Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Qupperneq 3
E F N TPgPáW ®@H1öí1u]1m!íí1[B®111®[I]®[B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Oft eru nú á dögum óglögg mörk á milli högg- myndalistar og málverks, en einnig milli þess- ara klassísku listgreina og þess sem nú er nefnt umhverfislist. Hún er ekki sízt notuð til þess að gera borgir fallegri og notalegra umhverfi. Á forsíðumyndinni getur að líta dæmi um útilistaverk, eða umhverfislist, í borginni Con- trexéville í Frakklandi. Höfundar eru tveir arki- tektar, Hénnin og Normier, og þeir kalla þetta „Vatnsgarð“. Þeir hafa reist steinskúlptúra, málað þá eins og sjá má, og síðan fossar vatn út úr þeim á nokkrum stöðum. Ódauðleikinn eftir Milan Kundera er margslungin bók, sem rúmar mörg þemu og marga atburði og frásögn- in er notuð til heimspekilegra vangaveltna um tilveruna, segirKjeld Gall Jörgensen, sem skrif- ar grein um bókina. París er sú borg sem mér þykir miðsetur lista, sú borg sem örvar minn hug mest og ögrar hvar sem ég fer. Það er Thor Vilhjálmsson-sem er að lýsa Parísarferð. Thor kemur víða við, lýsir bæði ökuferð um þvera París, viðkomu á lista- safn, grimmd stórborgarinnar og lýsir því hvern- ig borgin getur verið erfið vegna þess hve hún bjóði ört og strítt hveija stund éins og hann kemst að orði. DAVÍÐ STEFÁNSSON Á Dökkumiðum Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær; á hveiju einasta kvöldi karl einn þangað rær. — Dimmt er á Dökkumiðum. Þegar hann fyrst þar fleygði 1 fögrum öngli í sjó, gamlan og feitan golþorsk glaður inn hann dró, tautaði eitthvað við sjálfan sig, söng — og skellihló. Á hverju kvöldi síðan karlinn þangað fer, og við þessar fiskveiðar vel hann unir sér, og alltaf kemur hann hlaðinn heim, hvernig sem veður er. Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær, og sumir segja, að karlinn, sem að þangað rær, sé með horn og hala og hófa — og jafnvel klær. Og það er í gamalli þjóðsögn, að þegar einhver deyr, þá verði sálim að þorski til að þvo af sér gamlan leir — og síðan ekki söguna meir. — En dimmt er á Dökkumiðum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, f. 1895, d. 1964, vakti strax mikla athygli með fyrstu Ijóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, 1919, og var æ síöan eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Davíö bjó á Akureyri og eftir hann liggja nokkur leikrit og söguleg skáldsaga um Sölva Helgason, auk Ijóðanna. VÍST HÖFUM VIÐ ÞAÐ GOTT Karp, óánægja með það sem þú hefur, óánægja með kaup og kjör, stjórn landsins þar sem þú býrð er yfirleitt til- komið vegna þess að menn telja sig vita að aðrir hafi það betra einhvers staðar, ekki satt? Óánægja okkar er því tilkomin vegna þess að við erum að miða okkur við þá sem hafa það betra, eða við teljum að hafi það betra. Sjálfsagt yrði aldrei um neinar framfarir að ræða ef þetta væri ekki viðmiðunin. Ætli nokkur kjarabót fengist ef við miðuðum okkur ekki við þær þjóðir sem auka hagvöxt sinn meira frá ári til árs en við gerum. Hitt er svo annað mál, að okkur er ekki endilega stætt á slíkri viðmiðun, ef við náum ekki sambærilegri aukningu hagvaxtar og viðmiðunarþjóðirn- ar. Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér eilífum kröfugerðum, karpi og óánægju með alla skapaða hluti síðustu vikurnar. Hér þætti það nú ekki merkilegur pappír í kjara- baráttu sem ekki kynni að vera óánægður á sannfærandi hátt. Hér þykir það ekki merkileg stjórnarandstaða, nema henni tak- ist nú að þvælast á sem mest áberandi hátt fyrir stjórnvöldum, alveg burtséð ffá því hvort það sem stjórnvöld eru að sýsla við hveiju sinni er glórulaust eða skynsamlegt. Hér er bara ekki til siðs að vera ánægður með sitt hlutskipti - sá sem er það og leyf- ir sér að vera það opinberlega mun líklega aldrei ná langt í þjóðfélagslegu