Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Side 7
baggar á víðáttumiklum nýræktum. Á Minni-Ökrum bjó Hjálmar skáld í meira en Þessi skúr er eina mannvirkið sem eftir stendur, þar sem bærinn í Bólu var síðast. Gömul dráttarvél og rakstravél eru höfð uppá punt. ?? 'WWW1 hr, MSáíttUáfi&.ail Staðarlegt heim að líta í Bólu: BíIIinn er greinilega notaður sem sumarbústaður og komið þannig fyrir að sem mest beri á honum. í baksýn er Bólugil. við Héraðsvötnin framan við Silfrastaði og Bólu. Vegfarandinn sér þangað frá öðru sjónarhorni en áður; vegarstæðið er betra, en ég sé eftir leiðinni uppi í hlíðinni. Frá veginum liggur afleggjari upp að minningar- reitnum um Hjálmar, neðan við túnið í Bólu. Ég gekk uppeftir, þangað sem bærinn stóð síðast. Það var undarleg aðkoma. Við skúr, sem þar stendur, hefur verið komið fyrir aflögðum heyvinnuvélum frá hestaverk- færaöldinni og dráttarvél af gerðinni Far- mall Cub, sem segja má að hafí markað upphaf vélaaldar í íslenzkum landbúnaði. Hvað þessi vísir að byggðasafni á að þýða þarna er mér hulið. Annað stakk þó miklu meir í augu. Litlu austar og nær Bólugili hefur verið komið fyrir rauð- og hvítmáluðum rútubíl, sem stendur þannig að sem mest beri á honum og eftir því sem helzt verður séð, er hann notaður sem sumarbústaður. Hjá honum er smákofi, líklega kamar, og aðflutt hrísla sem nú er dauð. Þetta blasir við langar leiðir og ber einungis smekkleysunni vott. Fleiri landbúnaðarvélar voru þar í kring, enda eru líkin af þeim auðfundin; þau liggja víða sem hráviði kringum bæi eins og hver annar óþrifnaður. Sú tíð á samt að vera liðin að menn geti holað niður sumarbústöðum eða drasli hvar sem þeim þóknast. Ef ég veit rétt, verða umsóknir um sumarbústaði að fara fyrir fleiri en eina nefnd. Þetta er ugglaust gert til þess að koma í veg fyrir sjónræn um- hverfisslys og mun ekki af veita. Er hugsan- legt að slíkt aðhald sé ekki til í Blönduhlíð- inni, eða dugi ekki betur en svo að hægt sé að leggja hvaða bílhræi sem er á staðinn og láta það gilda sem sumarbústað - þá kannski á þeim forsendum að hræið sé á hjólum og þessvegna sé það eiginlega ekki sumarbústaður? Fyrir 20 árum voru stæðilegar tóftir áfastar gripahúsum ofar í Bólutúni; þar var bærinn, sem þau Hjálmar og Guðný bjuggu í eftir því sem Valdemar bóndi í Bólu sagði mér þá. Þar var gerð hjá þeim þjófaleitin vegna gruns um sauðaþjófnað, líklega til þess eins að reyna að flæma þau burtu. Gripahúsin, klædd bárujárni á gaflinn, standa enn uppi og yfir þau gnæfir tvöfalt raflínumastur. En um gamla bæinn í Bólu sjást nú engin merki. Tóftirnar af honum hafa verið jafnaðar svo dyggilega út með jarðýtu, að nú er þar rennislétt flöt. Engu líkara en að kappsmál hafi verið að eyða fullkomlega síðustu tóftarbrotunum eins og hverri annarri smán eða skömm. Grasfræi sáð í sárið. Áður en langt um líður mun enginn hafa grun um, hvar bær Hjálmars var: „Ég er gras/ og ég græ yfir sporin þín“, orti annað skáld vestur í Ámeríku. Meðan til eru menn sem muna hvemig hinir vallgrónu, skagfirzku kotbæir litu út, hefði verið nær að byggja einn slíkan þar sem bær Hjálmars stóð í Bólu og láta hann standa sem dálítið minnismerki um hýbýli almúgafólks á síðustu öld. Það er gott og blessað að eiga Gláumbæ sem dæmi um höfðingjasetur. En venjulegir fátæklingar eins og Guðný og Hjálmar í Bólu, bjuggu ekki þannig. „FÉLAGSBRÆÐUR EI FINNAST ÞAR...