Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 8
Sundursprengd hraðbrautarbrú í Þýzkalandi. Leyfarnar af húsi Hitlers í Berchtesgaden. sem og í öðrum útrýmingarbúðum, með uppstillingum og myndum kemst aldrei svo nálægt raunveruleikanum að tilganginum, þ.e. að vekja fólk til umhugsunar, verði fyllilega náð. Við gátum ekki stillt okkur um að falla fyrir freistingunni að vera viðstaddir réttar- höldin í Núrnberg þótt það væri víðsfjarri ferðaáætlun okkar. Á leiðinni til dómshúss- ins stöðvaði bandarískur herlögreglumaður okkur og vildi sjá vegabréfin okkar. Við höfðum ekki hugmynd um að það þyrfti sérstakt leyfi til þess að aka veginn sem lá að byggingunni. Við urðum auðvitað að snúa við en þá datt okkur allt í einu í hug að við höfðum á meðan við dvöldumst í Prag fengið boðskort frá tékkneskum hers- höfðingja sem hafði skrifstofu í húsinu sem réttað var í. Hann hafði hvatt okkur til að heilsa upp á sig ef við ættum leið fram hjá Núrnberg. Við lögðum dálítinn krók á leið okkar til þess að komast inn á hinn for- boðna veg úr gagnstæðri átt. Þegar við vorum svo stöðvaðir aftur af herlögreglu- manni sýndum við boðskortið. Okkur var þegar í stað fylgt beinustu leið að bygging- unni þar sem réttarhöldin fóru fram. Þenn- an dag héldu Englendingar uppi öryggis- vörslu í byggingunni. Á jarðhæðinni sat liðs- foringi sem með fremur höstum rómi bað okkur að sýna öll skilríki okkar. Hann varð undrandi þegar hann sá allan þann ijölda ýmiss konar opinberra skjala, sem við höfð- um meðferðis, og flýtti sér að gefa út hin ómissandi „gesta-vegabréf“. Það sem eftir lifði dagsins fylgdumst við af miklum áhuga með þessu heimssögulega sjónarspili sem fór fram fyrir augum okkar. Úr þægilegum hægindastólum okkar á svölunum höfðum við ágætt útsýni yfir réttarsalinn. í örmum stólanna voru tæki sem minntu á símabún- að, sem gerðu okkur kleift að fylgjast með því sem fram fór á ensku, frönsku, rússn- esku, þýsku eða þeim tungumálum sem sakborningurinn talaði við yfírheyrslurnar. Það var einkennileg tilfínning að sjá nas- istaforingjana fyrrverandi í eigin persónu. Það var áberandi munur á viðbrögðum hinna tveggja hópa sakborninga. Nasistaböðlarnir virtust vera algjörlega tilfinningalausir en liðsforingjarnir fylgdust alvarlegir í bragði með því sem fram fór. Við fengum ekki tækifæri tii þess að sjá Göring. Hann var veikur þennan dag, en hafði ekki, er hér var komið sögu, fyrirfarið sér. Þegar við komum inn í réttarsalinn var einmitt verið að yfirheyra Kaltenbrunner, staðgengil Himmlers, um þátt hans í að útrýma ótölulegum fjölda gyðinga. Kalten- brunner notaði aðferðina sem var svo ein- kennandi fyrir nasistaforkólfana en hún var sú, að svara ekki spurningunum er lagðar voru fyrir þá en halda í stað þess ræðu sem var algjörlega óviðkomandi spurningunni. Að lokum missti ákærandinn þolinmæðina: „That wasn’t what I asked you about! 1 only want you to say, is that your design, or isn’t it?“ („Þetta var ekki það sem ég var að spyija þig um. Það eina sem ég vil láta þig segja er þetta þín skipulagning (útrýmingarnar) eða er hún það ekki?“) „Nein“ (nei) öskraði Kaltenbrunner. „Ich habe von diesen Sachen iiberhaupt kein Kenntniss gehabt." („Ég hefi yfirhöfuð ekki haft neina vitneskju um þessi mál.