Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Blaðsíða 11
Giulietta Sprínt, árgerð 1954, hönnun eftir Bertone. Þótt hann sé rennilegur, var hámarkshraðinn ekki nema 165, eða rétt eins og miðlungs fólksbíll nær núá dögum. Alfa Romeo - sportbílar í 90 ár Þegar rætt er um sportbíla koma yfirleitt nöfn eins og Ferrari, Porsche eða Lamborg- hini upp í hugann. Það er hinsvegar færri sem vita, að Alfa Romeo, sem nú er hluti af Fiat-samsteypunni, hefur í rúm 90 ár famleitt vandaða sportbíla og verið í farar- broddi um ýmsar nýjungar í hönnun. Alfa Romeo hefur aldrei náð neinum sér- stökum vinsældum hjá íslenzkum bílaáhuga- mönnum. Líklega er ástæðan sú, að sportlín- an frá þessum bílaframleiðanda hefur verið talin of dýr og við íslenzkar aðstæður hafa ódýrari gerðirnar af fólksbílnum ekki reynst neitt séstaklega vel. Fyrirtækið hefur samt framleitt suma af bezt hönnuðu sportbílum heimsins og var nýlega haldin sýning á nokkrum þeirra í Hönnunarsafninu í Lon- don, Design Museum við Butlers Wharf. Ekki voru einungis bílarnir til sýnis, heldur var og sýning á frumdrögum og lokateikn- ingum af bílunum, svo sýningargestir gátu Sjálfur skartgripurinn, SS/2 Stradale, framleiddur 1967-69. Hönnuður: Franco Scaglione. Stradale var með V-8, tveggja lítra vél og hámarkshraðinn var 260 km. á klst. Giulia TZ 2 - klassískt ítalskt sportbílslag, einfalt, en gefur hugmynd um hraða. Þessi var í sprækara lagi, hámarkshraðinn 250. /__ GT Junior. Hönnun eftir Bertone og með þríhyrndum Alfa-skildinum framan á vatnskassanum, var hann auðþekktur. Júníórinn stóð sig afburða vel í kapp- akstri um árabil SZ Coupé. Línan er orðin önnur en sú, sem var í tízku fyrír 20 árum. Formið er dálitið samanrekið og kraftalegt. séð hvernig hönnun slíkra bíla fer fram. Fyrirtækið er eins og áður segir í eigu Fiat, þar sem Fiatkóngurinn Gianni Agnelli ræður ríkjum. Upphafið má rekja til ársins 1910, þegar hópur ítalskra kaupsýslumanna tók sig saman og yfirtók franska verk- smiðju með það fyrir augum að framleiða sportbíla. í verksmiðjunni höfðu áður verið smíðaðir bílar ætlaðir til leiguaksturs. Verk- smiðjan var flutt til Ítalíu og gefið nafnið „Societa Anonima Lombarda Fabrica Ital- ian“ og það síðan stytt í ALFA. Romeo nokkur gekk síðar til liðs við þennan félags- skap og bætti nafni sínu aftan við. Fyrsti kappaksturinn sem Alfa tók þátt í var Targa Florio-keppnin árið 1911. Bíllinn stóð sig mjög vel; leiddi í keppninni framan af, en varð þó að láta í minni pokann undir lokin. En þessi góði árangur festi Alfa í sessi sem verðugan andstæðing. Næstu ára- tugina unnu Alfa-bílar alla helztu kapp- akstra í heiminum, m.a. Le Mans í Frakkl- andi. Góður keppnisárangur hafði að sjálfsögðu áhrif á fólksbílaframleiðslu Alfa Romeo og þó sérstaklega á sportbílaframleiðsluna. Fyrirtækið varð þekkt fyrir kraftmikla bíla og glæsilega hönnun. Þrátt fyri það er Alfa Romeo ekki eitt af stóru nöfnunum í sport- bílaframleiðslu heimsins, en tvær af nýjustu gerðum Alfa, 164 og SZ-bílarnir, hafa sýnt og sannað að þessi framleiðsia er verð eftir- tektar. Einn af gimsteinunum sport- bílasögunnar Á sýningunni í London vakti SZ-bíllinn einna mesta athygli, enda er hann frábærlega vel hannaður. Varla er þó rétt að kalla hann fallegan, en það er eitthvað við hann, sem gerir hann ómótstæðilegan. Ef lýsa á SZ- bílnum,þá er hann einhversstaðar á milli Honda Civic, Ferrari og Lamborghini, og þó ekki. Ef myndin prentast vel, geta lesend- ur dæmt um það sjálfir. Vélin er þriggja lítra, 6 strokka, 204 hest- afla og er gefinn upp fyrir 250 km. hámarks- hraða á klst. Bílagagnrýnendur hafa ekki verið á einu máli um ágæti bílsins, en um tvennt eru þeir þó sammála: SZ-gerðin ligg- ur ótrúlega vel og hönnunin sver sig saann- arlega í Alfa Romeo-ættina. Mér þótti fallegasti bíllinn á sýningunni tvímælalaust einn af hinum sjaldgæfu Stradale Coupé 33 frá 1967. Ekki má rugla honum saman við Stradale-tegundina, sem kom á almennan markað nokkru seinna. Coupé 33-gerðin er tvímælalaust einn af gimsteinum bílasögunnar og jafnast fylli- lega á við marga hinna frægustu meðal ítal- skra sportbíla. Þótt undirritaður kunni aldr- ei sérstaklega vel við að persónugera bíla, þá finnst honum vel skiljanlegt, að ítalir nota persónufernafnið yhún“ þegar þeir tala um Coupé 33-bílinn. I honum er tveggja lítra vél, 260 hestöfl, en malar samt blíðlega, þegar bíllinn er settur í gang. Beinar línur eru ekki til í honum; það er straumlínan sem gefur honum þennan draumavöxt. Af Strad- ale Coupé 33 voru einungis framleidd 18 eintök á árunum 1967-69 og slást því bíla- safnarar um hvert einasta eintak, sem kem- ur á markaðinn. Þegar bíllinn var nýr, kost- aði hann 10 milljónir líra, en það verð hefur margfaldast. Alfa Romeo-sýningin í London vakti tölu- verða athygli og seldust allir SZ-bílarnir upp strax á fyrsta degi sýningarinnar, þótt ekki væri þetta sölusýning. Þótt ekki hafi allt gengið semskyldi í ítölskum bílaiðnaði uppá síðkastið, sannaði þessi sýning að þeir eru fáir, sem komast með tærnar þar sem Ital- ir hafa hælana í hönnun á sportbílum. Andrés Pétursson, London. LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS 11. MAÍ 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.