Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Qupperneq 5
Jörmundur Ingi: „Heimurinn er tvískiptur í eðli sínu, skiptist í uppbyggjandi öfl, æsi, og hin eyðandi öfl sem við köllum jötna." nútímasamfélagi sem telur sig eingyðistrúar? Við skulum gera okkur grein fyrir því að það er aðeins í kringum okkur sem allir eru eingyðistrúar. Meirihluti mannkyns er heiðinn eða fjölgyðistrúar. Það er miklu frekar tíma- skekkja að vera kristinn. Samanburðartrú- fræðingar telja t.d. að eingyðistrú sé aðeins frumstæður undanfari fjölgyðistrúar. En hvaða erindi á ásatrú við okkar tækniv- ædda borgarsamfélag. Er hún ekki miðuð við allt annan veruleika og aðstæður? Jú, reyndar er það rétt en lifandi trúar- brögð þróast og breytast með samfélaginu sem þau eru hluti af. Guðirnir eru margir og þeim fjölgar nú reynar alltaf. Sú hlið á guðun- um sem að okkur snýr og við skynjum breyt- ist með nýjum aðstæðum en eðli þeirra er hið sama. Grundvöllurinn breytist ekki. Þessu er eins farið með okkur, maðurinn hefur ekk- ert breyst í 30 til 40 þúsund ár en allar okk- ar ytri aðstæður hafa breyst. Maður frá sögu- öld sem hagaði sér í Reykjavík nútímans eins og hann væri staddur á elleftu öld kæmist fljótt að raun um að það gengi ekki. Það gengur heldur ekki að innleiða 2000 til 4000 ára gömul trúarbrögð óbreytt. En er nokkuð eftir af hinni gömlu ásatrú? Já, svo sannarlega, því allur grundvöllurinn er þama. Breytingarnar eru ekki eins miklar og við mætti búast. íslendingar eru ótrúlega miklir sveitamenn í sér í bestu merkingu þess orðs. Við erum í miklu betra sambandi við náttúr- unna og landið en borgarbúar annarstaðar. Þetta er þó að breytast, yngsta kynslóð borg- arbarna lítur á sig sem borgarbúa fyrst og fremst. Þá breytist líka ásatrúin með þeim en ég vona að heiðin borgarböm fjarlægist aldrei náttúruna jafn mikið eins og þeir kristnu í stórborgum erlendis sem halda að hægt sé að friða náttúruna eftir að hafa nauðgað henni og misnotað. Þessir menn kaupa svo kjöt í næstu búð í stað þess að drepa saklaus dýr sér til matar. Þetta er ekki brandari, fullt af fólki hugsar svona. Nú hefur þess viðhorfs gætt hjá almenn- ingi að heiðinn sé það sama og vera guðlaus eða trúlaus, hvernig skýrir þú það? Já, það er útbreiddur misskilningur að heið- inn eða heiðni þýði að vera trúlaus. Orðið heiðinn er sama orðið og við notum ennþá í dag yfir heiðan himin. As á fyrst og fremst um guðina sem em heiðnir því þar ber ekki ský eða skugga á eins og á heiðum himni. Þegar menn em heiðnir reyna þeir að lifa á þennan hátt. Samkvæmt mínum skilningi að vera sjálfum sér samkvæmir en ekki skipta í tvennt því sem snýr út og því sem snýr inn. Ég legg mesta áherslu á að það að vera heiðinn sé að stefna markvisst að því að vera sjálfum sér samkvæmur í öllum orðum og gerðum. Nú telja sumir eima eftir af heiðnu hugar- fari hér á landi og nefna sem dæmi vættatnj? Ég tel að erfitt sé að breyta trúarbrögðum fólks og það sem á við á íslandi á líka við um Evrópu, menn kristnuðust aldrei fullkom- lega. Fólk fékk á sig ákveðinn lit af kristn- inni en breytti aldrei alveg um trú enda er kristni ákaflega mismunandi og margskipt og er kannski rétt að byija að aðlagast þeim stöðum þar sem hún hefur skotið rótum. Af öllum þjóðlöndum held ég að kristnin hafi haft minnst raunveruleg áhrif á íslandi. Það Þórslíkneski eftir Hauk Halldórsson. má kannski þakka það okkar gömlu bók- menntum sem voru að vísu ekki skrifaðar fyrr en á kristnum tíma. Það er dálítið merki- legt að heiðnir siðir og gamlar venju duttu fljótt út á íslandi en siðurinn sjálfur lifði hins- vegar góðu lífi undir niðri með þjóðinni. I Evrópu var það gagnstætt, heiðnir siðir og venjur lifðu meðal alþýðunnar en kristnin náði samt dýpra í hugsunarhátt fólks og