Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Side 4
Merki og tákn
trúarinnar
Sáttmálsörkin er helgileif öllum helgum dómum
meiri: gullinn kassi með boðorðunum 10 í, skrif-
uðum á stein með eigin hendi höfundarins, guðs,
tveir og hálfur ferhyrningur að lengd og hálfur
annar á breidd og hæð samkvæmt þeim ná-
Leitin að kraftaverkavél
eða að sátt við náttúruna
Davíð Erlingsson þýddi og
skrifaði eftirmála.
kvæmu fyrirmælum sem drottinn gaf Mós-
esi. Ekkert dýrlingshár kemst í samjöfnuð
við þetta, engin flís né bein né blæja né
neitt annað af þeim samtíndu leifum sem
rómversk-kaþólskir klerkar hafa boðið fyrir
peninga, auðgað sig eða kirkjuna þannig á
hjátrú fólks og stuðlað um leið að siðbreyt-
ingu.
Örkin er miklu meira en venjuleg heilög
leif, því að hún er merki og innsigli jarðlegr-
ar návistar hins gyðinglega og kristna guðs,
hún er fyrsta áþreifanleg sjónbirting Jahves
og þess vegna í nokkrum skilningi grunn-
steinn siðmenningar okkar. Hún var óttaleg-
ur hlutur, þótt ekki væri nema lítill kassi,
því að sá kassi blés eldi, flatti út fjöll, stöðv-
aði ár og eyddi heilum borgum til þess að
hjálpa ísraelslýð að komast yflr eyðimörkina
til fyrirheitna landsins. Þegar gyðingar
stóðu upp gegn valdi hans, sló kassinn þá
sjálfa niður líka.
Er þessi ógnargripur til ennþá? Og þá
hvar? Er hann hættulegur enn? Eins og
menn vita hefur dulúðar hans og hryllimátt-
ar verið neytt í spennukvikmyndinni um
Ránsmenn týndu arkarinnar með Indiana
Jones, þar sem hann berst í Egyptalandi
við nazista um þessa heilögu leif og ofsæk-
ir fjandmennina einn síns liðs um löndin,
löginn og loftin. Þegar nazistarnir ná örk-
inni, þá rýkur af henni, hún logar, riðar
til, hefur sig á loft og drepur alla sem til
sést nema Indiana Jones og stúlkuna hans.
í LEIT AÐ ÖRKINNI
Nú kveðst framtakssamur ævintýramað-
ur sem nefnist Graham Hancock hafa kom-
izt að því að örkin sé (í raun og veru fyrir
hendi) í véum kristinnar kapellu einnar í
Axum í Eþíópíu. Þegar hann var að vinna
að ferðabæklingi fyrir ríkisstjóm landsins
heyrði hann því fleygt að örkin væri á þess-
um stað og gerðist nú álíka hughaldinn í
eftirleit sinni og Indiana Jones í sinni —
enda hafði hann vitanlega séð kvikmyndina.
Hann lagði allt fé og tvö ár ævi sinnar í
sölumar og neytti ýmissa bragða til þess
að fínna örkina og skrifa arkarbók sína.
Það er enn hættulegt að leita að örkinni.
Prestar börðu Hancock til miska þegar hann
hafði reynt að laumast inn í helgidóminn
til þess að sjá eftirmynd arkarinnar í Gond-
ar. Þá var borgarastríðið í gangi í Eþíópíu.
Hancock óttaðist að uppreisnarmennirnir
sem þá höfðu Axum á valdi sínu myndu
verða sér óþarfir, því að vitanlega hafði
hann unnið fyrir ríkisstjóm Mengistus. Því
þorði hann varla þangað. En þegar til kast-
anna kom vom þeir vinsamlegir og vildu
gjama auglýsa það frelsi til trúarbragða sem
verða mundi undir stjóm þeirra sjálfra.
En nú verður að víkja að sögu arkarinn-
ar. Þegar hún hafði verið borin yfir eyði-
mörkina til fyrirheitna landsins var hún í
Allrahelgasta í musterinu sem Salómon
kóngur byggði yfír hana i Jerúsalem um
955 fyrir Krists burð. En til fyrirheitna
landsins telst þjóðin eða þjóðarbrotið hafa
komið nærri þremur öldum fyrr undir for-
ystu snillingsins Móse. En þremur öldum
eftir musterisgerðina hverfur hún úr sög-
unni, er hvorki nefnd né fjarvist hennar
hörmuð. Gyðingar eiga sér sögn um það
að hún sé enn grafín undir upphaflega
musterinu, undir því sem nú er Hvolfkirkjan
á klettinum, þar sem engum leyfíst að grafa
af stjómmálaástæðum.
