Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1993, Page 9
 w —w— —w— R A N N S 0 K N 1 R A 1 s L A N D 1 Umsjón: Sigurður H. Richter Nýting bú- fjáráburðar Mengun af búíjáráburði er einkum vegna nær- ingarefna sem komast í grunnvatn og vatns- föll og lyktar sem angrar fólk. Víða erlend- is hafa verið settar reglur um hvað megi gera við búfjáráburðinn, hversu mikið megi „Víða erlendis er búfjáráburður alvarlegur mengunarvaldur. Hér á landi ber fremur að líta á hann sem verðmæti sem mikils er um vert að nýtist sem best.“ Eftir RÍKHARÐ BRYN JÓLFSSON bera á hvern hektara, hvenær árs og á hvemig gróður. Bóndinn verður einnig að sýna fram á land til að losna við skítinn. í Hollandi er jafnvel farið að flytja hann út með tankskipum. Sem betur fer er þetta ekki vandamál hér á landi, þegar á heildina er litið, en þó kunna að fínnast staðbundin vanda- mál. Okkur er tamara að líta á búfjárá- burðinn sem verðmæti og íslenskar rann- sóknir á búfjáráburði hafa fyrst og fremst snúið að því hvemig næringarefni hans verða sem best nýtt. Áburðargildi búfjáráburðar Verðmæti búfjáráburðarins em að mestu falin í innihaldi hans af jurtanær- andi efnum. Mestu skipta þar köfnunar- efni, fosfór og kalí. Uppruni þeirra er að sjálfsögðu fóðrið og almennt er reiknað með að u.þ.b. 55% köfnunaefnis, 75% fos- fórs og 80% kalís í fóðri skili sér aftur af mjólkurkú sem saur og þvag. Köfnunarefnið er verðmætast en það nýtist oft illa. Mikið af því bundið í einföld- um samböndum sem auðveldlega ijúka út í loftið og verða plöntunum að engu gagni en geta hinsvegar angrað lyktarskyn ná- grannans. Fosfór og kalí í búfjáráburðinum nýtist hinsvegar yfírleitt að fullu. Bætt nýting búfjáráburðar var eitt helsta baráttumál frumkvöðla í íslenskri búfræði fyrir og um aldamót en þá var hann mikið notaður sem eldiviður. Töldu sumir jafnvel að búféð ræktaði fóðrið sitt sem kallað var, þ,e, áburðurinn dygði til að rækta vetrarfóðrið. Óbein áhrif búfjáráburðar Á ferðum um landið taka margir eftir hve fagurgræn túnstæði eyðibýla skera sig úr umhverfinu. Liturinn skýrist a.m.k. að nokkru leyti af óbeinum áhrifum búfjár- áburðar vegna uppsafnaðs forða torleystra næringarefna í jarðveginum. Þá hefur einnig verið bent á að búfjáráburður bæt- ir jarðveginn á annan hátt; hann skapi hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir jarðvegslíf, dýr, sveppi og gerla. Slíkur jarðvegur er einmitt ákjósanlegur fyrir plöntur. Tilraunareitir eru slegnir með lítilli sláttuvél, uppskeran vegin og sýni tekin til efnamælinga. Ijósm.’.Björn Þorsteinsson. Bein eða óbein áhrif Til að mæla þessi óbeinu áhrif verður að bera saman langvarandi notkun bú- fjáráburðar og tilbúins áburðar. Þetta var gert í tilraun sem hófst á Hvanneyri 1977. Borin var saman árleg notkun sauðataðs, 15 tonn/ha, sem er frekar lítið borið sam- an við almenna notkun, og tilbúins áburð- ar sem þótti henta aðstæðum. Uppskera reitanna eru sýndar í 1. mynd. Fyrstu árin er uppskera sauðataðsreita mun minni eins og vænta mátti eftir magni auðleystra næringarefna, en þegar á líður vex uppskera og er