Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1993, Side 9
Dýrakóngurinn er eðalJunduð skepna og margfróð. Frá honum var sagt í síðustu Lesbók.
Þjóðsagnadýr á láði og legi III
Leggðu það undir lyngorm
Svokallað aflróf (power spectrum) gefur upp
afl hröðunarþáttarins sem fall af tíðni en
útslagsróf gefur upp hröðunina á hverri
tíðni. Þegar hröðunin og tíðnin eru þekkt
er einfalt að reikna raunverulega færslu
yfirborðsins ('há). Hröðunin er mælikvarði
á hversu alvarlegur titringurinn er og út frá
henni er ákveðið hvernig bregðast skuli við.
í Glerárkirkju sást samsvörun milli hring-
inga frá kirkjuklukkunum og sveiflna í
veggjum en aflið í sveiflunum reyndist á
hinn bóginn frekar lítið. Ekki er hægt að
útilokað að klukkurnar sprengi múrinn en
það verður að teljast frekar ólíklegt.
ÁHRIF TITRINGS Á MENN OG
VÉLBÚNAÐ
Titringur getur verið hvimleiður sem
verður oft kveikja að frekari athugun og
rannsóknum á honum. Fyrir utan það að
vera hvimleiður getur titringurinn skaðað
bæði menn og vélhluta. Áhrifín eru ýmist
metin út frá færslu yfírborðs, hröðuninni í
sveiflunni eða aflinu í sveiflunni. Áhrifín á
vélbúnað og burðarvirki geta verið mjög
breytileg og það fer mikið eftir efnasamsetn-
ingu og nauðsynlegri nákvæmni í stærð og
hlaupvíddum vélhlutanna hversu alvarleg
áhrif titringurinn hefur. Áhrifín á manns-
líkamann eru alvarlegri því þau geta valdið
varanlegu heilsutjóni sem erfítt getur reynst
að bæta. Hjá nokkrum erlendum staðla-
stofnunum hafa verið sett fram mörk um
hámarkstitring í vinnuumhverfi rétt eins og
þekkt er hér á landi fyrir hávaðatakmarkan-
ir. Þessi mörk eru mismunandi eftir því
hvort álagið á mannslíkamann er lárétt eða
lóðrétt og er ástæða þessa mismunar sú að
maðurinn er gerður fyrir mun meira lóðrétt
álag en lárétt. En hvaða líkamshluta hefur
titringurinn áhrif á? Danska fyrirtækið Bru-
el & Kjær (B & K) hefur um langt árabil
unnið að rannsóknum á titringi og áhrifum
hans. í bókinni Mechanical Vibration and
Shock Measurements frá B & K er sett fram
líkan af mannlíkamanum sem hefðbundnu
sveiflulíkani, mynd 3. Líkanið sýnir að allur
líkami manns sem stendur á titrandi gólfi
verður fyrir áhrifum af völdum titringsins.
Óþarfa slit liðamóta er dæmi um alvarlegar
afleiðingar titrings. Öll liðamót hafa hlaup
milli beinendanna og í miklum titringi skella
þeir mjög oft saman og þó aflið sé ekki
mikið hefur þetta óhjákvæmilega í för með
sér óþarfa slit liðamótanna. Liðamót eru
almennt gerð fyrir stefnuháð álag, t.d. tek-
ur hné upp mesta álag þegar fóturinn er
beinn. Hné þolir því mun meira lóðrétt álag
en lárétt. Auk liðamóta er þekkt að á
ákveðnu tíðnibili eru augun viðkvæm og það
getur orsakað þreytu og óþægindi í augum
og höfði að vera langtímum saman í miklum
titringi. B & K hefur sett fram línuritin fyr-
ir skaðsemi titrings á mannslíkamann á
myndum 4 og 5. Svæði C á myndunum er
hættulaust, svæði B er í lagi ef viðvera
starfsmanns í titringi varir mjög stuttan
tíma en svæði A er heilusspillandi og krefst
tafarlausrar úrlausnar ef einhver viðvera
starfsmanns er nauðsynleg. Myndirndar
sýna vel mismuninn á styrk líkamans gegn
lóðréttu og láréttu álagi.
