Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Blaðsíða 9
I Keldudal við Dyniljiirö Allt fram á þessa öld teygðu byggðir Vestfjarða sig sem samfellt perluband með strandlengj- unni um firði og annes. Hér og hvar vék byggð- in inn til landsins, þar sem rými leyfði. Lífsvið- urværið var jöfnum höndum sótt í greipar Keldudalur er við utanverðan Dýrafjörð sunnanvert, rammlega girtur háum Qöllum og bröttum. Fyrr á tíð var ekki auðhlaupið þangað Á báða vegu eru Ofærur er svo heita, torleiði mikið fyrir þá er sóttu þangað landveg. Eftir BJARNA GUÐMUNDSSON sjávarins og gróður dalanna. En þjóðlífið breyttist, bæir fóru í eyði og byggðir lögðust af. Perlunum á bandinu fækkaði víða, en annars staðar þéttust þær, þéttbýli myndaðist og efldist. Alkunn saga. Keldudalur er ein þeirra byggða, sem áður var blómleg, en eydd- ist síðan. Keldudalur er við utanverðan Dýrafjörð sunnanvert, rammlega girtur háum fjöllum og bröttum. Á úthallandi jökulskeiði hafa jöki- ar skemmt sér við að grafa dali og hvilftar úr hálendinu, að því er virðist eftir að mótun meginlandsins var lokið. Á milli þeirra sumra urðu til brattar bríkur. Einna mesta athygli vekur Hundshomið fyrir miðjum dal, liðlega 500 m hátt, ekki ólíkt sperrtum hundi, sem þar situr og gætir umhverfísins. Hvilftamar eru sem hillur og skápar inn í hálendið um- hverfis dalinn, allvei grónar flestar hverjar. Því er víðlendi dansins stómm meira en í fyrstu virðist. Fyrr á tíð var ekki auðhlaupið til Keldu- dals. Á báða vegu eru Ófæmr er svo heita, torleiði mikil fyrir þá er sóttu þangað land- veg. Um fjallvegu til Keldudals var naumast að ræða. Hins vegar mátti sækja dalinn heim sjóleiðina, því lending var þar talin sæmileg. Þann veg hefur landnemi dalsins trúlega kom- ið. Megi marka Landnámu var það Eiríkur sá er einnig nam Sléttanes á milli Dýrafjarð- ar og Arnarfjarðar. Nú er auðvelt að komast til Keldudals um sumarfæran veg sem mddur var út fyrir Eyrarófæru árið 1952. Þar sem vegurinn sveigir inn til dalsins er tilvalið að stanza, njóta mikilfenglegs útsýnis og láta hugann reika til þeirra kynslóða sem í Keldudal ólu aldur sinn við amstur daganna. ... í örmum þínum er mér vís auðlegð nóg og hjartans kæti... sagði síðasti bóndinn í Keldudal, Elías Þór- arinsson frá Hrauni, í kvæði sínu um dalinn. Víst er auðlegðin nóg, því þéttbýlt var þar löngum og mannmargt, unz undan flæddi við byggðabyltinguna. Fjórar jarðir vom byggðar í Keldudal: Arnarnúpur, sem er eina jörðin í innan(austan)verðum dalnum. Hinum megin í dalnum — utan Langár — em Saurar fremst, þá Skálará og loks Hraun næst sjónum. Pjöl- býli var i Hrauni. Þegar fjölmennast var í dalnum byggðust þar einnig nokkur grasbýli. Og þar sem við nú stöndum skammt innan við heimreiðina að Arnarnúpi, getum við látið hugann reika til þeirrar auðlegðar sem gerði Keldudal byggilegan og leitað minja um hana. Við sjáum vel til hafs. Kelddælingar sóttu sjóinn fast enda fremur skammt til fiskimiða, sem oft vora gjöful. Heimræði var frá Keldu- dal árið um kring, og í Hrauni var verstaða. í bytjun átjándu aldar er sagt að þaðan hafí flest gengið átján skip og að verbúðir hafí verið ellefu að tölu. Þangað fóm m.a. Arnam- úpsmenn með skip sitt á vorin og guldu ver- toll fyrir, þótt aðeins