Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Blaðsíða 8
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Titringur vélhluta þessari grein verður leitast við að útskýra hvað raun- verulega er á seyði þegar talað er um titring í vél- hlutum, hvemig hægt er að mæla hann og áætla áhrif hans á menn og vélbúnað og til hvaða að- gerða er hægt að grípa til að eyða honum. Titring- ur er víða vandamál hér á landi og eru dæmi um það allt frá vinnsluvélum í fram- leiðslulínum til skipa, eins og umræðan um nýju farþegafeijuna Heijólf undanfarin misseri sýnir. Titringur er víða vandamál hér á landi og eru dæmi um það allt frá vinnsluvélum í fram- leiðslulínum til skipa eins og umræðan um nýju farþegaferjuna Herjólf sýnir. Hér er rætt um hvemig hægt er að mæla titringinn, áætla áhrif hans á menn og vélbúnað og hvað er hægt að gera til að eyða honum. Eftir MAGNÚS ÞÓR JÓNSSON og ÞRÖST GUÐMUNDSSON Titringur VÉLHLUTA Vélhlutur er samkvæmt skilgreiningu hlutur sem gerður er úr fjaðrandi efni eins og málmi, ýmsum plastefnum, margskonar postulíni og lagskiptum samsetningum. Öll- um vélhlutum er eiginlegt að sveiflast á svokölluðum eigintíðnum, sem ákvarðast af efnasamsetningu, lögun hlutar, þyngd og undirstöð- um. Lægsta eigintíðni hlutar er í sinni einföldustu mynd reiknuð samkvæmt jöfnunni kallast örvunartíðni. Krafturinn fer síðan út í gegnum undirstöður hjólsins, út í að- liggjandi burðarvirki og dreifist síðan um það. Það kann að hljóma undarlega í eyrum almennings að í nýju skipi eins og Heijólfi séu titringsvandamál. Fólki flnnst að nýtt skip eigi að vera alveg gallalaust. Hlutirnir eru þó ekki alltaf jafn einfaldir og menn ætla. Skipsskrokkur er burðarvirki sem gert er úr mörgum mismunandi vélhlutum. Ef einhver eining burðarvirkisins, t.d. plata í skipsskrokk, hefur eigintíðni sem liggur nálægt örvunartíðni karftsins getur orkan frá kraftinum orsakað óeðlilega mikinn titr- ing í þessum afmarkaða hluta. Þó platan sé gerð stífari og eigintíðni hennar breytt er orkan frá kraftinum F ennþá til staðar í kerfinu. Krafturinn reynir því að finna annan vélhlut sem hefur eigintíðni nálægt örvunartíðninni og losa orkuna þar. Það að ..±11 2n V m Sveifluvaldur. þar sem k er stífni hlutarins og m massi hans. Til að vél- hlutur sveiflist þarf að koma til örvunarkraftur sem kemur honum á hreyfíngu. Þessi kraftur getur myndast á ýmsan máta og er ekki nauð- synlegt að tíðni hans, þ.e. örvunartíðnin, sé nákvæm- lega sú sama og eigintíðni vélhlutarins. Örvunarkraft- urinn kemur í flestum tilfellum frá hlutum sem snúast, t.d. vél, legum, skipsskrúfu, dekkjum undir bfl o.s.frv. Margir kannast við að þegar skipt er um dekk á bflum eru framdekkin oftast jafnvægisstillt. Þessi jafnvægisstilling er til þess ætluð að minnka eða koma í veg fyrir óþarfa titring sem bfl- stjóri fínnur annars í stýri bílsins með því að eyða örvunarkraftinum. En hvað er það sem orsakar þennan titr- ing? Nærtækt dæmi er þvottur í þeytivindu. Ef honum er hent í vinduna hristist hún og skelfur um allt gólf en ef þvotturinn er lagð- ur rétt í vinduna hverfur allur skjálfti. í eftirfarandi dæmi er leitast við að skýra ástæðuna. Mynd 1 sýnir hjól sem snýst um ásinn z með tíðninni f. Ef massi hjólsins er jafn dreifður er massamiðja þess í miðju hjólinu (punkti O) en ef svo er ekki getur massamiðja þess t.d. verið í punkti m eins og sýnt er á mynd 1. Þegar hjólið snýst orsakar þessi hliðrun massamiðjunnar kast á hjólinu vegna krafts F sem hefur stefnu eftir ás sem gengur í gegnum punktana m og 0. Þessi kraftur kallast örvunarkraftur og stærð hans er í hlutfalli við lengdina L. Sú tíðni sem krafturinn hefur í einhveija ákveðna stefnu er jöfn snúningstíðni hjólsins f og Fourier-greining mælingar. 