Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 6
Minnispunktar að norðan II Grasið grær yfir spor Hjálmars ferð um Norðurland verður mér stundum hugs- að til skálda, sem tengjast bæjum og sveitum. Hvort svo verður í huga þeirra sem erfa land- ið er vitaskuld óvíst, og kannski ólíklegt; það fennir í öll þessi spor. Við Sunnlendingar virð- Nú er raunalegt að koma heim að Bólu. Tóftir bæj- arins þar sem Hjálmar bjó hafa verið vandlega sléttaðar út, en skúr og rútubíll gegna hlutverki sumarbústaða að því er virðist. Minnisvarði á leiði skáldsins í Miklabæ- jarkirkjugarði. umst vera fátækari af skáldum. Ég man ekki til að bæir eða sveitir á Suðurlandi tengist skáldum nema að óverulegu leyti. Þó Tómasi hafi nýlega verið reist minnis- merki á Efri-Brú, þá var hann alla tíð Reykjavíkurskáld en ekki Grímsnesingur. Sama má segja um Ólaf Jóhann úr Grafn- ingnum. Og þótt Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur skólaskáld Guðmundsson væru fæddir í Rangárþingi, þá var lífsstarf þeirra ekki þar. Helzt að Guðmundur Daníelsson sé undantekning; Holtamaðurinn flutti aldr- ei vestur yfír Ölfusá. Ættfróðir menn segja hinsvegar, að Sunnlendingar hafi lagt þjóð- inni til mun fleiri myndlistar- og tónlistar- menn en aðrir fjórðungar. Á Akureyri verður manni hugsað til manna eins og Davíðs frá Fagraskógi og Heiðreks frá Sandi, sem báðir áttu þar heima; að ógleymdum Matthíasi Jochums- syni. Þegar farið er vestur á bóginn, liggur leiðin framhjá Möðruvöllum, þar sem Bjarni amtmaður sat á sínum kalda „hefðartindi" og orti. Norðar með fírðinum er Fagriskóg- ur, fæðingarbær Davíðs, sem stóð honum alla tíð hjarta nærri. Þegar sveigt er vestur á bóginn verður Ytri Bægisá á vinstri hönd og maður íhugar hvort Jón skáld Þorláksson hafí setið inni í baðstofu, eða kannski uppi í þessum fögru hlíðum, þegar hann snaraði Paradísarmissi Miltons á íslenzku. Litlu vestar er Hraun í Öxnadal á hægri hönd; bær sem í hugum allra nema kannski þeirra sem þekkja engan eldri en Bubba Morthens, mun tengjast nafni Jónasar Hallgrímssonar. Þó listaskáld- ið hyrfí ungt á aðrar slóðir, er sumt af því sem Jónas orti svo nátengt bemskuslóðum hans, að hann tengist Öxnadalnum ekki síð- ur en Kaupmannahöfn. Það eru pólamir tveir í lífí hans; Reykjavík var aðeins við- komustaður og hann hafði að sögn litlar mætur á hinum hálfdanska höfuðstað. Áhugi skálda og fræðimanna hefur uppá síðkastið beinst að Jónasi í auknum mæli og menn halda áfram að velta fyrir sér hin- um ótímabæra dauðdaga skáldsins, síðast í sjónvarpsleikriti nú um jólin. Bæjarnafnið Hraun er í fljótu bragði undarlegt á þessums stað; hér er ekkert hraun eftir venjulegri skilgreiningu. Á þess- um slóðum hefur það aðra merkingu. Það er ljóst, að einhvemtíma hefur hluti fjalls- ins, framan við Hraundrángana, hrunið nið- ur. Feiknarleg skriða hefur hlaupið fram og stöðvast neðarlega í hlíðinni, rétt ofan við bæinn á Hrauni. Að öllum líkindum hefur þetta staðið { sambandi við jarð- skjálfta, en skriðuhlaup af þessu tagi em nefnd hraun hér um slóðir. FÓTSPOR HJÁLMARS Allt frá Eyjafirði og vestur yfír Skaga- Qörð er maður á slóðum Bólu-Hjálmars. Þótt 118 ár séu liðin frá því hann féll frá, saddur lífdaga, hefur mosagróður gleyms- kunnar jafnvel síður sezt á kveðskap hans en sumra annarra skálda, sem em þó mun nær okkur í tímanum. Það er ómögulegt að fara um Blönduhlíðina án þess að hugsa til Hjálmars. En slóðir hans vom víðar, bæði í Eyjafirði og Skagafírði; þar á meðal í mikilli afskekkt innarlega í Austurdal, þar sem býlið Nýibær stóð á sléttri gmnd við Jökulsá eystri. Fyrir 20 árum fór ég fótgangandi þangað inneftir frá Ábæ í Austurdal, þar sem kirkja stendur ein húsa og hefur til þessa verið messað í henni einu sinni á sumri. Frá Ábæ inn að Nýjabæ liggur leiðin eftir vallgrónum reiðgötum, sem klaufir og hófar hafa mark- að í svörðinn; sumstaðar em margar hlið við