væm um það bil tveir kílómetrar inn að Arnarnúpslendingu. Hentug hefur því þótt verstöðin í Hrauni. Minjar um sjósókn frá Keldudal eru nú margar horfnar. Ein þeirra er þó ærið glögg enn og forvitnileg. Það er verstöðin á Skeri, sem um 1840 var sögð ein þriggja veiði- stöðva við sunnanverðan Dýrafjörð. Skerið er allstór klettaþyrping við land í utanverðum Keldudal, framundan þar sem sjávarbakkam- ir hækka og renna saman við bratta fjallshlíð- ina. Klettaþyrpingin er landföst og er kollur hennar vel gróinn. Þar uppi er glögg tóft 2,2x3,7 m að innanmáli. Þótt þarna hafí sjálf- sagt verið hin ágætasta vist og aðstaða prýði- leg til sjósóknar við góðar gæftir, má rétt ímynda sér hvemig farið hefur um vermenn í búðinni, þegar brim lamdi Skerið og sælöðr- ið gekk þar yfir. Samkvæmt skrifuðum heimildum var að- staðan þar á skeri einníg nýtt sem sauðahús, þegar sauðum var haldið til beitar í hlíðinni fyrir ofan. En landkostir í Keldudal vom einn- ig góðir til kvikfjárræktar. Gróður dalsins ber það með sér enn þann dag í dag, en einnig sögur og munnmæli. Sagt er að eitt sinn hafí búið á Arnarnúpi Ólöf nokkur sem kölluð var hin ríka. Átti hún að hafa verið ávöxtur Hraunskirkja í Keldudal. í fjarska sér til Arnarnúps. m§ I4 ■' I ' ;N- ■ • Minjar útvegs í Keldudal. Hvíta örin Handlaug mjaltakvenna Olafar ríku á vísar á verbúðartóftina á Skeri. Fjær Arnarnúpi. sér yfir Fjallaskaga við norðanverðan Dýrafjörð. sumarásta dóttur auðugs bónda á Núpi í Dýrafírði og smala hans. Um fjárfjölda Ólaf- ar ríku á Amamúpi er sagt, að þegar fé henn rann til fjöra framan af Keldudal og fyrsta kind var á Stapahrygg — nokkm innar (austar) en þar sem við stöndum við vegamót- in heim að Arnamúpi — hafí síðasta kindin verið á Stekkjarhrygg, sem er töluvert fram- an við Amarnúpstún. Spölurinn gæti slagað upp í tvo kílómetra. Getur því hver, sem séð hefur kindur renna eina slóð, reynt að áætla fjárfjölda húsfreyjunnar ríku á Amamúpi. En fleira minnir á blómleg bú í dalnum. Á Amamúpshlaði er vænn steinn, sagður frá búskapartíð áðumefndrar Ólafar. í koll steins- ins virðist hafa verið klöppuð skál. Sagan segir að þetta hafi verið handlaug mjalta- kvenna Ólafar. Sjálf á hún að hafa sagt að ekki mundu verða fleiri mjaltakonur á Am- amúpi en gætu þvegið sér úr skálinni. Með vísun til nútímaumræðna um beitarálag og landnýtingu, má því segja að Ólöf húsfreyja hafí á hlaðinu hjá sér haft mælikvarða um það hve langt hún mætti ganga í nýtingu landsins. Sé nú rölt fram dalinn blasir við undirstaða kvikfjárræktar Ólafar ríku á Arnarnúpi og annarra sem setið hafa jarðirnar í Keldudal: Grasgefnar hallamýrar og víðar á vestfirzkan mælikvarða; vel grónar hlíðar og hvilftamar áðumefndu. Eins og víðar gerist vitna örnefn- in um nýtingu landsins. Fyrir botni dalsins höfum við til dæmis Lambaskál og Geldingad- al, og Hraunsmegin í dalnum Nautahjalla, Afréttishól, Smérlág, Stöðla og Beiteyri. Og ekki megum við gleyma öllum örnefnunum sem minna á selstöðurnar. Þau eru ófá. Þar sem lágdalinn þrýtur og árnar úr Álftaskál og Geldingadal mætast, göngum við einmitt fram á þyrpingu gamalla rústa — leifar mann- virkja frá þeim tíma, sem Keldudalsbændur höfðu í seli. Selfarir munu hafa verið liður í sumarverk- um bændafólks