Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Side 5
„Guð hélt sig yfirleitt í himninurn þarna fyrir ofan og sendi okkur stundum
kraftaverk sem voru brot á þeim náttúrulögmálum, sem hann hafði sett sjálfur.
Vísindin nýju og nývakin vitund um vistkerfi flestra hluta hafa fært hann aftur
niður á jörðina.“
Opinberar byggingar eru sáttmálsarkir, þar á meðal Ráðhúsið í Reykjavík, og
ekki spillir séu þær í laginu eins og dragkistur. Slíkar byggingar eru sáttmálsark-
ir milli fólksins, valdhafans og drottins.
örkina við Eþíópíu.
Kemur okkur þetta við? Þörfnumst við
arkar sáttmálsins enn? Þegar við lítum á
hana sem þarfaþing í pólitík, sigurvinninga-
maskínu fyrir ísraelsmenn og undursamlega
valdavél fyrir Móses, þá finnst mér að ég
geti komizt af án hennar. Tilbeiðsluhlutir
geta verið fulltrúar þess versta í trúarbrögð-
um, verið hlutleg akkeri þess valds sem leið-
ir af hégiljum, hjátrú. En jafnframt er örk-
in líka það sem er gagnstætt þessu. Hún
er merki eða tákn um sigur anda yfír efni,
og sigur guðs laga yfír lögum frumskógar-
ins.
Hvort er hún, þetta mark eða tákn? Blés
örkin í raun og veru eldi og drap grúa af
fjendum ísraela, eða erum við að tala um
líkingu, allegóríu um andlegan sannleika?
Umræðan veldur flokkadrætti í trúarbrögð-
um samtímans eftir þessari grein, og hún
þjakar þau, stendur þeim fyrir þrifum. Helg-
ir dómar, eða helgileifar eins og hér hefur
verið sagt, eru fyrir bókstafshyggjumenn.
GOÐSAGNAHUGMYNDIR
GERÐAR AÐ RAUNVERU-
LEIKA
Helgileifar skipta, þegar til alls er litið,
langmestu máli í kaþólsku kirkjunni. Hún
er samkvæm sjálfri sér um djúprækilegar
kenningar sínar um holdtekningu: orðið
gerðist hold og er það enn. Heilagur Ágúst-
ínus hélt því fram að drottinn heiðraði sjálf-
ur framliðna helga menn á viðeigandi hátt
með þvi að vinna kraftaverkin yfír helgum
leifum þeirra. Þeir sem fyrirlíta leifamuni
voru gagnrýndir af síðara (eða öðru) kirkju-
þinginu í Niceu árið 787, en þar voru þau
fyrirmæli út gefín að engin kirkja skyldi
reist án leifa. Síðan þá hefur vægi þeirra
minnkað samfara því að kirkjan hefur reynt
að koma agareglu yfír siðspillt og vafasöm
kraftaverk og hafa hemil á viðgangi hjátrú-
ar. En hyllin við það áþreifanlega er (enn)
fastur eðlisþáttur í kaþólsku trúarbrögðun-
um, þar sem brauð og vín altarisgöngunn-
ar, samneyzlunnar, eru verulegur líkami
Krists og blóð, en ekki aðeins tákn eins og
hjá mótmælatrúarbrögðunum.
Nú á dögum lítur út fyrir að holdgunar-
hugmyndin sjálf ætli að lenda i andblæstri.
Getur guð verið einn og þrír í senn? Getur
það verið heimspekilega skynsamleg hugs-
un, og getur það komið heim við eingyðis-
trú? Það er meðal annarra kaþólski guðfræð-
ingurinn Hans Kung sem nú setur þessar
spumingar fram, um leið og hann grunar
að þrenningin geti reynzt óþörf skilnings-
hindrun milli kristinna manna og annarra
eingyðistrúarmanna, gyðinga og múslíma.
Með þessu er þó ekki nema rétt klórað í
yfírborðið á því sem um er að tefla. Trúnað-
ur á bókstaflegan veruleika þess heilaga
stendur nú uppi án trúverðugleika síns, og
svo hefur verið um sinn. Ástæðan til þess
er það viðhorf um veruleika sem ríkt hefur
síðan í Upplýsingunni. Þetta er það viðhorf,
að fast efni og óefnislegur andi eigi hvort
um sig heima í aðskildum sviðum eða ríkj-
um. Þessi tvíhyggja nútímans, sem verið
hefur ríkjandi síðan Descartes hafði frammi
kenningar sínar, hefur verið við hæfí sið-
menningar okkar, hingað til.
