Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Qupperneq 2
STEINUNN ÁSMUNDS-
DÓTTIR
Dísyrdi
-brot-
IV
Þú snertir mig alls staðar
um mig flæðir algleymi
varir mætast
jafnt í kyrrð sem ofsa
á millum sálna okkar
er strengur
svo styrkur
að orða er ekki þörf
líf okkar samofið
gulli og silfri tilfinninga
tár, angur og unaður
í ólgandi röst.
V
Manstu að mig dreymdi
ég hjúfraði mig
undir stórum, fiðruðum væng,
kúrði mig í hlýtt myrkrið?
Held það hafi verið þú
sem mig dreymdi.
Jú — ég fann það sterkt
þegar þú luktir mig örmum.
Þannig líður inér líka
þegar þú heldur utan um mig
á nóttunni.
Svona eins og undir stórum
hlýjum og traustum væng.
VII
Ég skal segja þér vinur
hvernig þetta er allt saman.
Gefðu mér fjóluvönd
gefðu mér kinnhest
og þú færð mig og missir
í sömu andrá
hatar mig
en getur ekki gleymt mér
vegna þess þú elskar mig.
Gættu þess bara
að þú getur aldrei
eignast mig.
Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. Ljóöiö
er brot úr stærri bálki úr nýrri Ijóðabók
sem eínnig heitir Dísyrði. Forlagið Goðorð
gefur út.
STEINÞÓR JÓHANNSSON
Garðyrkju-
maðurinn
Langanir, þrár,
hvatir og fýsnir umlykja
hug minn í þinn garð.
Svo er sagt að fólk eigi
að rækta garðinn sinn.
Þegar ég vökva, slæ og snyrti
langanir, hvatir og fýsnir
huga míns
finnst mér grasið
enn grænna hinum megin.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins;
hún ber heitið „Eigum viö" og útgefandi
er ísafold. Daði Guðbjörnsson listmálari
hefur myndskreytt bókina.
Skammdegisganga austur
í Grímsnes fyrir 83 árum
Ferð sú er hér verður sagt frá
hófst í Reykjavík hinn 8.
desember 1909, en þá var
ég 17 ára. Ég hafði fengið
leyfi föður míns til þess að
læra sund, en í þá daga
var Reykjavík eini staður-
inn á landinu þar sem
sundkennsla fór fram. Sundkennari var þá
Páll Erlingsson. Ég dvaldi mánaðartíma í
Reykjavík við sundnámið, jafnframt var ég í
kvöldskóla Ásgríms Magnússonar. Nú var
farareyrir minn þrotinn og var því ekki um
annað að ræða en að halda heim.
Foreldrar mínir bjuggu þá í Vatnsholti í
Grímsnesi og er það 90-95 km vegalengd
frá Reykjavík. Ekki var um annað að ræða
en að fara gangandi. Ég ákvað að leggja af
stað frá Reykjavík að morgni þess 8. desem-
ber og fara Mosfellsheiði. Ég hafði daginn
áður hitt mann frá Skógarkoti í Þingvalla-
sveit, sem ætlaði af stað austur þennan dag
og talaðist svo til að við yrðum samferða.
Hann var gangandi eins og ég. Ég var nú
orðinn svo auralaus að ég gat ekkert' keypt
mér í nesti. Ég átti ekki í buddunni nema
tvær krónur og var það tæplega fyrir nætur-
greiða þar sem við urðum að gista. Ekki
hafði ég annað hlífðarfata en svokallaðan
stormjakka, sem þá var algengt að vera í
utan yfir vaðmálsjakka. Við lögðum af stað
frá Reykjavík laust eftir hádegi og var ákveð-
ið að gista í Miðdal í Mosfellssveit.
Veður var gott, þýðviðri og úrkomulítið.