SVEIFLUMÆLINGARKERFIÐ
SVEIFILL OGFYRIR-
BYGGJANDI VlÐHALD
Hjá vélaverkfræðiskor Háskóla íslands
hefur verið unnið að þróun og smíði mæling-
ar- og greiningarkerfis fyrir sveiflumæling-
ar. Gögnum frá hröðunamemum er safnað
inn á tölvu og unnið úr mæliniðurstöðum
með því að reikna tíðni-, afl- og útslagsróf
mælingarinnar. Sveifill getur reiknað örvun-
artíðnir mismunandi vélhluta (brennsluvéla,
skipsskrúfa o.s.frv.) og eigintíðnir t.d. plötu
og bita. Einnig er til forrit til að reikna eig-
intíðnir flókinna burðarvirkja. í Sveifli er
auðvelt að finna orsök og hugsanlega afleið-
ingu titrings og kerfið auðveldar notendun-
um bilanaleit og samanburð mælinga við
hugsanlega sveifluvalda. Hægt er að nota
sveiflumælingar á árangursríkan hátt í fyr-
irbyggjandi viðhaldi. Með mælingunum er
hægt að finna bilun í vélasamstæðu meðan
hún er enn tiltölulega skaðlaus og undirbúa
viðhaldið eftir fyrirfram ákveðinni vinnu-
áætlun. Þetta getur sparað mikinn tíma,
óþarfa óþægindi og umtalsverða fjármuni.
Magnús Þór Jónsson er dósent við vélaverk-
fræðiskor Hl og Þröstur Guðmundsson er sér-
fræðingur hjá vélaverkfræðiskor HÍ.
Af ormakyni var
Lagarfljótsormurinn
fremstur meðal jafningja,
en víðar voru ormar, svo
sem í Skorradalsvatni, og
einn þurrlendissormur
átti sér bústað í
Surtshelli.
Texti og teikningar:
HARALDURINGI
HARALDSSON
Ormar
Trú á orma í sjó og vötnum
stendur á gömlum merg
og elsti ormur sem um
getur er miðgarðsormur
sem lá umhverfis jörðina
og Þór renndi fyrir. En
á íslandi eru nokkrir
ormar í ferskvatni. Einn
er í Hvítá og annar í Skaftá og er sá grá-
leitur á kvið og svartur á baki. í Skorra-
dalsvatni er ormur og í Kleifarvatni einnig,
sá sást einkar vel 1749 og lýsti engjafólk
honum svo að hann væri 30 til 40 álnir á
lengd og að sköpulagi líkastur hval eða
skötu. Einnig er sagt frá ormi sem bústað
átti í Surtshelli og er hann þá eini þurrlend-
isormurinn.