“ Að síðustu varð mér gengið upp í hlíð- ina, þaðan sem fagurt útsýni blasir við: Héraðsvötnin dreifa sér um eyrar, en Tungu- sveitin fyrir handan þau og Mælifellshnjúk- ur að baki. Sagt var að Hjálmar gengi stund- um upp í hlíðina sér til hugarhægðar og uppí hvammana, sem verða meðfram Bólug- ilinu. Þar átti hann að hafa sest niður og ort eins og Hannes Pétursson gerir ráð fyrir í kvæði sem hann nefnir Bólugil: Klettagil þröngt með fossa er falla hátt úr fjalli, brattar urðir, dumbrauð þil lyngsillur grænar, grös á hrjúfum stöllum nú gengur ekki framar lotið skáld til fundar við þig grýtta götuslóð. Oft kom hann hér að liðnum löngum degi. í loðnum heiðarhvömmum einn hann sat og kvöldið leið við dyn þinn, djúpa gil. Hann greypti þína fossa er falla þungt fjórir í hárri röð af gneipum snösum í stökur, þar sem beiskju og böli varpar bláklappað innrím neðar orð a f orði rammauknu falli; þar sem heiftarhug hendinga milli stöðugt styrkar, hraðar steypa í fossum bragorð traust og forn. Nú er víða búsældarlegt í Blönduhlíðinni líkt og landbúnaður sé blómlegur sem aldr- ei fyrr, „bleikir akrar og hvítir, plasthjúpað- ir rúllubaggar, og mun ég hvergi fara...“, eða var þetta einhvernveginn öðruvísi? Hver sögustaðurinn tekur við af öðrum: Mikli- bær, Örlygsstaðir og skömmu áður en sveigt er vestur að Varmahlíð, liggur vegurinn framhjá Akrahverfinu. Þó Hjálmar sé löng- um kenndur við Bólu, átti hann heima tvö- falt lengur á Minni Ökrum. Þá var hann rúinn flestu því sem honum var kært. I Bóluhjálmarssögu sinni segir Finnur Sig- mundsson svo um árin á Minni Ökrum: „Meira en aldarfjórðung sat hann í kofa- skrifli sínu á Minni-Ökrum, saddur lífdaga frá fyrstu til síðustu stundar. Aðeins þijú missiri hafði hann dvalizt þar, þegar hann var sviptur því eina, sem honum þótti sér stór skaði í að missa, og í lokin hrifsaði bæjarlækurinn frá honum lítinn dótturson og nafna, sem í elli hans var ofurlítill ljós- geisli á heimilinu, þar sem flest veraldleg gæði voru í naumara lagi.“ Á leiðinni burt frá slóðum Hjálmars verð- ur mér hugsað til þess, að það er merkilegt hvað þessi 19. aldar kotbóndi í Blönduhlíð- inni er sprelllifandi í samtíð okkar. Dæmi um það gat að sjá og heyra í sjónvarps- þætti seint á síðastliðnu ári. Sá þáttur sagði kannski meira um áhugann á Hjálmari en að brugðið væri eftirminnilegu ljósi á skáld- ið handa þeim sem lítið þekkja til hans. Kannski hefur líf hans fengið á sig goðsagn- arlegan blæ. En Hjálmar var ekki einn um að standa höllum fæti gegn óbilgjörnum yfirvöldum á þessum tíma og sár fátækt var fremur regla en undantekning. Hjálmar hefði ekki lifað lengi á frásögn- um af ofsóknum í Nýjadal, ákæru um sauða- þjófnað í Bólu og stormasama sambúð við nágranna og hreppstjóra í Blönduhlíð. Það er fyrir kyngimagnaðan skáldskap, sem nafn hans lifir. Meistaralegar samlíkingar bera uppi það bezta í ljóðum hans og búning- urinn er persónulegur: „bragorð traust og fom“ eins og Hannes segir í ljóðinu um Bólugil. Menn hafa líka löngum velt vöngum yfir því, hvemig skáldskapur Hjálmars væri, ef hann hefði búið við veraldlega auðsæld og félagslega velgengni. Þær skoðanir hafa heyrst, að þá hefði skáldgáfan koðnað nið- ur; neyðin og reiðin hafi verið afl snilldarinn- ar. Um það er vitaskuld ekkert hægt að segja. Við skulum minnast þess frá öldinni okkar, að Einar Benediktsson bjó við alln- okkurt ríkidæmi á sama tíma og hann orti sum sín beztu ljóð og Halldór Laxness, Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson bjuggu bæði við þokkalega afkomu og veru- lega aðdáun samtímans, svo einhverjir séu nefndir. Þessi kenning um fátækt og reiði sem sérstakan aflgjafa Hjálmars er þessvegna afar Iítið sannfærandi. Skáld með svo ríku- lega náttúrugáfu, mun að öllum líkindum blómstra hveijar sem aðstæðumar eru. GÍSLISIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.