Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Side 3
TggPáW
11 ® 11 ® S] M 00 B1*] Sl 11 ŒHl S1
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Wagner
er einn af risunum í tónsköpun síðustu aldar, en
hann þótti ekki auðveldur í umgengni og skoðanir
hans, sem hér eru til umQöllunar, voru nokkuð harð-
ar undir tönn, svo sem um andlega yfirburði Þjóð-
verja, andúð á gyðingum og franska menningu, sem
hann taldi mjög hættulega fyrir „hinn þýzka anda“.
Fróðárundur
í Eyrbyggju hafa löngum þótt ævintýraleg; selshaus
kom t.d. upp úr gólfi og gekk upp við hvert högg
sem hann var barinn niður. Á þessum furðusýnum
kann þó að vera læknisfræðileg útskýring og hana
hefur Hafsteinn Sæmundsson, læknir.
Forsíðan
Myndin er af kirkjunni á Selfossi, sem stendur á
bakka Ölfusár og blasir við þegar farið er yfir Ölfus-
árbrúna. Kirkjuna teiknaði Bjami Pálsson frá Hlíð
í Gnúpverjahreppi, sem bjó á Selfossi og var þar
bæði bankastarfsmaður og byggingarfulltrúi um
langt árabil. Bjami teiknaði einnig fjölmörg hús á
Selfossi; hann var tæknimenntaður og mikill stærð-
fræðingur eins og þeir Hlíðarmenn.
Ljósm.:Rafn Hafnfjörð.
Borgin
Hótel Borg hefur gengið í endumýjun lífdaganna
með því að Tómas A. Tómasson hefur lagt um 100
milljónir króna í að færa hótelið til hins upprunalega
og gagngerar endurbætur að auki. Borgin hefur nú
fengið þá stöðu sem hún hafði í miðbænum og ber
aftur keim af gamalli - og sumpart horfinni- Evrópu-
menningu.
EINAR
SIGURÐSSON
Gæði
íslands
- brot -
Heilagan anda hjartað mitt
af himnum hið eg nú fræða,
að mildiverkið mætti þitt
fyrir mönnum gerla ræða,
því oftlega hefur mig angrið hitt,
að ísland margir hæða,
en móðurjörð er mér svo kær,
mig hefur langað, guð minn skær,
að geta þess allra gæða ...
Jökull, sandur, aur og grjót
er hér mestur á landi,
blásin öll í burtu rót,
þó byggðin víða standi.
Eg kann þar ekki mæla í mót,
þó margar nauðir grandi.
Því angrar mig það oft til sanns,
að enginn talar um gæðin lands;
það er hinn mesti vandi...
Vor betrast hagur í hverri grein,
hér eru listir fleiri,
lærðir menn á handverk hrein
hafa nú vizku meirí.
Vísnasmíð er íþrótt ein,
eykst, það eg nú heyrí;
dýrleg sálmadiktan sú —
drottinn gefi við lærum nú;
hún glóir sem gull hjá eirí ...
Fæst hér bæði fiskur og hey
og fleirí önnur veiði,
ef búmannsyrkjan bilaði ei
og bænin fyrír þeim greiði
og þénarar segðu ei nokkru nei
(af nöldran verður leiði).
Ef dyggðin engin dregst í hlé,
drottinn lætur brauð í té.
En letin landið eyðir.
Séra Einar Sigurðsson, prestur í Heydölum i Breiðdal (1538-1626) var
afkastamikið sálmaskáld, en þekktast af því sem hann orti er Kvæði af
stallinum Kristí (Nóttin sú var ágæt ein). Sumt af kveðskap Einars var
prentað í vísnabók Guðbrands biskups, en mest er enn í handritum.
Úti og inni
g hitti góðan vin minn um
daginn. Hann er einn
fárra manna sem ég
þekki sem enn gefur sér
tíma til að hugsa enda
vitur maður.