undir lokin orðin um- talsvert meiri. Þessi áhrif eru eftirtektarverð en skýr- ing liggur ekki í augum uppi. Nærtækast er að eigna þessi áhrif uppsöfnun nær- ingarefna í jarðvegi en fyrsta athugun á gögnunum bendir ekki til að svo sé, a.m.k. ekki að öllu leyti. Sáðgresið virðist hafa enst öllu betur á sauðataðasreitum en það er heldur ekki fullnægjandi skýring. Því er nærliggjandi er að hugsa til óbeinna jarðvegsbætandi áhrifa. Niðurfelling búfjáráburðar Dreifíng búfjáráburðar á tún krefst þungra tækja. Mikil umferð kemur niður á uppskeru og endingu sáðgresis. Því er eðlilegt að bændur vilji gjarnan vinna stóra skammta búfjáráburðar i flög. Spurningin er hvemig næringarefnin nýtast við þá notkun. Árið 1974 var mjög stór skammtur af kúamykju (150 tonn) tættur niður í flag á Hvanneyri. Á 2. mynd er sýnd uppskera þessara reita árin 1975-91 að frádreginni uppskeru reita sem fengu venjulegan ný- ræktarskammt tilbúins áburðar 1974. Ár- lega hafa reitimir fengið fosfór og kalí- áburð en ekkert köfnunarefni. Myndin sýn- ir því langtímahrif köfnunarefnis í mykj- unni. Áhrifin em mest í upphafí eða um 2000 kg þurrefnis á ári, eftir 6 ár dregur úr þeim og þau hverfa eftir 13-15 ár. Saman- lagt er uppskeruaukinn svipaður og ef mykjan hefði verið notuð á hefðbundinn hátt og nýting köfnunarefnisins er því áþekk. Það sem einkum vekur athygli er hve lengi áhrifín endast; í öðram tilraunum hér á landi og erlendis hefur þeirra vart gætt eftir 3-5 ár. Rannsóknaþörf Á þeim samdráttartímum sem nú era í landbúnaði er nauðsynlegt að huga vel að þeim verðmætum sem til falla heima á búunum og búfjáráburður er vissulega dæmi um slíkt. Að mati Hagþjónustu land- búnaðarins er verðmæti hans um 120 millj- ónir króna árlega. í vor var haldin á Hvanneyri ráðstefna um nýtingu búfjáráburðar og hafa erindin verið gefin út í ritröðinni Rit búvísinda- deildar. Þar er m.a. sagt ýtarlegar frá þeim tveim tilraunum sem hér hefur verið drepið á auk fjölmargra þátta er varða búfjáráburð og nýtingu hans. Stöðugt koma fram nýjungar í meðferð búfjáráburðarins. Á seinni áram er mikill áhugi á niðurfellingu í gróinn svörð til að minnka köfnunarefnistap og lyktarmeng- un. Það er meðal rannsóknaverkefna næstu ára að kanna þessa aðferð hér á landi. Höfundur er búvísindamaður og starfar við kennslu og rannsóknir við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Uppskera reita sem fengu árlega sauðatað (15 tonn/ha) umfram reiti sem fengu Langtímahrif köfnunarefnis í niðurtættri mykju (150 tonn/ha) 1973. Árlegur árlega túnskammt tilbúins áburðar. áburður eftir það túnskammtur af P og K. Á hverju ári er dregin frá uppskera tilsvarandi reita sem fengu venjulegan nýræktarskammt tilbúins áburðar 1973. Kc þe/he. umfram viömiöun 2000 íooo -íooo 77 76 79 60 61 62 63 64 65 66 67 66 69 90 91 92 Ar Tllraun 437—77 Hvonnayrl Kg þ©/ha umfram vlömlöun 2600 2000 1600 1000 600 O -600 76 76 77 76 70 60 81 62 86 64 66 66 67 86 60 OO 01 02 Ar Tllraun 364-74 Hvanneyrl LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MARZ 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.