Við komum að Miðdal í rökkurbyrjun og feng-
um þar gistingu. Morguninn eftir þótti mér
vissara að vita hvað ég skuldaði fyrir mat
og rúmið kvöldið áður, áður en ég færi að
biðja um mat um morguninn, kostaði þetta
tvær krónur og gat ég greitt þær, en hafði
svo engan eyri eftir til þess að geta keypt
mat um morguninn. Samferðamaður minn
var víst ekki eins illa staddur fjárhagslega
og ég, því að hann fékk sér vel að borða.
Húsmóðirin í Miðdal undraðist að ég skyldi
ekki fá mér mat líka, en ég þóttist ekki hafa
lyst á að borða svo snemma að morgni. Mun
hún þá hafa haldið að ég hefði matarbita
með mér, en svo var ekki. Var ekki laust við
að ég öfundaði samferðamann minn, því auð-
vitað hafði ég fullkomna matarlyst.
Frá Miðdal fórum við í birtingu og lögðum
á Mosfellsheiði. Var þá veður þannig að útlit
var fyrir slyddu eða snjókomu, enda fengum
við bleytusnjó er við komum austur undir
Sæluhúskofann, sem er á miðri heiðinni. Þar
hvíldum við okkur um stund en hvorugur tók
upp nesti, því nú vorum við báðir jafnir að
Nú er rennt á tæpri
klukkustund úr Reykjavík
og austur í Grímsnes, ef
ekkert er að færð. Erfitt er
að ímynda sér hvað sú ferð
útheimti mikið þrek og
kjark áður en vegir og bílar
komu til sögu.
Unglingurinn úr
Grímsnesinu, sem hér segir
frá, hafði verið að læra sund
í Reykjavík og varð að
komast á eigin spýtur heim,
skammdegið grúfði yfir og
allra veðra von. Auðvitað
var það ekki annað en flan
og ungs manns
fyrirhyggjuleysi að leggja í
þessa för nestislaus — en
aurarnir voru búnir. Stefán
Diðriksson, síðar bóndi á
Minniborg, slapp samt
lifandi frá þessari raun - og
seinna skráði hann ferðina
sjálfur.
Stefán Diðriksson.
hafa ekkert nesti með okkur. Nú dreif niður
snjómuggu og versnaði færð, óðum við krap-
ið í ökla og urðum því rennblautir í fæturna,
því við vorum í heimagerðum leðurskóm eins
og Jþá gerðist.
Eg þekkti vel Gjábakkahjónin Hallmund
Eiríksson og Margréti konu hans og var ég
ákveðinn í að komast þangað um kvöldið. Þá
er við komum austur á móts við Skógarkot
var orðið aldimmt, mun klukkan þá hafa ver-
ið um 6 e.h. Vildi samferðamaður minn að
ég kæmi heim með sér og yrði þar um nótt-
ina, enda var allmikil snjódrífa og veðurútlit
ekki gott. Ég þóttist vel rata að Gjábakka
og kvaddi samferðamann minn og hélt af
stað. Gekk mér vél austur fyrir Hrafnagjá,
en er þangað kom var snjórinn orðinn það
mikill að ég tapaði veginum, enda var nú
orðið aldimmt. Var ég í tvo klukkutíma að
villast frá gjánni að Gjábakka og þegar ég
loksins komst þangað var klukkan farin að
ganga níu um kvöldið.
Ég þóttist nú hólpinn er ég var kominn til
kunningjafólks. Hugði ég gott til þess að fá
nú að hvílast vel og fá nóg að borða, því nú
var hungrið farið að sverfa að mér, þar sem
ég hafði ekkert nærst frá því kvöldið áður.
Ég kvaddi dyra og Hallmundur kom út. Ég
heilsaði honum og baðst gistingar, hann kvað
mig ekki sækja vel að heimilinu, því að þar
lægju allir í mjög slæmri blóðkreppusótt,
hann yrði að reyna að vera á fótum þó hann
væri sárlasinn. Samt sem áður taldi hann
alveg ófært fyrir mig að fara lengra, en til
þess að forðast að ég bæri veikina með mér
heim og veiktist sjálfur taldi hann öruggast
að ég reyndi að hreiðra um mig í auðum fjós-
bás hjá kúnum, þar væri hlýja og myndi ég
geta sofið þar eitthvað.