þjóð- félagið. Á íslandi var trúarlegt og veraldlegt vald samtvinnað og goðamir tóku fljótlega kristni af hagkvæmnisástæðum. Veraldlegt og trúarlegt vald var þá mjög dreift yfir land- ið með goðorðunum, og því var það auðvelt að má öll ytri einkenni heiðninnar í burtu. í staðinn virðist heiðin hugsun og breytni hafa haldist á meðan þetta gerist á hinn veginn í Evrópu. Vætta og álfatrú hefur verið við lýði í Evrópu fram á okkar daga og er alls ekki eins séríslenskt og menn halda. Hvaða skýringu gefa ásatrúarmenn á að heiðinn siður tapaði að Iokum fyrir kristnum hér á landi sem annarstaðar í Evrópu. Var kristnin einfaldlega ekki sterkari? Allsheijargoði sagði nú einu sinni um þetta að þegar tveir deila þá verður annar að vægja og það er venjulega sá sem vitið hefur meira. Það sem gerðist hér á landi var auðvitað pólitískt. Menn vildu forðast að lenda í þ im hremmingum er fylgdu þegar menn voru að leggja undir sig lönd um alla Evrópu undir því yfirskyni að þeir væru að kristna fólk. En sú kristni sem hér var boðuð hefur væntanlega verið líkari heiðni en kristni er nú. Bæði að kaþólsk trú er nær heiðni en lúthersk og þá voru trúarritin einungis að- gengileg þeim innvígðu sem lásu latínu og því var líklega hægt að fegra trúna eftir. hendinni er menn boðuðu hana. Boðskapur þeirra um kærleika og fyrirgefningu hefur einnig virkað fagur og freistandi en ekki þarf að líta langt yfir sögu kristninnar til að sjá að fyrirgefningin og umburðarlyndið virð- ist vera minna en hjá heiðnum mönnum sem virtu önnur trúarbrögð. Nú mér skilst að hjá kristnum mönnum þá komi fyrirgefningin ef menn biðji um hana. En í ásatrú er það þannig að maður sem hefur gert eitthvað rangt getur bætt fyrir það en það er aldrei hægt að afgera það sem einu sinni hefur verið gert. Heiðnir menn telja sig þurfa að standa reikningsskil alls sem þeir gera. Kristnir menn neyddu trú sína upp á fólk með þvingunum og blóðsúthelling- um en báðust svo fyrirgefningar næsta dag. Við sem erum heiðnir í dag höfum ekkert á móti kristnum mönnum og það eru til ása- trúarmenn sem eru líka kristnir. Fólk sem trúir á marga guði getur alveg bætt einum við og þannig held ég að þetta hafi verið við kristnitöku. Þeir átt- uðu sig bara ekki á því að varasamt var að rétta kirkjunni litl- afingur því fljótlega var öll höndin tekin. Frá sjónarmiði heildarinnar var kristnin viðtekin hér með tilslökunum og samningum sem hinir kristnu sviku fljótlega en heiðnir hafa staðið við til dagsins í dag. Finnst þér íslend- ingar hafa næga vitn- eskju um sinn forna sið og menningararf? Er ekki ríkjandi sá skilningur á ásatrú að hún sé trú vopna og ofbeldis samanber hefndarskyldu forn- sagnanna og ímynd Á jólagleði ásatrú- goðanna? arfélagsins: Hauk- Það er mjög mis- Halldórsson jafnt. Margir hafa með heiðna viki- fallið í þá gryfju að vakagrímu. líta á okkar sið sem einhverskonar ofbeld- is- og hefndartrúar- brögð og við urðum vör við það í byijun er haldin voru stór opinber blót. Það var alltaf hluti af gestunum sem héldu að blót hlytu að vera yfirgengileg fyllerí og slagsmál. Hvað hefndarskyldu varðar þá hefur kirkj- unni tekist að koma því inn hjá fólki að heiðn- ir menn séu hefnigjamir en kristnir fyrirgefi gjarnan. íslendingar á heiðnum tíma hefndu lítið heldur var samið um manngjöld og skaða- bætur. Sú skálmöld sem reið yfir á tímum Sturlunga var þegar íslendingar voru búnir að vera kristnir í meira en 200 ár og hef ég orðið var við að sumt ungt fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Þannig hefur kirkjunni tekist að rangtúlka Ásatrúna og ennþá meiri misskilningi hefur skólagoðafræðin valdið sem oft hefur verið skrifuð af heilum hug en guðirnir gerðir að lítilvægum persónum og til dæmis Þór gerður hemaðarguð sem er