“ „í Wurzburg hringja hátíðarklukkur“ stóð í söngkvæði sem ég heyrði þegar ég var barn- ungur. Þær gerðu það ekki, þegar við fórum framhjá þessari fyrrum undurfallegu borg. Miðhluti borgarinnar var algjörlega brunn- inn til kaldra kola. í litlu einbýlishúsi í útj- aðri borgarinnar deildi ég húsnæði með bandarískum undirforingja, sem varð mjög hrifinn þegar hann sá matarpakkann sem ég opnaði. Hann endurgalt matinn, sem ég gaf honum með margs konar drykkjarvörum og tóbaki. Síðasti viðkomustaður okkar var Vlotho þar sem við gátum aftur notið ánægjunnar af samverunni með Agnew ofursta. I þetta skipti höfðum við líka gott tækifæri til þess að heilsa upp á foringja breska Rauða kross- ins, Lindsay hershöfðingja, en hann var lág- vaxinn, þrekinn og einstaklega alúðlegur foringi, gjörólíkur Agnew ofursta, sem var fremur fámáll og dálítið þurr á manninn. Einstæð og ævintýraleg ferð var nú brátt á enda. Á litlu torgi í Hamborg stönsuðum við stundarkorn. Tveir þýskir smástrákar komu til okkar til að sníkja af okkur síg- arettur. Þeir fengu nokkur stykki og þar eð okkur virtist þeim ekki veita af undir- stöðumeiri kosti rétturn við þeim síðasta matarpakkann okkar. í Kaupmannahöfn fórum við úr skrautlegu einkennisbúningun- um okkar og snerum til baka inn í heim raunveruleikans. Höfundur er læknir og prófessor í Humlebæk í Danmörku. Hversvegna barst hreyfing súrrealista ekki til Islands? ýningin sem nú stendur yfir í Listasafni Islands á verkum danskra súrrealista frá 4. og 5. ára- tugnum, er hingað komin frá Sönderjyllands Kunstmuseum á Jótlandi. Þetta er skemmtileg sýning og kemur á óvart. Hugleiðingar í tilefni sýningar á dönskum súrrealisma í Listasafni íslands. í listrænum efnum var Kaupmannahöfn höfuðborg íslands fram að síðari heimsstyij- öld. Af því sem skrifað hefur verið um menn og málefni frá fullveldinu 1918 og framyfir lýðveldisstofnun 1944, er helzt að sjá, að listagyðjan hafi átt fasta búsetu í Kaupmannahöfn. Menn héldu að Konung- lega Leikhúsið væri einn af hátindum óperu- heimsins og með því að ná fótfestu í danska myndlistarheiminum, vera með á sýningum í Den Frie, var íslenzkur myndlistarmaður búinn að „meika það“ eins og löngu síðar var sagt uppi á Fróni. Miklar heimildir eru til um starf og listræna sigra þeirra íslenzkra listamanna, sem bæði lærðu og störfuðu í lengri eða skemmri tíma í Kaupmannahöfn. Þar á meðal voru Muggur, Júlíana Sveins- dóttir, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Sig- urjón Ólafsson og Svavar Guðnason. Þessir listamenn höfðu góð kynni af sumum þeirra dönsku listamanna, sem annaðhvort voru þá súrrealistar, eða höfðu verið það áður. hugmyndalega afstöðu í myndlist, ellegar heimspekilega. Það kemur á óvart á sýningunni á dönsk- um súrrealisma í Listasafni íslands, að elzta verkið er frá 1904. Danska súrrealistahreyf- ingin var þó ekki til fyrr en uppúr 1930 og hún vitaskuld bergmál af því, sem hafði verið að gerast og geijast sunnar í álfunni. Frægir súrrealistar svo sem Dali, Arp, Max Ernst og Giacometti tóku þátt í sýningum í Kaupmannahöfn 1935 og 37. Varla fer það milli