Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Síða 8
H Hvað eru Rússarn- ir að bauka ? ússnesk myndlist á sér langa og merka sögu og hún blómstraði uppúr aldamótunum síðustu með snillingum, sem sáu lífið og umhverfið í nýju, listrænu íjósi. Þar ber hæst menn eins og Chagall og Kandinsky, sem telja má braut Þrátt fyrir breytt viðhorf vegna glasnost og perestroiku og þótt neðanjarðarlistin sé nú vel sýnileg, gengur illa að flnna sovézkri list þann farveg, sem gert gæti Sovétríkin að stórveldi í myndlist. ryðjanda óhlutlægrar myndlistar. Það urðu örlög þeirra beggja að leita sér búsetu fjarri heimaslóðum; Chagall í Frakklandi, Kandin- sky í Þýzkalandi og Frakklandi. Með þeim hópi, sem nefndur var súprematistar og Malevítsj lagði grunninn að árið 1913, kom- ust Rússar í fremstu röð famúrstefnulista- manna, en allt slíkt var kyrfilega barið nið- ur eftir byltinguna 1917. Með stalínisman- um tók fyrst steininn úr; miðstýringu í list- inni komið á með alþekktu hugtaki, Sósíal- raunsæi, sem var hin opinbera liststefna, þóknanleg kerfinu. Alveg eins og tekizt hefur að lama allt framtak og halda lífskjör- um á hungurmörkum með „félagshyggju“ á villigötum, þannig tókst á sama hátt að lama myndlistina. Fátt þykir vemmilegra en uppmálaður hetjuskapur og traktorar þessara áratuga. Með flokkshollustu og línu- dansi eftir nótum ráðuneytanna, hefur þó hópi myndlistarmanna tekizt að lifa sæmi- legu lífi á þarlendan mælikvarða. Þessir menn voru hinsvegar einangraðir frá alþjóð- Peppers: Nafnlaus, 1989, blönduð tækni. legum samskiptum og heimurinn þekkir ekki nöfn þeirra. Jafnframt var alltaf til neðanjarðarlist, sem byggði á leynilegum samskiptum og kynnum við listhreyfmgar á Vesturlöndum. Þessir neðanjarðarmenn störfuðu einkum í Moskvu og eru nú komnir með sitt hafur- task fram í dagsljósið eftir þá breyttu af- stöðu til þessara hluta, sem glasnost og perestroika hafa haft í för með sér. Nú eru sagðir vera tveir farvegir fyrir myndlist austur þar. Annar rennur sem fyrr eftir ráðuneytisleiðunum og nýtur velvildar kerf- isins; sósíalraunsæi Stalínstímans mun þó fyrir bí. Hinn farvegurinn birtist í óteljandi smákvíslum, sem orðið hafa til eftir að Gorbatsjov komst til valda. Það er hin fyrr- verandi neðanjarðarlist, svo og allskonar róttækar tilraunir, sem því miður virðast of oft vera vestrænar eftirhermur. Sýnis- horn af því sáum við hér í fyrra, þegar hópi sovézkra ungmenna með vestrænar eftirhermur í farteskinu, var boðið að leggja undir sig Listasafn íslands Eftir að þýðan komst á, brugðu ýmsir listspekúlantar á Vesturlöndum við og hugð- ust græða á nýfengnum samskiptum við Rússana. Stofnuð hafa verið gallerí í Moskvu eftir vestrænni fyrirmynd, en þykja eiga lítið sameiginlegt með þeim nema nafnið. Eitt þeirra tengist Kerfinu og starfar í tengslum við Intourist-ferðaskrifstofuna. Ekki er talið að þar sé neina markverða myndlist að sjá, en helzt að það sé einhverskonar „kitch“, sem hefur verið kallað hnoð eða glingurlist. Nýfengið frelsi hefur eftir því sem segir í listtímaritum, verið notað nokkuð einhliða til þess að koma sovézkri myndlist á fram- færi í Vestur-Evrópu og Ameríku; nokkuð sem ekki var hægt áður nema hafa til þess stimpil Kerfisins. Samt verða slík samskipti að fara í gegnum ráðuneyti fjármála og menntamála, flókin völundarhús, þar sem goggunarröðin er leyndardómsfull og við- brögðin seinvirk. Nokkrir Rússar hafa farið í skipulagðar sýningarferðir með skiliríiin mmmm . '.'V1 ' < Evgeny Mitta: Malevítsj-fjölskyldan, 1989, blöm Umhverfisverk eftir Ni- kolai Ovchinnikov og Lar- isa Zvezdochetova. Georgii Kizevah Konstantin Latyshev: Án titils, 1989, olíulitir. 8 -i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.