250 I [Hz) Hendur og axlir Sveiflulíkan af mannslíkama. ar milli bílvélar og bflgrindar). Til eru mis- munandi tegúndir púða undir vélar og oft nægir að skipta um eða bæta við þessa púða. Ef krafturinn kemur frá skemmdum vélhlut er best að skipta um hann en ef ekki er hægt að einangra sveifluvaldinn getur verið nauðsynlegt að gera ákveðna hluta burðarvirkisins stífari. Það er því ljóst að það má reyna ýmsar leiðir til að losna við óæskilegan titring. Mælingar á Titringi Hjá vélaverkfræðiskor Háskóla íslands hefur um nokkurra ára skeið verið unnið að rannsóknum er varða sveiflumælingar. Rannsóknunum má skipta í tvennt, annars breyta eigintíðni ákveðins vélhlutar getur því oft flutt vandamálið í stað þess að leysa það. Ef krafturinn fínn- ur engan annan vélhlut til að losa sig við orkuna dreif- ist hún yfír heildarkerfíð og áhrifín verða titringur sem nær yfír miklu stærra svæði en áður og veldur ekki óþæg- indum eða skaða. Hvemig er hægt að losna við titring? Best er að eyða kraftinum F strax í fæðingu með því að jafnvægisstilla hjólið á mynd 1. Jafnvægis- stilling er fólgin í því að bæta massa á hjólið á ákveðnum stöðum þannig að massamiðja þess flytjist yfír í punktinn 0 (þegar þvotturinn leggst út í veggi þeyti- vindunnar í stað þess að vera í kuðli dreif- ist þyngdin af þvottinum jafnt og m færist yfír í 0). Með þessu móti verður L=0 og örvunarkrafturinn hverfur. Jafnvægistilling er þó ekki alltaf möguleg og því þarf að grípa til annarra ráðstafana. Ef krafturinn kemur t.d. frá vél eða togvindu er mögu- leiki að einangra hann frá öðrum vélhlutum með góðum vélaundirstöðum (t.d. mótorpúð- timi [s] Dæmigert safn mæligilda. Hrööun [G] 0,01 0,005 Svæöi C 20 50 100 200 300 500 1000 20003000 Tíöni [snún/mín] Áhrif lóðrétts titrings á standandi mann. Hrööun [G] 1 0,5 0,2 0,1 0,01 0,005 Svæöi A Svæ öi B Svæöi C I 20 50 100 200 300 500 1000 20003000 Tíöni [snún/mín] Áhrif lárétts titrings á standandi mann. vegar mælingu titrings (sveiflna) og hins vegar úrvinnslu mælinga. Nýlega voru fram- kvæmdar mælingar á áhrifum frá kirkju- klukkum Glerárkirkju á Akureyri á sveiflur > veggjum kirkjunnar. Þetta var gert til að reyna að meta hvort kirkjuklukkurnar gætu valdið óeðlilegri sprungumyndun í múr kirkj- unnar. Titringur (sveifla) er lotubundin færsla á massa og yfírborði hlutar. Hröðun- in sem yfírborðið verður fyrir er háð tíðni og útslagi sveiflunnar skv. jöfnunni G = ■4n2f2 g er þ.e. g er þyngdarhröðun jarðar (g=9800mm/s2), f er tíðni sveiflunnar og a er útslagið. Með því að mæla hröðunina G með þar til gerðum nemum er hægt að finna sveifluvíddina og afl sveiflunnar. Hröðunar- nemamir gefa frá sér samfellt merki sem safnað er inn á tölvu með einhverri fastri söfnunartíðni. Merkið (gagnasafnið) sem geymt er á tölvunni er því stakrænt en ekki samfellt. Mynd 2 sýnir hluta úr raun- verulegri mælingu sem framkvæmd var á undirstöðum kirkjuklukkna og er útslagið hröðun en ekki raunveruleg færsla. Eins og sjá má getur merkið verið mjög óreglu- legt og til að fá einhveijar upplýsingar út úr því þarf að senda það í gegnum svokall- aða Fourier-greiningu. Þetta er reikniflétta sem fer í gegnum punktasafnið og reynir að nálga það með mörgum hreinum sínus- bylgjum með breytilegri tíðni og gefur upp vægi hverrar tíðni í safninu. Utkoman er því kölluð tíðniróf (frequency spectrum). 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.