Frægastur meðal jafningja er þó Lagar-
fljótsormurinn í Lagarfljóti á Héraði. Upp-
runa hans má rekja til þess að í fornöld
bjó kona nálægt Lagarfljóti. Hún gaf dótt-
ur sinni gullhring. Stúlkan spyr þá móður
sína. „Hvernig get ég haft mest gagn af
gullinu því ama móðir mín?“ „Leggðu það
undir lyngorm“ svaraði hún. Það gerir
stúlkan og sýnist gullið vaxa. Þá tekur hún
orminn og gullið og býr um það í litlum
tréöskjum. Nú líður og bíður þar til öskjurn-
ar taka að gliðna undan innihaldinu og sér
þá stúlkan að ormurinn vex engu síður en
gullið, hún hræddist svo mjög að hún henti
öskjunum í fljótið. En það var skammgóð-
ur vermir því ormurinn óx enn og gerðist
brátt mikil óvættur sem spjó eldi og ei-
myiju. „Tóku nú Héraðsmenn ráð sín sam-
an til að hefta þennan ófögnuð. Var það
afráðið að leita til Finna er áður og síðar
hafa þótt allra manna færastir og fjölkunn-
ugastir. Var nú fenginn sá er færastur
þótti til þess að vinna á orminum. Hann
var svo fjölkunnugur að hann fór hamför-
um hvert er hann vildi og gat breytt sér
í ýmissa kvikinda líki. Fór hann nú hamför
í gegnum íslandshaf og inn um Lagarfljóts-
ósinn og svo upp fljótið að fossinum. Þar
varð fyrir honum skrímsli eitt ferlegt og
mikið sem ey eða hólmi. Það var í selslíki
með bálandi augum. Gat hann komist fram-
hjá þessari ófreskju og innfyrir fossinn og
hélt upp eftir fljótinu og inn fyrir Steins-
vöð, þar varð fyrir honum annað skrímsli
engu óferlegra; var það skata og lá nærri
landa á milli og hafði níu hala. Hún varði
honum leiðina gat hann nauðuglega slopp-
ið inn hjá henni en snart hana þó lítíð eitt
með litlu tá annars fótar en svo var skatan
baneitruð að táin blés upp svo að Finninn
varð að fara í land í ey milli Rangár og
Einhleypings og höggva af sér tána og
binda um ... Eftir það varð ekkert til að
hindra för Finnans.
Bráðlega varð Finninn þess vís að ormur-
inn var ekki hans eins meðfæri. Var þá
fenginn annar til með honum. Hugðu þeir
nú að ná gullinu og vinna orminn. Köfíiðu
þeir til grunns í fljótinu en komu bráðum
aftur og sögðu orminn óvinnandi öllum
mannlegum verum og því gullinu ónáandi
enda sögðu þeir að annar ormur lægi und-
ir gullinu og væri sá sýnu verri viðfangs.
Fóru þeir þá til í annað sinn og létu eigi
fyrr af en þeir gátu bundið orminn: voru
þær viðjar magnaðar hinum rammasta
galdri er þeir lögðu á orminn, aðra aftan
við höfuðið ... hina aftan við halann ...
Þuldu þeir og sungu yfir honum fræði sín
að lyktum og kváðu eigi mundu losna fyrr
en á efsta degi ..."
Ormurinn gat þó gert ýmsar skráveifur
með því að rétta upp kryppur sínar milli
fljótanna og stilltist ekki fyrr en Guðmund-
ur biskup Arason góði, lagði Héraðsbúum
lið. Þegar gerðar hafa verið myndir af
Lagarfljótsorminum hafa yfirleitt erlendar
drekamyndir verið hafðar til hliðsjónar en
af þeim er til reiðinnar býsn. Það er á hinn
bóginn ljóst af þjóðsögum að slíkt dugar
engan veginn. Olafur Davíðsson telur að
lingormsnafnið sé komið frá Skandinavíu
og sé heiti yfír eina eitraða höggorminn
sem þar er til og nefnir hann uppá latínu
„vipera berus“ en hér hafi það færst yfir
á brekkusnigilinn og sé þá þetta gæflynda
dýr upphaf ormsins ógurlega. Nú kann
sumum að fara svo að þeim finnist upprun-
inn ekki nógu konunglegur enda jafnvel
risavaxnasti brekkusnigill tæpast nógu illi-
legur. Vel má velta fyrir sér öðrum smádýr-
um sem draga kvið sinn eftír lyngbrekkum
þess lands en það skal ekki gert hér.
Höfundur er myndlistarmaður.
Heimildir: islenskar þjóðsögur og sagnir sem
hafa safnað og fjallað um, Ólafur Davíðsson,
Sigfús Sigfússon og Jón Árnason.
y. -..ÁÍ
Er Lagarfíjótsormurinn ofvaxinn brelckusnigill? Það er ekki heigl-
um hent að gera slíkan fjúfling illilegan.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1993 9