mála, að Ejler Bille hefur verið að horfa hýrum augum á verk Juans Miro, en síðan þróast hann frá þeim. Vilhelm Bjerke-Petersen var hinsvegar sá, sem ekki hljóp undan merkjum þegar ný viðhorf sveigðu súrrealistana af leið. Verk hans eru margvísleg, en þegar bezt lætur eru þau persónuleg; stundum á grófu nótunum, en stundum sveigist hann í átt til hins draum- kennda súrrealisma, sem leitast við að búa til ljarstæðukennda draumaveröld með ná- kvæmnisútfærslu. í sýningarskrá, sem gefin er úr af Danska ríkislistasafninu um danskan súrrealisma er rifjuð upp deila sem þeir Richard Mortens- en og Ejler Bille áttu í við Vilhelm Bjerke- Petersen, eftir að hann gaf út bók um súr- realisma árið 1934. Hún snerist um það, að súrrealisminn átti að vera meira en list- stefna, heldur einnig ný lífssýn og heim- speki, sem frelsað gat manninn frá skyn- semistrú og skipulagshyggju. Þeir Ejler Bille og Mortensen voru bæði ósammála þessu, svo og hugsuðinum André Breton, sem hafði skrifað „manifest" fyrir hreyfinguna. Neit- uðu þeir Bille og Mortensen því, að endilega þyiíti að afneita skynseminni til þess að frelsa manninn og sögðu: „Við viljum ekki beijast gegn skynseminni, sem er hluti af eðli okkar. Slíkt væri einungis þvingun. Við viljum heldur ekki beijast gegn hugarflug- inu, sem er önnur hliðin á eðli okkar. Það væri jafn mikil þvingun. Fyrir listamanninn á okkar óreiðutímum er skynsamleg yfirsýn og vitsmunaleg greining hlutanna nauðsyn." Margir súrrealistar sem aðhylltust hinar óraunhæfu og þokukenndu kenningar um heildar lífsstefnu í þesum anda, töldu sig einna helzt geta átt samleið með marxistum og þeirra kenningum um stéttlaust þjóðfé- lag, en hugmyndir þeirra rákust alveg á við sögulega efnishyggju marxismans, svo ekki leiddi þessi samfylgd til mikils. Þrátt fyrir snjalla menn snemma á öld- inni, má segja að súrrealisminn hafi orðið undir þegar út tók að breiðast tízkubylgja allskonar formrannsókna, sem hófst með kúbisma og þróaðist yfir í óhlutlæga mynd- list, ljóðrænt eða harðsoðið abstrakt. Það er og verður spurning, sem vaknar sérstaklega í tengslum við sýninguna í Lista- safni Islands, hversvegna enginn íslenzku listamannanna í Kaupmannahöfn skipaði sér í flokk með súrrealistunum, ekki einu sinni í skamman tlma. Súrrealísk myndlist á umfram allt að hafa andlegt inntak og menn gerðu tilraunir í þá veru að láta undir- meðvitundina ráða ferðinni. Danskir súrreal- istar hafa þó horft meira til hinna, sem byggðu á ákveðnum hugmyndum; manna eins og Max Ernst og Magritte. Það dró hinsvegar máttinn úr hreyfingunni í Dan- mörku, hvað margir sneru sér að annarskon- ar myndlist áður en verulega reyndi á hvað þeir gátu á þessum vettvangi. Sumir hafa gizkað á, að íslenzk þjóðernis- hyggja og sjálfstæðisbarátta hafí átt sinn þátt í að Islendingar, útskrifaðir úr danska akademíinu, héldu sig ótrauðir við mót- ífmyndir, umfram allt landslagsmálverk þar sem ísland er viðfangsefnið. Það varð þó blendnara á meðal þeirra, sem ílentust í einhvern tíma í Danmörku. Jón Engilberts fór ekki að mála íslenzkt landslag að ráði fyr en hann fluttist heim og Svavar sneri sér strax að abstraktinu. Líklega hefur svipað átt