Við þessi tíðindi brá mér mjög og kom
nokkurt hik á mig hvað ég ætti nú að gera.
Ég spurði hann hvort ekki myndi óhætt að
hann gæfí mér sýrublöndu að drekka, ekki
ætti hún að smita mig. Hann bjóst við að það
væri óhætt. Þá er ég hafði drukkið nægju
mína hresstist ég allvel og fann ekki eins til
hungurs.
Ég fór með Hallmundi í fjósið, hann mjólk-
aði fulla könnu handa mér, náði í fullt fang
af heyi og fleygði í auða básinn og sagði
mér að hvílast þar um stund, helst til morg-
uns. Ég lagði mig þar og var hvíldinni feg-
inn. Ekki var Hallmundur lengi með fjósverk-
in því ekki voru kýmar margar, líklega tvær
til þijár.
Féll nú kyrrð yfir. Ég hugsaði ráð mitt,
ætti ég að sofna eða drífa mig áfram austur
að Laugarvatni? En ekki ríkti kyrrðin lengi,
ég fór að heyra smáþrusk í kringum mig og
fljótlega skyldi ég að mýs voru þarna á sveimi.
Ég þurfti þá ekki lengri umhugsunarfrest en
spratt upp og ákvað að halda áfram. Nú birti
um stund í lofti og sá til tungls, sem þá var
nýkomið upp. Ég vissi að tunglsbirta myndi
aukast ef ekki héldi áfram að snjóa. Ég ákvað
að halda áfram í trausti þess að ég myndi
geta haldið götunum austur í Barmaskarð
og farið svo með fjöllum austur að Laugar-
vatni. Ég bjóst við að götumar væru ekki
orðnar fullar af snjó, því að þær eru mjög
djúpar, en ekkert hafði skafið því frost var
vægt og blautur snjórinn. Lét ég nú Hall-
mund vita að ég væri ákveðinn í að fara.
Hann dró úr mér með að halda áfram sem
hann gat, en ekkert stoðaði. Ég kvaddi hann
með þökkum og hélt af stað. Ég reyndi að
finna götumar austur af Laugarvatni en þær
vom fullar af snjó og ekki hægt að halda
þeim. Éljagangur var en tunglskinsglæta á
milli og paufaðist ég áfram og sá loks glitta
í Arnarfell, ég var alltof sunnarlega. Ég hafði
einu sinni farið þetta áður og þekkti því fjöll-
in. Ég breytti því um stefnu.
Eftir langa göngu er ég kominn fast að
Dímon. Nú er ég kominn of norðarlega hugs-
aði ég. Ég mundi frásögn um piitinn frá Mið-
dal í Laugardal, sem sendur var til Reykjavík-
ur að sækja varning til jólanna. Hann kom
síðast að Gjábakka og spurðist svo aldrei til
hans meir. Skyldi fara eins fyrir mér? Ég sat
þama um stund og reyndi að átta mig vel á
stefnunni. Nú reið á að finna Barminn. Reyð-
arbarmur er hraunrani sem gengur til suðurs
meðfram Laugarvatnsvöllum að vestan. Ég
hvíldi mig þama um stund en gætti þess að
sofna ekki. Ég var löngu farinn að iðrast
þess að þiggja ekki gistingu í Skógarkoti og
afdrif piltsins sóttú mikið á hugann. Hóf ég
nú gönguna á ný. Undir morgun sá ég loks
móta fyrir Barminum og nú fór smátt og
smátt að birta en ég kom að suðurenda Reyð-
arbarms. Þama hvíldi ég mig um stund. Nú
tók ég þá ákvörðun að fara ekki að Laugar-
vatni heldur reyna að fara beina línu austur
Lyngdalsheiði að Neðra-Apavatni. Þó ég væri
bæði þreyttur, svangur og syfjaður fylltist
ég bjartsýni og lagði nú ótrauður á heiðina.