valdaklifri og framapoti. Hvað er manneskjan nú að fara? Hljótið þið að spyrja. Þetta eru nokkrar vangavelt- ur eftir stutta heimsókn til Afríku, nánar tiltekið Súdan, sem er stærsta land Afríku, 2,5 milljónir ferkílómetra, þar af þekur Sa- haraeyðimörkinin dtjúgan hluta. Það liggur auðvitað fyrir að hvorki Súdan né önnur ríki Afríku teljast í hefðbundnum skilningi til viðmiðunarlanda okkar Islendinga eða annarra vestrænna ríkja. Samt sem áður kann okkur að vera hollt að staldra við öðru hvoru og íhuga ýmis þau gögn, gæði og Mréttindi sem við búum við hér langt norður í Atlantshafi. Gögn, gæði og forréttindi sem allur þorri þeirra 25 milljóna Súdana sem Súdan byggja hafa aldrei og munu aldrei kynnast. Ekki einu sinni af afspurn, hvað þá með áþreifanlegri reynslu. Við sveltum ekki hér og höfum ekki gert. Starfsmaður Rauða krossins í Khartoum, Svisslendingur sagði: „Það eru svo margir sem skilja ekki muninn á því að vera svang- ur og vera hungraður. Þegar þú ert svöng verður þú kannski að þrauka einhvetja tíma, en síðan færðu þér magafyllingu að eigin vali. Súdönsku börnin hér í Suður-Súdan, sem við reynum að hjálpa eftir megni nú, hafa aldrei fengið magafyllingu. Hungurtil- finningin hefur aldrei yfirgefið þau, aðeins dofnað um stundarsakir." Hreint vatn er okkur jafn sjálfsagður hlut- ur og loftið sem við öndum að okkur. í Súdan er gífurlegur vatnsskortur og neyslu- vatn langt frá því að geta talist neyslu- hæft. Hreinar vistarverur og skjólgóð hý- býli eru einnig hluti hins eðlilega ástands í okkar tilveru, en ekki í Súdan. Moldarkofi, strákofi, skýli undir tré, gamalt bílhræ -. allt eru þetta vistarverur Súdana. þeir þekkja ekki aðrar og gera þat' af leiðandi ekki kröfur um önnur hýbýli. 011 höfum við átt sama aðgang að menntakerfi þessa lands og vonandi verður svo urn alla framtíð. í Súdan er það með höppum og glöppum hvort börn fara í skóla, en þó er það algengara í borgum en til sveita. En menntakerfið er í rúst. Ólæsi er gífurlegt meðal allra aldurshópa og mér virtist sem aðeins þröngir forréttindahópar fengju það sem við nefnum þokkalegan grunn menntunar. Við búum við trúfrelsi, sem við teljum sjálfsagðan þátt í frelsi hvers einstaklings, en ekki þeir í Súdan. Lögin bjóða þeim að vera múhammeðstrúarmenn, og flestir hlýða lögunum. Við höfum frelsi til þess að hafa hvaða þá stjórnmálaskoðun sem okkur býr í btjósti, auk þess sem við höfum frelsi til þess að skipta um skoðun hvenær sem sann- færing okkar býður okkur að gera svo. En ekki þeir í Súdan - ónei. Þar er einn stjórn- málaflokkur leyfður, flokkur Omer Al-Bas- hirs hershöfðingja og forseta landsins. Aðr- ir flokkar og aðrar stjórnmálaskoðanir eru einfaldlega bannaðar með lögum. Bijótir þú þau lög, getur þurft að gjalda fyrir það brot þitt með lífi þínu. Slíkt mun síður en svo vera sjaldgæft í Súdan. Okkur er jafneðlilegt að ferðast þangað sem okkur dettur í hug, innanlands eða utan eins og að borða og drekka. I Súdan er ekkert ferðafrelsi. Aðeins yfirstéttin ferð- ast á milli landa og innanlands verður þú að hafa sérstakt leyfi til þess að mega ferð- ast frá einu eftirlitssvæði yfir á það næsta. Heilbrigðiskerfi okkar hefur gert öllum jafnt undir höfði, en í Súdan er læknishjálp geysilega dýr og aðeins fyrir fámenna for- réttindahópa. Foreldrar ástunda það að selja börn sín í þrældóm til Sádi-Arabíu, þegar þeir fara í pílagrímsför lífs síns til Mekka. Þannig tryggja þeir þó börnum sínum fæði og húsaskjól - eitthvað sem þeir geta ekki sjálfir tryggt þeim. Mikið ósköp verður óánægja okkar, karp, röfl og þras lítilsigld, þegar við miðum okk- ur við þær aðstæður sem svo margir Jarð- arbúar mega sætta sig við. Eða hvað finnst þér? AGNES bragadóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. OKTÓBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.