Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1991, Qupperneq 15
tifrí* tági‘ spni Danir heimfæra uppá heiðlendi. Völlurinn hefur umfram allt náttúrulegan karakter; braut- irnar eru til að mynda afar óreglu- legar í lögun, sumstaðar mjóar og sumstaðar mjög breiðar og flatirn- ar eru með afbrigðum góðar og yfirleitt iagðar á landið til að halda hinu náttúrulega svipmóti. Nýr 9 holu völlur kemut' í gagnið á miðju sumri, svo samtals verðut' um 27 holur að ræða. Þótt hér hafi golfmeistaramót Danmerkur farið fram og einnig Norðurlandameistaramót, er þessi völlur styttri en í Silkiborg, lengd af öftustu teigum er 5.762m. og SS-skor þaðan er 71. Af klúbbteig- um er það 70. Aðeins þtjár holur geta talizt strembnar út af lengd og einna tilkomumest er sú 12, sem er par-5, 508 metra löng, mest upp í móti og með stórum sandglomp- um. Ef völlurinn stendur undir því að vera einn af 10 beztu í Evrópu, kostar lítið að leika á honum borið saman við suma aðra í þeim flokki. Á virkum dögum kostar það kr. 1500 fyrir fullorðna, en 1800 um helgar. Golfsett eru til leigu á 800 ísl.krónur, og að leigja sér kerru kostar ísl. kr. 250. Hér hefur verið bóndabýli og bæjarhúsunum hefur verið breytt í klúbbhús og ein álma byggð við. Kosturinn við þennan völl er, að hann ætti að vera hverjum miðl- ungs kylfingi vel viðráðanlegur af klúbbteigum. í annan stað má nefna frábærar flatir og fallegt, náttúrulegt umhverfi. Furesö-völlur á Sjálandi Furesö-völlurinn er við Hestköb- vænge 4 í Birkeröd, einum af út- bæjum Kaupmannahafnar. Þessi völlur kemur verulega á óvart fyr- ir það hvað hann er mishæðóttur. Hann er mun opnari en hinir vell- irnir þrír og vegna þessa getur verið vindasamt þar eins og þessi skrifari fékk að reyna. Samt er skógur á víð og dreif og skógar- lundum er víða þannig fyi'ir kom- ið, að þeir hafa veruleg áhrif og maður verður beinlínis að leika völlinn með tilliti til þeirra. Það borgar sig til dæmis sumstaðar að slá fremur með járni en tré af teigj ef tryggja á farsælt framhald. I annan stað koma vötn og tjarnir nokkuð víða við sögu, svo og sand- glompur. Það er til fyrirmyndar þarna, að á leiðinni út á 1. teig er gengið framhjá æfihgasvæðinu. Æfinga- boltar kosta ekki neitt og alveg sjálfsagt að slá nokkra áður en röðin kemur að manni. Það er líka gott, að þarna er „biðstofa" spöl- korn frá 1. teigi, svo þeir sem bíða trufla menn ekki við upphafshögg- ið. Furesö er viðráðanlegur völlur hvað lengd áhrærir. Af öftustu teigum er lengdin 5.672 og lengstu holurnar eru sú 3., sem er 500 m. löng par-5, sú 15. sem er 399m löng par-4 og sú 17. sem er 190m löng par-3, upp í móti. En inn á milli eru stuttar par-4 brautir, um 300-330 m. Flatargjaldið á virkum dögum er 1600 ísl. kr. fyrir fullorðna, en 2.400 um helgar, sem er með því hæsta í Danmörku. Gestir verða að sýna forgjafarkort og kylfingar með forgjöf yfir 36 fá ekki að- gang. Klúbbhúsið er í fallegu, gömlu húsi, sem bendir til að þarna hafi fyrrum verið herragarður. Fyrii' þá sem eru á ferðinni í Kaupmannahöfn og rétt hafa tíma til að taka einn hring á velli í ná- grenninu, er hiklaust hægt að mæla með Furesö. Að lokum: Margir