TVÍSKIPTING HUGARF-
ARSINS OG TRÚARHRÆR-
INGAR SAMTÍMANS
En dugir þessi tvíhyggja enn? Höfum við
enn efni á því að vísa því heilaga og því
guðdómlega til verustaðar í óáþreifanlegum,
huglægum og innst inni kvenlegum heimi
einkatilfínninga sem er haldinn aukadilkur
og viðhengi í heimi þar sem rökhyggja, í
meginatriðum karllegs eðlis, telst hljóta og
eiga að vera ríkjandi? Auðskynjanlega
svengir okkur enn eftir því heilaga; látum
við okkur þá nægja að dýrka hagvöxt, með-
alkynja poppstjömur, síðasta módelið frá
Porsche eða drottningu lands vors? Tóma-
rúmið sem Salman Rushdie lýsti sem gati
í laginu eins og guð varð hjá sumum, um
stund, fyllt með hugsjónatróði eða ídeólógíu
nokkuð margvíslegri. Sú gata sýnist nú
enda í alls engu, vera vegleysa eftir lát
marxismans og eftir þau endalok sögunnar
sem sagnfræðilegrar lífsmyndar sem haldið
hefur verið fram. Óðir fundamentalistar og
hausrakaðir dáendur austurlenzkra gúrúa
ganga fram eins og væru þeir hinir einu
vörzlumenn þess heilaga.
Það er ófagurt um að litast í þessu efni,
en annar aðili sýnist þó vera á leiðinni til
bjargar. Hin nýjustu vísindi bera merki um
greinilegt fráhvarf frá tvíhyggjunni, nú að
módernismanum liðnum. Rannsakandi í
kvantaeðlisfræði hefur á óhjákvæmilegan
hátt áhrif á það sem rannsakað er, engin
vissa er um orsök og afleiðingu, og efnis-
heimurinn sýnist skyndilega miklu minna
fastur fyrir. Óskepiskenningin (chaos the-
ory) kemur til sem viðbót við kvanta-vél-
gengisfræðina á eins konar flótta burt úr
því hægindi sem er fyrirframvissan um vél-
gengi hlutanna.
GUÐ í NÁTTÚRUNNI
Náttúran er að verða lifandi aftur, það
er hluti af sömu fyrirmyndarskiptum hugs-
unarinnar. Að descartesku viðhorfí var nátt-
úran vél, dregin upp sem klukka af drottni
þegar bezt lét, en harla dauð, líflaust bak-
svið fyrir mannskepnuna. Sú hugmynd kom
vel heim við gyðinglega og kristilega guð-
inn, sem gat farið milli verusviða, hafði
skapað manninn í mynd sinni og gefíð hon-
um náttúruna til yfirráða.
Guð hélt sig yfirleitt í himninum þarna
fyrir ofan og sendi okkur stundum krafta-
verk sem voru brot á þeim náttúrulögmálum
sem hann hafði sett sjálfur. Vísindin nýju
og nývakin vitund um vistkerfi flestra hluta
hafa fært hann aftur niður á jörðina. Náttúr-
an birtist okkur ennþá einu sinni sem lif-
andi, eins og hún reis iðjagræn úr ægi í
vitund völunnar í Völuspá, eins og hún var
hjá öðrum heiðingjum, og eins og hún hefur
ætíð verið í augum fornbyggja Ástralíu.
Rupert Sheldrake líffræðingur, sem er
veðurglöggur á þessa hugmyndabreytingu,
segir í bók sinni The Rebirth of Nature (for-
lag: Century):
„Það er ekki lengur hægt að halda per-
sónulegri, ísæis- og íblásturskenndri reynslu
sinni af náttúrunni læstri í innsigluðu hólfí
fyrir einkalífíð, vísaðri frá sér sem hug-
lægri og því óverðugri; því að vel má vera
að atvik slíkrar reynslu séu birtingar af
hendi lifandi náttúrunnar sjálfrar, rétt eins
og þau virðast vera það þegar við lifum
þau. Það er ekki lengur hægt að halda goð-
sagnarlegum, animískum og trúarlegum
hugsunarhætti utan vébanda þeirrar hugs-
unar okkar sem við tökum alvarlega. Ekk-
ert minna en hugarfarsbylting er nú að
knýja dyra.“
Það er greinilegt að nú má tala um hreyf-
ingu sem að hluta er afturhvarf til þess sem
er áþreifanlega heilagt. Annar þáttur hreyf-
ingarinnar er að heiðin hugsun er komin í
tízku. En þið skuluð ekki vera að mæna
upp fyrir skýin; nær væri að setjast niður,
vökull, áveðurs frá þeirri höll (eða þeim ylli)
sem vex við húsið og tekur við hýrógi (illind-
um hjóna), reyna að nema anda þessa góða
trés, eða þá eikarinnar sem tekur við ab-
bindi. Hin rógfenga og mannskæða örk
sáttmáls drottins við ísrael sýnist vera tákn
af rangri tegund.
(Um þessa grein)
Greinin hér að ofan birtist í brezka blað-
inu Guardian Weekly 12. apríl 1992 og ber
þar yfirskriftina The quest for the miracle
machine, eða Leitin að kraftaverkavélinni.
