Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Síða 2
Helgi mislingasmali Asíðari hluta 19. aldar tók borgaraleg menning á evrópska vísu að dafna í hinum litla höfuðstað landsins, Reykjavík. Margir af iðnaðarmönn- um bæjarins gerðust brautryðjendur í að ryðja erlendum áhrifum braut. Einn af þeim var Helgi Helgason sem ekki aðeins lét að sér kveða i handverki sínu, snikkaraiðn, heldur einnig á sviði tónlistar, kaupmennsku og útgerðar. Hann sigldi nokkrum sinnum til útlanda til að drekka í sig nýjustu strauma á sviði byggingarlistar og tónlistar en í einni af þeim ferðum var hann svo óheppinn að koma með drepsótt til höfuðstaðarins. Það voru mislingar sem lögðu 1.500 íslendinga í gröfina vorið og sumarið 1882, þar af um 200 í Reykjavík. Það var mikið í 2.800 manna bæ. Helgi, þessi merki listamaður og athafnamaður, varð fyrir töluverðu ámæli fyrir að hafa ekki farið að settum reglum um sóttvarnir eftir að hann kom af skipsfjöl og um hríð andaði köldu í hans garð. Hann var kallaður mislingasmalinn eða mislingapósturinn. Helgi Helgason var fæddur í Reykjavík árið 1848. Foreldrar hans voru þau Helgi Jónsson, trésmiður og bæjarfulltrúi í Reykjavík, ættaður frá Skútustöðum við Mývatn, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Gaulverjabæ í Flóa. Þau hjón bjuggu í litlu timburhúsi í Þingholtsstræti 9 og þar var Helgi fæddur. Þetta hús er nú í Árbæjar- safni. Eldri bróðir Helga var Jónas Helga- son járnsmiður sem gerðist einnig merkileg- ur tónlistarfrumkvöðull í Reykjavík, stofnaði Söngfélagið Hörpu og var söngkennari og dómorganisti. Helgi Helgason nam trésmíði af föður sínum en svo mikill var tónlistaráhugi hans að um fermingu hafði hann sjálfur smíðað sér fíðlu því að efni skorti til að kaupa hana. Þessi merki lista- og athafnamaður varð fyrir því óláni að flytja með sér til íslands mislinga, sem ekki höfðu áður herjað á landsrnenn, með þeim sorglegu afleiðingum, að 1500 manns létust. Hann lauk sveinsprófí í trésmíðaiðn 1867 og vann við þá iðn sína en var jafnframt potturinn og pannan í Söngfélaginu Hörpu ásamt bróður sínum. Árið 1875 urðu þáttaskil í lífi Helga. Hann réðist þá til utanfarar til Kaupmanna- hafnar og lærði að þeyta horn hjá Dahl, tónskáldi og söngstjóra í Tívoli. Hafði þá enginn íslendingur lært á slíkt hljóðfæri og ekkert slíkt var til á íslandi. Jafnframt stundaði hann fiðlunám og dráttlist. Er hann kom heim hafði hann í farteski sínu sex lúðra og hóf síðan að kenna vinum sín- um úr iðnaðarstétt að blása í þá. Stofnuðu þeir Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur og hélt það sína fyrstu opinberu tónleika í Hegning- arhúsinu vorið 1877. Þar með var fyrsta hljómsveit á íslandi stofnuð. Helgi var síðan stjórnandi lúðrasveitarinnar næstu áratugi og samdi einnig fjölda laga, meðal annars hið þekkta lag við kvæðið Öxar við ána. í byggingarlist varð Helgi og brautryðj- andi. Eftir 1880 innleiddi hann nýjan stíl í húsbyggingar hér á landi. Það var svokallað- ur nýklassískur stíll og má nefna meðal bygginga hans í þeim stíl Amtmannshúsið við Ingólfsstræti og Kvennaskólann við Austurvöll. Einnig skrifaði hann lærða grein um steinsteypu. Árið 1889 hætti Helgi við smíðar og hóf kaupmennsku og útgerð. En hann varð gjaldþrota nálægt aldarmótum og fluttist þá búferlum til Vesturheims og bjó þar um hríð en kom aftur og bjó síð- ustu ár sín í Reykjavík. Hann andaðist árið 1922. Hér verður ekki æviferill Helga rakinn frekar en skýrt frá því óláni sem hann lenti í varðandi mislingana 1882. Hann hafði farið utan í sína þriðju ferð til þess að kaupa við í nýjan barnaskóla í Pósthússtræti sem hann var ráðinn yfírsmiður að (síðar fyrsta símstöðin og enn síðar lögreglustöð, nú notað af póstinum). Mannskæð dílaveiki eða mislingar gengu þá í Kaupmannahöfn og var sett farbann á veika menn til Islands. Máttu þeir ekki stíga á skipsfjöl fyrr en þeir væru albata og var þetta gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar. Helgi Helgason tók veikina í Kaupmanna- höfn en taldi sig alls ekki mega missa af póstskipinu. Var það haft á orði að hann hefði leynt veikindum sinum til þess að komast á skipsfjöl. Lá hann svo veikur um borð mestallan þá 18 daga sem skipsferðin tók. Póstskipið Valdimar kom til Reykjavíkur 2. maí og hefði átt að setja það í sóttkví og hleypa engum í land en það var ekki gert. Kann það að stafa af því að héraðs- læknirinn, sem jafnframt var settur land- læknir, var erlendis um þær mundir og heil- brigðiseftirlitið því að einhveiju leyti í lama- sessi. Því var og haldið fram að skipstjóran- um hefði verið mikið í mun að lenda ekki í töfum af þessum orsökum og jafnvel borg- að Helga fyrir að leyna því hvemig komið væri. Gekk hann óhindrað frá borði eins og ekkert hefði í skorist. Fór hann síðan heim til sín að Þingholtsstræti 11 og lagðist í rúmið og lá þar næstu daga. Þegar þetta kvisaðist út um bæinn ákváðu yfírvöld að setja húsið í einangrun í þeirri von að veik- in breiddist ekki meir út og var settur vörð- ur um það dag og nótt til að fylgja þessu eftir. Jón Borgfírðingur, sem var annar af lög- regluþjónum bæjarins, fylgdist auðvitað grannt með þessu og er frásögnin hér að mestu leyti úr dagbók hans sem geymd er í handritadeild Landsbókasafnsins. Hann segir þar að Helgi og Guðrún Sigurðardótt- ir, kona hans, hafi ekki unað þessum aðför- um, hlegið að þeim og haft öll viðvörunar- orð að engu. Sendu þau vinnukonu sína og börn í kyrrþey út fram hjá verðinum og Guðrún er sögð hafa haft það á orði að jafngott væri að fleiri fengju að kenna á veikinni en maður hennar sem hefði út úr þessu ærið mikið vinnutap. Það fór svo, hvort sem það var af þessu eða öðru, að mislingarnir tóku að breiðast út um bæinn og síðan út um allt land og urðu að hræðilegri drepsótt. í Reykjavík einni dóu um 200 manns í júní og júlí og var það skelfileg blóðtaka í þessum litla bæ. Líkhringingar kváðu við allan liðlangan daginn, fáir sáust á ferli og allt að fjórtán manns voru jarðsettir daglega. Mislingar höfðu síðast gengið 1846 og fengu því fáir aðrir veikina en þeir sem voru yngri en 36 ára. Helgi Helgason, tónskáld og upphafs- maður lúðrablásturs í Reykjavík. Sjálf- ur smíðaði hann sér fiðlu um ferming- araldur. Eins og gefur auga leið var Helga mjög álasað fyrir framkomu sína og þeir hatröm- mustu vildu kenna honum um ófarirnar þó að flestir teldu heilbrigðisyfirvöld fyrst og fremst sek og Helga aðeins hafa orðið sek- an um vanþekkingu og barnaskap. En það andaði köldu til hans um skeið og hann var ýmist uppnefndur Helgi mislingasmali eða Helgi mislingapóstur. Einn af þeim sem áttu um sárt að binda var Benedikt Ásgrímsson gullsmiður sem átti það sameiginlegt með Helga að hafa óslökkvandi áhuga á tónlist. Hann var afí Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabanka- stjóra. Benedikt missti konu sína í mislinga- sóttinni, 28 ára gamla, og einnig rúmlega ársgamlan son sinn. Hann auglýsti lát þeirra í Þjóðólfi 12. júlí 1882 og bætti síðan við auglýsinguna: „Þar eð ég samkvæmt ofanskrifuðum lín- um er einn af þeim mörgu, sem hafa orðið fyrir ómetanlegu tjóni sökum nefnds ást- vinamissis, er leiddi af þeirri illkynjuðu drep- sótt, sem fluttist hingað inn í landið með Helga snikkara Helgasyni, og sem líkur eru til að hefði mátt koma í veg fyrir, hefði því nógu fljótt verið skarpur gaumur gefinn og Helgi sjálfur þekkt þann sjúkdóm, sem að honum gekk, þá leyfí ég mér hér með að skora á landlækninn og landstjórnina að gangast fyrir því hér eftir að slíku sé í tæka tíð fullkominn gaumur gefinn frá læknanna hálfu hvar helst sem útlend skip með veikum mönnum bera að landi. Að mönnum sé ekki sleppt á land, sem finna til einhvers lasleika, nema með ráði þess læknis, sem veit hvað hann gerir til þess að komið verði í veg fyrir að menn magnað- ir af smittandi drepsóttum komist á land, gangi um fólksmestu staði landsins, heilsi mönnum með kossi, komi inn hjá mönnum, setjist hjá þeim og tali við þá o.s.frv. Og þó sem allar líkur eru til að Helgi Helgason hafí í byijun gjört eitthvað þessu líkt af vanþekkingu þá hefði betur farið, hefði því í tíma verið fullur gaumur gefinn." Þess skal getið að aðeins einn starfandi læknir var í Reykjavík þegar þessi mikla pest gekk. Jón Hjaltalín, sem verið hafði landlæknir, lá þá banaleguna og Jónas Jón- assen héraðslæknir, settur landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans, var erlendis eins og fyrr sagði. Indriði Einarsson segir að eini læknirinn, Tómas Hallgrímsson, hafi hreinlega gefist upp því að hann hafi engan frið haft, hvorki nótt né dag, meðan veikin gekk. Helga Helgasonar verður ávallt minnst sem eins af hinum merkari brautryðjendum í tónlist og byggingarlist og því óláni, að bera drepsótt til landsins vorið 1882, hefði hver sem er getað orðið fyrir. Má nánast fullyrða að mislingarnir hefðu borist til landsins hvort sem var. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Atlantis í. Manstu aldna sögu um Atlantis, land auðs og unaðar, og á svipstundu sökk í hafíð, með himinháa turna, er bar við loftið blátt. Hvað olli þeim ósköpum? 2. Var það jarðskjálfti eða þá reiði guðanna, sem grandaði spilltum lýð, er elti auð, magt og munúð? 3. Og nú er Atlantis, kafið kóralskógum, grafið og gleymt, um aldir alda. 4. Hver maður á sitt Atlantis, einnig þú og ég, daufa minning þess sem rennur hratt allra vega veg. Kom, fór. Kolblár sjór í kufli tímans sökkti því. Skýtur upp við og við, tregrófi bundið með turna há og sólargljá. 5. Hvar er nú mitt Atlantis, landið, langt síðan það ég sá? Skýtur því ekki upp oftar heldur en Atlantis forðum? Eru guðir mér reiðir? Af og frá. Höfundur er fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. RAGNHEIÐUR KOLKA Vor Það er vor og vormenn íslands sem hreiðrað höfðu um sig í túnfætinum eru teknir að ókyrrast. Hvað kerhur til? Eru þrengsli á tofunni eða var það bara birtan? Spennan eykst og ólgan í Ioftinu þyrlar upp rykinu svo við greinum ekki lengur hvað er að gerast. Þegar moldviðrinu slotar sjáum við að vormenn íslands eru flognir burt. Og við spyrjum okkur; — voru þeir kannski aldrei vormenn íslands? eftir Guðjón Friðriksson Höfundur er sagnfræöingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.