Hann fór að tala við
mig um grein eina sem
hann hafði lesið um lýtalækningar og hafði
að vanda lagt málið vandlega niður fyrir
sér. Raunar hafði hann lagst svo djúpt að
hann var, er fundum okkar bar saman,
búinn að finna starfsheiti yfír þá lækna sem
gera að sérgrein sinni að fletta ístrubelgi
beggja kynjanna holdi sínu og sjúga síðan
úr þeim fítuhauga mikla með þar til gerðum
sugum. Að mati vinar míns skyldi starfsheit-
ið vera mörsugur. Að vísu er mörsugur
gamalt heiti mánaðar sem raunar hafði
sama hlutverki að gegna fyrrum er matar-
skortur lék fólk grátt. Enginn notar lengur
þetta mánaðarnafn svo það er laust til af-
nota.
Vini mínum nægði samt ekki orðlistin ein
heldur lét lengi gamminn geisa um lýtalækn-
ingar og fann þeim auðvitað margt til máls-
bóta og annað til foráttu. Hann riíjaði upp
orð spekings eins sem eitt sinn hafði þetta
að segja: „Guð skapaði manninn í sinni
mynd - en síðan tóku lýtalæknar við.“
Þessum vini mínum þykir ekkert mál, sem
hann hefur rannsókn á, fullkannað fyrr en
hann er kominn að kjarna málsins, heim-
spekilegum og siðferðilegum grundvelli.
Niðurstaða hans var þessi: „Allt er þetta
glíma okkar við tímann." Og sannarlega eru
það orð að sönnu.
Samkvæmt gömlu norrænu goðatrúnni
var heiminum deilt í tvennt. Annars vegar
var sá hluti hans sem var „inni“, hins vegar
sá sem var „úti“. Inni var Miðgarður. Uti
var Útgarður. í Útgarði höfðust þeir við sem
ekki voru eiginlegir menn, þursar og jötnar
og óvinir manna og guða. í Miðgarði voru
menn í nánu sambýli við guði sína. Inni var
regla en fyrir utan óregla, kaos.
Á fyrri öldum voru það lögin sem ákvörð-
uðu hver skyldi fá að búa inni og hverjum
var út vísað enda á hið gamla norræna orð
útlagi rætur í því viðhorfí. Útlaginn á ekki
lengur heima inni; hann er fulltrúi óreglunn-
ar og óreiðunnar og verður því að yfirgefa
mannlegt og guðlegt samfélag, dveljast úti.
Þeir sem inni voru undirgengust agann
og lögin og reglubundna tilveru bóndans
og þar varð tímahrakið til. Þar var tíminn
ekki láréttur eins og nútíminn upplifir hann;
fremur hringrás, tími endurtekningar og
eilífðar, þar sem allt hafði sinn tíma og sín
not, tími sem var miklu nátengdari lífsaf-
komu manna en nú er.
Á þessum tíma hefur líklega orðið til
kveðjan „Ég óska þér árs og friðar", allra
kveðjuorða fegurst. En hvað skyldi þessi
kveðja hafa merkt. Hætt er við að ýmsum
nútímamönnum þyki sýnt, þegar þeim er
„óskað árs“, að verið sé að óska þeim þess
að þeir lifí næstu 365 dagana en deyi ekki.
Þegar sömu mönnum er nú „óskað friðar"
kann svo að fara að þeir telji að verið sé
að óska þess þeim til handa að írakar ráð-
ist ekki inn í Kúveit næsta ár eða þá þess
að friður ríki á vinnumarkaðnum einhvern
tíma. En þetta er misskilningur. Hugtakið
ár merkti líka það sem árið færði, innihald
þess og gæði, fijósemi alls svo að árið færði
björg í bú svo allt gæti endurtekið sig og
svo um alla eilífð. Orðið'friður tengdist náið
í þá árdaga ættarböndunum, vináttunni og
ástinni.
Hugtökin ár og friður og inni og úti hafa
síðan brenglast, að ýmsu leyti ekki til góðs.
Við heyrum stundum heimska menn segja
„tími er peningar". Aðrir, sýnu vitrari, vita
að tíminn er allra síst peningar, heldur líf
okkar, dagar okkar á jörðinni, hamingja
okkar eða ógæfa eftir því sem úr spilast,
en venjulega eitthvert sambland þessa
tvenns. Enginn heilvita maður, sem finnur
dauða sinn nálgast, myndi láta sér til hugar
koma að segja „tíminn er peningar“. A.m.k.
yrðu það nafntoguð andlátsorð.
