Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 8
4
Skers-Mælir á Látraströnd er keilulaga strýtan næst landi.
Ljósm.: Friðrik Eyfjörð Jónsson.
Malinsfjall á Viðarey í Færeyjum. Ljósm.: Þ. V.
í fyrri hluta greinarinnar,
sem birtist í síðasta
tölublaði Lesbókar, var
íjallað um tíu Mælifell
hér á landi. Hér er rætt
um tvö til viðbótar og
hliðstæð nöfn í Færeyjum
og Noregi. Loks er greint
frá örnefnunum Mæli og
Mælishóli hér á landi.
Síðari hluti
eftir ÞÓRHALL
VILMUNDARSON
MÆLIFELL í MÝRDAL
Mælifell í Mýrdal er á Höfðabrekku-
og Kerlingardalsafrétti. Að sögn Pálma
Andréssonar bónda í Kerlingardal (f. þar
1930) nær afrétturinn frá Heiðargili að
vestan að Rjúpnagili austur við Mýrdals-
sand, og má fá bezt yfirlit yfir hann af
Bárðarfelli (488 m). Þaðan blasir afréttur-
inn við í norðurátt, og er þá Mælifell (642
m), sem er ávöl, tiltölulega slétt keila,
mjög nálægt því að vera miðja vega á um
9 km breiðum afréttinum (í loftlínu) milli
fyrrnefndra marka. Fróðlegt er að bera
saman afréttar-Mælifellin í Mýrdal og hjá
Þeistareykjum.
Mælifell í Grafningi
Mælifell í Grafningi er vestan við Ölfus-
vatnsárgljúfur, en meðfram því liggur leið-
in frá bænum Ölfusvatni upp í botn Þver-
árdals undir Hengli. Guðmundur Jóhann-
esson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi
(f. 1897), segir, að Ölfusvatnsmenn hafi
smalað vestan Ölfusvatnsár og Þverár
fram í Þverárdalsbotn. Mælifell er mjög
miðja vega á þessari u. þ. b. 10 km leið
frá Ölfusvatni upp undir Hengil. Að sögn
Guðmundar var þessi sama Þverárdalsleið
einnig kaupstaðarleið manna frá Ölfus-
vatni og Króki. Var þá farið áfram yfir
Ölkelduháls, Bitru og Hengladali og milli
hrauns og hlíða á þjóðveginn á Hellisheiði
ofan við Kolviðarhól.
MALINSTINDUR og MALINS-
FJALL í FÆREYJUM
Malinstindur í Vogum í Færeyjum (683
m) er austan við miðja leiðina frá Sanda-
vogi til Vestmannasunds, en þá leið þekkja
allir, sem farið hafa frá flugvellinum í
Vogum til Þórshafnar.
Malinsfjall á Viðey í Færeyjum er stakt
fj'all (751 m) í hásuður frá byggðinni á
Viðareiði, keilulaga þaðan að sjá og
upptyppt, og gæti verið hádegismark frá
Viðareiði, sbr. Hádegisfjall beint suður frá
Tröllanesi á Karlsey við svipaðar aðstæð-
ur.24 Það virðist síður geta verið ,meðal-
fell* á milli Villingadalsfjalls (844 m) og
Mýmafjalls (687 m), þar sem fleiri fjöll
taka við þegar sunnan við Mýrnafjall.
MÆL(E)FJELLET á
Þelamörk
Um Mæl(e)fjellet á Þelamörk í Noregi
(1413 m) segir Olai Skulerud, að skýring
Chr. Matras, að Mælifell dragi nafn af
lögun, virðist vera einfaldasta skýringin
á þessu nafni.26 Fjallið er mikið um sig
upp í rúmlega 1300 m hæð, en með litlum
u. þ. b. 100 m toppi. Hugsanlegt virðist,
að toppurinn geti verið hádegismark frá
Gvammen og öðrum bæjum við enda
Hjartsjávatns norðan við fjallið. Erling
Gáserud í Sauland (f. 1933) staðfestir,
að nota mætti toppinn á Mælefjellet sem
hádegismark frá umræddum bæjum, en
kveðst ekki hafa heyrt, að það hafí verið
gert. í bréfi frá því um 1310 er nefnt
selið Mælestadull í Seljordhéraði, þar sem
Mælefjellet er. A. Kjær telur vera átt við
selið Mælesæter sunnan í Melfjeldet og
hljóti það að draga nafn af íjallinu, enda
séu tvö önnur sel með sama nafni norðan
í sama fjalli. Hann spyr, hvort það hafi
heitið *Mælis- eða *MelisstQðull og telur
fjallið e. t. v. hafa heitið *Mælireða *Mel-
ir.2(’ Hugsanlegt er, að *Mælir hafi orðið
Mæle- eða Mælfjellet í norsku, enda hefur
Norðmönnum haldizt verr á beygingar-
endingum en okkur, sbr. Gýgjarfjall >
Gjefjcll.21 Annar skýringarkostur er, að
liðfall hafi orðið í selsheitunum: *Mæli-
fellsstQull > MælistQÖull.