hlið. En nú er gróið yfír þessi-spor. Mér fannst áhrifamikið og eftirminnilegt að koma að Nýjabæ eftir klukkustundar gang frá Ábæ á sólríkum sumardegi. Þó komst ég ekki alveg að rústum Nýjabæjar, eða því sem eftir er af þeim á eyrinni við Jökulsá. Þarna rennur þverá útí hana og hún var svo vatnsmikil, að ég gugnaði á að vaða yfír. En það var ljóst, að þarna var ekki búsækiarlegt; raunar er hér komið inn á afrétt. Engin mannvirki sjást utan rústin af Nýjabæ og engin hjóð heyrast nema kvak fugla og niðurinn í ánum. Hjálmar og Guðný kona hans höfðu byrj- að bústap á Bakka í Öxnadal, en fluttust eftir skamman tíma að Nýjabæ. Sá búskap- ur endaði með því, að þau voru nánast flæmd þaðan í burtu af yfirgangsmönnum, sem Hjálmar taldi að sætu um líf sitt. Draugur- inn Nýjabæjar-skotta var heldur ekkert lamb að leika sér við. Leiðin lá næst að Bólu. Enda þótt Hjálmar hataðist við Akra- hrepp og marga nágranna sína í Blönduhlíð- inni, hefur hann líka átt þar sínar góðu stundir. Ekki sízt þegar hánn var vinnumað- ur á Silfrastöðum og varð ástfanginn af heimasætunni á Uppsölum, sem raunar var frænka hans; þau voru systraböm. En slóðir Hjálmars ná raunar miklu aust- ar; þær byija austanvert við Eyjafjörð og 19. öldin var ekki gengin í garð; eftir þijú ár getum við haldið uppá 200 ára afmæli Hjálmars. Bærinn Hallandi blasir við utan í Vaðlaheiðinni frá Akureyri; fæðingarstað- ur Hjálmars. Sjálfur hefur Hjálmar ort um göngu vinnukonunnar Hallands-Möngu, sem bar sveininn þaðan nýfæddan, „herðadranga viður sinn“, til Sigríðar á Dálkstöðum. Sá bær sést líka frá Akureyri, norðar með firðinum. Þrautagangan var A leið inn með Jökulsá inn að Nýjabæ, þar sem þau Hjálmar og Guðný bjuggu, bæði í blóma lífsins, en næstum inni á afrétti og jafnvel þar var átti Hjálmar í útistöðum við nágranna - og draug. Akratorfan í Blönduhlíð og hvítir rúllul aldarfjórðung. hafínn „fram á stranga húsganginn". Ungl- ingsárin var hann á ýmsum bæjum svo sem í Miðvík í Laufássókn og Dagverðareyri, Blómsturvöllum, Ytra Krossanesi og Lög- mannshlíð vestanvert við fjörðinn; þá farinn að skaprauna mönnum með kersnisvísum. En eitthvað togaði Hjálmar vestur yfír Öxnadalsheiðina og þar eru slóðir hans umfram allt; í Nýjabæ, á Bólu og á Minni Ökrum, nyrst í Blönduhlíðinni, þar sem hann átti raunar heima í aldarfjórðung og mun lengur en í Bólu. Ævina endaði hann allslaus og örvasa í beitarhúsum frá Brekku. Það var á fögrum sumardegi, 25. júlí 1875, og Skagafjörðurinn hefur skartað sínu feg- ursta. I prestþjónustubók Miklabæjarkirkju stendur skrifað, að „Hjálmar Jónsson sveita- rómagi" hafí látizt og verið grafínn 4. ág- úst. Löngu síðar var þessum sveitarómaga reistur veglegur minnisvarði í kirkjugarðin- um á Miklabæ. Kannski hefði hann frekar átt að standa við beitarhússtóftina, þar sem lífsgöngunni lauk. Stæðilegir torfveggir bveitarhúsanna standa enn uppi og sjást snertuspöl frá veg- inum, þegar ekið er frá Varmahlíð og uppá Vatnsskarðið. Tóftin er þögult minnismerki um þrautagöngu Hjálmars gegnum lífíð. Ég kom að beitarhúsatóftinni fyrir 20 árum og gekk þangað aftur í sumar. Hún hefur ekki verið hlaðin úr klömbruhnaus á norðlenzkan máta, heldur gijóti, sem er mun fallvaltara byggingarefni, en stendur samt furðu vel enn. Heilsar seggjum hrörleg þúst holts úr eggjum dregin: Moldarveggja rauðleit rúst rís hér beggja megin. Þessi vísa er ekki um Brekkuhúsin og hún er ekki eftir Hjálmar. Hún er eftir dótt- urson hans, Kristin bónda í Borgarholti í Biskupstungum og ort þegar Kristinn flutt- ist þangað; bærinn þá kominn að falli. Krist- inn hafði erft skáldgáfuna og dóttursonur hans er séra Hjálmar Jónsson á Sauðár- króki, sem hefur erft hana einnig. GENGIÐ HEIM AÐ BÓLU Nýr vegur hefur verið lagður á eyrunum Tóftir beitarhúsanna á Brekku, þar sei virðist þá ekki hafa átt í önnur hús að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.