sér stað í Færeyj- um. Færeyskir málarar með Mykines í Alfreð Flóki: Adam, 1979. Flóki telst einangrað fyrirbæri í íslenzkri myndlist og var ekki hliðarspor hjá honum, heldur afstaða sem sem hann hélt sig alltaf við. En sú hreyfing hefur látið íslendingana ósnortna. Þeir höfðu sitt vegarnesti frá danska akademíinu, nema Jón Engilberts, sem verið hafði í Oslo, og Svavar, sem hætti þar fljótlega námi. Kennslan í Akade- míunni í Kaupmannahöfn virðist hafa verið reist á viðhorfi og stíl Cézanne. Jóhannes Kjarval er einn úr hópi íslenzkra nemenda þar, sem kemur ekki út með áberandi Céz- anne-áhrif, enda áður búinn að vera í Lon- don og kynnast Turner. Þessi akademismi var allur reistur á mótíf-málverki; menn höfðu ákveðið mótíf fyrir sér, hvort heldur það var uppstilling, fyrirsæta, gata í borg eða landslag. Það hefur ekki verið talið í verkahring Akademíunnar að kynda undir Ejler BiIIe: Frjóvgun á mörkum hins góða og illa, 1933. Richard Mortensen: Ég myrði, 1934. Vilhelm Bjerke-Petersen: Tvær mann- eskjur. Sverrir Haraldsson: Frá Þingvöllum 1977. Á stuttu tímabili leitaðist Sverrir við að túlka landslag á súrrealískan hátt. broddi fylkingar, fóru eðlilega í danska aka- demíið, en urðu og eru reyndar ennþá mjög þjóðlegir í sínu myndefnavali. í nýlegri bók um myndlist í Færeyjum er ekki að sjá að færeyskir listamenn hafi heillast af dönsku súrrealistahreyfingunni fremur en kollegar þeirra frá íslandi. Það er ekki fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum, að Islendingar eignast súrreal- ista með Álfreð Flóka. Hugmyndir hans voru oft sóttar í bókmenntir, ekki sízt frá miðöldum. Flóki var heill I þessari afstöðu; hann var súrrealisti á meðan hann lifði. Fleiri hafa gert tiiraunir í þessa veru, en næst Flóka kemst líklega Sverrir Haralds- son, sem á tímabili reyndi að túlka íslenzkt landslag á súrrealískan hátt. Hjá Sverri Ólafssyni myndhöggvara brá fyrir súrreal- isma á sýningu hans I Nýhöfn síðla þessa vetrar, en allt eru þetta einstök og einangr- uð fyrirbæri. Uppá síðkastið hefur myndlist I heiminum verið á afar breiðum grunni. Svo er að sjá, að menn geti tekið hvað sem er uppá sína arma, allt frá ofurraunsæi til abstrakt- mynda, frá baroki til slíkrar naumhyggju, að léreftið eða pappírinn er næstum látið ósnortið. En hvað sem veldur, er súrrealismi yfirleitt ekki með í þessari blöndu. Á þessum stóru, fjölþjóðlegu myndlistarsýningum und- angenginna ára, þar sem kennir óteljandi ólíkra grasa, er eins og hann sé horfinn. Hann er bara ekki í tízku sem stendur. Þegar bezt lætur rúmar súrrealisminn hugarflug, fílósófíu og skáldskap og ugg- laust kemur hann aftur áður en langt um líður, því allt gengur þetta í hringi. Danska sýningin spannar „handmálaðar ljósmyndir af draumi“ og aðrar, sem eru á mörkum hins abstrakta. Danska súrrealistahreyfing- in er merkilegust fyrir þau áhrif, sem hún hafði á noræna myndlist; til dæmis spratt abstraktlist dönsku Cobra-málaranna uppúr þeim jarðvegi, sem súrrealisminn hafði skapað. Þetta er sýning sem hægt er að mæla með. Drífið ykkur í Listasafn íslands áður en henni lýkur. GÍSL1 siguðsson 8 LES8ÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.