möguleikar eru í sambandi við golfferð til Dan- merkur. Flugleiðir og SAS eru með ' reglubundið áætlunarflug milli Keflavíkur og Kastrup og í fram- haldi af því væri hægt að fljúga með innanlandsflugi SAS til Jót- lands og taka bilaleigubíl þar - eða taka hann strax á-Kastrup. Eina ferðaskrifstofan hér sem gengst sérstaklega fyrir golfferðum til Danmerkur er Alís í Hafnarfirði. Verður fyrsta golfferðin á hennar vegum nú í mai og fleiri verða farnar í sumar. Gísli Sigui'ðsson I r ■ÍK. \ | irgöa öiv böív 'iumsjl 'iugöjlS .icrn i i sumar — inn í miðja Evrópu Flugleiðir eru nú óðum að opna flugleiðir gamla Arnar- flugs. 15. júní er fyrsta ferð þeirra til Kloten-flugvallar í Ziirich. Flogið verður alla laug- ardaga og mánudaga fram til 9. september. Kloten þykir þægilegur flug- völlur. Hann er ekki mjög stór en þó er flogið þaðan út um allan heim. Auðveldar samgöngur eru út frá vellinum. Helstu bílaleigur eru með skrifstofur á Kloten. I kjallara er lestarstöð og þaðan liggur lestarnet út í öll landshorn. Lestarferð inn í miðborg tekur um 10 mínútur en rúmlega þriggja tíma ferð yfir þvert landið til Genf. Vandalaust er að koma far- angri úr flugi niður á brautarstöð — hjólavagnar Kloten eru hannað- ir fyrir rúllustiga. Og SBB, svissn- eska lestarfélagið, er með þjón- ustu á mörgum lestarstöðvum, tekur við farangri og kemur hon- um í flug gegn vægu gjaldi. Um helgar og á kvöldin er oft mikið að gera í verslunum Kloten-flugvallar, sem eru opnar frameftir á kvöldin og um helgar. íbúar Zúrich eru þá að kaupa það sem gleymdist á venjulegum verslunartíma! 700 áraafmæli 1991 er merkisár Svisslend- inga. 700 ár eru liðin síðan bændahöfðingjar Ijallafylkjanna Uri, Schwyz og Unterwalden sóru þess eið á Rutli-engi að standa saman og láta engan segja sér fyrir verkum. Habsborgarar réðu ríkjum í kringum þá og voru ráðríkir við fjallabændur. Nú eru svissnesku kantónurnar orðnar 26. Sjálfstæðiskennd Svisslend- Skyldu bændahöfðingjarnir forðum hafa blásið í fjallalúðra? inga er enn sterk, en hvort hún er jafn sterk og 1291 á eftir að koma í ljós þegar Svisslendingar taka afstöðu til EB. Fjöldi hátíða og sýninga er vítt og breitt um landið í tilefni afmælisins. Bent verður á sérstaka atburði síðar. Basel og fjallalestin til Engadín Kaupsýningar í Basel eru þekktar og draga til sín fólk alls staðar að. Islendingar sækja þær mikið og þó nokkuð af vörum í verslunum hérlendis koma þaðan óbeint. Oft er erfitt að fá gistingu í Basel. Dýragarðurinn „Zolli“ í Basel þykir fallegur. Þar eru um 5.000 dýr af 580 tegundum. Garð- urinn er í miðbænum og tekur um 10 mínútur að ganga þangað frá aðalbrautarstöðinni. Börn kunna að meta „barnahornið" þar sem þau mega gefa og klappa dýrunum. Skíðabærinn Engadín er þekkt- ur fyrir árlegt gönguskíðamót. Þangað er þriggja tíma lestarferð frá Zúrich. Hraðlest gengur til Chur, en þar tekur við rauð fjalla- lest — Ratische Bahn — sem hlykkjast um dali og gljúfur á leiðarenda. Fjallalestin er víðkunn — sumir farþegar Flugleiða frá Ameríku fara sérstaklega til Sviss vegna hennar! Veturinn sprengdur í burt I Zúrich er „vetur konungur sprengdur" árlega um miðjan apríl. Þá