Sú kraftaverkavél var örkin sem / var forð-
um varðveitt sáttmál drottins við ísrael letr-
að á stein af honum sjálfum. Höfundur
greinarinnar er Walter Schwartz, hann
starfar sem sérstakur umsjónarmaður og
höfundur um trúarefni hjá Guardian.
Greinin er í senn ritdómur um bók og
ritgerð um gildi bæði áþreifanlegra minja
(helgileifa, helgra dóma) og tákna í trúar-
lífí samtímans. Bókin er frásögn snuðrara
sem verið hefur að leita sáttmálsarkarinn-
ar, bókstaflega talað, og telur sig hafa fund-
ið hana á tilteknum stað, þótt eigi hafí hon-
um auðnazt að sjá hana eigin augum. Því
verður nú ekki hér fullyrt að kassi sá sem
Móses hafði með sér eftir 40 daga einveru
ofan af Sínaífjalli, né neitt tangur af hon-
um, sé ennþá til hér í tímanum, enda nokk-
uð dtjúg stund liðin síðan. Sá höfundur,
snuðrarinn um kassann, heitir Graham
Hancock og bók hans, The Sign and the
Seal, hefur nú, trúlega á þessu ári, komið
út á forlagi Heinemanns og er sögð kosta
tæp 17 sterlingspund. Saga og tákngildi
arkarinnar til skírskotunar og staðfestingar
trúarlegu og pólitísku forræði og einstakl-
ingsvöldum verður sá þráður sem rekur sig
áfram í greininni til ástands samtíðarinnar
í trúarlegum efnum, en það er einkum fram-
setning Schwarts um síðarnefnda efnið sem
kom mér til að snara greininni. Þetta er
mikilvægt viðfangsefni í menningargrein-
ingu samtíðarinnar, og víst væri mér áhuga-
mál að forsvarsmenn íslenzkrar kirkju og
annarra mikilvægra menningarstofnana
læsu það og hugleiddu. Eins og sums stað-
ar er augljóst, hef ég ekki lagt kapp á að
þræða frumtextann nákvæmlega, heldur
tekið mér bessaleyfí að bregða út af honum
á stöku stað, án þess þó að meginþræði sé
brenglað fyrir höfundinum. Ljóst er, að
honum geðjast hvorki að sáttmálsörkinni
sem veruleika og tákni, né heldur að bók-
inni um hana, enda þótt hann verði að viður-
kenna að hún sé þannig gerð að hún muni
fara víða og verða kunn. Hann telursamtím-
anum æskilegri friðsamlegri tákn og minna
eingyðis- og einvaldstrúarleg, á borð við þau
sem endurvakin vitund um sílifandi náttúr-
una og vistkerfísleg samhengi flestra hluta
benda okkur á að hugsa um. Andstæða
slíkra hluta við sáttmálsörkina meinskáu
er sláandi og gefur lokaorðum greinarinnar
styrk og víðsæi.
DAVIÐ ERLINGSSON
Þýðandinn er dósent við Háskóla islands.
VALUR ÓSKARSSON
Sarajevo
Ofar dimmbláu Atlantshafi
er einmana hnöttur á ferð.
í órafjarlægð í átt frá jörðu
er annar af sömu gerð.
í sífellu frá þeim báðum berast
bylgjur um himininn hljótt.
Útsending sunnan frá Sarajevó
af svartri skelfingarnótt.
Þú situr hljóður í hægindastóln um
með hryllingi starirðu á
bylgjurnar sem að breytast í
myndir
er birtast á sjónvarpsins skjá.
Þú spyrð þig. Hvers vegna berj-
ast þar bræður
og barn er á strætinu deytt?
Þú slekkur og grátandi gengur
til sængur
en getur ei hjálpað þeim neitt.
Höfundur er skólastjóri í Reykjavík.
KRISTJÁN HREINSSON
Þrjú Ijóð
1.
Fæðing
gárar vitund
þess sem elskar
birtist í myndum dagsins
og titrar í hjarta
þess sem lifir.
II.
Lífshlaup
breytir Ijósi í nótt,
litar
orðspor hugans
og svarar þeim sem leitar.
III.
Ódauðleiki
býr í huga manns,
speglast
í augum barns
og kristallast
í tári öldungs.
Höfundur er Ijóðskáld og hefur gefið út
marga Ijóðabækur..
ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR
Vetrarljóð
Það heyrist ekki
þegar snjórinn fellur
til jarðar.
Það heyrist heldur ekki
þegar kona
fellir hug til manns.
Einn daginn
er allt orðið hvítt
og sporin liggja
mjúk og greinileg
á gangstígnum.
Höfundur er kennari og hefur gefiö út
Ijóðabækur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR1993 5