Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1991, Blaðsíða 16
RANNSOKN I R A I SLA Umsjón: Sigurður H. Richter M Stækkuð mynd af sárinu á kýlaveika fiskinum. Fiskur með kýlaveiki af völdum þeirrar undirtegundar kýlaveikibakteríunnar sem finnst hér á landi. Sár er á fiskinum milli kviðugga og raufarugga og blæðingar í roðinu. Bakteríusjúk- dómar í eldisfiski rið 1986 var Rannsóknadeild fisksjúkdóma stofnuð við Tilraunastöð Háskólans að Keldum til þess að stunda rannsóknir á fisksjúkdóm- um. Hlutverk deildarinnar er þríþætt: Sjúk- dómsgreining og ráðgjöf, reglubundið heil- brigðiseftirlit með eldisfiskum og svo rann- sóknir á sviði fisksjúkdóma. Sjúkdóma, sem upp koma í eldisfiski, má greina í smitsjúkdóma, næringarsjúk- dóma og sjúkdóma vegna eldisaðstæðna. I fiskeldi á íslandi hafa smitsjúkdómar, og þá einkum bakteríusjúkdómar, valdið nokkr- um usla. Hér verður fjallað um bakteríusjúk- dómana. KÝLAVEIKI Bakterían Aeromonas salmonicida veldur kýlaveiki og eru til þrjár undirtegundir af henni, misjafnlega sjúkdómsvaldandi. Sjúk- dómseinkenni eru oft aðeins lítilsháttar trosnun á uggum og roði við eyruggastæði. Þegar sjúkdómurinn ágerist sjást blæðingar víðar, bæði í innri líffærum og utan á fiskin- um. Opin sár myndast á roði og á stærri fiskum sjást stundum vökvafylltir hnúðar, „kýli“, undir roði. Undirtegundin A. saimonicida achro- mogenes er algeng í laxeldi á íslandi og hefur fundist í 22 eldisstöðvum, aðallega strandeldisstöðvum með ísöltu vatni. Ut- breiðsla kýlaveikibakteríunnar hefur aldrei verið athuguð í villtum fiski við strendur landsins. Nýrnaveiki Bakterían Renibacterium saimoninarum veldur nýrnaveiki í laxfískum. Smitið getur borist inni í hrognum frá sýktu foreldri til Bakteríusjúkdómar hafa valdið verulegum usla í íslensku fiskeldi. Eftir EVU BENEDIKTSDÓTTUR Fjöldi sýna Vikur Línuritið sýnir hversu langan tíma það getur tekið að rækta nýrnaveikibakler- íuna. Þegar sýking er á lágu stigi kemur smitið stundum ekki fram fyrr en eftir allt að 12 vikna ræktunartíma en flest tilfellin koma þó fram eftir 7-10 vikur. Þegar um talsverða eða mikla sýkingu er að ræða er ræktunartími oftast styttri og flest tilfellin eru komin fram eftir 6 vikur. afkvæma. Sjúkdómurinn er oft hæggengur og fiskar geta borið bakteríuna í sér allt lífið án nokkurra einkenna. Við vissar að- stæður getur sjúkdómurinn blossað upp og valdið stórfelldum dauða. Fiskar verða þá oft dökkir á lit, augun útstæð og í innri líffærum sjást hvítir hnútar. Sé sjúkdómur- inn langt genginn eru líffærin þrútin. Eftir að fiskeldi fór að byggjast upp hér á landi hefur nýrnaveiki verið greind nokkr- um sinnum. Meðal annars kom í ljós haust- ið 1985 að í þremur stórum hafbeitarstöðv- um var mikið af undaneldisfiski sýkt. Úr villtum undaneldisfiski hefur nýrnaveiki- bakterían fundist í 23 tilfellum úr 8 ám víðsvegar um landið síðan 1986. RAUÐMUNNAVEIKI Bakterían Yersinia ruckeri veldur rauð- munnaveiki, og er þekkt sem sjúkdómsvald- ur bæði í fersku vatni og sjó. Sjúkdómurinn dregur nafn sitt af einkenni sem stundum verður vart, roða í kjafti sem orsakast af bkíðingum. Sjúkir fiskar verða ofl dokkir með útstæð augu og blæðingar á búk og í innri líffærum. Sjúkdómsvaldandi áhrif bakteríunnar eru sögð mest við 15—18°C en lítil undir 10°C. Oft blossar veikin upp ef fiskarnir eru undir álagi, t.d. vegna ann- arrar sýkingar. Rauðmunnaveiki hefur aðeins orðið vart einu sinni hér á landi, í júlí 1990 í strand- stöð. Smitið varð ekki rakið til neinnar þeirra seiðastöðva sem