fjarri. Ég verð að játa það að þegar ég ákvað að gerast ásatrúar 17 ára hafði ég fyrrgreindar hugmyndir sem ég hafði fengi úr skólabókumm og lauslegum Jestri á Eddunum og Njálu. ' En ég er oft hissa á því hvað við ásatrúar- menn höfum komist að keimlíkum niðurstöð- um sitt í hvoru horni eftir eigin hyggjuviti. Kannski er það vegna þess að það er einhver grunngerð að trúarhugmyndum sem búa innra með okkur eins og málfræðingar telja að grunngerðin að málfræði sé manninum meðfædd. Gmnnur heiðinnar trúar virðist vera nokkuð svipaður allstaðar í heiminum. En það sem kemur mér mest á óvart í sambandi við ungt fólk er að það veit af okkar félagi og hefur eitthveijar hugmyndir um guðina en Eddumar virðast hafa farið framhjá því. Það er ákaflega sorglegt að fólk skuli ekki þekkja kvæði eins og Hávamál sem íslendingar hafa byggt sína daglegu hegðun og þjóðarmóral á í gegnum aldimar. Það kemur meira á óvart en skrítnar hugmyndir um guðina úr amerískum teiknimyndasögum og skólunum. Nú gætti oft feimni gagnvart ásatrú og germönskum fræðum í Evrópu eftirstríðsár- anna vegna tengsla forystumanna þriðja ríkis- ins við þessi mál. Eruð þið með nasískar til- hneigingar? Nei, en ásatrú er á íslandi og tengist land- inu og íslensku þjóðemi. Við gætum ekki neitað manni með sterkar nasískar tilhneig- ingar um inngöngu frekar en vinstri tilhneig- ingar. í Ásatrúarfélaginu er allt pólitíska lit- rófið og menn geta skilið ásatrú út frá nasísk- um sjonarhól til hins anarkíska. Hver er meginmunurinn á heiðinni heims- mynd og siðfræði í samanburði við hina kristnu og önnur eingyðistrúarbrögð? Frá grunni er það svo að samkvæmt Bibl- íunni sem er upphafíð að stærstu eingyðistrú- arbrögðunum er ritað að guð gefi heiminn sem hann skapar úr engu, mönnum til notkun- ar eins og þeim sýnist en ekki varðveislu. Kristnir menn haga sér í dag eins og þeir búi á einnota jörð og heimur sem er skapaður með því að veifa hendi, þó að sex sinnum sé, er kannski léttvægur og lítið mál að skapa nýjan þegar þessi er búinn. Tengsl mannsins við jörðina eru veik samkvæmt kristninni og þótt við séum búin til úr leir hennar virðast þau rofna eftir að við verðum að mönnum. í ásatrúnni og öðrum heiðnum trúarbrögð- um er þessu öfugt farið. í fyrsta lagi er heið- in sköpunarsaga ekki alheimsins heldur jarð- arinnar. Þá ber að minnast þess að sögnin að skapa þýddi til foma að móta. Guðirnir móta bústað manna, jörðina og sólkerfíð úr því efni sem fyrir er. Að því leyti getum við litið á náttúruöflin sem sjálfa guðina og það gerði fólk til foma að miklu leyti. Þeir litu t.d. á Frey sem fijómátt jarðar, Óðin sem vindinn og á Þór að nokkru leyti sem rigning- Hann lægir, hann rignir.. . Já, við persónugerum enn náttúruöflin., Trúarbragðafræðingar deila um hvort hafi komið á undan. Maðurinn hafi dýrkað vindinn og síðan talið sig sjá persónuleika á bakvið hann eða hvort menn hafi fyrst tilbeðið sterk- an persónuleika sem síðan tekur á sig form vinds og annarra náttúruafla. Þetta skiptir engu máli heldur að samkvæmt heiðnum trú- arbrögðum er maðurinn frá upphafi tengdur guðunum og náttúrunni. Þessi þríhliða tengsl milli manna, allrar náttúrunnar og guðanna eru miklu nánari en í kristni. Mennimir era í nánu sambandi við náttúruöflin meðan að þetta er löngu rofnað hjá hinum kristnu. Þar er guð yfir mennina og náttúruna hafínn, en maðurinn herra jarðarinnar. Þegar heiðnar hugmyndir bárust til íslands erlendis Trá um síðustu aldamót, voru þessar fleygu línur ortar, sem ekki falla beinlinis í kramið hjá kristnum guðfræðingum: „Trúðu á tvennt í heimi/ tign sem æðsta ber/ Guð í alheimsgeimi/ Guð í sjálfum þér.