Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Side 3
E LESBOK ® B H @ [u] 13 [g B E1] H] Q] 1] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Kreppa? Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, segir að tónskáld eigi sér ekki lengur sameiginlegt tungutak og að menn hafi farið að skilja tjl- gangsleysi eilífrar tilraunastarfsemi þegar fór að fjara undan raðtónlistinni. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, era þessu ósammála. Mælifell Hér birtist síðari hluti hinnar viðamiklu grein- ar Þórhalls Vilmundarsonar, prófessors, um örnefnið Mælifell. Hann fjallar hér að auki um örnefnin Mæli og Mælishól. á Snæfellsnesi var vettvangur Fróðárundra, svo sem frá er sagt í Eyrbyggju. I fyrra setti Hafsteinn Sæmundsson, læknir, fram kenningu í Lesbók um að þetta hafi verið ofskynjanir af völdum korndrjólasýki. Sigurður Samúels- son, fyrrv. yfirlæknir, er ekki sammála því, en spyr hvort taugaveiki geti verið skýringin. Kvikmyndir Pauline Klael er talin áhrifamesti kvikmynda- gagnrýnandi Bandaríkjanna, nú 75 ára. Henni finnst það eitt af undrunarefnum listarinnar, að myndir sumra leikstjóra snerta hana djúpt, þó mennirnir sjálfir geri það ekki. Ai’naldur Indriðason, sem skrifar um kvikmyndir í Morg- unblaðið, hefur þýtt viðtalið við Kael. Forsíðumyndin: Ljósm. RAX CHARLES BAUDELAIRE Ami Erlingur E. Halldórsson þýddi. Þegar himinninn, þungur og lágur, sem lokuð brá, leggst yfír önd vora mædda af langiá sótt og hellir úr sjónbaug, sem hringar sig tindum á, húmbleikum degi, er tekur fram hverri nótt; Þegar jörðin er dýfíissa og söggug hennar sæng og sigmfús Vonin, ámóta og leðui'blaka, berst um við múrana, smáum, veikburða væng og vankast, er rekst ’ún í loftin, meyr af raka; Þegar fyssandi regnið fellur í teinóttum straumi og fer nærri að glampa stillt eins og fanga-slár; og grúi af kóngulóm, lötrandi í leiðum flaumi, leggur sín net um vorn heila, svo jaðrar við fár, Þá glymja snögglega klukkur af kaldri bræði og kallið himininn rýfur sem logheit org, eins og sálir á fíakki, sem fínna hvergi næði, fara að veina af þverúðarfullri sorg. — Án söngs eða trumbu liðast raðir líkvagna löturhægt um mína sál; Vonin bjai'ta, sigruð, grætur; og vægðarlaus Angistin, örmagna, upp á minn lasnaða hvirfíl ber fánann svarta. Baudelaire, 1827-1867, var franskt Ijóðskáld og er talinn upphafsmaður symbólisma eða táknhyggju í Ijóðagerð. Hann hefur haft ómæld áhrif á nútfma Ijóðagerð og langt út fýrir landamæri Frakklands. B B Tímabil list- rænna afreksverka / IListasafni íslands stendur yftr stór- merkileg yfirlitssýning á íslenzkri myndlist áranna 1930-1944 og er hún hvorttveggja í senn, hluti Listahátíðar og haldin í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins. Það sem kannski vekur at- hygli framar öðru er hversu mikilfeng- leg listræn afrek voru unnin á þessu 14 ára skeiði, sem var þó lengst af tímabil þrúgandi kreppu og atvinnuleysis. Það er ekki fyrr en með hernáminu 1940 að sá fjötur er brotinn. I sýningarskrá, sem raunar er glæsisleg listaverkabók, má sjá að á tímabilinu hafa verið hér 40 starfandi myndlistarmenn, þar af eru 7 konur. Þetta er stærri hópur en við mætti búast og lætur nærri að helmingurinn hafi einvörðungu starfað