frá landnámstíð og langt fram á síðustu öld. Nokkrar sveiflur vom þó í notk- un selstaðnanna. Hún féll víða niður af og til, enda þurfti töluvert til þessara verka bæði i mannafla og aðstöðu. Á átjándu öld var m.a. gefín út konungleg tilskipun um að sel skyldu „brúkast á sérhvörium jörðum, sem mögulegt væri“, því stjórnvöld töldu það leið til eflingar búskap og matbjörg. Hugsanlega hefur Arnarnúpsbóndi breytt eftir þessari til- skipun því þar fínnum við bæði Fomasel og Nýjasel. I rústaþyrpingunni áðurnefndu má fínna sel frá Arnarnúpi (Nýjasel), Hrauni og líklega Saumm einnig. Um töluverð mannvirki hefur verið að ræða. Það er auðsætt þótt hluti sels- ins frá Arnarnúpi hafí orðið landbroti að bráð. Greina má kvíar og veggjaleifar. Óvíða mundi betri aðstaða til selstöðu á öllum Keldudal, segja kunnugir. Kemur þar til mikil veður- sæld og að skammt er í mjög góða selhaga með fjölbreytilegum gróðri. í Álftaskál, sem er rétt up af seljunum, var til dæmis talið vera eitt bezta beitilandið í Dýrafirði. Þegar maður virðist fyrir sér seljaþyrping- una kemur í hugann samlíking við verstöðv- arnar, en þar söfnuðust menn saman frá mörgum bæjum í sameiginlegri aðstöðu til þess að sækja verðmæti í greipar hafsins. Sambærileg gæti seljaþyrpingin í Keldudal verið, ætluð til þess að nálgast verðmætin, sem gróður landsins gaf. Einmanaleg mun selvistin hafa þótt. Með nábýli í seljum frá fleiri bæjum var vist vinnufólksins gerð bæri- legri, rétt eins og vistin í verinu, og hver veit nema um beina samvinnu selfólksins um tiltekin verk hafi verið að ræða. Ömefnin Samvinna á graslendi sitt hvora megin Lang- ár þar skammt undan seljunum gætu til dæmis bent til samvinnu nágranna um hey- skap. Við fömm neðan við túnið á Skálará, sem enn grænkar meira en umhverfíð. Á vegi okkar þar verður lækur sem heitir Silunga- lækur. Fyrr á tíð mun hafa verið svo mikil silungsveiði í þessum iæk að hún var metin til kúgildis. Það gerðist svo einn hvítasunnu- dag, er Skálará- og Saurabændur komu frá kirkju, að þeir veiddu silung í læknum. Senni- lega hefur himnaföðurnum þótt nóg um at- ferli bændanna, því upp frá þessu sást ekki branda í læknum. Mundi því verðmæti Skálar- áijarðarinnar hafa rýrnað töluvert við tiltæk- ið, en hún var aðeins metin á átta hundmð fom. Er þetta eitt af mörgum dæmum um þýðingu hófsemdar við nytjun auðlinda nátt- úmnnar — vistþekkrar umgengi, eins og það mundi trúlega heita á nútímamáli. Við nálgumst Hraun. Niður við ána gegnt Arnarnúpsbæ, stendur enn uppi virðulegt en veðrað timburhús, barnaskóli dalsins; byggð- ur árið 1910. Þá vom börnin mörg í dalnum. , Göngubrú var á ánni skammt undan skólahús- inu. Nú standa burðarbitar hennar einir eftir. Bæirnir í Hrauni hafa um aldir hjúfrað sig upp að stórgrýtisurðinni — hrauninu — sem áður var nefnt, og notið skjóls fyrir nepju og gnauðandi vindum úr hafí. Frá urðarbrúninni hallar landinu eilítið fram til dalsins mót sólu. Þar voru tún Hraunsbænda og önnur slægju- lönd. Um langan aldur stóð kirkja í Hrauni, sem var annexía frá Ströndum í Dýrafirði. Hraunskirkja fangar athygli þess sem um dalinn fer, þakrauð og hvítveggjuð; reisulegt hús þótt. smátt sé. Það er rétt eins og hún LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.