Sagnir i Eþíópíu greina frá því um drottn-
inguna af Saba, sem reið til Jerúsalems á
dögum Salómons „með miklu fylgdarliði og
lest úlfalda sem bám dýrar kryddjurtir og
mikið af gulli og dýmm steinum", að því
er biblían greinir, að hún hafí fætt konungin-
um son, Menelik að nafni, sem síðan hafi
fært örkina til Axum. Á þessari ósennilegu
sögu er tímagalli: Staðurinn Axum var ekki
til fyrr en 700 ámm eftir dauða Salómons.
Eftirgrennslanir Hancocks sýnast einna
helzt benda til að örkinni muni hafa verið
bjargað burt úr musterinu á ríkistíma Man-
asseh á 7. öld f. Kr., því að sá konungur
hafði komið fyrir skurgoðum í musterinu.
Hafí hún verið flutt til eyjarinnar Elefantine
í námunda við Assúan á Egyptalandi, þar
sem vitað er að gyðinglegur helgidómur,
sýnagóga, var reistur um þær mundir.
Tveimur öldum síðar var sú bygging eyði-
lögð, en Hancock telur sig geta rakið slóð
helgigripsins þaðan suður, upp með Níl, til
eyjarinnar Tana Kirkos í stöðuvatninu Tana
í Eþíópíu.
Þar hafi örkinni verið fenginn staður í
látlausu tafumagli og hennar gætt í 800
ár af mönnum af gyðingatrúflokki, forfeð-
mm þeirra Falasha, sem flogið var með að
lokum til ísrael á fyrra ári og fréttist um
allan heim. Prestur á Tana Kirkos sýndi
Hancock ummerki fómarblóðs sem úthellt
hefði verið á steina, og koma þau merki
nákvæmlega heim við blótathafnir sem lýst
er í Torah, helgibók gyðinga.
KRISTIN TILBEIÐSLA
Þessi megin-helgileif gyðinglegrar trúar
varð svo að lokum einnig heilagur hlutur í
kristnu trúarlífí og viðfang tilbeiðslu hjá
kristnum mönnum. Kristinn konungur nokk-
ur hertók örkina, og hún var færð til kirkju
Hin fræga sáttmálsörk beint úr hendi Guðs: Móses tekur við sáttmálsörkinni á
fjallinu. Lýsing úr biblíu frá 10. öld, varðveitt í bókasafni Vatíkansins.
Zíons í Axum, en Haile Selassie endurhýsti
hana um síðir í heldur ófagurri kapellu, sem
er nútímabygging, og þar mun hún nú vera
að gropna eins og annað sem í tímanum á
sína veru. Eftirlíking arkarinnar, sem nefn-
ist tabot, er nú á dögum höfð í véum hverr-
ar einustu kirkju eþíópísks rétttrúnaðar og
út borin í litríkri prósessíu í hveijum nýárs-
mánuði, á þrettándanum, en þá er Timkat-
hátíðin, sem svo er nefnd.
Auðvitað var Hancock ekki leyft að koma
inn í þau helgustu vé í Axum. En hann tók
eftir því við Timkat-hátíðina í fyrra, að
þegar tabotið var borið viðhafnarlega út úr
kapellunni, þá lét varðmunkurinn sig verða
eftir af skrúðgöngunni: nokkuð sannfærandi
mark þess, að eftirlíking ein væri nú borin
um götur, en frumgerðin — eða einhver
önnur ómætisleif ófarganleg — væri kyrr
inni fyrir.
Ættum við að láta okkur þetta nokkru
varða? Það er nú búið að steypa helgileifum
af stalli almennrar virðingar, því að þær
teljast vera allra hjátrúarkenndustu stoðirn-
ar í þeim heildarvígbúnaði skipulegra trúar-
bragða sem að okkur snýr; hví ætti þá þessi
Hancock, sem ekki segist vera trúaður
maður, eða nokkur annar maður að vera
að æsa sig út af örkinni þeirri arna? Það
eina eða helzta sem gæti verið heillandi við
þessa umbærilegu kraftaverkamaskínu virð-
ist hljóta að liggja í hinum skuggalegri eig-
indum hennar.