ganga karlmenn prúð- búnir (ekki konur!) í skrúðgöngu um miðbæinn og þiggja blóm frá elskunum sínum. Um kl. 6 síðdeg- is safnast fólk saman á opið svæði og horfir á öskrandi karla á hest- um þeysa í kringum bálköst. Efst á kestinum er líkan af snjókarli sem verður að skjóta niður, til að sumar geti gengið í garð. Þegar „vetur konungur“ springur í loft upp, hljóma allar kirkjuklukkur í Zút'ich. Pex fargjald til Zúrich er kr. 50.090. „Flug og bíll (fl. B) miðað við tvo í bíl, í eina viku kr. 65.400 Vinnuferðir á friðlýst svæði á vegum sjálfboðasamtaka um náttúruvernd Sjálfboðasamtök um náttúru- vernd voru stofnuð vorið 1986 og hafa því starfað í 5 sumur. Skráðir félagar eru nú um 100. Samtökin skipuleggja vinnu- ferðir á friðlýst svæði og sjálf- boðaliðar eru velkomnir. Tilgangur starfsins er: Að vernda náttúruna; veita fólki tækifæri til að vinna að náttúru- vernd; auðvelda fólki umgengni við náttúruna með auknum kynn- um. Mest hefur verið unnið á svæðurn í umsjá Náttúruverndar- ráðs, en einnig Ferðafélags ís- lands, sveitarfélaga og einkaaðila. Oftast er unnið í tengslum við gönguleiðir, t.d. í Skaftafelli, Jök- ulsárgljúfrum, Landmannalaug- um, Krísuvík, Kerinu, Valahnjúk í Þórsmörk, Dimmuborgum og Hveríjalli. Stofnun samtakanna og vinnu- ferðirnar hafa aukið áhuga á umhverfismálum. Alúð hefur ver- ið lögð í undirbúning ferðanna og verkunum fylgt eftir með sífellt betra verklagi og skipulagningu. Margir vilja taka til hendinni og hlúa að hinni fögru náttúru lands- ins okkar. Vinnuferð með sjálf- boðasamtökunum er gott tæki- færi fyrir holla og lærdómsríka útivist. Þar vinnur hver eftir getu, hittir fólk með sama áhugamál og kynnist landinu á skemmtileg- an hátt. Tilhög'un ferðanna Ferðir á vinnustaði eru oftast ókeypis fyrir sjálfboðaliða. Matar- kostnað greiða þeir sjálfir. Matar- innkaup eru sameiginleg og mats- eld skipt niður á þátttakendur. Gisting er oftast í húsum, en fyr- ir kemur að gist er í tjöldum. Sjálf- boðaliðar þurfa að hafa með sér vinnuföt, regnföt, stuttbuxur, vinnuhanska, svefnpoka, vasa- söngbók, góða skapið — og er þá ekki allt upp talið? Félagsstarfið liggur ekki niðri yfir veturinn. Strax á jólaföstu er farið að huga að dagskrá næsta sumars. Félagsmenn eru kallaðir á rabbfundi og hvattir til að koma með tillögur um vinnustaði. Stjórnin kannar síðan áhuga for- ráðamanna svæðanna um sam- starf og skipar verkstjóra í hverja ferð. Síðari hluta vetrar eru líka fundir með stúttri dagskrá og lögð áhersla á að hittast og rabba sam- an. Gönguleið afmörkuð við Kerið. Frekari upplýsingar hjá stjórn- armönnum samtakanna. Hafið líka auga með smáauglýsingum dagblaðanna þar sem vinnuferð- irnar eru auglýstar. Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður: heima- sími: 91-680019, í vinnu: 91- 27488. Eygló Gísladóttir, ritari: heimasími: 91-666981, í vinnu: 91-674700. Ragnheiður E. Jóns- dóttir, meðstjórnandi: heimasími: 91-52119. Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri: heimasími: 91-46165. Vigalegur hopur við Kerið sl. suntar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAl 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.