Áður en Mælifells-nöfnin eru kvödd, er
rétt að slá þann varnagla, að hugsanlegt
sé, að einhver þeirra hafi aldrei verið not-
uð til mælinga. í þeim tilvikum væri um
það að ræða, að nafnið merkti annað-
hvort ‘fell, sem hafa mætti til mælinga
eða viðmiðunar (án þess að það væri gert)’
eða ‘mælifellslegt fell að lögun’, þ. e. fell,
sem minnti á annað Mælifell. Ég hygg
þó, að dæmin, sem hér hafa verið rakin
um eðlilega mælingarkosti, svo og nafn-
myndin, sbr. mælistika, bendi til þess, að
yfirleitt sé um raunveruleg mælingarfell
að ræða. Sem dæmi um sérstaklega líkleg
,mælingarfell‘ má nefna Mælifellin á
Reykjanesskaga og í Norðurárdal.
Mælir og Mælishóll
Auk hinna mörgu Mælifella, sem nú
hafa verið talin, koma fyrir hér á landi
þijú önnur örnefni með sama orðstofni:
Mælir á Látraströnd við Eyjafjörð og í
Borgarfirði eystra og Mælishóll í Hnefíls-
dal á Jökuldal. í öllum tilvikum er um
keilulaga hóla (eða fell) að ræða. Ef
mælilóðið, sem fyrr getur, hefur verið
nefnt mælir (en um það eru ekki til heim-
ildir), gætu þetta verið líkingarnöfn dreg-
in af lögun. Það útilokar þó engan veg-
inn, að hólar þessir og fell hafi verið not-
uð sem mælistikur (miðjumörk) eins og
líklegt er um Mælifellin. Lítum nánar á
aðstæður:
Mælir á Látraströnd
(Skers-Mælir)
í ömefnaskrá Skers eða Þernuskers á
Látraströnd,28 sem Helgi Laxdal lögfræð-
ingur (1910-40) skráði 1938, segir:
„Skeijaklasi er við lendinguna, og nefnist
efsti toppurinn Mælir, en fremsta skerið
KríuskerFriðrik Eyíjörð Jónsson bóndi
á Finnastöðum á Látraströnd (f. 1931)
segir mér, að skerin séu fjögur. Örstuttur
malargrandi tengir nú efsta skerið landi.
Á því er grasi gróin keilulaga smástrýta,
sem hæst ber á skeijunum, og mun það
vera toppurinn, sem Helgi nefnir Mæli.
Þetta efsta sker virðist einnig vera Mælir-
inn (öðru nafni Skers-Mælir) samkvæmt
örnefnaskrá, sem Ari Gíslason skráði árið
1956 eftir Ásmundi Steingrímssyni sím-
stöðvarstjóra á Grenivík (1903-88), en
hann var frá Þernuskeri. í grein, sem
Jóhannes Óli Sæmundsson birti 1972 um
örnefni á fískimiðum Eyfirðinga, segir
hann, að Látraströndungar hafi haft
heimamið þvert vestur frá hveijum bæ.
Var lína lögð fram af tilteknum stað, oft
kletti eða nefí. Grunnmið Þernuskers var
tekið frá Afæií,29 og bendir það til þess,
að hann sé hæsta skerið í skeijaklasanum.
Mælir er um það bil miðja vega á tæplega
20 km sjóleið og landleið frá suðurmörkum
Látrastrandar við Grenjá í Grenivík til
verstöðvarinnar og býlisins Látra á Látra-
strönd.
Mælishóll á Jökuldal t.v. Hnefilsdalur t.h. Ljósm.: Þ.V.
8