að list sinni síðast á tímabilinu, enda var þá verulegur fjörkippur hlaupinn í listaverkasölu. En talsvert fram á þriðja áratuginn vora ekki haldnar nema þrjár til fjórar sýningar á ári í Reykjavík, árleg páskasýning Asgríms, haustsýning Kjarvals, og stopular einkasýningar þein-a fáu málara, sem reyndu þó að lifa af listinni. Gerjunin var þó ekki hér, heldur úti í Kaup- mannahöfn; flestir íslenzkir myndlistaimenn sem eitthvað kvað að voru skólaðir þar eða búnir að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. í dönsku Akademíunni sveif yfir vötnunum andi hins franska síð-impressjónisma en hin stóra fyrirmynd var Cézanne. Enda þótt Jón Stefánsson gengi í skóla Matisse, flutti hann fyrst og fremst aðferð Cézannes heim með sér, þegar hann kom alkominn 1924. Alþingis- hátíðarárið málar Jón Heklumyndina, meist- araverk og einhverja mögnuðustu landslags- mynd frá Islandi fyrr og síðai-. Þar er engin bein náttúrastæling til, en margslungið form- og litaspil, allt sveigt að lögmálum listarinnar. Ari fyrr uppgötvar Kjarval myndefnið Þing- velli og 1931 málar hann kannski fyrstu, stór- kostlegu myndina þaðan: Sumarnótt á Þing- völlum. Þær áttu efth’ að verða margar. Tíu áram síðar, 1941, málaði hann þá frægu Fjalla- mjólk, lykilmynd sem er á sýningunni, og sýn- ir vel þá kúnst Kjarvals að láta myndina vh’ð- ast raunsanna lýsingu, þótt það sé fjarri lagi. í þeiiri ofurást sem íslendingar fengu á landslagsmálverki fyrir tilstilli brautryðjend- anna Þórarins B. Þorlákssonar og einkum þó Ásgríms Jónssonar, fengu Þingvellir sérstakt hlutverk. A tímabili hefði lítið þýtt að sýna hér annað en landslagsmyndir og alvöra lands- lagsmálari hlaut að setja upp trönur sínar á Þingvöllum. Þeir sem á annað borð höfðu einhvern áhuga á myndlist ragluðu alveg saman ást sinni á landinu og hrifningu af því sem þeir sáu í málverkum. Hin rómantíska sýn hafði verið alls ráðandi; fjarlægðin og blámi fjallanna vora í fyrirrúmi. En sú myndlist leitaðist ekki við að lýsa því lífi sem þjóðin lifði. Það hefur líka verið freistandi að gera út á landslagsfegurð- ina; láta landið hjálpa sér. Hversu tignarleg verður ekki Herðubreið í mynd, eða fjalla- hringur Þingvalla? Kjarval fór einn aðra leið; beindi sjónum sínum eins oft að því smátæka og litríka við fætur manns. Hann gat einn unnið með ívafi af flestum ríkjándi stefnum án þess að fá gagn- rýni fyrir það sérstaklega, enda fléttaði hann allt inní sína persónulegu pensilskrift og sinn persónulega hugmyndaheim. Meðan svo til allh’ voru að kljást við mótíf, sem þeir höfðu fyrir augunum, vora þeir Kjaival og Einai’ Jónsson á lendum hugmyndanna og skáld- skaparins og þarmeð nútímalegri í hugsun en hinir. Það er ekki út í bláinn á lýðveldisafmælinu efth’ tæpa viku að málarar með slútandi hatta verða settir niður hingað og þangað um hátíða- svæðið á Þingvöllum. Á fjórða áratugnum og framá þann fimmta, mátti á þokkalegum sum- ardegi sjá máiara í óða önn að festa á léreftið þverhníptan vegg Almannagjár, ávalar línur Áimannsfells og snækrýndan Skjaldbreið. Alþingishátíðin 1930 hafði ýtt undir róman- tískai- þjóðernistilfinningar og á opinberri list- sýningu um haustið var fjöldi Þingvallamynda eftir Jón Þorleifsson og Jón Engilberts; enn- fremur