Til er sú umhugsunarhefð og skynsemd-
arafstaða, að örkin hefði í sjálfri sér ekki
getað verið neitt meira en tæknileg af-
bragðs-hagsmíð Móse. Þeirrar skoðunar
getur Hancock án þess að taka neina bind-
andi afstöðu til hennar. Móses var að sjálf-
sögðu vel menntaður yfírstéttarborgari í
Egyptalandi. Það verður að ætla honum að
hafa verið kunnugur merkilega háþróaðri
(raun)vísindaþekkingu og þar með töfravís-
indum aldar sinnar þar. Steintöflurnar gætu
hafa verið brot úr geislavirkum loftsteinum,
og þær geymdar inni í grip sem Móses hefði
smíðað á þeim dularfullu 40 dögum og nótt-
um sem hann var einn á Sínaífjalli. En úr
því að þangað er nú komið málinu: hví hefði
guð átt að þurfa 40 daga til þess að rita
boðorðin, og hví skyldi lögmálið ritað á stein
hafa verið falið í rammlæstri kistu?
GUÐLEGUR KRAFTUR
Þegar Móses kom ofan af fjallinu skein
hörundið framan í honum af þvílíkri birtu
að hann varð að hylja höfuð sitt með slæðu
eftir það. Skyldi hann hafa orðið fyrir bruna?
Þegar Miriam systir hans vefengdi for-
ræði hans, sló örkin á hana blöðrusýki, sem
lýst er í fjórðu Mósebók sem holdsveiki,
þótt hún yrði síðar heil af henni. I annan
tíma er að skilja að drottinn hafi gefíð
Mósesi andartaksfrest til að forða sér, áður
en örkin „eyddi“ 250 af sonum ísraels sem
höfðu gerzt svo djarfír að koma nær.
Gripurinn er enn talinn vera hættulegur.
Vörzlumunkurinn í Axum sagði Hancock
að ekki væri hægt að fara með tabotið út
á götur á Timkat-hátíðinni nema hjúpað
væri þykkum teppum og prestar gengju á
báðar hliðar „til þess að hlífa almenningi".
Sennilega verður bók Hancocks ámóta
vinsæl og kvikmyndin um arkarræningjana.
Auk graalslegrar spennunnar af Iangleiðis-
leit hans og raunum, þá hefur hann fundið
upp nýja sagnategund, sem er vitsmunaleg
sökudólgsleitarsaga, um — og eftir — alls
vankunnandi snuðrara sem við getum öll
ílífað okkur sjálfum, af því að hann býr
ekki yfír neitt meiri sérþekkingu en hvert
okkar sem væri.
Hann skrifar eins og hann væri að tala
frammi fyrir sjónvarpstökuvélum sem beind-
ust að honum í sífellu, alla bókina í gegn,
og mælir orð eins og: „Ég leit á úrið mitt,
klukkan var farin að ganga tvö,“ eða: „Ég
skífaði símanúmer Richards Pankhursts
prófessors í Addis og spurði hann ..." Það
getur orðið þreytandi, þegar þessi óþreyt-
andi afhjúpari er að „uppgötva“ hluti sem
hann hefði getað gripið upp úr alfræðibók,
en það verður að játa, að á endanum heppn-
ast honum þessi aðferð. Það verður
skemmtilegra að lokum að snuðra út og
suður um heiminn eftir týndu örkinni en
að leggja belginn við sólu á sandströnd.
Snuðrarinn okkar fer til Sínaífjalls og Jerú-
salems að athuga upphaflegu staðina, til
Egyptalands til að kjafta vitið úr fornleifa-
fræðingum sem staðfesta að það hafi verið
sýnagóga á Elephantín-eyju á þeim tíma
sem við á, til Tana-vatns þar sem hann
hneykslast á því að farið með bátnum til
eyjarinnar helgu skuli kosta dollara á mín-
útu, og loksins til Axum. Hann kemur jafn-
vel við í dómkirkjunni í Chartres í Frakk-
landi þar sem hann „uppgötvar" líkneski
og áletranir frá miðöldum sem virðast tengja
4