Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1993, Page 12
aföi Ketill nú boö ágætt. Þá gifti hann Þórunni hyrnu dóttur sína Helga hinum magra. Eftir þaö býr Ketill ferö sína úr landi vestur um haf. Unnur hin djúpúöga dóttir hans fór meö honum og margir aörir frændur hans. Synir Ketils héldu þaö sama sumar til Islands og Helgi magri mágur þeirra. Björn Ketilsson kom skipi sínu vestur í Breiðafjörð og sigldi inn eftir firðinum og nær hinu syðra landinu þar til er fjöröur skarst inn í landið. Tók hann sér þar land allt á milli Stafár og Hraunfjarðar og bjó þar er síðan heitir í Bjarnarhöfn. Helgi bjóla kom skipi sínu fyrir sunnan land og nam Kjalarnes allt á milli Kollafjaröar og Hvalfjarðar. Hann bjó aö Esjubergi. Helgi hinn magri kom skipi sínu fyrir noröan land og nam Eyjafjörö allan á milli Sigluness og Reynisness og bjó í Kristnesi. Frá þeim Helga og Þórunni er komið Eyfiröingakyn. OAJ-VR * Æ M. ^ ^ - -'Vi. -v > Ketill flatnefur kom skipi sínu viö Skotland og fékk góöar viðtökur af tignum mönnum, því aö hann var frægur maður og stór- ættaður, og buöu þeir honum þann ráöakost þar sem hann vildi hafa. Ketill staðfestist þar og annað frændliö hans nema Þorsteinn rauöi dóttuc- sonur hans. Skotar héldu eigi lengi sættina því aö þeir sviku hann í tryggð. Svo segir Ari Þorgils hinn fróði um líflát Þorsteins að hann féll á Katanesi. Þorsteinn lagðist þegar í hernaö og herjaði víöa um Skotland og fékk jafnan sigur. Síöan gerði hann sætt við Skota og eignaðist hálft Skotland og varö konungur yfir. Hann átti Þuríöi Eyvindardóttur systur Helga hins magra. Fnaaftg" m.: Eftir þaö lætur hún gera knörr I skógi á laun. Og er skipiö var algert þá bjó hún skipið og haföi auö fjár. Hún hafði í brott meö sér allt frændliö sitt þaö er á lífi var og þykjast menn varla vita dæmi til þess aö einn kvenmaður hafi komist á brott úr þvílíkum ófriöi meö jafnmikiö fé og föruneyti. Má af því marka aö hún var mikiö afbragð annarra kvenna. Unnur djúpúðga var á Katanesi er Þorsteinn féll, sonur hennar. Og er hún frétti þaö að Þorsteinn var látinn, en þá var faðir hennar andaöur, þá þóttist hún þar enga uppreist fá. ri d u j 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.