fiskarnir í strand- stöðinni komu úr. AðrarBakteríur Á fiski í sjókvíum og strandkerum mynd- ast stundum stór grunn sár á roði þegar fiskurinn nuddast í næturnar eða þröngft er um hann. Með slík sár getur fiskurinn litla vörn sér veitt gegn bakteríum úr um- 100% N D I hverfinu, þótt þær séu meinlausar ósködduð- um físki. „Tækifærissýklar“, en svo eru þeir sýklar nefndir sem aðeins geta sýkt lífverur sem eiga erfítt með að beijast við sýkingu, geta átt greiða leið inn í vefina. Við rannsóknir hefur komið í ljós að oft finnast sömu bakteríutegundirnar í þessum fiskum. Á Rannsóknadeild fisksjúkdóma er þessum bakteríustofnum haldið til haga til frekari rannsókna á sýkingarmætti þeirra. Meðhöndlun Bakteríu- SJÚKDÓMA Meðhöndlun nýrnaveiki með sýklalyfjum gerir takmarkað gagn miðað við kostnað. Rauðmunnaveiki og kýlaveiki má aftur á móti halda í skefjum með sýklalyijum serfi gefin eru með fóðri. Lyljagjöf hefur þó marga ókosti í för með sér: Sýklalyf eru dýr, veikustu fiskarnir neyta ekki lyfjafóð- ursins vegna lystarleysis og mikil hætta er á að bakteríurnar verði ónæmar fyrir lyfjun- um. Auk þess er fiskurinn ekki söluhæf matvara fyrr en lyfin hafa horfið úr hold- inu, tíminn er háður eldishitanum. Hér á landi er miðað við 50 eða 100 daga eftir að lyfjagjöf er hætt. BÓLUEFNI Til eru bóluefni á markaðnum sem hafa gefið góða raun gegn rauðmunnaveiki. Gegn kýlaveiki eru til bóluefni sem ekki þykja gefa viðunandi vörn. Vonandi verður ráðin bót á því á næstu árum. Nokkuð langt er í land með nothæft bóluefni gegn nýrna- veiki vegna þess hve sérstæður sjúkdómur- inn er. Smitvarnir í búgrein eins og fiskeldi ganga hrogn og fiskar kaupum og sölum milli stöðva og talsvert er um að villtur fískur eða hafbeitar- fiskur sé tekinn til undaneldis. Einnig ber- ast sýklar auðveldlega inn þar sem sjór eða sjóblöndun eldisvatns kemur við sögu. Þann- ig geta smitsjúkdómar borist inn í eldis- stöðvarnar úr náttúrunni og magnast þar. Smitvarnir eru því sérlega mikilvægar í fisk- eldi. Má þar nefna sótthreinsun hrogna og skipulagða leit að sýklum í undaneldisfiski og eldisfiski, sem dýralæknar og Rann- sóknadeild fisksjúkdóma annast. Rannsóknir Á Rannsóknadeild físksjúkdóma að Keld- um fara um þessar mundir fram rannsóknir á kýlaveiki- og nýrnaveikibakteríunum. Kannað er hvernig kýlaveikibakterían berst inn í fiskinn og hvort selta eða hiti hafa áhrif á gang sjúkdómsins. Reynt er að finna vírkt bóluefní gegn kýlaveiki, en þekking á þeim eiginleikum bakteríunnar, sem sjúk- dómnum valda, eru forsenda bóluefnagerð- ar. Tekist hefur að einangra nokkur af þeim meinvirku efnum sem bakterían gefur frá sér við sýkingu og rannsaka áhrif þeirra. Greining nýrnaveikibakteríunnar með hefðbundnum aðferðum tekur að meðaltali 6 vikur, en getur tekið talsvert lengri tíma. Á Keldum hefur verið þróuð hraðvirkari greiningaraðferð á nýrnaveiki og byggir hún á ensímmerktum mótefnum. Með henni má greina bakteríuna á einum degi. Er nú ver- ið að prófa öryggi aðferðarinnar svo hægt verði að taka hana upp á næstunni við reglu- bundið eftirlit. Höfundur er örverufræðingur á Tilraunastöð Háskóla (slands í meinafræði að Keldum. ELISA Ræktun hópur1 hópur 2 hópur 3 hópur 4 hópur 5 Hraðvirk aðferð (ELISA) og hefðbundin ræktunaraðferð voru notaðar samhliða á fimm hópa af sýktum laxfiskum. I hópi 1 voru seiði, hópi 2 klakfiskar en hóp- um 3-5 matfiskar. Samanburðurinn sýnir að hraðvirka aðferðin er næmari en ræktunin í fjórum hópanna. 16 Fi’lóT/i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.