensku konurnar og börn þeirra nytu sama réttar til heimferðar og Norðmenn. Sam- kvæmt ósk hershöfðingjans útbjó ég þegar í stað milliríkjaskjal stimplað hinum opin- bera stimpli sendiráðsins og undirritaði ég það sem umboðsmaður íslenska utanríkis- ráðuneytisins. Þegar eftir heimkomuna til Kaupmannahafnar tilkynnti ég Ólafi Thors forsætisráðherra um þetta framtak mitt og Sovézkt herfylki í Prag. nokkrum dögum seinna fékk ég innilegt bréf frá ráðherranum, þar sem hann færði mér þakkir fyrir framtakssemina. Síðasta kvöldið sem við dvöldum í Vínar- borg bauð austurríski Rauði krossinn okkur á sýningu á óperunni „Fidelio" í Burg-leik- húsinu sem nú kom í stað Óperunnar; hún hafði brunnið til grunna. Leikhúsið var þétt- setið rússneskum liðsforingjum í glæsilegum einkennisbúningum. Þeir voru hryggileg andstæða við langsvelta hljómsveitarmenn- ina, en guð minn góður hvað þeir spiluðu vel! Það er sjaldan á ævinni sem ópera hef- ur Jiaft jafn mikil áhrif á mig. í Vín úði og grúði af sovéthermönnum og flestir voru þeir Asíumenn eftir útlitinu að dæma. Okkur voru sagðar margar sögur um yfirgang sem rússnesku hermennirnir sýndu Vínarbúum. Hermennirnir virtust hafa sérstakan áhuga á armbandsúrum. Eftirfarandi gamansaga sýnir að ekki voru allir hermennirnir vel heima í innri leyndar- dómum úranna: Hermaður nokkur leitaði til úrsmiðs vegna þess að úrið hans gekk ekki. Úrsmiðurinn setti stækkunarglerið fyrir augað til þess að skoða gangverk úrs- ins. Svo dró hann út úr því stóra dauða lús I ráðhúsinu í Prag. Frá vinstri: Skadhauge, tékkneskur embættismaður, varaborg- arstjórinn, Lúðvíg Guðmundsson, Gunnar Jónsson og óþekktur Tékki. Bíllinn var eins og sést á myndinni, vandlega merktur Rauða Krossinum. Á leið til réttarhaldanna í Nurnberg. Hjá austurríska Rauða Krossinum í Linz: Skadhauge, formaður Rauða Krossins í Austurríki og Lúðvíg Guð- mundsson. og sýndi hermanninum hver væri skýringin á biluninni. „Ah, versteht, Maschinist tot!“ (á, skilið, vélstjórinn dauður) varð honum að orði. Á bakaleiðinni vorum við svo heppnir að geta aftur orðið samferða Ohio-prófessorun- um. Leiðir okkar skildu þó brátt vegna þess að við hugðumst fara til Salzburg, sem þrátt fyrir miklar loftárásir virtist vera minna skemmd en flestar þær borgir er við höfðum lagt leið okkar um. Síðan lá leiðin áfram til Prag, sem varð hápunktur ferðar okkar. Þar tók varaborg- arstjórinn, sem var kona, á móti okkur í ráðhúsi borgarinnar. Við vorum skráðir í hina „gullnu bók“ og boðið til hádegisverð- ar. Tékkneska utanríkisráðuneytið fékk okkur til fylgdar elskulegan enskumælandi fylgdarmann sem sýndi okkur hina glæsi- legu borg næstu dagana. Þegar eftir hádegisverðinn í Ráðhúsinu barst tilkynning um að Benes forseti óskaði þess að fá að heilsa upp á íslensku sendi- nefndina. Það var einkennileg tilfinning að sitja augliti til auglitis við mann, sem var jafn þekktur og hafði svo mikil stjórnmálaleg áhrif á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Ennþá gat ég greinilega heyrt óskýr öskur Hitlers í útvarpinu: „Ich sage diesem Herrn Benes, ich werde ihn tot schiessen lassen!" („ég segi þessum herra Benes, ég mun láta skjóta hann til bana!“). Það tókst nú ekki sem betur fer, en dagar Benes sem forseta sjálfstæðrar Tekkóslóvakíu voru nú brátt taldir. — Benes var frábærlega vel upplýst- ur stjórnmálamaður á vestræna vísu og það var greinilegt að herseta Sovétmanna var honum ekki að skapi. Augu hans leiftruðu samtímis af hlýju og skapfestu. Það var augnaráð sem aldrei gleymist. I Pilzen fengum við tækifæri til þess að heimsækja eina af hinum frægu tékknesku glerverksmiðjum. Það var heilmikið ævin- týri að sjá framleiðslu á hinum fallegu dökk- rauðu bæheimsku glervörum og við vorum svo sannarlega yfir okkur hrifnir þegar við að skilnaði vorum leystir út með dýrmætum gjöfum. í minn hlut kom skrautleg gömul snafsflaska með 6 fallegum glösum, sem nú standa og minna mig á fyrstu og e.t.v. síðustu heimsókn mina til Tékkóslóvakíu. Á heimleiðinni notuðum við tækifærið til þess að heimsækja fyrrverandi útrýmingar- búðir nasista við Munchen sem nú höfðu verið gerðar að safni. Enda þótt við skildum tilganginn með þessu, vorum við í vafa um að hve miklu leyti þetta væri góð hugmynd. Tilraun til þess að gefa raunsanna mynd af þeirri skelfingu er þarna átti sér stað, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.