Kristín móðursystir mín sem ég hélt til hjá í
Reykjavík gaf mér poka með bijóstsykri til
að gefa systkinum mínum þegar ég kæmi
heim. Nú var ég farinn að fá mér mola og
mola og hélt því áfram austur heiðina. Það
hressti mig heldur. Mig minnir að klukkan
hafí verið um eitt þegar ég kom að Neðra-
Apavatni. Þar var mér ástúðlega tekið að
venju og hlustað með athygli og alvömsvip
á ferðasögu mína. Nú var mér borinn matur
og síðan drifinn niður í gott rúm. Þama svaf
ég svo í 4-5 tíma. Þegar ég mmskaði og
ætlaði að fara heim í Vatnshplt var ekki
nærri því komandi, enn meiri matur og hvíld
og svo var spilað við systkinin um kvöldið.
Svaf ég svo þama um nóttina og hélt heim
til mín að morgni. Þar með er þessi ferðasaga
á enda.
Það ér af sögumanninum, Stefáni Diðriks-
syni, að segja að hann varð svo lánsamur að
setjast í gagnfræðadeild Flensborgarskóla
tveimur árum eftir að þessi atburður gerðist.
Lauk hann gagnfræðaprófi þaðan.
Heim í sveit sína? Grímsnesið, fór Stefán
að loknu prófí og gerðist fljótlega kennari í
sveitinni. Hann kenndi þar til hann varð kaup-
félagsstjóri við kaupfélagið á Minniborg, og
síðar bóndi og oddviti þar. Einnig kenndi
hann á námskeiðum fyrir Ungmennafélagið
Hvöt þar í sveit og þá sérstaklega glímu.
Ekki var aðstaða til sundkennslu um þetta
leyti í sveitum. Stefán var góður glímumaður
og vann oft til verðlauna, m.a. fyrstu verð-
laun á móti á Þjórsártúni árið 1922 og önnur
verðlaun á móti hjá UMFÍ í Reykjavík sama
ár. Stefán tók að sér margvísleg félagsmála-
störf í sveit sinni og var lengi virkur félagi
í Ungmennafélaginu Hvöt. Þessir fyrstu fé-
lagar í Hvöt höfðu mikinn áhuga fyrir skóla-
málum sveitanna, enda varð Stefán einn af
frumkvöðlum að stofnun Héraðskólans að
Laugarvatni og í byggingamefnd. Hann lagði
mikið á sig við flutninga og útvegun á efni
til skólans. Til gamans læt ég hér á blað
hvemig Stefán fór að því að fjármagna veru
sína í skólanum. Ögmundur skólastjóri í
Flensborg hafði verið. beðinn að útvega for-
mann á bát sem gerði út frá verstöð sem var
í Seley, en það er eyja úti fyrir Reyðarfirði.
Skólastjórinn leitaði til þriggja nemenda sinna
með þetta og vom þeir allir kallaðir í viðtal
til útgerðarmannsins. Svo talaðist til að Stef-
án tæki þetta að sér. Má það heita þó nokk-
ur dirfska þar sem Stefán hafði aldrei á sjó
komið og var aðeins um tvítugt þegar þetta
gerðist, en allt fór þetta vel. Ég held að hann
hafi alltaf verið dálítið stoltur af sjómennsku
sinni í Seley.
Stefán var næstelstur átta systkina, barna
Diðriks Stefánssonar bónda í Vatnsholti í
Grímsnesi og konu hans, Ólafar Eyjólfsdótt-
ur. Stefán gifti sig haustið 1920 Ragnheiði
Böðvarsdóttur frá Laugarvatni og lifir hún
mann sinn. Faðir minn, Stefán Diðriksson,
hefði orðið 100 ára 15. desember nk. ef hann
hefði lifað, en hann lést 18. janúar 1957 að-
eins 65 ára að aldri.
ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR