Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 3
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON ImI @ ® (ol (u! 0 S! E H ®® Œ1 ® ® Útgefandi: Hf. Átvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Örkin Merki og tákn trúarinnar er heiti á grein, sem Davíð Erlingsson hefur þýtt og flallar um sátt- málsörkina, sem Móses tók við úr hendi Guðs og er síðan helgigripur bæði í gyðingdómi og kristinni trú. Þessi ógnarlegi gripur, sem hafði mátt út af fyrir sig, gat valdið sjúkdómi og jafn- vel dauða, er nú týndur og veit enginn fyrir víst, hvar hann er niður kominn. Laxdæla hefur göngu sína í Lesbók með þeim hætti, að Búi Kristjánsson, teiknari hefur gert myndasögu eftir bókinni og birtist ein síða í hvert skipti. Það mun taka ár eða liðlega það að birta alla röðina. Forsídan Forsíðumyndin er úr sýningu Þjóðleikhússins á My Fair Lady, sem frumsýnd var á annan jóladag og sýnir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í hlutverki Elísu, ásamt félögum úr Þjóðleikhúskómum í hlut- verkum gesta á veðreiðum. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikmynd er eftir Þórunni S. Þorgríms- dóttur en búningar eftir Maríu Roers. Tónlistar- stjóri er Jóhann G. Jóhannsson, en lýsingu gerði Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Hjálmars- slódir Leyfar bæjarins í Bólu hafa verið jafnaðar út, en rútubíll og óhijálegur skúr gegna hlutverki sumarbústaða. Smekkleysið æpir á vegfarand- ann. Blaðamaður Lesbókar skrifar minnispunkta frá liðnu sumri fyrir norðan, þar sem leiðin lá um slóðir Hjálmars Jónssonar, allt frá Hallanda við Eyjafjörð til beitarhúsanna frá Brekku. Flug vatnsins Haustkvöld í dalnum. Heiðríkja. Tunglskin og logn. Og hópar álfta á vatninu fara að syngja. í húminu stend ég heima á sölnuðu túni er himinskjöldurinn rís yfir Seyðishóla og hlýði í leiðslu. Ó hvílíkur söngur á vogum, ó hvílíkar raddir að flétta kynlega tóna. Eg veit ekki hversu lengi ég legg við hlustir í logni og stillu þessa haustmilda kvölds, í birtu skjaldarins bleika við Seyðishóla sem baðar nakin kjörrin, vatnið og engin. En snögglega lyftist hver vængur á víkum og ál sem verði þeir allir að gegna dulinni skipan — hver vængur, hver tónn. Á túninu fer um mig skjálfti, því töfrum sleginn finnst mér sem vatnið rísi með hylji sína og voga í súlu af söng við sameining hundrað radda — að skýlausu boði hins leynda sprota. Og hefjist á hvítum vængjum til himinskauta í tunglsljósi og stjörnudýrð! Ólafur Jóhann Sigurðsson, 1918-1988, var frá Torfastöðum í Grafn- ingi, en bjó lengst ævinnar í Reykjavík. Hann var skáldsagnahöfund- ur, en sneri sér í vaxandi mæli að Ijóöagerð á síðari árum. Bók- menntaverðlaun Noröurlandaráðs hlaut hann 1976. Við strákamir V'ð konur látum gjaman í veðri vaka, að við ráð- um ekki því sem við vilj- um ráða, við séum áhrifalitið afl í karla- samfélagi, þar sem karlamir séu stjórar, stýrimenn og stoðir þjóðfélagsins í einu og öllu. En er það raun- verulega svo? Stundum finnst mér sem við konur getum með réttu kvartað yfir ýmsu þegar karlamir eru annars vegar. Þar á ég einkum við hin lokuðu karlakerfi, sem meina konum aðgang, þar sem passað er upp á það með samtryggingu karlaveldisins, að halda konunum skör neðar, og sérstaklega að gæta þess að konur seilist nú ekki til valda og áhrifa „á kostnað" karlanna. Þessa tegund valdabaráttu karla, eða öllu heldur valdaviðhalds karla, nefna Bretamir „Old Boy Network", og telja sig hafa sannað það með könnunum, að sá þröskuldur sem kon- ur eiga hvað erfiðast með að klofa yfir á framabraut sinni, er einmitt „Old Boy Netw- ork“. Konur hér á landi eru sjálfsagt náskyldar kynsystrum sínum í Bretlandi og má ugg- laust segja með nokkmm sanni að það séu ekki heimilisstörfin, eða skortur á dagvistar- plássum sem hindri starfsframa kvenna á Islandi, heldur samtrygging karlanna á hveijum vinnustað fyrir sig. Hveijir þekkja ekki „karlaklúbbana" á hvaða vinnustað sem er? Hvaða kona hefur ekki gengið fram á eða inn á karlafund á sínum vinnustað, þar sem raddir þögnuðu og við tók þolinmóð þögn, þar til konan hafði lokið erindi sínu, hafi hún verið svo lánsöm að eiga erindi á annað borð? Karlar fyllast auðvitað heilagri vandlæt- ingu við áburð sem þennan og þræta fýrir fram í rauðan dauðan. „Við strákarnir emm ekki þannig", segja þeir sem hvað heilagast- ir em til andlitsins, en innst inni vita þeir auðvitað sem er, að þama era þeir í örvænt- ingu að veija sín síðustu vígi. En svo fullrar sanngimi sé nú gætt, má þá ekki segja að körlunum sé hálfgerð vor- kunn? Ég hallast að því að þeim sé vor- kunn, og að þeir eigi að fá að halda ein- hveiju af titlum sínum og forfrömun í starfi umfram okkur konur, einfaldlega vegna þess að þeir þurfa virkilega á því að halda. Karlarnir era langt því frá jafn ráðandi afl í íslensku þjóðfélagi í dag og þeir vilja í mörgum tilvikum gefa til kynna, og það era ákveðin takmörk fyrir því sem hægt að bjóða hinni svokölluðu „karlmannsímynd". Tökum kjama íslensks þjóðfélags, fjöl- skylduna sem dæmi: Á heimilinu er það samkvæmt því sem ég best þekki til konan sem mestu ræður, stundum jafnvel öllu. Hún ræður útliti heimilisins; hún stýrir inn- kaupum; hún er ríkjandi aðilinn í barnaupp- eldinu; hún meira að segja velur sér og manni sínum eða sambýlismanni, vini og aðra þá sem helst er blandað geði við. Lítum á fjölskyldu þar sem foreldrar eiga til dæm- is tvo syni og tvær dætur. Öll bömin eru gift, eða komin í sambúð. Hveijir era það svo sem rækta foreldrana best? Heimsækja þau, bjóða þeim til sín og gæta þess að þau verði nú ekki afskjpt, þegar þau nálgast efri ár? Það era dætumar. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að dætumar velja að rækta eigin foreldra og treysta fjöl- skylduböndin. En hvað með synina? Lítið bara í eigin barm, lesendur góðir. Ef þið erað karlkyns, og kvæntir eða komnir í sambúð, þá hljótið þið í flestum tilvikum að geta svarað spumingu um það hvort þið heimsækið nú oftar foreldra ykkar eða tengdaforeldra, á þann veg að þið heimsæk- ið tengdaforeldrana oftar - ekki satt? Og hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, það er vegna þess að konur ykkar hafa valið fyrir ykkur og þið fylgið konunum. Hvemig skyldi nú standa á þessu? Er ástæðan einungis sú að konur séu svona ráðríkar? Nei, það held ég ekki. Ég held að það sem búi að baki sé miklu frekar það, að konur era skylduræknari en karlar, þær era einnig trygglyndari og meiri tilfinn- ingaverar en karlar. Þess vegna líta þær á það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut að rækta ljölskyldubönd og styrkja og þá er ósköp skiljanlegt, að þær horfi meira til eigin fjölskyldu, en þeirrar sem þær með hjónabandi hafa tengst. Mismunin sem fjöl- skyldur sonanna verða fyrir, af þessum sök- um, er tilkomin vegna þess að þeir búa hvorki yfir viljastyrk né tilfinningalegri skyldurækni til þess standa uppi á hárinu á konum sínum, og gæta þess að þeirra fjölskyldur verði ekki afskiptar, heldur þyk- ir þeim auðveldara að láta konumar ráða í þessum efnum og þar með að bera alla ábyrgð á þessu sviði. Líklega gegnir sama máli um vinatengsl og ijölskyldutengslin. í flestum tilvikum sem ég þekki til, eru það æskuvinkonur eiginkon- unnar, ásamt mökum þeirra, sem eru uppi- staðan í gamla vinahópnum sem viðkom- andi par umgengst, en ekki æskuvinir karl- anna, ásamt eiginkonum þeirra. Karlarnir, ef þeir á annað borð kjósa og fá frelsi til að rækta og viðhalda vinskap frá bemsku- og æskuáranum, þá gera þeir það miklu fremur í því formi að „við strákamir ætlum að hittast", en að um biandaða fundi beggja kynja sé að ræða. Konumar umbera þetta líka og geta alveg séð í gegnum fingur sér við karlana, að þeir skreppi einu sinni á ári eða svo út á lífið sarnan og verði aftur „strákar“, enda vita þær sem er, að þessi fortíðarhyggja varir ekki lengi og fellur í dvala í heilt ár, eða svo, eftir útrás einnar kvöldstundar. Þegar ég skoða málin í þessu ljósi, þá verð ég að viðurkenna, að ég get ósköp vel skilið tilhneygingu aumingja karlanna til þess að mynda „Old Boy Network" á vinnu- stöðum. Hinn meðvitaði og opinberi tilgang- ur slíkra karlaklúbba, ef karlarnir á annað borð viðurkenna tilvist þeirra, er auðvitað sá að veita skemmtun og félagsskap kyn- bræðranna. Sennilega er upprani slíkra kar- laklúbba alveg náskyldur öðrum karlaklúbb- um, sem eiga þó að vera afskaplega göfug- ir, að minnsta kosti í augum klúbbfélaga. Þar á ég við klúbba eins og Frímúrararegl- una, Oddfellóa, Kiwanis, Rotary, Lions og hvað þau nú heita öll þessi „Old Boy Netw- ork“. En hinn ómeðvitaði tilgangur (ég segi það nú bara af einskærri góðmennsku í garð karlanna) er sá að bindast samtrygg- ingarböndum, til þess að hefta frama og framsókn kvenna í starfi, eða að halda þeim að minnsta kosti í skefjum, þannig að þær hrifsi ekki til sín völdin opinberlega einnig - þær sem öllu ráða sem þær vilja ráða, a.m.k. á bak við tjöldin. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.