“ Þetta fellur nákvæmlega saman við heims- mynd og skoðanir heiðinna og þetta finnst kristnum mönnum góð kristni. Ég ætla ekki að draga úr því, þeim er þá kannski viðbjarg- andi. Nú ert þú sjálfur Reykjavíkurgoði Er tak- markið að endurreisa hina fornu goðorðaskip- an og fara í samkeppni við kirkjuna um sálir íslendinga? Ein af fáum reglum sem félagsmönnum ber að fara eftir er að trúboð er ekki æski- legt enda talið óþarft. Þeir sem eru ásatrúar rata inn í félagið fyrr eða síðar eða era bara fyrir utan félagið. Það skiptir engu máli þótt skemmtilegra sé að hafa alla saman. Þar sem við eram flestir á suðvesturhom- inu er ekki grandvöllur fyrir goðorðum um allt land. Það er samt ætlunin að taka miða við goðorðakerfið þegar nógu margir era gengnir í félagið. Ásatrúarmenn vilja að trúarbrögðin komi neðan frá, gagnstætt trúarbrögðum eins og kristninni þar sem kornið er upp kerfi þar sem páfi eða biskup era efstir o.s.frv. en söfnuður- inn allra neðstur. Við lítum svo á að goðinn sé fremstur meðal jafningja. Hverjir myndir þú segja að ættu erindi í félagið, allir heiðingjar? Fyrst og fremst þeir sem era ásatrúar og vilja styrkja þá vætti sem búa í náttúranni en auðvitað eru allir heiðnir menn velkomnir. Við getum tekið dæmi um ein þau erlendu trúarbrögð, sem hafa komið upp hin síðari .ár sem er búddisminn. Hann er upphaflega ein grein af hindúasið sem er svipuð ásatrú en þeir hafa farið aðrar leiðir vegna þess að þeir eru Indverjar og búa í ólíku landi og við öðravísi sambúð við náttúraöfiin en Islending- ar. Hjá Indveijum og okkur er guðdómurinn einn en leiðirnar að honum óteljandi enda varla í mannlegum mætti að gleypa hann allan í einum bita. Búddisminn er einhvers- konar siðbót á Indlandi, afturhvarf til einfald- ari trúarbragða og það skyldur ásatrú að ég sæi ekkert því til fyrirstöðu að búddistar væra hluti af okkar félagi. Ég tel heldur ekkert mæla gegn því að menn sem fallast á siðareglur ásatrúarmanna og afstöðu til náttúrannar, þótt þeir geti ekki af „intelektual" ástæðum fallist á persónulega guði, geti verið meðlimir í félaginu. Við ása- trúarmenn eram það umburðarlyndir að það endar kannski með því að við verðum orðnir að minnihluta í félaginu. Þótt Ásatrúarfélagið sé ekki hefðbundið trúfélag hefur það eins og kunnugt er upp á að bjóða hjónavígslur, unglingavígslur og nafngiftir en hvað með útfarir? Félagið er trúfélag í öndverðri merkingu við kristið trúfélag. Það er trúfélag vegna þess að fiöldi manna er ásatrúar og samein- ast í félaginu. Hjá hinum eru menn kristnir því þarna er kirkja og kerfi sem skráir menn sjálfkrafa er þeir fæðast. Við höfum aðallega tekið að okkur hjónavígslur eins og kunnugt er en það er einnig að sjálfsögðu skylda fé- lagsins að greftra fólk, en það er nú lítið um að ásatrúarmenn deyi þótt það eigi sjálfsagt eftir að'breytast. Hefur ásatrúarútför átt sér stað? Það hefur aldrei farið fram hrein ásatrúar- útför eða greftrun verið framkvæmd af goða. Ásatrúarmenn eru ákaflega tillitssamir og hafa yfirleitt ekki gert ráðstafanir til að vera greftraðir að okkar sið. í öðrum tilfellum hafa komið upp deilur um líkið því samkvæmt íslenskum lögum erfa aðstandendur líkið eins og annað jarðneskt góss og því ekki auðvelt að ráðstafa skrokk sínum. En svo ég hrósi nú kirkjunni fyrir það sem hún á skilið, þá kom það fyrir að ásatrúarmað- ur sem lést og hafði skilið eftir nákvæm fyrir- mæli var jarðsunginn af presti í Fossvogskap- ellu. Vora þar söngvar sparaðir eins og segir í siðaskrá okkar og las prestur upp úr Háva- málum og Völuspá í stað Biblíunnar. Bæði heiðnir og kristnir er viðstaddir voru athöfn- ina vora sáttir við þetta. Það er því best að ég lofí í lokin að þegar meirihluti íslendinga verður brðinn ásatrúar og aðeins hundrað kristnir eftir þá sé ekkert sjálfsagðara en að gera það sama fyrir þá. II LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.