eftir Eggert Laxdal og Kristján H. Magnússon. Kristín Jónsdóttur sýnir Þing- vallamyndir árið eftir og þá vora þeir saman á Þingvöllum að mála Asgrímur Jónsson og Þorvaldur Skúlason'. Á fyrstu einkasýningu Jóhanns Briem árið 1934, sýndi hann að sjálf- sögðu Þingvallamyndir. Jóhann fer lakast út úr sýningunni í Listasafninu vegna þess að hann var einfaldlega ekki búinn að mála sín sterkustu verk árið 1944. Á fjórða áratugnum komu nýir menn með ný viðhorf og myndlistarmenn skiptust í tvær fylkingar eftir lífsskoðun og pólitík. Ekki voru það sízt skoðanaskipti þeirra Jóns Þorleifsson- ar (Orra Morgunblaðsins) og Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal, sem skerptu á þessum mun. I kafla um listamannadeilur í áður nefndri bók segir Aðalsteinn Ingólfson: ,;Ki-afan um trúnaðinn við „ímynd hins sanna Islands“, trúin á „ómengað“ fegurðarskyn al- þýðunnar og tortiyggnin í garð innfluttra list- stefna, allt er þetta mjög í takt við þau sjónar- mið sem viðrað vora ljóst og leynt meðal Fram- sóknarmanna. Sá varfærni „Mberahsmi" sem einkennir skrif þehra Oira og Jóns Stefáns- sonar, sver sig hinsvegar í ætt við stjómmála- skoðanirnar sem forkólfar hins nýja Sjálf- stæðisflokks vildu gjarnan tileinka sér.“ Það vora yngri listamenn sem meira og minna höfðu orðið fyrir áhrifum af módernis- manum og bára fram andrómantíska túlkun á íslenzkum veruleika. Af þeim má nefna, Gunn- laug Scheving, Jón Engilberts, Snorra Arin- bjai-nai- og Þorvald Skúlason. Svavar Guðnason vai’ að mestu búinn að kveðja hlutlæga túlk- un; farinn að mála abstrakt úti í Kaupmanna- höfn og myndhöggvararnir Sigurjón Ólafsson og Ásmundur Sveinsson unnu þá í anda mód- emismans I stað landslags fóra „nýlistamenn“ að tjá sig um hinn vinnandi mann, verkalýðsátök, skip og báta í höfninni eða fólk í sjávarþorp- um. En þessi nýja áherzla á umhverfið var einhliða og líklega sprottin af tízku. Til að mynda er varla til ein einasta mynd sem lýsir andrúmi hernámsáranna, nema þá við höfnina. Enginn málaði braggahverfin, „ástandið", sandpokavirkin eða hermennina. Allt um það hefur „deiglan" á þessu 15 ára skeiði fætt af sér meistaraverk. Áður vai’ minnst á tvö þeirra; Heklumynd Jóns Stefáns- sonar og Fjallamjólk Kjaivals. í þann flokk vil ég einnig skipa fantasíu Kjaivals frá 1940, sem prýðh’ forsíðu bókarinnai’, Húsafellsmynd Ásgríms frá 1945, sjávarþorpsmynd Jóns Eng- ilberts frá 1937, búðannynd Schevings frá 1942, uppstillingu Kristínar Jónsdóttur frá 1939, „Eldhúsborði“ Þoivaldar Skúlasonar frá 1941-42, porti-etti Nínu Tryggvadóttur af Steini Steinari frá 1940, Helreið Ásmundar Sveinssonai’ frá 1944, „Manni og konu“ Sigur- jóns Ólafssonar frá 1939, og „íslandslagi“ Svavars Guðnasonar frá 1944. Sýningin gefur ærna ástæðu til að staldra við og hugsa sinn gang. íslenzkum myndlistar- mönnum hefur líklega fjölgað tífalt síðan og aðstaða til menntunar er ósambærileg. Samt hef ég gran um að afrakstur síðustu 14 áranna yrði þunnur á vangann við hliðina á sýning- unni í Listasafninu. í framhaldi af því væri kannski ráð að athuga hvað er verið að gera í Myndlista- og handíðaskóla íslands. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNl 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.