Nútímamaðurinn hefur slitið vináttu sinni
við tímann og gert hann að fjandmanni sín-
um og einuni helsta keppinaut, vitaskuld í
ævarandi viðleitni sinni að sigra allt sitt
umhverfi og gerast herra allra afla tilver-
unnar. Innst inni veit hann þó að hann er
á villigötum og er að tortíma sjálfum sér á
eilífum flótta undan raunverulegu lífi. Tíma
okkar á jörðinni notum við til að vinna bug
á tímanum. Flestöll tæki okkar og tól eru
til þess gerð að sigrast á tímanum, láta
hann líða hraðar eða hægar en hann í raun
gerir. Sjálfur dauðinn er endahnútur tímans
sem okkur er skammtaður og hinn vestræni
tæknivæddi maður, homo faber, sem allt
þykist sigra, sættir sig ekki við hann eða
þá hrörnun sem ellin veldur. Hrömun, elli
og dauði eru móðgun við okkur — og ber
að uppræta. Hrukkur, grá hár, skalli og
ýmsar breytingar kroppsins eru sýnileg
staðfesting þess að okkur hefur mistekist
glíman við tímann. Okkur hefur farið sem
Þór, hinum hraustasta ása, sem féll fyrir
elli kerlingu.
Eitt ljótasta orðasamband sem við eigum
er hugtakið „að drepa tímann“. Af hveiju
svo ljótt? Jú, vitaskuld vegna þess að um
leið og við drepum tíma okkar erum við að
stytta líf okkar. Tímadrápið er e.k. sjálfs-
morð.
Og hugtökin úti og inni. Hvað með þau?
Er jafn eftirsóknarvert nú að vera inni og
forðum var? Nei, allt breytist; nú er mönnum
stungið inn fyrir misgerðir sínar og látnir
út þegar þeir eru fijálsir að nýju. Stundum
er nú talað um útilífsmenn og þykir já-
kvætt; þegar í stað rennur upp fyrir manni
mynd af sólbrúnu, vöðvastæltu fólki ljóm-
andi af hamingju og hreysti. Hugtakinu
innisetumanni lýsi ég ekki af viðkvæmum
persónulegum ástæðum.
Seint verður Pressunni þakkað nógsam:
lega fyrir greinarflokk sinn Inni og Úti. í
fyrsta lagi hefur þar verið endurvakin hin
forna merking þess að vera inni og úti. í
þessum greinum er í eitt skipti fyrir öll
ákveðið hvað þarf að ástunda til að maður
sé inni en ekki úti, gjaldgengur í mannlegu
samfélagi. Þeir, sem leggja sig eftir því, fá
líka umbun sem felst í því að fá nafn sitt
og mynd í þætti sem heitir Hveijir voru
hvar? Þar er greint frá þeim sem komast í
Himnaríki. Sumir eru þar alltaf og virðast
hafa það að meginstarfi að sýna okkur hin-
um að þeir eru inni en við hinir utangarðs.
Allt ber að sama brunni. Tími okkar og
rúm eru á villigötum. Einhvern veginn hefur
svo æxlast að nútímamaðurinn er útilegu-
maður í mörgum skilningi, eða útlagi. Hann
hefur reynt i ófullkomleika sínum að bijóta
lögmál náttúrunnar, byggt sér tilveru þar
sem tíminn er ekki líf og rúmið ekki það
rúm sem við fengum í arf í árdaga heldur
tilbúið rúm. Við lifum í tveimur heimum,
hinum náttúrulega og hinum manngerða.
Því eiga þessi lok ljóðsins Vegurinn austur
eftir Halldór Laxness vel við í lokin:
Stoltara er fátt en fögur ær í haga,
fegra er ei neitt en lambið mitt í dalnum,
guð lætur viðinn vaxa handa lömbum.
Vegurinn austur, ó þú lífs míns saga.
Guð gefi bílnum góðan dag í Kömbum.
ÞÓRÐUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MARZ 1993 3